Alþýðublaðið - 27.05.1935, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 27.05.1935, Blaðsíða 1
NORÐUR I LAND alla mánudaga, mið- vikudaga og föstu- daga. STEINDÖR. RITSTJORI: F. R. VALDEMARSSON OTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XVI. ÁRGANGUR MÁNUDAGINN 27. MAl 1935. 141. TÖLUBL'AÐ NOKKRAR GÓÐAR 7 og 4 manna bif- reiðar til sölu. Gott verð og skil- málar. STEINDOR. Sogsdeilan: Hðjpard verkfræðliour fér i gær. Eggert Glaessen og iehrðder Petersen verða nmboðsmenn lians í deilunni• Hsjgaard & Sehnltz eru geugnlr i atvlnnurekendafélag Islands. HÖJGAARD hinn danski verkfræðingur, aðaíeig- andi firmans Höjgaard & Schuitz, fór héðan í gærkveldi með e. s. Isláhd áleiðis til Kaupmannahafmar. Með bréfi, sem hann skrifaði bæjarráði í gærmorg- un, tiikynti hanu, að haun myndi fara og að Schröder Petersen verkfræðingur hefði fult umboð til að koma fram fyrir hönd firmans í Sogsdeiiunni og öllu, sem snertir Sogsvirkjunina, eihs og hann hefði altaf haft. Ihaldsmenn reyndu að hleypa upp fnndl Magndsar Torfasonar við Olfnsð. Sýslumaður henti verstu örðaseggjunum öt með elgin hendi og hafði algerðan melrihlutaá fundlnum Ennfremur tilkynti Höjgaard bæjarráðinu, að firmað Höj- gaard & Schultz hefði gerst fé- lagi í atvinnurekendafélagi Is- lands og að Eggert Claessen hæstaréttannálaflutningsmað- ur, sem er framkvæmdastjóri atvinnurekendafélagsins og einn af aðalforkólfum þess, væri héð- an í frá lögfræðilegur ráðunaut- ur firmans hér á landi. Með brottför Höjgaards og þessari tilkynningu hans verð- ur að líta svo á, að slitnað sé upp úr samningum í Sogsdeil- unni um ófyrirsjáanlegan tírna. í bréfi til bæjarráðsins hefir Höjgaard áður tilkynt, að flutn- ingaskipið „Henning B.“, sem ligg- ur hér á ytri höfninni með efni til Sogsvirkjunarinnar, myndi fara héðan á morgun — þriðju- dag. . í sámningunum hefir Höjgaard haldið því fram, að havm vildi ekki greiða meira en 60 þúsund krónur fyrir alla flutninga austur á efni tii Sogsvirkjunarinnar, og að það sé sannvirði fyrir þá vinnu. Hvernig Höjgaard &> S c h u 11 z ætla að græða 60 þúsundir króna I viðbót við annan gróða sinn af verkinu. 1 sambandi við það hefir Stein- grímur Jónsson rafmagnsstjóri nýlega sent norska verkfræðingn- um Berdal símskeyti og spurt hann hvað hann áliti vera sann- virði fyrir þessa flutninga. Berdal gerði, eins og kunnugt er, allar teikningar að Sogsvirkj- uninni ásamt Nissen verkfræðingi, og gekk frá áætlunum um fram- kvæmd verksins, sem tilboð þeirra Höjgaard & Schultz í það mun hafa verið miðað við, og samn- ingar gerðir samkvæmt því. Rafmagnsstjóra hefir borist svarskeyti frá Berdai, þar sem hanri segir, að hann álíti, að flutn- HÖJGAARD ingar á efninu til Sogsvirkjunar- innar, sem er 4700 tonn, verði ekki framkvæmdir fyrir minna en 100—120 þúsundir króna, en það er nær helmingi meira en Höj- gaard & Schultz vilja borga, en að eins 28 þúsund krónum lægra en greitt yrði fyrir