Alþýðublaðið - 07.01.1927, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.01.1927, Blaðsíða 3
ALEtÐUBLAÐIÐ 3 Simi 1766. Sími 1766. Á GrettisgiStu 53 eru beztu inukaupln gerð. T. d. V* kg. st. melís 35 aura, */2 kg Kartöflumjöl 35 aura, — — höggin melís 42 aura, Export-kaffibætir st. 60 aura, Saftpelinn 45 aura, Kartöflur, valdar, 14 aura V2 kg. i/s kg. Haframjöl 27 aura, Rófur 14 aura Va kg. — — Sveskjur 60 aura, V« kg. Hrísgrjón 29 aura. Arak pessa Sáega verðs verðrar hverjram jþeirn, er kanpir fyrir fO krónur i einu gefið 1 st. af Hnshoidnings* súkkulaði i kanpbætir. Komlðl Sendið! SimiO! Sími 1766. Sími 1766. P|éörækislsaaltlð. Vestan hafs er árlega gefin út bók,. sem heitir Pjóðræknisritið, og er það allmikið rit. Hér á íslandi hafa blöðin tekið því vel, eins og skylt er, — já meira en vel, því að ég man ekki eftir, að ég hafi séð koma fram neinar aðfinslur við pað. En af því að tilgangurinn með útgáfu þess er góður, er rétt að benda þeim, sem að henni standa, á pað, að tilgangi ritsins verður ekki fyllilega náð, eins og pað er og hefir verið fram að þessu. Efni pess hefir verið sviplíkt og gerist í íslenzku tímariti, ekki betra og líklegast ekki heldur verra. Er trúlegt, að ritstjórn þess sé líkt farið og lengst af hefir verið um flest íslenzk tímarit, að mikið ráði tilviljunin, hvað þar birtist, og ritstjórnin sé frekar í pví fólgin að velja á milli þeirra ritgerða, sem bjóðast, en að leggja drög fyrir greinar um ákveðin efni. En rneð peirri aðferð er vart hugsanlegt, að Pjóðræknisritið nái tilgangi sínum, en af því að ég álít, að mikið og þarft hlutverk liggi fyrir því, ætla ég að gera ■nokkrar tillögur um tilhögun þess. Það á að verða eins konar ár- bók Islendinga, hvar svo á jarð- kúlunni sem þeir eiga heimá. En með því að verða slík árbók, mundi pað ná betur tilgangi sín- um hjá peim, er læsu það, og jafnframt myndi það ná langt um meiri útbreiðslu en nú, svo að segja mætti, að það þá öðlaðist gagnsemi í öðru veldi. Enginn vafi er á, að það gæti þá líka fljótlega borið sig mjög vel, og væri ágóðanum jafnan varið til þess að stækka það, myndu ís- lendingar öðlast ársrit, sem myndi gera mjög mikið gagn. Fyrst þarf að athuga þetta: Rit- ið á að vera fyrir almenning. Það mega því engar greinar vera í því, sem ekki eru ritadar pannig, að almenningur shilji pað til fulls. Fyrr meir lögðu fræðimenn litla áherzlu á, hvernig fræðigreinar voru ritaðar, — fanst það auka- atriði. Sumir álitu jafnvel sjálf- sagt, að þær væru þurar og leið- inlegar. En nú eru menn alls stað- ar að komast á aðra skoðun. Sjá menn nú, að engin fræðandi rit- gerð þarf að vera torskilin eða leiðinleg, þó að oft kosti það þann, er ritar, mikla fyrirhöfn að kornast hjá, að svo verði. Var- ast þarf að taka í ritið grein- ar um of sérstætt efni, þó að fróðlegt sé fyrir sérfræðinga og þó að skilmérkilega sé ritað. Skal nú talið upp, hvernig ritið samkvæmí þessu ætti að vera, en ekki er ætlast til þess, að efn- Sð verði í ritinú í þeirri röð, sem það er nefnt hér: Árbók eða annáll yfir merkustu viðburði meðal íslendinga austan hafs og þar með