Alþýðublaðið - 23.05.1935, Síða 4
FIMTUDAGINN 23. MAl 1935.
ÖAMLA BIO M
Hnefaieikur
Afar spennandi hnefa-
leikamynd leikinaf þremur
heimsmeisturum í hnefa-
leik:
MAX BAER,
PEIMO CARNERA og
JACK DEMPSEY.
Niðurjðfnunar-
skrá.
Skrá yfir aðalniðurjöfnun út-
svara í Reykjavík fyrir árið
1935 liggur frammi almenningi
til sýnis í skrifstofu borgar-
stjóra, Austurstræti 16, frá 24.
þ. m. til 7. júní næstkomandi,
að báðum dögum meðtöldum,
kl. 10—12 og 13—17 (á laugar-
dögum aðeins kl. 10—12).
Kærur yfir útsvörunum skulu
komnar til niðurjöfnunamefnd-
ar, þ. e. í bréfakassa Skattstof-
unnar í Hafnarstræti 10, áður
en liðinn er sá tími, er niður-
jöfnunarskráin liggur frammi,
eða fyrir kl. 24 þann 7. júní.
Borgarstjórinn í Reykjavík,
23. maí 1935.
Guðm. Ásbjörnsson
settur.
Skófatnaðnr.
Brúnir leðurskór með hrá-
gúmmísólum og hælum.
Stærðir: 36 til 41 kr. 5,75
do. 42 — 45 — 6,50
Strigaskór með gúmmíbotnum.
Stærðir: 22—28 Verð 1,90
do. 29—35 — 2,50
do. 36—42 — 3,00
Karlmannaskór úr leðri 9,00
Skóv.B.Síefðnssonar
Laugavegi 22 A. — Sími 3628.
Málshðfðnn
gegn presti.
OSLO, 22. maí. (FB.)
I vikunni sem ieið urðu nokkr-
ar óeirðir við Fana í Bergen, er
nauðungaruppboð fóru fram
vegna vangreidds mjólkurskatts.
Meðan óeirðirnar stóðu yfr, flutti
Bauge klerkur ræðu, sem æsti
menn mjög upp, og fékk klerkur
ávítur fyrir frá biskupinum, yf-
irboðara sínum. Nú hefir mál-
flytjandi ríkisins í Bergen fyrir-
skipað málshöfðun gegn séra
Bauge fyrir að æsa menn upp
gegn stjórnarvöldunum.
Kvennadeild Slysavarnafélags
Islauds fékk nýlega 500 kr.
að gjöf frá Kvennfélagi Lága-
fellssóknar. í félaginu eru 30
konur.
Bílhurð hefir tapast í bæn-
um. Skilist á Vörubílastöðina
gegn fundarlaunum.
rrnrt'^arEi
jlÞfBDBLABIB
Isia
vestur um þriðjudag 28. þ. m.
kl. 9 s.d. Tekið verður á móti
vörum til hádegis (kl. 12) á laug-
dag og mánudag.
Daglega nýtt
kjötfars o g fiskfars.
Kjðt & Avextir,
Laugavegi 58, simi 3464.
TrésmiMélagRejfkjaviltnr.
Að gefnu tilefni tilkynnist, að þeir húsasmiðir, sem taka
vilja nemendur í húsasmíðaiðn, verða að fá leyfi til þess hjá stjórn
Trésmiðafélags Reykjavíkur, samkvæmt fundarsamþykt 3. nóv-
ember 1934.
Stjórnin.
Trésmiðafélag Rejrkjavíkur
heldur fund í Baðstofu iðnaðarmanna, föstudaginn 24. maí kl.
8y2 s. d.
Dagskrá:
1. Rætt um kosningu gerðardómsformanns.
2. Bréf frá Iðnsambandsstjórn um skrifstofumálið.
3. Bréf frá Landssambandi Iðnaðarmanna.
4. Annað mál.
Stjórnin.
Utsvarsskráii
kemur út í fyrramálið.
Sölnbörn komi í skrifstofu ísa-
foldarprentsmiðju kl. 9 árdegis.
Legubekkj af ætur
úr birki, stóla- og borðstofuborðafætur úr eik, einnig kústasköft,
lengri en venjulega. Til í smærri og stærri kaupum.
Guðlaugur Hinriksson,
Vatnsstíg 3. Sími 1736.
Hnefaleikur um konu.