flutningana, ef reiknað væri með fullum taxta bifreiðarstjóranna, kr. 31,50 á tonn, fyrir alt verkið. Liggur þó Eldstöðvarnar fi 4xar(irði verða rannsakaðar næstu daga. Útvarpið átti í gærkveldi tal við séra Pál Þorleifsson á Skinnastað um eld þann er gaus upp í gær meðfram Brandslæk um 1 km. austur frá Skinnastað, svo sem áður var frá skýrt. Kvað hann eldinn hafa dáið út til fulls í nótt, og engu við þar að bæta er sagt var frá í útvarpsfréttum síðast í gær- kvöldi. Brunastöðvar þessar hafa ekki verið rannsakaðar frekar en gert var í gærkvöldi, en búist er við að innan skamms verði leitast við að komast eft- ir eldsúpptökum. Menn eru nú á einu máli um, að eldur þessi hafi ekki komið úr iðrum jarðar, en að öðru leyti eru menn allmjög ósammála um hvað valdið hafi eldinum. Einkum er mönnum ráðgáta hvernig á því muni standa að eldurinn stefndi þvert á vindátt. Ölíklegt að mn skógareld hafi verið að ræða. Loks símaði fréttaritari út- varpsins í gærkvöldi: Eldar í Óxarfirði eru alger- lega niðurfallnir og engin merki sjáanleg, nema brunnið lyng og sviðnað skógarkjarr. Vindstaða var suðvestlæg, en stefna elds- ins frá norðvestri til suðausturs. Er því ólíklegt að um skógareld hafi verið að ræða, þó sumir geti þess til. Jarðskjálfta varð ekki vart. EGGERT CLAESSEN nærri að ætla^ aö firmanu Höj- gaard & Schultz hafi verið vel kunnugt um þetta álit Berdals verkfræðings, þegar það gerði samningana um sinn hluta af framkvæmd Sogsvirkjunarinnar, og er þá tilgangur þess sá með deilunni við bílstjórana,að græða 40—60 þúsund krónur á flutning- unum einum í viðbót við þann gróða, sem það hefir áætlað sér, er það baujð í framkvæmd verks- ins. Fyrir verkið í heild sinni eiga þeir að fá tvær milljónir og fimmtíu þúsund krónur, og er það 200 þúsund krónum hærra en Berdal verkfræðingur hafði á- ætlað að sá hluti Sogsvirkjunar- innar mundi kosta — og mun firmað því hafa áætlað sér rífleg- an ágóðahlut, jafnvel þótt það greiddi 100—120 þúsund fyrir . Frh. á 4. síðu. Magnús torfason alþingismaður og sýslumaður í Árnessýslu hélt opinberan iandsmála- fund að Tryggvaskála I gær. Tilefni fundarins var yfirlýsing Magnús- ar Torfasonar um það, að hann síiti samvinnu við Bændaflokkinn og skrif blaðsins „Framsókn“ í sambandi við yfirlýsing- uná. fhaldsmenn og svokallaðir Bændaflokksmenn, héðan úr bænum, höfðu fjölment á fund- inn og flutt með sér skríl úr fé- laginu „Heimdalli.“ Voru marg- ir þeirra fullir og áttu að hafa það hlutverk að hleypa upp fundinum fyrir sýslumanni með ópum og ólátum. En sýslumað- ur gerði sér lítið fyrir þegar hann sá að hverju fór, tók einn óspektarmanna og lét hann út með eigin hendi. Sýslumaður hafði algerðan meiri hluta á fundinum og var íhalds- og Bændaflokksmönnum illa tekið og Svavar Guðmtmds- son skrifstofumaður að síðustu hrópaður niður, er hann reyndi að halda ræðu seint um kvöldið. Fundurinn stóð til kl. 9 um kvöldið. Veður var fagurt. Menn streymdu