Alþýðublaðið - 27.05.1935, Page 2

Alþýðublaðið - 27.05.1935, Page 2
MÁNUDAGINN 27. MAI 1935. ALÞYÐUBLAÐIÐ Þurmjólk Þegar ég fyrir nokkru las í Alþý&ubl. tillögu um að auka mjólkurframleiðsluna og búa til þurmjólk (mjólkurduft) úrnokkru af framleiðslunni, rifjaðist upp fyrir mér, að þurmjólk gæti ver- ið til fleiri hluta nytsamleg en að blanda hana saman við brauð. Á sumrum hefi ég gert allmikð að því að ferðast úr bænum um helgar, og hefi ég þá venjulega lagt á bakið tjald og svefnpoka og „legið úti“. Hefi ég haft alt mitt „hafurtask“ með mér og ekkert þurft að sækja til annara. Stundum hefi ég farið langar ferðir, alt að 2—3 vikur, og þá venjulega um óbygðir. í þessu flakki mínu hefir auð- vitað verið mikið undir því kom- ið að hafa alían farangur sem léttastan, og þó að geta liðið sæmilega bæði hvað fæði og ann- að snertir. Oft hefi ég fundið til þiess, að ekki var hægt að flytja mjólk með sér, því niðursoðin mjólk er þung að tiltölu við nær- ingargildi og iit að flytja „dós“, sem er búið að opna. Þurmjólk vissi ég að væri til en befir ekki fengist hér á landi áratugum sam- an, hafi það þá nokkurn tíma verið. Ekki dettur mér í hug, að mikil yrði sala þurmjölkur til ferðalaga, en þó gæti það orðið dálítið, og sérstaklega væri það til hagræðis fyrir ferðalanga, enda yrði hún þá að vera til sölu í matvöruverzlunum, helzt i sæmi- legum umbúðum. Mat, sem hefir verið gerður úr þurmjólk, hefi ég fengið og líkað hann ágætlega, jafnvel betur en úr venjulegri niðursoðinni mjólk. Ef til framkvæmda kæmi með þurmjólkur-vinslu, þá er þetta mál athugandi nú á þessari skíða- og fjalla-öld. i j Gönguskarfur. Kaupið Alþý ðublaðið. Abessiníostríðinu frestað fram irflr miðsomar En berflntningarnir tit Afrfkn halda áfiam. LONDON, 25. maí. NEMMA í morgun féllust ftalir á það, að taka samn- inga við ráð Þjóðabandalagsins um Abessiníudeiluna. Vegna þessa eru menn nú miklu von- betri en áður í Genf um úrslit málanna og álíta að ófriðar- hættan í Abessiníu hafi mmkað stórum. Ráð Þjóðabandalagsins hefir nú opinberlega tekið deilumálin að sér, með samþykki Itala. Sátta- nefndin á að hafa lokið störfum sínum í siðasta lagi 25. júlí næst- komandi, og ftalir hafa á ný stað- fest þá skuldbindingu sína að gera engar ófriðarráðstafanir meðan á samningaumleitunum stendur. ítalir hafa einnig tekið MacDonald teknr við embætti Baldwins. LONDON, 25/5. Ramsay MacDonald gekk í dág á konungsfund, en síðast átti hann tal við konung fyrir níu dögum. Orð leikur á því, að þetta standi í einhverju sambandi við væntanlegar breytingar á enska ráðuneytinu og er gert ráð fyrir því, að þær breytingar fari fram um hvítasunnuleytið. Talið er, að þessi orðrómur muni riú hafa við full rök að styðjast og muni breytingin verða sú, að þeir MacDonald og Bald- win skifti um stöður, Baldwin verði forsætisraðherra, en Mac- Donald ráðsforseti (Lord presi- dent of the Gouncil). Einnig er sagt, að Sir John Si- mon muni líklega láta af sínu embætti sem utanríkisráðherra og taka að sér önnur mikilsverð störf, en Anthony Eden muni taka við af honum. (FO.) aftur mótmæli sín gegn vali Abessiníustjórnarinnar