Alþýðublaðið - 25.05.1935, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 25.05.1935, Blaðsíða 3
 LAUGARDAGINN 25. MAl 1935. ALÞYÐUBLAÐIÐ alþýðúblaðið OTGEFANDI : ALÞÝÐUFLOKKURINN RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON RITSTJÓRN: Aðalstræti 8. AFGREIÐSLA: Hve’rfisgötu 8. SIMAR : 4900—4906. 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (innlendar fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: Vilhj. S. Vilhjálmss. (heima). 4904: F. R. Valdemarsson (heima). 4905: Ritstjórn. 4906: Afgieíðsla. Hegar ihaldið aflar tekna. ÞAÐ þykir ekki tíðindum sæta þó atvinnurekandi taki lán og auki skuldir ef hann á sama tíma eykur atvinnurekstur sinn. Ef hins vegar að skuldir auk- ast án þess að rekstur eða eignir aukist að sama skapi, þá er farið að síga á ógæfuhlið, og fyrr en varir dynur gjaldþrotið yfir. Á sama hátt er þessu farið með þjóðarheildirnar, kaupstaði og sveitarfélög. Fjármálastjórn, hvort heldur er hjá ríki, bæjarfélögum eða sveita- félögum, verður ekki dæmd góð eða vond eftir því einu, hvort afla þurfi meiri og meiri tekna frá ári til árs með auknum álögum eða auknum skuldum, eða hvort hægt er að létta af sköttum ‘ og lækka skuldir með hverju ári, sem líður. Þó að á þessi atriði beri að sjálfsögðu að líta, þegar dæma skal um stjórn fjármálanna, þá má hitt aldrei gleymast, að hlut- verk ríkis- og bæjar-stjórna er það fyrst og fremst, að halda svo á fjármálum þess opinbera, að nauðsynleg þensla skapist í e(t- vinnulífinu. Það eru tvær ástæður, sem því valda, að atvinnulíf þjóðarinnar verður að vera vaxandi, það verð- ur að þenjast út frá ári til árs. Fyrri ástæðan er sú, að hraustum þjóðum fjölgar með ári hverju, og hin síðari, að með aukinni menningu aukast kröfurnar til lífsins. Opinber fjármálastjórn verður að dæmast eftir því, hvernig henni tekst að stuðla að hinni nauðsynlegu þenslu atvinnulífsins og hvort eðlilegt hlutfall helzt milli aukinna tekjuþarfa annars vegar og aukins atvinnulífs og aukinna eigna hins vegar. Auknum tekjuþörfum fullnægir hið opinbera ýmist með auknum sköttum eða nýjum lánum. Reykjavíkurbær hefir aukið skatt- tekjur sínar um 40o/o. I stað hverra löO kr., sem hann sótti í vasa skattþegnanna í fyrra, sækir hann nú 140 kr.. Auk þess tekur hann á þessu ári stórlán. Þannig notar hann til hlítar báðar þær leiðir, sem til greina koma við það, að full- nægja vaxandi tekjuþörfum. Allir eru sammála um það, að lánið til Sogsvirkjunarinnar hafi verið réttmætt, því með því á að skapa aukna atvinnu í land- inu, það á að stuðla að nauðsyn- legri þenslu atvinnulífsins, og það verður ekki séð, að gengið hafi verið út fyrir eðlileg takmörk á þessu sviði. En um hækkun útsvaranna gegnir öðru máli, sá tekjuauki, sem bærinn þannig fær, stuðlar hvorki að hinni nauðsynlegu þenslu atvinnulífsins né að því að fullnægja hinum vaxandi kröf- um menningarinnar. Alþýðuflokkurinn hefir krafist þe'ss, að bærinn stofnaði til út- gerðar. Ihaldið hefir hindrað framgang þeirrar kröfu. Alþýðu- flokkurinn hefir krafist þess, að bærinn bygði sæmileg skólahús fyrir æskuna, að hann léti gera leikvelli og íþróttavelli fyrir