að hvaðanæfa úr sýsl- unni á alls konar farartækjum, og héðan úr Reykjavík komu margir nienn. Var því mikið fjöl- menni að Tryggvaskála, endia var búist við skemtilegum fundi, þar sem þeir myndu eigast við all- harkalega, Miagnús Torfason, sem þektur er að smellnum samlík- ingurn og hnittnum tilsvörum og svo hins vegar forsprakkar Þrjár púsnndir manna séftii kappreiöarnar í gær. H ESTAMANNAFÉLAGIÐ Fák- ur hélt fyrstu kappreiðar sínar á árinu í gær á Skeiðvell- inum við Elliðaárnar. Áhorfend- ur voru taldir á þriðja þúsund manns. Veður var hið bezta, en þó var nokkur sunnanvindur og þurftu því hestarnir að sækja móti vindi, og hefir það ef til vill dregið úr flýti hestanna. Kapp- reiðarnar hófust kl. 3 e. h. Alþýðublaðið snéri sér í morg- un til Lúðvígs C. Magnússonar endurskoðanda, og fékk hjá hon- um eftirfarandi upplýsingar: Skeiðvöllurínn var ágætur, vel valtaður og sléttur. Hæsti vinningur sem borgaður var í veðbankanum var 74 kr. fyrir hverjar 10 krónur, sem lagð- ar höfðiu verið á „Fálka“, eign Þor- geirs Jónssonar frá Varmadal. — Var þa!ð i 350 metra flokkshlaupi. 29 hestar voru reyndir í kapp- reiðunum í 7 flokkum; þar að auki voru 3 úrslitasprettir. Orslitin urðu þessi: Skeiðhestar: (250 metrar). Eng- inn hestur náði tilskyldum tíma til verðlauna í 1. fl. skeiðhesta. I 2. flokki keptu 3 hestar. Af ýeim hlupu tveir upp, en sá þriðji „Þokki“, eigandi Friðrik Hannes- son, Lögbergi, fékk fyrstu verð- laun kr. 50. Rann „Þokki“ skeið- ið á 27 sek. 1 úrslitasprett komu 2 hestar, en hlutu engin verðlaun. I skeiðinu tóku þátt 6 hestar. Stökkhestar: (300 metrar). 1 þessu hlaupi voru reyndir 12 hest- ar í 3 flokkum. í fyrsta flokki urðu fyrstir og jafnir að marki þeir „Balbo“, eigandi Stefán Thor- arensen, lögregluþjónn og „Her- kules“, eigandi Steinunn Einars- dóttir, Reykjavík. Fyrstu flokks verðlaun kr. 25, og önnur verð- laun kr. 15, skiftust því jafnt á milli þeirra, þannig, að hvor þeirra fékk 20 krónur. Hlaupatími þiessara hesta var 25,2 sek. Varp- að var hlutkesti um það, á hvom skildi borga veðféð og kom upp hlutur „Herkulesar.“ I öðrum flokki varð fyrst að marki „Gjósta", eigandi Birgir Kristjánsson, Reykjavík. Hraði hennar var 24,3 sek. Annar var „Fengur“, eig. Guðmundur Magn- ússon, Hafnarfirði, 24,5 sek. Hlutu því þessir hestar 1. og 2. verðlaun í þessum flokki. í þriðja flokki varð fyrstur Frh. á 4. síðu. MAGNÚS TORFASON Bændaflokksins, sem oft vekja bros, þar sem þeir fara. Fundurinn hófst um kl. 4, og mátti sjá þar ýmsa þekta menn: Eystein Jónsson, Jón í Dal, Svav- ar Guðmundsson, Halldór Stefáns- son, Jón ölafsson bankastjóra, Jörund Brynjólfsson, Sigurð Krist- jánsson og Garðar Þorsteinsson. Magnús Torfason hóf umræð- ur og skipaði fundarstjóra tvo hreppstjóra ur sýslunni, sem eru ákafir fylgismenn hans. Var því ekki mótmælt. Talaði sýslumaður því næst í rúman klukkutíma, en setti fund- arsköp á eftir. Var ræðan skemti-. leg. Ræða Magnúsar