Um þessar mundir sýnir
Gamla Bíó kvikmynd er nefnist
„Hnefaleikur um konu“. Mynd
þessi hefir vakið athygli víða,
sérstaklega af því, að hún er
leikin af núverandi heimsmeist-
ara í þyngsta flokki, Max Baer,
og leysir hann það verk vel af
hendi. Mynd þessir er vel úr
garði gerð, enda er hún tekin af
einum frægasta myndatöku-
manni hiemsins, W. S. van
Dyke, sá sami er gerði „Cape
Horn“ og „Tarzan-myndina. — I
Baer er eftirlætisgoð Ameríku-
manna sem hnefaleikari. Munu
víst fáir standa honum framar
í þessari íþrótt. Þó hún falli
ekki ölum vel í geð ættu þeir,
sem hafa gaman af hnefaleik að
láta hana ekki óséða.
G. M.
Skipafréttir.
Gullfoss er væntanlegur til
Viestmannaeyja síðdegis á morg-
un. Hann kemur hingað á laug-
ardagsmorgun. Brúarfoss er á
leið til Leith. Goðafoss er í Ham-
borg, en fer þaðan á laugardng.
Dettifoss er á Patœksfirði á Ieið
vestur um og norður. Lagarfoss
fór frá Kaupmannahöfn í morg-
un áleiðis til Leith. Selfoss er
á leið til Leith frá Vestmanna-
eyjum. Island fór frá Isafirði kl.
B í morgun áleiðis hingað. Alex-
andrína drottning er í Kaup-
mannahöfn, en fer þaðan á sunnu-
dag. Súðin var á Siglufirð'i í gær-
kveldi. Esja er hér, en fer vestur
og norður 28. þ. m.
Togararnir.
Gullfoss kom í nótt af ísfisk-
veiðum með um 200 körfur.
Tryggvi gamli er nú laus úr
Slippnum. Ólafur liggur við hafn-
argarðinn og á víst ekki að fara
út aftur fyr en hann fer á síld-
veiðar.
Til Hallgrímskirkju í Saurbæ.
Afhent af frú Lilju Kristjáns-
dóttur. Áheit frá G. M. kr. 5,00.
Beztu þakkir. Ásm. Gestsson.
Farþegar
með „Dettifossi" vestur og
norður: Olga Jóakimsson, Sigur-
lína Sigtryggsdóttir, Dagbjört
Jónsdóttir, Þuríður Finnsdóttir,
Þorsteinn Símonarson, Herr
Knoch, Þuríður Þorvaldsdóttir,
Jóhanna Christiansen, Valgerður
Guðmundsdóttir, María Christian-
sen, Pétur Sigurðsson, Guðmund-
ur Guðmunclsson, Þorleifur Guð-
mundsson, Oskar Totland, Jónas
Kristjánsson, Ferdinand Jóhanns-
son, Ingibjörg Björnsson, Kristín
Jónasdóttir, Ragnar Ásgeirsson.
Alt er þá þrent er.
Leikfélagið hefir ákveðið að
sýna þennan leik einu sinni enn,
og verður hann sýndur á sunnu-
daginn kemur með alþýðusýn-
ingaverði.
Sigurður Eyjólfsson
frá Þorlákshöfn í Kjós, nú til
heimilis á Grettisgötu 22 er sjö-
tíu ára á morgun.
Steindórsprent
prentar fyrir ydur
Adalstrœti 4 • Sími 1175
I DAG
Næturlæknir er í nótt Daníel
Fjeldsted, Aðalstræti 9, sími 3272.
Næturvörður er í Reykjavíkur-
apóteki og Iðunni.
OTVARPIÐ:
15,00 Veðurfregnir.
19,00 Tónleikar.
19,10 Veðurfregnir.
19,20 Lesin dagskrá næstu viku.
19.30 Erindi: Fiskverkun og fisk-
markaður, II. (Sveinn Árna-
son fiskimatsstjóri).
20,00 Fréttir.
20.30 Erindi: Frá útlöndum (séra
Sigurður Einarsson).
21,00 Tónleikar: a) Otvarpshljóm-
sveitin. b) Píanóleikur
(Hjörtur Halldórsson). c)
Danzlög.
Ritstjórn Alþýðublaðsins
er í Aðalstræti 8.
Blaðamannamótið í Danmörku.
Fjórða blaðamannamóti Norður-
landa lauk í gæ!r í Aalborg. Um
leið og mótinu var slitið fluttu
fulltrúar allra Norðurlandaþjóð-
anna ræður, og var þeim útvarp-
að. Fyrstur talaði fulltrúi Dana,
síðan talaði fulltrúi íslands, Svav-
ar Hjaltested, og svo fulltrúi
Finna, Norðmanna og Svía. Full-
trúi Islands þakkaði fyrir mót-
tökurnar í Danmörku, lýsti ferða-
iagi blaðamannanna um Jótland
o. s. frv. Var ræða hans stutt,
en vel flutt. Ræða Finnans var
kröftug og snérist að mestu um
lýðræði og Norðurlönd sem út-
verði þess. Var auðheyrt að ræð-
an vakti mikinn fögnuð á mótinu.
