Alþýðublaðið - 25.05.1935, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.05.1935, Blaðsíða 2
LAUGARDAGINN 25. MAI 1935. ALÞYÐUBLAÐIÐ Tilkynuing frá stjórn Islenzku vikunnar. 1 samráði við stjórn Islenzku vikunnar á Suðurlandi hefir frök- en Helga Thorlacius ákveðið að halda matreiðslunámskeið í Reykjavík — aðallega inatreiðslu á Isl. matjurtum — er standi yfir í eina viku hvert. Hið fyrsta hefst mánudaginn 27. þ. m. Námskeiðin verða haldin í Ktrkjustræti 12, þar sem áður var Rannsóknarstofa Háskólans, og leggur ríkisstjórnin húsnæðið til ókeypis. Um starfsemi fröken Helgu Thorlacius hefir dr. med. Skúli V. Guðjónsson í Kaupmannahöfn skrifað eftirfarandi: „Fröken Helga Thorlacius hefir skýrt mér frá starfsemi sinni við hagnýtingu ýmsra íslenzkra mat- jurta, matreiðslu þeirra o. s. frv., og kenslustarfi sínu á þessu sviði. Margt af þessu var mér áður kunnugt af afspum og af íslenzk- um blöðum. Margar jurtir voru fyr á tímum notaðar til manneldis vanalega tilreiddar á mjög einfaldan hátt. Telja má það afturför að j>etta hefir að mestu lagst niður á síð- ari árum. Orsökin til þess hefir meðfram verið sú, að tilreiðslu þessara jurta hefir verið svo á- bótavant, að matur úr þeim þótti ekki góður. — Sennilegt tel ég að mikill hagn- aður gæti orðíð af því, ef al- menningur notaði meira en gert er islenzkar jurtir til manneldis, og alveg tel ég það víst, að slíkt myndi bæta fæðu almennings stórum frá heilsufræðislegu sjón- armiði séÖ. — 1 flestum íslenzkum ætijurtum eins og í ætijurtum yfirleitt er mikið af ýmsum vítamínum, og auk þess sölt ýms, sem nauðsyn- Leg eru likamanum. Að vísu jiekki ég ekki til að vítamínmagn eða næringargildi hafi verið örugg- lega rannsakaö í íslenzkum mat- jurtum svo að teljandi sé. Þó hefi ég sjálfur rannsakað vita- þiín í þörungum töluvert ogfund- ið mikið A vitamin í þeim. Auk þess hefir vitamin-rannsóknastofa rikisins í Kaupmannahöfn rann- sakað A- og B-vítamín í sölvum fyrir bankagjaldkera Jón Pálsson Viðsjár út af Abessiniu á ráðsfundi ÞJóðabandalagsins. Bretar og Frakkar heimta ihlutun ráðsins. Roosevelt neitar að stað- festa lðg um eftirlann nppglafahermanna. GENF, 24. maí. FB. ULLTRtlAlt þjóðanna, sem sætá eiga í ráði Þjóða- bandalagsins, hafa undanfarna daga, eða síðan þeir komu hing- að til þess að sitja ráðsfund þann, er n ústendur yfir, reynt að finna grimdvöll til þess að sætta Itali og Abessiníumenn, en tilraunir í þesst átt hafa gengið erfiðlega alt til þessa og enn óvíst, hver endir verður á þessum málum. Nú hefir þó svo skipast, að samkomulag hefir náðst um til- í Reykjavík. Reyndist að vera mikið af A-vítamíni í þeim sam- anborið við það, sem vant er að vera í jurtum. D-vitamín- magnið var nokkru minna. Ég tel víst að jurtir þær, sem hér er um að ræða, séu yfirieitt víta- mínauðugar og að öðru leyti holl- ar. Fer ég þar eftir eigin og ann- ara visindarannsóknum á þessu sviði. Óhollusta getur varla stafað af jieim á nokkurn hátt. Þar sem hér er um að ræða jurtahluta, sem í sjálfu sér eru ekki vel hæfar til matar ótil- reiddar, á sama hátt og t. d. á- vextir, er mjög mikið undir því komið að þær séu tilreiddar á þann hátt, að góður matur þyki. Auk þess er afar-áríðandi að víta- mín og önnur dýrmæt éfni fari ekki forgörðum við matreiðsluna. Af ofangreindum ástæðum og útfrá menningarlegu og heilsu- fræðilegu sjónarmiði er mér það bæði Ijúft og skylt að mæla með starfsemi þeirri, er frökén Helga Hiorladus hefir á hendi á þessu sviði.