á mönnum í sáttanefndina, en það var Ame- ríkumaður og Frakki, sem stjórnin hafði tilnefnt. Hins vegar segja fregnir frá Róm, að þetta nýja samkomulag eigi ekki að hafa nein áhrif á liðsdrátt Itala í nýlendum sjálfra þeirra í Austur-Afríku. Þietta samkomulag er alment talið piersónulegur sigur fyrir Anthony Eden. (FO.) Hundrnð manna sækja daglega um upp- töku í enska flugherinn. Síðan tilkynt var að flugfloti Bretlands myndi aukinn að mun, hafa umsóknir um upptöku í flug- herinn borist svo hundruðum skiftir daglega, og eru fyrstu ný- liðarnir þegar búnir að fá tilkynn- ingu um að koma til læknisskoð- unar og viðtals, en síðan verða þeir, sem reynast hæfir, sendir til einhverrar flugstöðvarinnar til undirbúningsnáms. (FO.) Meiri fliiframlög til Bandarihjaflotans en nobkrn slnni áðnr. LONDON, 25/5. öldungadeild BandMkjaþings- ins samþykti í gærkveldi með miklum meirihluta frumvarpið um útgjöld til flotamála, og er þar gert ráð fyrir hærri greiðsl- um til þessara málja en nokkru sinni áður í sögu BandaríkjtSnna. Meðal annars er gert ráð fyrir smíði 555 nýrra flugvéla og fjölgun foringja og liðsmanna. (FO.) Jugóslavar og Ungverjar sættast. AnthoDjf Eden tókst að miðla mðlnm. GENF, 25. maí. FB. AÐ undanförnu eða síðan fulltrúar hinna ýmsu þjóða, er sæti eiga í ráði Þjóðabanda- lagsins, komu til Genf fyrir skömmu, hefir verið unnið að því, að jafna deilumál Ungverja og Júgóslava í sambandi við konungsmorðið. Hafa Júgóslavar krafist þess,að ungverska stjórnin gerði nægileg- ar ráðstafanir til j>ess að koma í veg fyrir, að óaldarflokksmenn gætu hafst við í Ungverjalandi. Hefir nú náðst samkomulag um þetta, og ungverska stjórnin und- igengistr að sjá svo um, að eng- um óaldarflokka eða hermdar- verkasinnum verði vært í land- inu. málgan Alþýðuflokks- ins á Akureyri. Kemur út einu sinni i viku. Aukablöð þegar með þarf. Kostar 5 krónur ár- gangurinn. mmmmnmmnu ALLA venjulega matvöru og hreinlætisvöru, sel eg með lægsta verði. Fljót og góð afgreiðsla. Sent um allan bæinn. Cæsar Har, sfmi 2587. nmssmmmmsm Það er forgöngu og samninga- iipurð Anthony Edens að þakka, að samkomulag hefir nú náðst um þetta deilumál, sem hefði getað orðið til þess, að friðsamleg sam- búð tækist ekki milli Júgóslava og Ungverja, en hún hefir ekki verið eins góð og æskilegt væri, síðan er Alexander konungur var myrt- ur í Marseille. Gera menn sér nú meiri vonir en áður um breytingu til batn- aðar. (United Press.) Fimm brénnr kosta ágætar sil- ungastangir úr stáli. Sportvöruhús Reykjavíkur. vifliKini OAGiiNs0r.: Sparið peninga! Forðist ó- þægindi! Vanti yður rúður í glugga, þá hringið í síma 1736, og verða þær fljótt látnar í. Smáréttir á kvöldborðið. — Laugavegs-Automat. Plöntusalan á Suðurgötu 12, býður ykkur af f jölærum plönt- um eftirtaldar tegundir: Vatns- bera, Campanúla, Digitalis, Asters, Pyretlirum, Primula, Riddaraspora, Stúdentanellikur, Garðnellikur, Risavalmuer, Lupiner, Rauinkler, Nepita, Alrelcia, Stjúpmæður, Bellisar, auk fleiri tegunda af sumar- blómum og kálplöntum. Opið til kl. 9V2 á kvöldin. Daglega nýtí kjötfars og fiskfars. Kjðt & Aveitir, Laugavegi 58, simi 3464. 