Alþýðublaðið - 25.05.1935, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.05.1935, Blaðsíða 1
NYIR kaupendur fá alþyðublaðið ókeypis til næstu mánaðamóta. „Förin var sigurför fyrir okkur*, segir Sveinn G. Björnsson formaður kórsins. KARLAKÓR Reykja- víkur kom hingað með Gullfossi í morgun úr söngför sinni um Norður- lönd. Var fjöldi fólks á hafnarbakkanum er skip- ið lagði að og heilsaði kór- inn með því að syngja lag- ið „Island, vort land“. Alþýðublaðið náði tali af Sveini G. Björnssyni, formanni kórsins, um leið og hann steig á land, og sagði hann svo frá þiessari ágætu för þelrra félaga: „Förin tókst betur en hinir bjartsýnustu okkar höföu vonað. Við fengum bezta veður báðar leiðdr yfir hafið. I Færeyjum sung- um við við mikla aðsókn og hin- ar ágætustu viðtökur. Við stóðum við í Fæœyjum^ í 3 klst., sátum par veizlu og skoðuðum Pórshöfn. Petta var góð byrjun, sem spáði okkur ágætrar farar. Við komum til Bergen í ágætu veðri og var tekið á móti okkur á bryggjunni af góðum söng- flokk, sem heílsaði okkur með söng. Par héldum við söngskemt- un um kvöldið í ágætu húsi við ágæta aðsókn og hinar beztu við- tökur, en um nóttina gistum við í „Hótel Rósenkranz". Daginn eftir sátum við boð karalakórasambandsins á „Flöjen" og var þar mikil skemtun, söng- ur og gleðskapur, að veizlunni lokinni fórum við í ökuferð um- hverHs Bergen, og pótti okkur ganxan að skoða þessa fallegu ILDYBDBLIBIB Sunnudagsblaðid á morgun Efni Su nnudagsblaðsins á morgun er: Gata í Reykjavík (Haðarstígur) — skurðmynd eftri Snorra Arinbjarnar. För í Þjósárdal, ferðasaga eftir Ey- þór Erlendsson, Helgastöðum. Hetjan í Göthehof, áhrifarík frásögn úr borgarastyrjöldinni í Vínarborg í fyrra, er segir frá vörn verkamannanna í Göthe- hof-verkamannabústöðunum. — Borgin vaknar, saga um gamla konu, sult og freistingu, eftir Kolbein þögla. Leyniletursfræð- ingurinn, skemtileg saga um hjónaskilnað, eftir John Wads- worth Paine. Endir af frásögn- inni um atburðina í Meyerling. Smágreinar, myndir og kross- gáta. borg, sem stendur að miklu leyti í skógi vöxnum hlíðum. Mörguninn eftir fórum við með Bergensbrautinni til Oslo. Var veður hið bezta, og nutum við í fullum mæli þeirrar fegurðar, í ensku blaði í Seattle birtist nýLega eftirfarandi grein: Fyrir mörgum árum sat íslenzk- ur maður á vetrarkvöldum með fjölskyldu sinni á litla heimilinu, sem hann hafði bygt sér á kana- disku sléttunni, og sagði sögur frá ættjörð sinni á meðan að snarkaði í skíðunum og vindur- inn þaut um veggina. Oft hélt hann á litlu dökkeygðu dóttur sinni meðan hann sagði sögur frá landinu, þar sem vor og haust feru skammvinn og skift- ir aðeins í vetur og sumar og þegar hún var syfjuð söng móðir hennar yfir henni íslenzk vöggu- ljóð. I dag situr dökkeygð kona, sem farin er að verða gráhærð, innan ljósrauðra veggja á lesstofu sinni að heimili sínu í Seattle. (Frh. á 4. síðu.) SIGURÐUR ÞÓRÐARSON sem þetta ferðalag hefir upp á aðjbjóða og frægt er. Við komum til Oslo síðdegis (Frh. á 4. síðu.) Vinnumiðlunarskrifstofa Hafnarfjarðar tekur til starfa á þriðjudaginn kemur. Skrifstofan hefir fengið hús- næði í gamla barnaskólanum og verður hún opin fyrst um sinn kl. 5—7 e. h. hvem virkan dag. Forstöðumaður er Guðmund- ur Gissurarson bæjarfulltrúi. Sími skrifstofunnar verður 9184. Stjórn Vinnumiðlunarskrif- stofu Hafnarfjarðar skipa Kjartan Ólafsson, skipaður af atvinnumálaráðherra. Björn Jó- hannesson og Ólafur Þórðar- son, kosnir af bæjarstjórn, Þórður Þórðarson formaður Verkamannafélagsins Hlíf, kos- inn af Fulltrúaráði verkalýðsfé- laganna og Þorleifur Jónsson ritstjóri, kosinn af atvinnurek- endum. 