börn og únglinga, hann hefir í stuttu máli sagt krafist þess, að bærinn stofnaði til aukinnar arðgæfrar at- vinnu, að hann skapaði skilyrði fyrir því, að hin uppvaxandi kyn- slóð geti orðið hraust og tápmik- il, og að hann fullnægði þeim kröfum til aukinna þæginda fyr- ir fjöldann, sem nútíminn hlýtur að gera. íhaldið hefir þverskall- ast við öllu þessu, en frá ári til árs hefir það lagt þyngri og þyngri útsvör á herðar bæjarbúa. Þegar bæjarbúar nú taka við útsvarsmiðum sínum og verða þess varir, að í stað hverra 100 fcr. í fyrra koma nú 140, þá munu þeir minnast þess, að upphafið og endirinn á öllum ádeilum í- haldsins á núverandi stjórnar- flokka hefir verið og er sá, að þeir hafa aukið skatta og aukið skuidir. En á sama tíma sem vesalings Moggi er látinn skamma stjórn- arflokkana fyrir þessar tvær höf- uðsyndir, er íhaldið í Reykjavík að hækka skatta og auka skuldir. En í meðferð þess aukafjár, sem þannig fæst í hendur hins opin- bera, kemur eðlismunur íhaldsr og umbóta-manna fram. Umbótamennirnir verja fénu til þess að auka atvinnu í landinu (til ræktunar, samgöngubóta, markaðsleita) og til þess að skapa aukna menningu og aukin lífs- þægindi (skólar, útvarp). Hjá íhaldinu er fénu á glæ kast- að ,það verður eyðslueyrir, veg- ur íhaldsins liggur til gjaldþrots- ins. íhaldsherrunum í bæjarstjórn skal að lokum sagt það, að öll- um er ljóst, að" hjal Mogga um eyðslu stjórnarflokkanna er ekki tekið alvarlega. Allir vita, að þeir stofna til stærri láná og auka skatta meira að tiltölu í sinni út- völdu íhaldsborg Rvik heldur en nokkur ríkisstjórn hefir gert. Og skattþegnar Reykjavíkur spyrja: Hvað fáum við fyrir okkar auknu útsvör? Reynslan svarar: Ekkert. Og þannig verður það á meðan í- haldið fer með völdin, þess vegna er skapadægur þess nú senn kom- ið. Sigfús Þórðarson Varaformator Sjómannatélags Hafna.fjarðar. í dag er til moldar borinn Sig- j fús Þórðarson, Mjósundi 3, Hafn- ^ arfirði. Hann andaðist á sjúkra- húsinu í Hafnarf. 15. þ. m. Sigfús heitinn var fæddur 30. október 1877 í Finnshúsum i Fljótshlíð. Foreldrar hans voru | þau hjónin Þórður Sigurðsson frá Finnshúsum og Þórunn Ólafs- dóttir frá Grjótá, er lengst af bjuggu í Móhúsum á Miðnesi, dugnaðar- og myndar-hjón. Hann 1 ólst upp hjá fósturforeldrum sín- um, er hann fór til mjög ungur, j þeim kunnu heiðurshjónum: Ara Stefánssyni og Þórunni Jónsdótt- j ur á Valsstrýtu í Fljótshlíð, og var hjá þeim þar til að hann • giftist eftirlifandi konu sinni, | Þórhildi Magnúsdóttur, árið 1899 ^ og fluttust þau þá litlu síðar suð- j ur á Miðnes og bjuggu þar, unz þau fluttust til Hafnarfjarðar ár- ið 1907 og hafa búið þar síðan. Þeim varð 6 barna auðið, 5 sona og 1 dóttur, er öll eru á lífi upp- komin og mannvænleg. Þau hjón j hafa verið mjög samhent í einu og öllu ,enda hjónaband þeirra hið ástúðlegasta alla tíð. Sigfús heitinn var mikill hag- Jeiks 'Og dugnaðarmaður á alt, er hann tók höndum til, hvort held- ur var til sjós eða lands, er kom :æ því betur í ljós því meira sem á hann reyndi, enda var hann „ karlmenni mikið að líkamsburð- um og kjarkmaður, eins og út- lit hans benti til, og varð