20 sik. Pákkínn I^oslcir kr. 120 fRc^fáicf -— —J • Ci DMMÁ.NP g7D IMKi vmm :MIA aOAHEIIIIiiYZr^ Nýr íslenzkur rabarbari. Drifandi, Laugavegi 63, sími 2393. W. Somerset Maughma. Litaða blæjan. 56. : ■ ' . V ; : : • -r Það var snoturt og þrifalegt 3g alt á sínum stað, reiðubúið til að vera tekið til notkunax af Kitty. En þótt heitt væri og sólríkt á þessum degi, hvildi ömurlegt og þungt farg yfir þessum mann- lausu stofum. Húsgögnunum var komið fyrir á þeim stöðum, sem þau áttu að vera, og vasarnir, sem áttu að vera undir blóm, stóðu einnig þar, sem þeir voru áður. Bókin, sem Kitty einhvern tíma (hvenær mundi hún ekki) hafði lagt frá sér á opnuna, lá þarna enn þá á opnunni. Það var eins og húsið hefði verið skilið eftir mannlaust fyrir örskammri stundu, en sú stund verið þrungin ómæli eilífðarinnar,. svo að naumast var hægt að hugsa sér, að hús þetta ætti nokkru- sinni eftir að bergmála af tali og glaðværum hlátri. Á slghörpunni var fox-tnot-lag, sem virtist bíða þess, að það væri leikið á hljóðfærið, en maður hafði það einhvern veginn á tilfinningunni, að ef slegið væri á nótnaborðið, myndi samt eng- inti tónn stíga upp frá því. ! Herbergi Walters var jafn þrifaiegt og þegar hann skildi við það. Á kommóðunni voru tvær stórar myndir af Kitty; á annari var hún í samkvæmisbúningi — hinni í brúðarkjólnum. Þjónarnir sóttu nú fierðakisturnar, og hún horfði á þá láta far- angurinn niður. Þeir gerðu það bæði fljótt og hönduglega. Kitty komst að þeirri niðurstöðu, að á þeim tveim dögum, sem eftir voru, myndi hún hæglega geta aflokið öllu. En hún mátti ekki sökkva sér niður í hugsanir, — hún hafði engan tíma til þess. Alt í einu heyrði hún fótatak að baki sér, og þegar hún snéri sér við, sá hún Charlie Townsend. Kalt vatn rann henni milli skinns og hörunds. „Hvað er þér á höndum?" spurði hún. „Viltu koma með mér inn í (dagstofuna? Ég þarf að tala dálídði við þig.“ „Ég á mjög annríkt." „Ég mun ekki tefja þig lengur en i fimm tnínútur." Hún svaraði ekki, en benti þjónunum að halda störfum sínum áfram og gekk því næst á undan Charlie inn í næstu stofu. Hún settist ekki til þess a'ð hann gæti séð, að hún kærði sig ekki um langa töf. . Hún vissi, að hún var mjög föl, og hjarta þennar sló hratt, jan luin leit kuldalega á hann, og í augnaráðinu var fjandskapur. „Ilvað viltu mér?“ „Dorothy sagði mér rétt áðan, að þú ætlaðir að fara á þriðja degi hér frá. Hún kvað þig hafa farið hingað vt'l þess að taka til farangur, og mæltist til þess við mig, að ég spyrði þig, hvort ég gæti nokkuð fyrir þig gert.“ „Ég þakka þér fyrir, en ég þarf ekki á neinni hjálp að halda.“ „Já, ég gerði ráð fyrir því og kom ekki heldur hingað’ í 'þeim tilgangi. Ég kom til þess að spyrja þig, hvort þín skyndilega brottför stæði í nokkru sambandi við það, sem skeði í gær.“ „Þið Dorothy hafið verið mér mjög góð, en ég ætlaði mcf ekki að níðast á gestrisni ykkar." „Þetta er nú eiginlega ekkert svar.“ „Varðar það þig nokkru?" „Já, ég er hræddur um það. Mér þætti þaó alt annað en ánæigju- legt, ef það væri mér að kenna, að þú nú hverfur á brott sW skyndilega.