10 þúsund krúnnr handa mannl, sem tvisvar hefir hrökklast úr embætti GÆR var kveðinn upp dóm- ur í Hæstarétti í skaðabóta- máli, sem Steindór Gunnlaugs- son fyrverandi fulltrúi í dóms- málaráðuneytinu höfðaði gegn ríkissjóði, en Steindóri var vik- ið úr stöðu sinni í ráðuneytinu fyrir óreglu og trassaskap 1. ágúst 1929 af Jónasi Jónssyni þáverandi dómsmálaráðherra. Hæstiréttur dæmdi ríkissjóð til að greiða Steindóri 10 þús- und krónur með 5% vöxtum frá 29. júlí 1933, ennfremur samanlögð iðgjöld, er hann hef- ir greitt í lífeyrissjóð embætt- ismanna með 5% ársvöxtum frá sama tíma og 500 krónur í málskostnað. 1 dómi hæstarétar segir, að dómsmálaráðherra J. J. hafi ekki farið út fyrir embættis- verkahrnig sinn með því að víkja Steindóri úr stöðu sinni, en hinsvegar „hafi ekki verið færðar sönnur á það“, að Stein- dór hafi gerst brotlegur í stöðu sinni eða með öðrum hætti svo að missi hennar gæti valdið. En þar sem frávikningin hafi falið í sér atvinnumissi fyrir St. G. verði að dæma honum bætur úr ríkissjóði. Reyndar hafi St. G. haft allgóða atvinnu hjá , Reykjavíkurbæ frá því í febrú- ar 1931 til loka maí-mánaðar 1934, eða mest allan tímann síð- an honum var vikið úr stjórn- arráðinu, því að íhaldið tók hann þá uppá sína arma, tróð honum inn á bæjarsjóð, en lét hann fara af honum í fyrravor af einhverjum ástæðum, sem ekki eru kunnar. Mun Steindór síðan hafa beð- -ið eftir þessum hæstaréttar- dómi eins og hverjum öðrum eftirlaunum, sem hann ætti vis fyrir dygga þjónustu. Meinleg prentvilla er í Útsvarsskránni ágætu, sem kom út í gær. Sigurgeir Einarsson umboðs- og heildsali, Vesturgötu 28, er þar talinn hafa 530 króna útsvar, en á að vera 5280 krónur. „Soelaldemokraten", aOalblaO dðnsku stjórnar- innar, skrlfar greln um bátfOahðldln, sem veknr mjðg mlkla athygll. EINKASKEYTI TIL ALÞÝÐUBLAÐSINS KAUPMANNAHÖFN í moigun. O ÁTÍÐABRAGURINN á Stokkhólmi í gær í tilefni af brúðkaupi Frið- riks krónprinz og Ingrid prinzessu var meiri en nokkru sinni hefir sézt áð- ur á Norðurlöndum. Fólkið beið klukkutímum saman á götunum til þess að fá að sjá þó ekki væri nema ör- lítið að öllu skrautinu og allri •viðhöfninni. En það var líka eitthvað að sjá: gullbródering- ar, perlur, gimsteinar, ein- kennisbúningar í öllum litum, glitrandi orður, fauel, silki og óteljandi margt fleira. Það var eins og að sjá ljóslifandi fyrir sér æfintýri úr Þúsund og einni nótt. Og Kaupmannahöfn lét ekki sitt eftir liggja. Allan daginn flutti útvarpið jafnharðan frétt- irnar af því, sem fram fór í brennipunkti hátíðahaldanna. Þannig gerði útvarpið Kaup- mannahafnarbúum unt að fylgjast með vígsluathöfninni í Stórkirkjunni, þar sem sallafín- ir, einkennisbúnir og orðu- skreyttir riddarar klifruðu upp á stólana til þess að sjá betur það sem fram fór. Og þannig heyrðu þeir líka í útvarpinu orð Eidems erkibiskups: ,,Eg spyr þig, Christian Frederik Franz Michael Carl Valdemar Georg, vilt þú ganga að eiga stúlkuna Ingrid Victoria .Sophie Louise Margaretha, sem stendur við hlið þína?