Alþýðublaðið - 28.05.1935, Page 2
ÞRIÐJUDAGINN 28. maí. 1935.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Sjötagur afreks-
maðnr.
1 dag er Ólafur Guðmundsson í
Bræðraborg á Stokkseyri 70 ára
gamall.
Ólafur Guðmundsson er faðir
Kjartans Ólafssonar, hins þekta
Alþýðuflokksmanns í Hafnarfirði,
og dvelur nú um hríð hjá honum.
Ólafur var á sínum fyrri árum
mikill atgerfismaður, og fáir eru
höfðinglegri á velli nú, þó að
hann hafi sjötíu ár að baki. Hann
er eldheitur Alþýðuflokksmaður,
fylgist vel með í landsmálum og
er margfróður.
Bjarni M. Jónsson kennari í
Hafnarfirði ritaði fyrir nokkrum
árum grein um Ólaf í Lögréttu,
og af því að hún lýsir æfi Ólafs
mjög vel birtist hér kafli úr henni:
„Ólafur fluttist að Sandhóla-
ferju, Ásahreppi í Rangárvalla-
sýslu, rúmlega ársgamall og ólst
þar upp hjá Gunnari hrepp'stjóra
Bjarnasyni og Þórunni konu hans.
Gunnar tók ástfóstri miklu við
drenginn. Hann var mjög bráð-
þroska barn að aldri, ferjaði yfir
ána með fóstra sínum og húskörl-
um hans. Er sagt, að mörgum
ferðamanni yrði starsýnt á dreng-
inn og þætti hann geta teklð i,'ár-
ina.
Ólafur var 17 ára, þegar fóstri
hans dó. Réðst hann þá vinnu-
maður hjá Haildóri bónda að
Rauðalæk og Margréti Bárðar-
dóttur, konu hans. Margrét lifði
mann sinn og giftist aftur Sigurði;
frá Ásmundarstöðum. Þau fluttu
að Sandhólaferju og bjuggu þar
lengi og við mikla rausn.
Ólafur réðist þangað til þeirra i
vinnumensku. Hann var þá um
tvítugt og var þar aðalferjumaður
lengi. Það var kalt verk og karl-
mannlegt. Oddur Oddjsson á Eyr-
arbakka, sannorður maður og ger-
hugall, lýsir staðháttum að Sand-
hólaferju og starfa ferjumanná
þar í 34. árg. Eimreiðarinnar, bls.
32—33, og skal þvi ekki fjölyrt
um það hér/ólatir ferjumenn iog>
hjálpfúsir óðu einatt ískalt jökul-
(vatnið í mitti. Dagur réð að vetri,
en sól að sumri vinnudegi þeirra.
Brátt fór mikið orð af ferju-
mensku Ólafs. Bar margt tii þess.
Hann ólst upp á árbakkanum og
þekti dutlunga árinnar og kenjar.
Hann var afrendur að afli, karl-
menni mikið og drengur góður,
röggsamur og hjálpfús og hverj-
um manni glaðlyndari.
Það var siður Ólafs, að hjálpa
ferðafólki að láta upp á lestina.
Þá lék hann það einatt, ef mikið
var að gera og ös við ferjuna, að
láta upp í senn sinn baggann
hvorri hendi.
Lifa enn á vörum fólksins aust-
ur þar margar sögur um Ólaf
ferjumann, hjálpfýsi hans, krafta
og hnyttni. Er þegar kominn þjóð-
sagnablær á sumar þeirra. En svo
farast Oddi á Eyrarbakka orð um
Olaf í áðurnefndri Eimreiðargrein
bls. 33: „Það þurfti mikið þrek
og karlmensku til þess að vera
ferjumaður á Sandhólaferju, enda
voru það oft valdir menn. Einn
I>eirra nafnkendustu í seinni tíð
var óiafur Guðmundsson. yar
hann orðlagður fyrir dugnað,
röggsemi og hjálpfýsi, enda tók
hann svo nærri sér við ferjustörf-
in, að hann misti heilsuna um
langt skeið.“
Þjórsá var brúuð 1895. Var þá
lögð niður lögferja að Sandhóla-
ferju og Ólafur hætti ferju-
mensku. Hann var þá þrítugur
að aldii, en þrotinn að heilsu,
öreiga og umkomulaus. Það var
hvorttveggja, að kaupgjald hjúa
var lágt á þeim árum, og Ólafi
um annað sýnna en að safna fé.
Dvaldi hann nú á ýmsum bæjum
í Ásahreppi og við svo mikla
vanheilsu, að hann vann ekki fyr-
ir sér um langt skeið.
1908 flutti Ólafur til Stokkseyr-
ar. Þá var heilsu hans svo farið,
að hann gat unnið öðruhvoru og
er svo enn.