“ (sign.) Skúli V. Guðjónsson. Stjórn íslenzku vikunnar á Suð- urlandi vill eindregið mæla með því, og hvetja húsmæður í bæn- um til þess, að sækja námskeið þessi, og er allar nánari upplýs- ingar þeim viðvíkjandi að fá hjá fröken Helgu Thorlacius, Skál- holtsstíg 7, eða Kirkjustræti 12 frá kl. 10 árdegis til kl. 6 síðdegis. Stjóm Islenzku vikunnar á Suðurlandi. lögur til. lausnar deilunni, og náðist samkomulag þetta á fundi, sem þeir Anthony Eden, Laval og Aloisi sátu. Tillögur þessar hafa nú verið sendar Mussolini til athugunar og þyk- ir mjög vafasamt hvort hann felst á þær eða ekki. Hinsvegar hafa fulltrúar Frakklands og Bretlands gefið í skyn, að þeir æth sér að leggja málið fyrir ráðsfund bandalags- ins, hvort sem Mussolini tjáir sig samþykkan eða mótfallinn tillögum Edens, Lavals og Alo- i isi. (United Press) LONDON, 23. maí. FB. Eitt að helztu blöðum Itala birtir í dag grein um Abessiníu- málin og setur þar fram ýmsar getsakir í garð Breta, en þeim hefri tafarlaust veirð mótmælt í London. Aðalatriðin í grein ítalska blaðsins eru þau, að Bretar hafi með höndum ófrið- arundirbúning gegn Abessiníu og meðal annars noti þeir auð- ug námusvæði í abessinsku landi í hernaðarskyni. Þá seg- ir svo í greininni, að Bretar hafi dregið saman lið í Súdan,, nálægt landamærum Abessiníu, og hafi verið að byggja járn- brautir til þess að geta flutt lið og vopn fljótlega til landamær- anna. Loks segir ítalska blaðið að Abessiníumenn óttist þessa ensku árás og séu að draga saman lið til vamar. I ensku mótmælunum er sagt að enginn flugufótur sé fyrir þessum ummælum ítalska blaðs- ins. Um hin auðugu námusvæði sem blaðið nefnir, segir svo í ensku mótmælunum, að Eng- lendingar eigi engin námurétt- indi í Abessiníu, nema smáveg- is gullnámusérleyfi og hafi það aldrei verið notað á nokkum hátt í hernaðarskyni. Landa- mæri Abessiníu og Súdan em einungis varin af lögregluliði og þetta lögreglulið hefir ekkert verið aukið og Bretar eiga eng- in varnarvirki á þessum slóð- um. (FÚ.). LONDON í gærkveldi. Róosevelt f jrseti á nú í ntokkr- um erfiðléikum út af frumvarpi, sem fram er komi'ð í þinginu um eftirlaun uppgjafahernxanna. Þetta er þingmannafrumvarp og gerir ráð fyrir hækkun eftirlaunanna á þann hátt, að gefnir verði út ný- ir peningar, um 9 700 000 000 kr. Báðir aðilar þingsins hafa sam- þykt þetta, en forsetinn neitar að ^taðfesta lögin. Auk þess sem hann hefir þann- ig notað synjunarvald sitt, hefir forsetinn kvatt saman fund í sfafm- einuðu þingi og haldið þar harð- orða ræðu og skorað á þingmenn aö athuga þetta