“ Og krónprinzinn svaraði hátt og greinilega: ,,Já“. Og þegar erkibiskupinn hafði spurt prinzessuna tilsvar- andi spurningar, heyrðist í út- varpinu hvernig hún svaraði blítt og þó ákveðið: ,,Ja-há.“ Og þar á eftir sagði útvarpið frá því, að brúðhjónin væru nú að skiftast á hringum. Seinna um daginn heyrðust hyllingarhróp mannf jöldans úti fyrir konungshöllinni í Stokk- hólmi, þegar ungu hjónin létu sjá sig við einn gluggann. Og síðan sagði útvarpið frá athöfn- inni þegar brúðhjónin voru að fara frá konungshöllinni til þess að stíga á skipsfjöl. Öll kon- ungsf jölskyldan lét að gömlum norrænum sið hrísgrjónunum rigna yfir ungu hjónin, sem táknar ósk um það, að þau megi verða frjósöm og fylla jörðina. Og svo lét unga folkið húrra- hrópin dynja á eftir þeim þegar þau voru komin af stað áleið- is niður að konungsskipinu ,,Dannebrog“, sem flytur þau til Kaupmannahafnar. Grein Soeialdemokraten. Sumunf hér í Kaupmanna- höfn fanst víst nóg um alla þessa viðhöfn. Þannig skrifaði t. d. blað Alþýðuflokksins, „Socialdemokraten“ í forustu- grein um giftinguna: INGRID KRÓNPRINZESSA „1 dag gengur danski krón- prinzinn að eiga Ingrid prinz- essu í Svíþjóð. Stórkostleg há- tíðahöld aru af því tilefni í Stokkhólmi, og þegar ungu hjónin koma til Kaupmanna- hafnar á sunnudaginn verða hér álíka ieiksýningar, með mið- aldakerrum og fjórum hestum OG FRIÐRIK KRÓNPRINZ. fyrir með forreiðarmönnum, til þess að gleðja augu þeirra, sem hafa gaman af slíkri viðhöfn. Það má deila um þessa sér- kennilegu siði. En mönnum, sem í hugsunarhætti hafa fylgst með tímanum, finst þeir vera hræðilega úreltir. (Frh. á 4. síðu.) r Italía og Abessinía leggja deilumál sín í gerðardóm. GENF, 25. maí. FB. RÁÐ Þjóðabandalagsins náði samkomulagi um deilumál Itala og Abessiníumanna snemma í morgun (laugardag), en svo horfði í gærkvöldi, er stjórnmálamennirnir loks lögð- ust til hvíldar eftir langar og erfiðar samkomulagstilraunir, að vonlaust væri með öllu, að samkomulagi yrði náð og að ó- friðarblikan út af þessum mál- um mundi enn færast nær. Svo hefir þó ekki farið og virðist þeirri hættu nú afstýrt í allra nánustu framtíð. Ráð bandalagsins hefir sam- þykt tvær ályktanir og sam- kvætm þeim fallast báðir aðil- ar, þ. e. ítalir og Abessiníumenn á, að gera út um deilumál sín með því að leggja þau í gerð, eins og ítalsk-abbessiniski sátt- málinn frá 1928 gerir ráð fyrir, svo og, að hvorug þjóðanna grípi til þeirra ráða að segja hinni stríð á hendur til þess að jafna deilumál. Italir afturkalla mótmæli gegn því, að tveir fulltrúar frá HAILLI SELASSI I. Abessiníukeisari. ríkjum, sem ekki eru aðilar í deilunni, sitji í sáttanefndinni. (Frh. á 4. sí&u.) XVI. ÁRGANGUR LAUGARDAGINN 25. MAI 1935. 139. TÖLUBLAÐ RirSTJORI: F. R. VALDEMARSSON CTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN Karlakór Reykjavfknr kom heim i morgun. Jakobina Johnson fer af stað tll Islands i jtessom mánuði. Brúðkaupinu lauk með alvarlegri áminningn (rá Aipýðndokknum danska.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.