Ólafur r.éri — eftir að hann
flutti til Stokkseyrar — á vetr-
arvertíðum í ÞOrlákshöfn. Þar var
lengi útræði mikið á árabátum.
Óiafur réði sig ekki í fast skip-
rúm vegna vanheilsu, en gekk á
milli skipa, þegar hann treysti sér.
Formenn voru fúsir að taka við
honum. Var ekki örgrant um að
sumir tryðu, að happ fylgdi Ólafi,
en mestu réð samt vinsæld hans
og sjómenska; var til hans jafn-
að um góða ræðara. Má af því
marka hvílíkur verkmaður hann
hefir verið meðan hann var við
góða heilsu og á bezta skeiði.
Segja og sannorðir menn, sem
þektu Ólaf á þeim árum, að hann
Skemtiferð til Akranes íyrir RevSwikinqa.
Öllum bæjarbúum gefst kostur á, meðan skipsrúm
leyfir, að fara skemtiferð með K. R. fimtudaginn 30. þ.
m. (Uppstigningardag). Lagt verður af stað með e.s.
„Súðinni“ kl. 9 árd. frá hafnarbakkanum. Lúðrasveit
Reykjavíkur spilar á leiðinni. Dagskrá á Akranesi er
þéssi: Kl. 1-2: Lúðrasveitin leikur valin lög. Kl. 2: Fim-
leikasýning. Kl. 3: Knattspyrnukeppni. Kl. 4: Sund
og kl. 4% til 8: Dans
Lagt af stað heimleiðis kl. 8V2 stundvíslega.
Aðgöngumiðar kosta kr. 4,00 fyrir fullorðna og
kr. 2,50 fyrir börn að fermingaraldri. Verða þeir seldir
í dag og á morgun í verzun Haraldar Árnasonar, hjá
Guðm. Ólafssyni, Vesturgötu 24 og í verzl. Drífandi,
Laugavegi. Er vissara að tryggja sér þá í tíma.
Dynjandi músik, dans á staðnum og báðar leiðir.
„Fallegasti baðstaður Norðurlanda“. — Komið öll með!
Virðingarfylst
Stjórn Knattspyrnufélags Reykjavíkur.
Miðdagur, 3 heitir réttir á kr.
1,25 frá 1—3. Laugavegs Automat.
FÆÐI. Mánaðarfæði 60 krónur.
Lausar máltíðir, 2 heitir réttir
með kaffi fást allan daginn. Veið
1 króna. Buff með lauk og eggj-
um er alt af til. Matstofa.i,
Tryggvagötu 6. Sími 4274.
Á Bergþórugötu 10 er gert
við alls konar áhöld úr tré og
járni. Þar fást einnig: Hesta-
járn, Tóbaksjárn, Torfljáir,
Hurðarlamir og margt fleira.
Lágt verð. Magnús Þorsteins-
son.
hafi þá verið tveggja manna maki
til allrar algengrar vinnu.
Sjómönnum þótti Ólafur góður
gestur í búðir, því að hann er
gleðimaður mikill og hefir jafnan
verið hrókur fagnaðar, þrátt fyrir
heilsuleysi og fátækt. . . .
Ólafur er skýr maður og bók-
hneigður. Hefir hann lesið ailmik-
ið, en mest sögur, og hefir rniklar
mætur á fornum hetjum og
hreystiverkum þeirra. Hann fylg-
ist og vel méð í stjórnmálum og
þykir gott um þau að ræða. Hann
er skemtilegur í viðtali og hnytt-
inn á sina vísu, en ókerskimáll og
drengur góður í orði séút verki.
Fyrir nokkrum árum flutti Jör-
undur Brynjólfsson þingmaður
Árnesinga tillögu á þingi um að
Ólafi yrði veittur styrkur til við-
urkenningar fyrir störf sín. Var
sú tillaga samþykt svo að segja
í einu hljóði.
Mun margur senda þessum
aldna afreksmanni hlýjar kveðj-
ur í dag.
Ráðningarstofa
Reykjavíkurbælar,
Lækjartorgi 1 (L. lofti).
Karlmannadeildin opin kl. 10—12 og 1—2.
Kvennadeildin opin kl. 2—5 e. h.
Siml 4966.
Atvinnurekendur munið að þér sparið yður tíma og peninga
með því að láta ráðningarstofuna aðstoða yður við ráðningar. Þér
skapið einnig hinum atvinnulausu hagræði með því.
Úrvals karlmenn og kvenmenn eru jafnan á takteinum til
þeirrar vinnu er þér þurfið að láta leysa af hendi í rekstri yðar
eða við heimilið.
Hringið sendið eða komið á ráðningarstofuna í livert sinn
sem yður vantar fólk, um skemri eða lengri tíma í vinnu.
öll aðstoð við ráðningu er veitt án nokkurs endurgjalds.