teknir allra stærstu viðburðirnir hjá hin- um Norðurlandaþjóðunum, Norð- mönnum, Dönum, Svíum og ekki sízt Færeyingum. Önnur árbók á að vera yfir markverðustu viðburði meðal Is- lendinga vestan hafs, og sé þá einnig getið þess, er allra mark- verðast skeður meðal hinna Norð- urlandaþjóðanna þar. (En um það, hvað séu „merkustu" og „mark- verðustu“ vjðburðirnir, á að dæma út frá blaðritara-sjónarmiði, þ. e. ekki út frá því, hvað í raun og veru kann að vera markverðast, — úr því sker sagan á sínum tíma, — heldur út frá þvi, hvað almenn- ingi þykir eftirtektarverðast á þeim tímum, sem það skeður á.) Nauðsynlegt er, að í ritinu sé sagt frá, hvernig helztu atvinnu- vegunum hefir gengið undan farin ár. Það á því að vera stutt grein (2—3 blaðsíður) um, hvernig landbúnaður á íslandi hafi gengið árið á undan, og hvernig verðlag hafi verið. Sams konar grein sé i hverju hefti um sjávarútveginn og stuttar greinar um búskap og árferði í hinum ýmsu Islendinga- byggðum vestan hafs. Þá eiga að vera greinar með hagfræðitölum, er geta skýrt líf og lifnaðarháttu íslendinga, svo og tölur, er sýni íbúatölu sveita og kaupstaða, og heildartölur, er skýri innflutning og útflutning helztu vörutegunda, svo og annað hagfræðilegs efnis, er varpað getur ljósi á líf Is- lendinga hér heima, þó ekki sé nema í stórum dráttum. Þá eiga að vera smágreinar um heilbrigðisástand, um íþróttir, um verklegar framfarir, svo sem gerð vita, brúa og rafstöðva á umliðnu ári. Þetta á að koma eða efni likt þessu á hverju ári. En þetta er ekki nóg, og eiga auk þessa að koma smátt og smátt greinar skyldar þessu, svo sem: Þilskipaútvegurinn, Vélbáta- útvegurinn, Togaraflotinn íslenzki, íslenzk sjómenska að fornu og nýju, Síldveiðin, Framþróun sjáv- arútvegsins á íslandi síðasta mannsaldur o. s. frv. Greinar þessar, sem hér er gert ráð fyrir, grípa hver inn í aðra og myndu að nokkru leyti sumar tvær segja frá því sama. En það gerði ekk- ert, því að ekki ætti að vera nema ein af þessum flokki á ári, og á hið sama við um greina- flokka þá, er nefndir eru hér á eftir. Um Iandbúnaðinn ættu að vera sams konar greinar: Kornyrkja á Islandi til forna, Framþróun .tún- ræktar á Islandi síðasta manns- aldurinn, Garðrækt á íslandi, Hestaflið og vinnuvélarnar í ís- lenzkum landbúnaði, Skógrækt á íslandi, Islenzka sauðkindin, Is- lenzki hesturinn o. s. frv. Á sama hátt ættu að birtast greinar uin mannvirki, t. d. Vit- ar á íslandi, Rafstöðvar á íslandi, Höfnin í Reykjavík, íslenzku árn- ar, sem brúaðar voru síðustu mannsaldrana o. s. frv. Þá er ýmislegt viðvíkjandi ís- lenzkri menningu, vísindum, skáldskap, sögu o. s. frv., t. d. Landnám Forn-íslendinga í Græn- landi, Líf Islendinga í Grænlandi, íslenzk-danska orðabókin, Vísna- gerð og daglegt líf. íslendingar mældir, Orðasöfnun i íslenzku al- þýðumáli, Islenzkunám í Amer- íku og annars staðar erlendis, Klæðaburður Islendinga um síð- ustu aldamót og nú, íslenzkir af- reksmenn (margar greinar um þá, er sýndu af sér karlmensku, Pét- ur Sigþórsson, sem var skotinn, er hann ætlaði að bjarga manni, og Jón Matheson þann, sem réðst á skammbyssumanninn