Knattspyrnan.
I kvöld keppa í þriðja flokki
Fram og Víkingur, en siðan verð-
ur úrslitakappleikur um sigurinn
á mótinu milli K. R. og Vals.
II. flokks mótið hefst annað kvöld
og keppa þá Fram og Valur og
K. R. og Víkingur.
Sveinn Árnason
fiskimatsstjóri flytur í kvöld í
útvarpið annað erindi sitt um
fiskverkun og fiskmarkaði.
Lítill drengur slasast.
Fyrir síðustu helgi varð lítill
drengur, fjögra ára gamall, und-
ir vagni á Nýlendugötunni, og var
vagninn aftan í vöruflutningabif-
reið. Drengurinn lærbrotnaði og
viðbeinsbrotnaði og marðist víða
og skaddaðist svo mikið á höfði,
að blætt hefir að heilanum.
Drengurinn mun hafa hlaupið út
úr porti og ekki hafa varað sig
á því, að bíllinn væri með vagn
feftan í sér. Drengnum hefir liðið
mjög illa. Hefir hann verið með
40 stiga hita og óráði.
Vinnumiðlunarskrifstofan
er í Mjóikurfélagsbúsinu, Hafn-
arstræti 5, herbergi nr. 1—-4.
Sími 2941. Opin kl. 10—12 f. h.
og 2—4 e. h. Kvennadeild skrif-
síofunnar er í Þingholtsstræti 18,
sími 4349. Opin kl. 3—6.
/
Fríkirkjan í Reykjavík.
Móttekið frá „Umrenningi“ kr.
3,00, frá M. G. kr. 5,00. Beztu
þakkir. Ásm. Gestsson.
Silungsveiðin
við Kaldárhöfða, eign db. Magnúsar Jónssonar er til leigu n. k.
veiðitímabil.
Veiðiréttindin eru og til sölu.
Upplýsingar veita undirritaðir.
Eiríkur Einarsson. Ásgeir Guðmundsson málfl.
Landsbankanum. Austurstræti 1.
Ferð á Vatnajökul.
I fyrrakvöld komu til Víkur í
Mýrdal þeir Jóhannes Áskells-
son og Trausti Einarsson. Eru
þeir á leið til Vatnajökuls og
fóru í gær að Kálfafelli í Fljóts-
hverfi, en þaðan fara þeir í dag
upp að jöklinum. Auk þeirra
eru einnig á ferð 3 útlendingar
sem. ætla í hálfsmánaðar ferða-
lag um Vatnajökul.
Altarisgánga
er í þjóðkirkjunni í Hafnar-
firði í kvöld kl. 8V2.
NÝJA BÍÓ
Woider Bar.
Stórfengleg amerísk tal-
og söngvakvikmynd.
Aðalhlutverkin leika:
AL JOLSON,
DOLORES DEL RIO o. fl.
Böm fá ekki aðgang.
, 'X. \ w /
Jarðarför konu minnar
Kristínar Ölaísdóttur,
sem andaðist 18. þ. m., fer fram föstudaginn 24. s, m„ og hefst kl.
2 e. h. með bæn á heimili okkar Laugaveg 50 B.
Kransar afbeðnir.
Sigurjón Jónsson.
Maðurinn minn, faðir okkar og sonur,
Guðmundur Ólafsson
hæstaréttarmálaflutningsmaður, andaðist að heimili sínu, Smára-
götu 10, í nótt.
Reykjavík, 22. maí 1935.
Sigríður Grímsdóttir og synir.
Ólafur Ólafsson. . Guðríður Guðmundsdóttir.
Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum, að okkar hjart-
kæra eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma,
Valgerður Bæringsdóttir,
andaðist að heimili sínu að kvöldi 22. þ. m.
Sveinn Hjaltason. Ingibjörg Sveinsdóttir.
Þorgerður Sveinsdóttir. Sæmundur Kristjánsson.
Sigurdís Sæmundsdóttir.
Þökkum innilega sýnda samúð og hluttekningu, við fráfall
og jarðarför elsku sonar okkar, bróðurs og mágs
Jörundar Svavars Gíslasonar.
Júlíana Gottskálksdóttir, Gísli Sæmundsson,
systkini og mágur.
TeiknSstofa min
verður vegna burtfarar lokuð um mánaðartíma. I fjarveru
minni eru menn beðnir að snúa sér til hr. frkv.stj. cand.
polyt. Benedikts Gröndal um þau efni, er lúta að hita- og
véla-kerfum.
Gísli Halidórsson,
verkfræðingur.
I land
alla mánudaga, miðvikudaga og föstu-
daga.
Ágætir bifreiðastjórar og bifreiðar.
Sími 1580.
Bifreiðasfðð Steindórs.
Steindórsprent li.f.