Alþýðublaðið - 11.01.1927, Síða 3

Alþýðublaðið - 11.01.1927, Síða 3
aLEÝÐUBLAÐIÐ 3 Prentsmiðja Guðjónsbræðra mw tll slllii aiú pegar. Prentsmiðjunni fylgir 1 Phönixvél, Götunarvél, Heftivél, Teljari, Járnborð og yfir lOOletur- tegundir. Enn fremur rammar og strik. Prentsmiðjan er keypt seint á árinu 1926 og því lítiðnotuð. Greiðsluskilmálar svo góðir að hver og einn einasti prentari getur keypt. Kaupin verða að gerast fyrir 25. janúar. 1927 Frekari upplýsingar gefur finðjðn Ó. finðjðnsson, Vestmaimaeyjiiiii. ,9Stai*fsrgeIs:t4t ii. Þa'ð er að sjálfsögðu ekki unt að rekja efni jressarar bókar í stuttri grein. Svo er hún marg- pætt og au'ðug að hugmyndum. Sumar kenningar herinar munu og virðast Vesturiandabúum, sem lít- ið pekkja austrænan hugsuuarhátt, harla nýstárlegar. Get ég ekki stilt mig um að nefna eitt eða tvö dæmi pess. Þekkingin er metin mikils. Hún er leiðarljós mannsins og dýr- asta hnoss. En hennar verður ekki aflað með skólagöngum og bókfræðalestri. Það eru fá- ráðlingar einir, sem sitja keng- bognir yfir þykkum doðröntum og stara sig nærsýna niður í moldviðri svartra bókstafa í ryk- föllnum, gömlum skræðum. Leið- in til þekkingar er að sökkva sér ftiður í hugardjúp sjálfs sín. „Eng- in þekking kemur utan að. Hún er öll inni fyrir.“ Sál mannsins er „náma þrotlausrar þekkingar“. Enginn getur kent öðrum. Allir verða að. kenna sjálfum sér. „Þekkingin leynist í huganum eins og eldur í tinnu.“ Og viðburðir lífsins eru hugvekjurnar, — högg- in, sem Ijósta fram eldinum. Annað dæmi skal nefnt: Óeigin- girni og fórnarlund eru hinar æðstu dygðir. Að gleyma sjálf- um sér, að vinna fyrir aðra, að efla hag ættjarðar sinnar eða starfa að heill alls mannkyns, — það er skylda vor. Æðsta viö- leitni mannsins er að reyna að gera eitthvert gagn og hjálpa heiminum. En — við skulurn ekki vera alt of stærilát yfir fórnfýsi okkar og mannúð. Hjálpa heiminum! Þarfn- ast heimurinn hjálpar okkar? Get- um við hjálpað honum ? Nei, svarar karma-yoginn. Þegar betur er aö gáð, getum við að eins hjálpað oss sjálfum. Heimúrinn þarfnast ekki hjálpar okkar, og það er oflæti og heimska að halda, að við geturn hjálpað hon- um. Það. er miklu fremur hann, sem hjálpar oss. Hann veitir oss tækifærin til að hjálpa öðrum, en það er ekkert annað en tækifæri til að þroska sjálfa oss og göfga. Það er einmitt leiðin til fullkomn- unar að afneita sjálfum sér og gera öðrum gott. „Enginn bein- ingamaður skuldar oss skildings- virði. Vér skuldum honum aít, af því að hann hefir veitt oss tækifæri til aÖ þroska meðaumkun vora og mannúð.“ „Vér hijálpum sjálfum oss, heiminum eigi.“ Enginn getur í raun og veru hjálpað öðrum en sjálfúm sér. Það er kenning kar- ma-yoga. Á bak við liggur sú hin þróttmikla manndómshugsun, sem Búddha lagði svo ríka á- herzlu á og hvað mest skilur á milli kirkjukristni vorrar og Búd- dha-dýrkenda: Enginn getur frels- ast fyrir annars tilverknað. Ef maðurinn frelsar sig ekki sjálfur, á hann engrar frelsunar von. Sjálf- ur hefir hann gert það, sem rangt er; sjálfur verður hann að bæta fyrir það. Hvort maður er hreinn eða óhreinn, á hann alveg undir sjálfum sér. Enginn getur gert annan hreinan. (Nl.) Á. H. Bifreiðastððvnnin enn Smáklausa birtist í „Mgbl.“ 7. þ. m. Virðist hún samin með það fyrir auguin að geta sneitt hjá því að rökræða málið. Andmælagreinar þær, sem birt- ust í Alþýðublaðinu þann 5. og „Vísi“ þann 4. þ. m., segir blað- ið ekki svara verðar vegna þess, að efni þeirra komi málinu ekk- ert við, og svo reki þar líka hver mótsögnin aðra. Þessum ummælum blaðsins visa ég beint til föðurhúsanna, hvað við kemur grein minni í Alþbl., vegna þess, að hver heilvita mað- ur, sem les hana, hlýtur að sjá, um hvað hún fjallar. Ekki hefir blaðið heldur treyst sér til að benda á eina einustu mótsögn í henni, heldur kastar þessu fram, að mér virðist út í bláinn, og finst mér slíkt ekki bera vott um sérstaklega mikla rökfiml. Enda þótt blaðið segist hafa talað við flesta stjórnendur bif- reiðastöðvanna hér, trúi ég því ekki, að þeir hafi allir verið því sammála um þetta umrædda fyr- irkomulag, vegna þess, að þeir hljóta að vita það ofurvel, að samkeppnin er orðin svo mikil á milli stöðvanna hér, að ef þær afgreiða nokkurn akstur á jóla- daginn, þá munu þær, hver um sig, afgreiða alt, sem hægt er að komast yfir jafnt og aðra daga, enda mun reynslan leiða það í Ijós, að aldrei mun komast hér á neitt fyrirkomulag i líkingu við þetta. Ég gæti trúað því, ab að eins einn af þessurn mönnum gæti verið „Mgbl.