hon- um aldrei handaskortur eða ráða- fátt, þó öðruin sýndist við ofur- efli að eiga. Hann var gerfilegur ásýndum, og hinn karlmannlegasti í allri framgöngu. En hið sterkasta afl á bak við hvert verk var skap- gerð hans sjálfs. Hann var vilja- sterkur drenglyndismaður, sem vildi öllum vel, og var fundvís á afsakanir og málsbætur, ef ein- hverjum mistókst. Hann hafði megnustu óbeit á öllu tildri og hégómaskap, hvort heldur var í orðum eða athöfnum, var hrein- lyndur og falslaus, en unni ein- lægninni hvar sem hún kom fram og var ávalt reiðubúinn til að læra af hverri reynslu. Hann var hægur og prúðmannlegur í allri framkomu, en þó óhræddur við að láta meiningu sína í ljós við hvern sem var. En gerði það ætíð á viðeigandi hátt. Hann var greindur maður og fylgdist vel með öllu, sem gerðist, bæði í veraldlegum og andlegum efnum. Hann tók mikinn þátt í stéttar- samtökum sjómannannja í Hafnar- firði. Þegar stofnað var Sjó- mannafél. Hafnarfjarðar 1924 gerðist hann strax meðlimur þess og var það til dauðadags. Hann var allflest árin í stjórn þess og síðustu árin varaformaður þess. Finst okkur, sem starfað höfum með honum í stjórn félagsins, mikið skarð hafa orðið við fráfall Sigfúsar, því hans ráð voru venjulega þannig, að taka mátti þau til greina. Hann hafði fulla þekk- ingu á hvað stéttarsamtök sjó- mannanna eru nauðsynleg, og ég held ég megi fullyrða að al'.ia félagsfundi og stjórnarfundi sótti 'hann nærri hvernig sem á stóð; sýnir það bezt áhuga Sigfúsar fyrir alþýðusamtökunum. Starfið hans hér megin er á enda, en starf Sigfúsar Þórðar- sonar lifir samt, allir þeir, sem eru fórnfúsir og eiga hugsjónir og hafa lagt rækt í framkvæmd þeirra, um þá má með sanni segja: Að þeir lifi þótt þeir deyi. Sigfús Þórðarson var einn af þeirn. ó. J. Frá Isafirði. ísfirzkir bátar hafa nú hætt veiðum undir Jökli, og var ver- tíðin rýr. Síldarvart hefir orðið undir Jökli og teljá bátar þar talsverða síld. Veiði trillubáta hefir verið góð á kúfisk í Djúp- inu síðastliðinn hálfan mánuð, en rýr á síld á stærri bátá. Nokkur smásíld hefir veiðst inni í Djúpinu undanfarið. Verið er að endurbæta Iþróttavöll ísa- fjarðarkaupstaðar. Verkið er unnið á vegum bæjarins, en íþróttamenn leggja til sjálf- boðavinnu öll kvöld. Sund- kensla hefst á Reykjanesi 20. næsta mánaðar og í.Bolungar- vík um mánaðamótin. Vimmnaiðlanarskrifstofa Hafnarfjarðar tekur til starfa n. k. þriðjudag 28. þ. m. Skrifstofan hefir fengið húsnæði í gamla barna- skólanum (uppi) og verður opin fyrir almenning fyrst um sinn, frá kl. 5—7 e. h. hvern virkan dag. Forstöðumaður skrifstofunnar er ráðinn Guð- munaur Gissurarson, bæjarfulltrúi, og verður hann þar til viðtals á áðurnefndum tíma. — Sími skrifstof- unnar er 9184. . v Er hér með skorað á atvinnurekendur og aðra, sem þurfa á verkafólki að halda, að snúa sér til skrif- stofunnar með alt þar að lútandi. Það skal tekið fram, að aðeins forstöðumaður skrif- stofunnar sinnir viðtölum í sambandi við starf henn- ar og eingöngu á þeim tíma dags, sem auglýstur er hér að framan. Hafnarfirði 25. maí 1935. Stjórn Vmnumiðlunárskrifstofu Hafnarfjarðar. Mnnið að liftryggja yður hjá ANDVÖKU. | . ' "■* Legubekkj af ætur úr birki, stóla- og borðstofuborðafætur úr eik, einnig kústasköft, j lengri en venjulega. Til í smærri og stærri kaupum. Ennfremur blómasúlur. Alt íslenzk vinna. Guðlaugur Hinriksson, Vatnsstíg 3. - Sími 1736. hefst 1. júní h. k. Daglega tekið á móti umsóknum í Grænuborg. —■ 45 b.