Torfasonar. Hann hóf mál sitt með því, að segja, að hann hefði ekki átt von á því, að nafn hans myndi verða haft svo milli tannannia, út af yfirlýsingu hans um samvinnu- slit hans við Bændaflokkinn. — Las hann síðan upp þessa tilkynn- ingu sína, sem var á þá leið, að hann hefði slitið samvinnu við Bændaflokkinn, en síðan las hann upp kvittun miðstjórnar Bænda- flokksins, seím var þannig: „Miðstjórn Bændaflokksins hefir í dag veitt móttöku skrif- legri úrsögn yðar úr Bænda- flokknum.“ „Hér er nú töluverður munur á,“ sagði sýslumaður; „ég segist mig úr flokknum, og síðan kem- ur Framsókn með svívirðingar- gnein um mig á lokadaginn. ... Ég hefði þó átt að kunna að stíla úrsögn mína úr flokknum, því að í slíku hefi ég æfingu ... og kemur mér þetta því á óvart. Ég sagdi mig úr Framsóknar- flokknum í fyrra, og þá skildist úrsögn mín; menn hefðu átt að geta treyst mér til að skrifa jafn- skilmerkilega úrsögn nú, ef það hefði veríð meining mín.“ Upphlaup og hrindingar. Nú heyrðist ámátlegt hljóð í salnum, og litu allir á sýslu- mann. Dálítil þögn varð og ræskti sýslumaður sig og tók ofan gler- augun. „Mér líkaði ekki í Framsóknar- flokknum og mér líkar ekki við Bændaflokkinn." ... Aftur heyrð- JÓN I STÓRADAL ist ámátlegt hljóð og frammíkáll. „Viljið þér gera svo vel og þegja?“ segir sýslumaður. Svo ætlar hann að byrja aftur, en þá kallar Jón í Dal fram í fyrir honum og annar tekur undir. — „Viljið\ pér pegj-a?“ segir sýslu- maður enn, eða ég neyðist til að láta yöur út.“ — En framítökurnar og ámát- legu hljóðin halda áfram. Sýslu- maður vindur sér þá fram fyrir borðið, kveður til tvo menn, og töldu nú allir, að Jóni í Dal ieða Svavari yrði. hent út, en svo slíta samvinnu við Bændaflokk- j varð þó ekki. Sýslumaður vatt sér inn, en þeir segja, að ég hafi sagt Frh. á 4. síðu. Veizlnfarganið eodirtekið í Kaup- mannahðfH í oær. Nokkrir menn teknir fastir. ElNKASKEYTl TIL ALÞÝÐUBL. jD1 RIDlíIK krónprinz og Ing- rid krónprinzessa komu til Kaupmannahafnar í gær eftir meira en hálfs annars sólar- hrings sjóferð frá Stokkhólmi. Kaupmannahafnarbúar höfðu, svo tugum þúsuiida skifti, flykkst niður að Tollbúðinni til þess að sjá brúðhjónin stíga á land og bjóða þau velkomin. En enn þá miklu fleiri biðu báðu- megin við göturnar, sem ekið var um inn í bæinn. Borgin var öll flöggum skreytt og alstaðar dundu við húrra- hróp, þar sem vagn brúðhjón- anna fór fram hjá, en á milli þeirra heyrðist öðru hvoru píp þeirra, sem blöskraði fagnaðar- læti þeirra konunghollu. Það leiddi til þess, að nokkrir menn voru teknir fastir af lögregl- unni. Um kvoldið var viðhafriar- mikil átveizla í þinghúsinu, Krist jánsborgarhöll, og voru þar saman komin konungsf jöl- skyldan, ráðherramir, ríkis- þingsforsetarnir, alls um eitt hundrað og fimtíu gestir. — Kvöídinu lauk með því, að stú- dentarnir hyltu krónprinzinn og krónprinzessuna með blysför.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.