mál gaumgæfi- lega enn á ný. Forsetinn heldur því fram, að lögin geti haft mjög slæmar afleiðingar, þó að hann játi hins vegar, að þau muni ekki hafa hrun eða gjaldþrot í för Hawai — eltt sterkasta vfglð f heimfnam. WASHINGTON í maí. (FB.) Hawai-eyja, sem er eign Banda- ríkjanna og er 2000 enskar mílur til suðvesturs frá San Francisco, er nú svo ramlega víiggirt, að hún er kölluð „Gibraltar Kyrrahafs- ins“. Þar hafa Bandaríkjamenn sex landhersbækistöðvar, tvo flug- velli fyrir landherinn, einn fyrir flotaflugvélar og auk þess er þar ramlega viggirt flotahöfn, Pearl Harbour. Nú stendur til að koma þar upp nýrri flugstöð fyrir landher- inn, og á að verja til hennar 11 millj. dollara, en auk þess á að verja 38 milljónum dollara ti! endurbóta á víggirðingum Pearl Harbour. Flugstöðin verður skamt frá Honolulu 3g nær yfir 2000 ekr- ur lands. Þarna eiga að verða 12 gríðarstór flugvélabyrgi, sem hvert rúmar heilan flugvélaflokk, en auk þess verða tvö stór byrgi fyrir flotaflugvélar. (United Press.) með sér. En hann segir að for- dæmið, sem þau skapi, sé mesta hættan, sem af þessu stafi. Blöðin hafa tekið ræðu Roose- velts mjög vel. Þótt gert sé ráð fyrir því, að önnur deildin muni aftur samþykkja lögin þrátt fyr- ir synjun forseta, er það ekki tal- ið útilokað að þau falli samt, vegna þess, að ekki fáist aftur nægilega öflugur meirihluti með þeim í öilu þinginu. (FO.) Bandaribjapinyið beyglr sig fyrlr Roosevelt. LONDON í gærkveldi. Senatið í Bandaríkjunum greiddi aðeins 54 atkvæði með frumvarpinu um aukinn stýrk til uppgjafa hermanna, og nýja seðlaútgáfu til þess að sú styrk- veiting gæti farið fram, en til þess að frumvarpið næði frani að ganga, þurfti 63 atkvæði. Senatið hefir því léð Roose- velt forseta fylgi í þessu máli, en hann hafði neitað að sam- þykkja lögin. (FO.) Vlðrefsnarstefnnskrá Roosevelts framlengd nm tvð ár? LONDON í gærkveldi. Verkamannasamtökin í Banda- ríkjummi hafa farið fram á það, að viðreisnarstefnuskrá stjórnar- innar verði framlengd um tvö ár. Forseti American Fecleration of Labour sagði í ræðu, sem hann hélt í gærkveldi, að ef ekki yrði sint kröfum verkamanna í þess- um efnum, mætti búast við alls- herjarverkfalli. (FO.) Kvenfélag fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík, heldur kvöld- skemtun í Iðnó á laugardag, til ágóða fyrir hjálparsjóð sinn. Til skemtunar verður kórsöngur, upplestur og dans. VlflSKIFTI DAKINS0S FYRIRLIGGJANDI efni í man- cbettskyrtur, ÓDÝR. Bankastræti 7. LEVÍ. Innpakkaður vaskur ásamt hné- röri o. fl. tapaðist í Aðalstræti í gærkveldi. Skilist til Benóný, Hafnarstræti 19. Viegna þrengsla er til sölu vand- að svefnherbergissett með sér- stöku tækifærisverði á Baldurs- götu 24. Munið, áð reiðhjólin, Hamlet og Þór, fást hvergi á landinu nema hjá Sigurþór, Hafnarstræt' 4. Gerum við reiðhjól. Miðdagur, 3 heitir réttir á kr. 1,25 frá 1—3. Laugavegs Automat. FÆÐI. Mánaðarfæði 60 krónur. Lausar máltíðir, 2 heitir rétlir með kaffi fást allan daginn. Veið 1 króna. Buff með lauk og eggj- um er alt af til. Matstofan, Tryggvagötu 6. Sími 4274. Smáréttir á kvöldborðið. — Laugavegs-Automat. Fimm kféflir kosta ágætar sil- ungastangir úr stáli. Sportvöruhús Reykjavikur. Málaflutningur.1, Samningagerðir Stefán Jóh. Stefánsson, hæstaréttar málaflm. Ásgeir Guðmundsson, cand. jur. Austurstræti 1. Innheimta. Fasteignasala W. SomersetM aughm.a Lltaða blæjan. 