“ samþykkur i þessu máli. Ég hefi átt tal við hann um það, og virðist mér þar brydda á nokkuð líkri skoðun. Annars er það mitt álit á þess- ari uppástungu blaðsins, að hún sé það allra vitlausasta, sem ég hefi séö á prlenti í langan tíma. Ef dæma á eftir klausunni, þá virðist mér blaðiö hafa orðið sér þess fljótt meðvitandi eftir lest- ur greinanna, að það væri komið út á hálan ís í þessu máli og ætti ekki gott með að fóta sig, og virð- ast mér tilburðir þess á svellinu einkar-stirðbusalegir, einna líkast- ir eins og hjá einu algengasta húsdýri okkar íslendinga. Ég er mjög vondaufur um það, að blaðið taki mál þetta til með- ferðar um næstu jól, eins og það gefur í skyn, en vona þó að geta einhvern tíma á næstunni fengið að leggja orð í belg viðvíkjandi lokun bifreiðastöðva á stórhátíð- um ásamt frí- og vinnu-tíma bif- reiðarstjóra yfirleitt. Bifreidcirstjóri. Uan dagiiaia o$g vegian. Næturlæknir er í nótt Magnús Pétursson, Grundarstíg 10, sími 1185. Skipafréttir, „Lyra“ kom í nótt frá Noregi. Hún er i sóttkví á ytri höfninni og verður svo til annars kvölds. Ef enginn hefir þá veikst á henni, fær hún afgreiðslu eftjr það og kemur við í Vestmannaeyjum í útleiðinni. Línuveiðarinn „Hafþór“ frá Ísafirði kom hingað í nótt. Veðrið. Hiti mestur 2 stig, minstur 4 stiga frost. Átt suðlæg og vest- læg. Snarpur vindur á Raufar- höfn. Annars staðar lygnara. Mikið regn í Vestmannaeyjum. Annars staðar þurt veður. Loft- vægislægð fyrir norðaustan Iand og önnur suður af Grænlandi og er sennilega á leið hingað. Otlit: Víðast vestlæg átt, víða hæg. Hér hvessir þó á suðaustan, þeg- ar líður á næstu nótt. Lítil snjó- él hér á Suðvesturlandi í dag. Lög íslands. Útgefandi hefir beðið að geta þess, að ráðgert sé, aÖ ritinu verði fulllokið á þessu ári. Kauptaxti verkakvennafélagsins „Framtíð- arinnar“ í Hafnarfirði var á fjöl- mennum fundi þess í gær akveð- inn 80 aurar um klst. þar til samn- ingar nást. Togararnir. „Gylfi“ kom úr Englandsför á sunnudagskvöldið og fór á veiðar í nótt. Var hann kominn hingað' áður en samgöngubannið við skip- in var sett, en það gildir jafnt urn íslenzku togarana, þegar þeir koma frá útlöndum, sem önnur skip, er þaðan koma, — í sex sólarhringa eftir að þau fóru það- an. „Apríl“ kom í gærkveldi úr Englandsför, en „Egill Skalla- grímsson" í morgun. Hafa þeir fiskað á leiðinni til þess að út- enda banntímann. „Hannes ráð- herra“ kom af veiðum í nótt með 1200 kassa ísfiskjar og 50 smá- lestir af saltfislá og „Baldur“ með 1100 kassa ísfiskjar og 22 smálestir af saltfiski. Fara þeir báðir í dag áleiðis til Englands. Lik Helga heitins Helgasonar, for- rnanns á vélarbátnum „Baldri“, sem fórst í haust, hefir fundist í Knarrarnesi á Mýrum. (Samkvæmt frásögn í skeyti í gær.) Ein vitleysan enn. „Mgbl." segir, að á fundi sótt- varnamefndar Reykjavíkur í gær hafi bæjarlæknirinn spurst fyrir um það, hvort lögreglan myndi treysta sér til að varna samgöng- um við skip, ef því væri lagt upp að hafnargarði, og hafi svarið verið neitandi. Væntanlega ber að skilja þetta svo, að lögreglustjór- inn, sem er einn nefndannanna, hafi svarað þannig. Alþýðublaðið hefir átt tal við lögreglustjórann, og reyndist þessi frásögn „Mgbl.“ vera algerlega röng, — eins og margt annað í frásögnum þess blaðs. Kvölávökurnar. í gærkveldi: Séra Árni Sigurðs- son las upp kvæðin „Ögmundur biskup á Brimara-Samson" eftir Fornólf og „Jón Arason á af- tökustaðnum“ eltir séra Matthias. Baldur Sveinsson las kaflann í Jörundarsögu hundadagakonungs

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.