örn fá ókeypis dvöl. Hvað verðnr nm blannlndi Islands? Eftir Guðm. Dauíðsson, Þinguöllum. (Frh.) ef vér kostuðum eingöngu Sjálfir klakið og gerðum fiskimiðin arð- berandi með ræktun. Landhelgis- línan mætti þá skoðast sem girð- ing um ræktaðan blett, en ekki óræktaðan og óhirtan, eins 'og nú á sér stað. Hvað snertir veiðiaðferðirnar ætti að taka fram, að þess yrði ætíð gætt ,að nota ekki þau veið- arfæri, sem skemma sjávarbotn- inn, spilla æti fiskanna, eyði- leggja ungviði, eða á annan hátt spilla fyrir árangri klaksins og eldi fiskanna. Talið er víst, að fiskimiðin kring um ísland séu með þeim beztu á hnettinum, eða jafnvel fiskisæili en öll önnur, og fyrir Islendinga eru þau betri en nokk- ur gullnáma. En þau geta orðið annað og meira heldur en gull- náma. Með stöðugri starfrækslu sjófiskaræktarinnar gætu þau orð- ið nokkurs konar lífsábyrgðar- sjóður komandi kynslóða í land- inu. Upprunalega eru ræktuðu krag- arnir kringum bæina ekki orðnir til fyrir það ,að sáð hafi verið til túnjurtanna, þó að auðvelt sé á þann hátt að rækta tún, heldur befir áburður, hirðing og varzla komið því til leiðar, að.kjarnbeztu grastegundirnar og þær, sem ljúf- fengastar voru fyrir búpeninginn, fundu þarna lífsskilyrði. Menn hændu þær að sér, ef svo mæíti segja, frá úthögum og óræktar- landi, og söfnuðu þeim sanian í kringum sig. Fiskaræktin ætti að geta orðið með svipuðum hætti í framtíðinni. ördauð fiskimið, sem áður voru fiskisæl, má líkja við óræktað og gróðurspilt land, myndu auðgast af nytjafiskum og verða, eins og túngróðurinn kring um bæina, nokkurs konar fiski- akur umhverfis alt lanclið, ör- stutt frá ströndunum. Og þá yrðu fiskiveiðarnar auðveldari, trygg- ari og hættuminni, en nú gerist. Bjargfuglar. Skýrslur Hagstofunnar frá 1932 skýra frá, að 128 600 sjófuglar hafi verið veiddir það ár hér á landi. Fuglategundir þessar eru: lundi, svartfugl, fýlungur, súla og ríta. Þó að skýrslurnar nefni hér aðeins svartfugl, er átt við nokkr- ar tegundir bjargfugla, svo sem álku, stuttnefju, langnefju o. fl. Þetta er nálega þrisvar sinnum rninni veiði að meðaltali en 5 fyrstu árin eftir aldamótin síð- ustu. Meðalveiði var * þá á ári 378 600 fuglar af þessum sömu tegundunr. Ef gert er ráð fyrir að hver fugl sé rnetinn á 50 aura, hefir fuglatekjan minkað sem svarar 125 þús. kr .á ári, síðan rétt eftir aídamöt. Þetta bendir á, að fuglinum se mikið farið að fækka, eins og skýrslurnar bera líka ótvírætt með sér. Eggja- tekja er hvergi nefnd í neinum skýrslum, en líklega má telja að jafnmörg egg séu tekin og full- orðnir fuglar eru drepnir, ef öllu væri til skila haldið. Skýrslurn- ar eru meira og minna óáreið- anlegar, því að mönnum yfirsést æði oft. Það er hætt við að fcerri fuglar séu taldir drepnir en þelr eru í raun og v-eru. En á skýrsl- unum