54 „Eins og gefur að skilja, gat ég ekki séð það fyrir, !að við myndum lenda í þessari bölvaðri klípu.“ ,,Já, og þú varst það hygginn, að sjá svo um, að éf annað okkar liði fyrir þetta — þá yrði það ekki þú.“ „Þetta er nú ekki sem sanngjörnust tilgáta. Nú, þegar alt er um gaíð gengið, hlýtur þú að sjá, að ég breytti á Iþann hátt, sem okkur báðum var fyrir beztu. Þú varðst viti þínu fjær, og þú mátt þakka fyrir, að ég varð það ekki líka. Það befði orðið láglegt, ef ég hefði farið eftir vilja þínum, við hefðum komist lifíandi ó steikaraþönnu? Og þér hefir ekkert orðið meint við þeítta. Eig- um við ekki að kyssast og vera vinir?“ Henni lá við að hlæja. „Þú getur tæplega vænzt þess, að ég gleymi því, að þú sendir mig út í opinn dauðann, án nokkurs samvizkubits.“ „O, hvaða vitleysa. Ég sagði þér, að engin hætta væri á ferðumy ef vissrar varúðar væri gætt. Geturðu ímyndað þér, að ég hefðí látið þig fara, ef ég hefði ekki verið öldungis viss um það?“ „Þú varst viss um það, af því .þú vildir vera það. Þú ert einn úr flokki þeirra hugieysingja, sem að eins hugsa það, sem þeim sjálfum er hagkvæmast." „Jæja, en prófsteinninn á búðinginn er nú að borða hann. Þú 'ert komin aftur og ef ég mætti gerast svo tungulangur — feg'urri en nokkru sinni fyrr.“ ' „Og Walter?“ Hann gat ekki annað en látið fjúka hið fyndna svar, sem kom, í huga hans. Hann brosti. „Ekkert fer þér eins vel og sorgarbúningur." Hún starði á hann stundarkorn. Augu hennar fyltust tárum og hún fór að gráta. Fagurt ahdlit hennar afmyndaðist af sorg. Hún gerði enga tilraun til að hylja hana og lá aftur é b’ak með hendurnar niður með hliðunum. „I guðs bænum gráttu ekki svona. Ég ætlaði ekki að segja, neitt ljótt. Þetta var bara spaug. Þú veizí, að ég tek einlæglegan þátt í sorg þinni.“ „Ó, þegiðu og skammastu þín.“ „Ég vildi alt til vinna, að Walter væri enn á meðal bkkar.“ „Vid vorum orsök í cktmkt hans.“ Hann tók í hönd hennar ,en hún kippti henni til sín. „Gerðu það fyrir mig — farðú í burtu,“ kjökraði hún. Það /er það eina, sem þú getur gert fyrir mg. Ég Jiata og fyrirlít þig*. Walter var tíu sinnum meira virði en þú, en ég var sá heimsk- ingi, að sjá það ekki. Farðu. — Farðu!" Hún sá, að hann ætlaði enn að segja eitthvað, svo að ‘nún stökk á fætur og fór inn í herbergi sitt. Hann fylgdi henni eftir, og af ósjáffráðri hygni lokaði hann gluggahlerunum um leið og þau komu inn, svo að næstum aldirnt var í Lerberginu. „Ég get ekki yfirgefið þig á þennan hátt,“ sagði hao.n og tók utan um hana. „Þú veizt, að ég ætlaði ekki að móðga þig." „Snertu mig ekki. í guðs bænum — farðu burtu!