í bankanum og kom hjarta hvers einasta íslendings til að slá hrað- ar, er hann heyrði um afreks- verkið), Hvaða gildi hafa Islend- ingasögur?, Snorri, Njála, Egla, Heimskringla, Eddurnar, Sturl- unga o. s. frv. Um íslenzka náttúni eiga að koma greinar: Hverir og laugar á íslandi, Helda, Hreindýrin, Jök- ulhlaup, Ferðir urn óbyggðir Is- lands o. s. frv. Væri ritið gert eitthvað þessu líkt i'rr garði, myndi það gefa þeim, er læsu, gleggri mynd en þeir hefðu áður af íslenzku þjóð- inni, af íslandi og öðrurn lönd- um, þar sem íslendingar eiga sér byggðir. Ritið á aðallega að vera miðað við Islendinga, sem heima eiga utan endimarka Islands, en það myndi .á þennan hátt vera einnig fróðlegt fyrir þá, sem á Islandi eiga heima, og líka selj- ast vel hér. Það ættu að vera í því góðar myndir og nýjar, ekki sömu myndirnar og búið er að birta oftsin'nis áður. Á ferðalögum mínum um fram- andi lönd hefi ég veitt því eftir- tekt, hve velviljaðir þeir menn eru Islandi og Islendingum, sem þekkja inenningu þess og sögu. Einnig er það áberandi, hve merkilegt útlendingum þykir að heyra um ísland, og hve hug- fangnir þeir verða af því, bæði af jökla- og eldfjalla-sögu þess, þeir, sem á slíku hafa vit, en allir af menningar- og stjörnar- sögu þess, — þykir svo merki- legt að heyra um þessa litlu þjóð, sem hefir sérstaka tungu og bók- mentir og stjórnar sér sjálf. Ég man ef ir bæði Kínverjum og Kó- reumönnum, Japönum og Java- búum, Tyrkjum úr Litlu-Asíu og Túnis-Aröbum, auk Indverja, Persa og ótal Vesturlandaþjóða, er ég hefi haft tal af til þess að frétta af um, hvernig daglega líf- ið var og kjör verkalýðsins í landi þeirra, hvað þeim þótti einkenni- legt, þegar þeir fóru aftur að spyrja mig og heyrðu um íslend- inga, litlu þjóðina á stóru eyj- (unni í hafinu. En myndi þá ekki bezta ráðið til þess að halda ís- lenzku þjóðinni saman vera, að allir einstaklingar hennar fengju sem sannastar og réttastar frétt- ir af því, hvernig hún býr, og hvernig löndin eru, sem hún bygg- ir? Enn sem komið er, myndu víst fáir íslendingar kjósa að vera annarar þjóðar, þó kost ættu á að ráða foreldri og þjóðerni. En eðlilegt væri þó, að svo færi, ef íslendingar hætta að þekkja sjálfa sig. Ólafur Friðriksson. Uraa dagÍBm @g veginn. Næturlæknir (er í nótt Halldór Hansen, Thor- valdsensstræti 4, sími 1580. Guðspekifélagið. Fundur í Septímu i kvöld kl. 81/2 stundvíslega. Formaður les upp erindi er nefnist: Við ára- mót. Esperanto-námskeið byrjar öl. Þ. Kristjánsson eftir nokkra daga, eins og auglýst hef- Sr verið hér i blaðinu, og biður hann væntanlega nemendur að mæta til viðtals kl. 8 í kvöld í barnaskólanum. „Símablaðið“, 6. tölublað, er nýkomið út. Þar er söguágrip af Seyðisfjarðarstöð og umdæmi með myndum af stöðvarstjórunum 20 árin nýliðnu,. grein um bæjarsímann, athuga- semdir við minningarrit landssím- ans eftir Hans M. Kragh, fram- hald af ferðaminningum Bjarnar í Grafarholíi „Fyrir 20 árum“ o. fl. Hin danska deild sáttmála- sjóðsins ræður yfir 20 000 kr„ sem verjar má: 1) til styrktar andlegu sam-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.