“ 1 Hún stóð við borðið og leit niður. Augu hennar námu staðar við blaðið Sketch. Nú var það mánaðagamalt, en það var blaðið, siem Walter hafði starað á kvöldið hræðilega — þegar —. Og Walter, hvar var hann nú?“ Hún leit upp. 1 „Ég finn sárt til vanvirðiu minnar. Enginn getur fyrirlitið mig jafn djúpt og ég geri það sjálf.“ „Hvað er þetta? Ekki fyrirlít ég þig. Ég meinti alt, sem ég sagði í |gær. Hvað er unnið með því fyrir ])ig, að hlaupast 'þannig á brott? Mér finst, að við ættum -að geta orðið beztu vinir á ný. Þa'ð er viðbjóðslegt, ef þér finst ég hafa farið illa með þig.“ <’ „Því gaztu ekki látið mig í friði?“ „Skollinn hafi það; ég er nú elnu sinni ekki líflaus trédrumbur. Skoðun þín á þessu er svo veikluð og óskynsamleg. En ég hélt endilega, að eftir daginn í gær myndir þú verðia mér ofurlítið vinveittari. Að öllu samanlögðu erum vdð að eins breiskar mann- eskjur." „Nei, mér finst ég ekki vera manneskja, heldur skepna; mé,i' finst ég vera svín, kanína eða hundur. Ég áfellist þig ekki, þVí lég var ekld hótinu betri; ég lét undan vilja þínum, af þíví ég þráði ]>að. En það var ekki mitt sanna, raunverulega sjálf. Þessi and- styggilega, lostafulla og dýrs'ega kona er ekki ég sjá(f; ég kann- ast ekki við hana. Það var ekki ég sjálf, sem lá í Irúminu og þráði þig til mín, áður en maðurinn minn var orðinn kaldur í gröf sinni. Nei, það var dýri/51 í mér, skuggalegt og hræðilegt, og .ég hafna því, hata það og fyrirlít. Og í hvert sinn, er ég hugsa um þetta, fyllist ég viðbjóði og mér liggur við að kasta upp.“ ' Hann hleypti brúnum og flissaði hálf órólegur. „Jæja, ég er nú frekar uinburðarlyndur, en ég verð að segja, að mig hryllir við sumu af því, sem þú segir.“ „Það er verst, ef svo er. Annars væri víst bezt fyrir þig að hypja þig. Þú ert næsta þýðingarlítil persóna og heimskulegt af mér að tala við þig! í alvör!u “ Hann svaraði henni ekki fyrst í stað, og hún sá það á glamp- anum, sem kom í bláu augun hans, að hann var fjúkandi reiður við hana. Hann mundi gleðjast stórlega, þegar hann kveddi hana! í síðasta sinn, vitandi j>að, að þau ættu aldrei eftir að sjást, fen kurt-eis og stimamjúkur mundi hann samt verða eins og fyrri daginn. Og hún hló í hjarta sínu, [>egar hún hugsaði til þeirrar stundar, er hún tæki í hönd hans og þakkaði hlýlega og alúð- lega alla gestrisnina og satnveruna. En nú sá hún að svipur hans breyttist. „Dorothy hefir sagt mér, að þú sért með barni,“ sagði hann. Hún fann, að hún roðnaði, en hreyfði hvorki legg né lið. „Já, það er rétt.“ „Getur það verið, að ég sé faðirinn?,* „Nei, nei. Walter á barnið." Hún lagði á þetta mikla áhrezlu, en þrátt fyrir það fann hún, að tónninn var ekki sannfærandi. Ertu viss um það?“ Hann brosti glettnisl-ega. „Þú hafðir nú verið gift Waltejr í n|okkur ár, án j>ess aö nokkuð slíkt kæmi fyrir. Tíminn virðist staðfesta mitt álit, og mér þykir það Jangtumi sennilegra, að ég eigi það en Wolter.“ „Heldur vildi ég deyja en eiga barn með þér.“ ‘ „Uss, hvað er að heyra. Ég myndi bæði verða kátur og hreylk- inn; sérstaklega þætti mér mjög vænt um, ef það yrði stúlka, {ivi

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.