“ Hún reyndi að slíta sig af honum, en hann hélt henni fastri. Ofsafenginn grátur hafði gripið hana. „Ástin mín! — veiztu ekki, að ég hefi alt af elskað þig?“ sagðý hann með djúpa og hljómþýða málrómnum. „Og nú elska f ég þig meir en nokkru sinni fyrr.“ „Hvernig geturðu sagt slíka lýgi? Sleptu mér! Bölvaður sértu, ef þú gerir það ekki.“ „Vertu ekki svona vond við mig, Kitty. Ég veit, að ég befí komið illa fram við þig, en fyrirgefðú mér!“ Hún hristist öll af gráti og barðist við að losna frá honum, — en þrýstingurinn frá handleggjum hans var svo einkennilegai huggandi. Hún hafði þráð það svo, að finna þá vefjast utan fam sig einu sinni enn. Hún varð alt í einu svo hræðilega istöðulí'til. Henni fanst hún vera að hníga niður, og hrygðin, sem hafði gagn- tekið hana vegna Waiters, snerist upp í meðaumkun með henni sjálfri. „Ó, að þú skulir geta farið svona með mig,“ sagði hún Bnökt- andi. „Vissir þú það ekki, að ég elskaði þig eins heitt og nojkkúr konusál getur elskað?" „Ástin mín!“ ‘ Hann byrjaði að kyssa hana. „Nei, nei!“ hrópaði hún. Hann leitaði að andliti hennar, e:i hún sneri sér \jmdn; hann leitaði að vörum hennar; — hún heyrði ekki hvað hann var að segja; — það voru víst eldheit ástarorð. Hann hélt henni- fast í faðmi sér, og henni varð innanbrjósts líkt og barni, sem hefir vilst, en nú finnur öryggi heimilisins lykj- ast um sig. Hún stundi lágt. Augu hennar voru iokuð og andlitið vott af tárum. Þá fann hann varir iienniar, og kossinn, sem hann þrýsti á þær, þaut eins og eiding út í hverja taug hennar og æð. Þetta var logandi heit leiðslu- og sælu-stund, sem brendi hana, upp til agna, og henni fanst hún ummyndast. í draumum sínum — að eins í draiunum sínum — hafði hún kynst slíkum unaði. Hvað ætlaði hann að gera við hana? Hún vissi það ekki. Hún var ekki lengur kona; persónuleiki hennar hafði leýst upp; hún var ekkert annað en eldheit þrá. Hann hóf hana á loft; ----- í fiaömi hans var hún svo undur létt; — og hann bar hana, e.n hún hjúfraði sig upp að honum, örvænt- ingarfull, og þó í tilheiðslu. Höfuð lrennar fél 1 niður á koddann, og varir hans leituðu að hennar vörum. — Hún sat á rúmstokknum og huldi andlitið í höndum sér. „Viltu ekki vatn að drekka?" Hún hristi höfuðiö. Hann gekk yfir að þvottaborðinu, fylti tannglasið og færði henni. „Jæja, fáðu þér að drekka og þá mun þér líða betur.“ Hann bar glasið upp að vörum hennar og hún dreypti á vatninii. Því næst starði hún á hann með ótta í augum. Hann stóð yfir henni o,g horfði til jarðar og) í augum hans brá fyrir sjálfsánægju og fullnægju. „Jæja, finst þér ég nú vera sá hundtyrki, sem þú vildir áðan vera láta?“ Hún leit niður. „Já, en ég veit, að ég.er ekki vitund betri c(n þú. Ó, ég blygðast mín svo bræðilega!" „Jæja, ég get ekki sagt annað, en að þú sért vanjiakkiát." „Þú vildir kannske hypja þig núrvuV „Já, sannast að segja hygg ég, að það sé tími til ikominn; ég ætla að fara og laga mig dálítið til, áður en Dorothy kemur inn.“ Hann gekk út úr stofunni með fjörlegum skrefum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.