verður að byggja. Það er ósennilegt, að ekki veiðist súla nema á einum stað á landinu — Vestmannaeyjum og aðeins 416 fuglar, nema búið sé að eyða þeirn alveg við Reykjanes og Grimsey, væri það ekki ósenni- legt. Vel er það skiljanlegt, að fugla- tekjan fari minkandi. Hún er ein af þeirn atvinnugreinum manna, sem miða að því að eyða hlunn- indurn í náttúrunni, en ekki að rækta þau eða halda þeim við. Og það virðist sem mönnum sé lítil eftirsjá að fuglurn þessum, þó að þeir yrðu aldauða á land- inu. Að vísu munu sumar af þess- um fuglategundum vera friðað- ar einhvern part úr ári, en er til lítils gagns, því að reglan er yenjulega sú, að því meira kapp er lagt á að veiða fuglinn þvi styttri sem tíminn er, sem það er leyft, ef hann er á annað borð eftirsóknarverður. Hvað snertir fuglategundir þær, sem hér urn ræðir, er ekki nema um tvent að velja, annaðhvort að gera ráðstaf- anir til að halda þeim við, jafn- framt því, sem hafa má tekjur af veiðinni, eða halda áfram í blindri að eyða þeim eins og verið hefir og loka augunum fyrir því, að þeir verði, fyr eða síðar, aldauða á landinu. Ekki verður séð, að það yrði gróði fyrir þjóðina, ef bjargfuglarnir dæju út, eða fækk- aði svo, að ekki þætti tilvinnandi að veiða þá. Dýralíf íslands yrði að sama skapi fátækara, óg rninkun fyrir þjóðina a.ð bera banaorð af tegundunum. Þess er ekki að vænta, að í náinni framtíð verði fuglar þessir gerðir arðberandi með ræktun eins og endur og gæsir eða aðrir alifuglar, en veí má vera að reki að því, ef treysta má framförum og menningu þjóðarinnar á kom- andi öldum, en þangað til gætu menn gert sér þá arðberandi á annan veg og komið þó í veg fyrir að þeir deyi út. En þá verð- ur að haga veiðinni öðru vísi en nú. Venjulega er farið yfir alt xeiðisvæðið á hverju ári, og hver einasti fugl drepinn, sem næst í. 1 staðinn fyrir þetta skyldi skifta því niður í t. d. 3 reiti, nokkurn veginn jafna hluta, og ræna aldrei nema einn reit á ári. Á hinum svæðunum fengi fuglinn næði til að auka kyn sitt og fjölga. Með þessu fyrirkomulagi yrði farið yfir alt svæðið á hverjum 3 árum. Bannað skyldi með lögum að drepa þessar fuglategundir allan tima árs, fyrir utan veiðisvæðin. sem jafnan heyra til einstökum jörðum. Með þessu móti væri bjargeigendum og öðrum veiði- svæðaeigendum trygð fjölgun fuglanna í löndum sínum. Gæti þá svo farið, að fyrirkomulag þetta hefði í för með sér þrefalt meiri arð fyrir þá, sem hlut eiga að máli, en nú er hægt að hafa upp úr veiðisvæðunum. Breytingu á tilhögun veiðinnar yrði að vera gerð með lögum. Veiðinefnd Tþyrfti að korna á í sveitum og kaupstöðum, þar sem fuglaveiði er stuncluð, er sæi um framkvæmd laganna og hefði tölu á fuglum, sem væru veiddir. Auk bjargfugla, sem nefndir eru í skýrslunum, er mikið drepið af öðrum sundfuglum, bæði á sjó og landi; þeirra er hvergi getið. Alla slíka fugla ætti að friða með lögum. Oft eru þeir drepnir af mönnum, sem þykir „sport“ í því að skjóta fugla og horfa á þá deyja kvalafullum dauða, en ekki vegna arðsins af veiðinni. Hann er venjulega enginn. Þá ættu (Frb.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.