Ráðningarstofa Reykjavíkurbæjar,
Lækjartorgi 1 (1. lofti). — Sími 4966.
Iðnaðarmannafélapil í Reykjavik
heldur aukafund í Baðstofunni í kvöld kl. 8V2-
Fundarefni:
Kosning fulltrúa á Iðnþing
Lóðarmálið.
Stjórnin.
W. Somerset Maugham.
Litaða blæfan.
57
eins og þú veizt, höfum við Dorothy eingöngu átt drengi. Og
bú munt ekki þurfa að vera í vafa lengi, það er áreiðanlsgt.
Drengirnir mínir eru lifandi eftirmyndir minar.“
Hann var aftur kominn' í gott skap, og hún vissi um ástæðuna
til þess. Væri barnið hans, þá myndi henni aldrei takast að út-
rýma minningunni um iiann úr huga sér, og innri tengsli þeirra í
milli þar af leiðandi ekki að fui'.u s'iftin, þótt þau ættu a’ldrej:
eftir að sjást í lifanda lífi.
„Þú ert vissulega hégómlegasti og heimskasti mannasni, sem
ég hefi fyrir hitt á æfi minni,“ sagði hún.
Þegar skipið sigldi inn tii Marseilles, stóð Kiíty á þilfarihu og
horfði á fagra frumdrætti strandarinnar, sem nú var að koma í
Ijós í glampandi sólskinifiu. Alt í einu kom hún auga á hina
gullnu standmysrd af Mafíu mey, er gnæfir hátt við loft á kirkju
hinnar heiiögu Maríu sem öryggistákn sjómannanna. Hún mintist
þess nú, að klaustursysturnar í Nei-tan-fu, sem voru að yfirgefa
land sitt fyrir fult og alt, höfðu kropið á kné, þegar myndin óvar
að hverfa og virtist aðeins vera gullinn logi í bláma fjariægðar-
innar, og sent upp til himna innilegustu bænir, til þess að milda
sársauka skilnaðarins.
Og hún sjálf spenti nú einnig greipar í auðmjúkri bæn til hins
æöri máttar, máttar, sem hún ekki þekti.
Á meðan hin langa og kyrláta sjóferð stóð yfir, hafði hún óaf-
lútanlega hugsað um atburðinn hræðilega, sem fyrir hana hafði
komið. Hvað var það eiginlega, sem svo átakanlega lagði skyn-
semi hennar og vilja í fjötra, að hún ástríðufull lét faliast í
viðbjóðslegan faðm Charlie, og það þótt hún hefði megna fyrir-
litningu á honum? Reiðin blossaði upp í henni og hún varð gagn-
tekin af viðbjóði á sjálfri sér. Hún fann, að hún myndi aldrei
geta gleymt þessari auðmýkingu — og hún grét. En yeftir því
sem fjarlægðin frá Tching-Yen jókst, fann hún, að sorg henniar
og gremja rénaði smátt og smátt. Það, sem þar hafði skeð, virt-
ist henni nú hafa skeð í annari veröld.
Henni. var innanbrjósts líkt og manni, sem skyndilega nefir
orðið brjáiaður um stundarsakir, en batnar aftur og man .þá
eftir flestum þeim spellvirkjum, er hann framdi í æði sinu, svo
að hann þess vegna verður bæði hryggur og skömmustulegur.
Hann finnur, að' í rþun og veru var þetta ekki hann sjálfur, 'sem
þarna var að verki, 0g því dæmir hrtnn a. m. k. vægt jum það,
sem hann gerði í örvitaæói.
Kitty ályktaði á þá leið, að veglýhdur maður hefði frekar á-
stæðu til að kenna í brjósti um sig en vfordæma. En hún drö
þungt andvarp, þegar hún hugsaði um þann hnekki, sem sjálfs-
traust hennar hafði beðið við þetía. Áð|ur hafði brautin framundart
virzt vera bein og greið, en nú vissi hún, að hún var krókótt og
að leynigrafir biðu hennar. Hinar miklu fjarvíddir og fagurt sól-
arlag Indiandshafsins höfðu veitt sálu hennar hvíld. Henni fanst
hún vera sífelt að nálægjast landið, sem myndi veita henni tæki-
færi til þess að hefjast upp yfir alt hið lága og eignast sálræna
göfgi. Hún gekk þess eigi dulin, að það myndi kosta sálræna
baráttu að ávinna sjálfsvirðingu á ný, en óhikað vildi hún taka
þá baráttu upp.
Farmtíðin virtist döpur og einmanaleg.
í Port-Said hafði hún fengið bréf frá móður sinni sem svar við
símskeytinu. Þa'ð var langt bréf með stóru og einkennilegu letri
eins og kent haf'ði verið í bernsku móður hennar. Frú Garstin lét
í ljós harm sinn yfir dauða Walters og innilega samúð með
dótturinni í íhennar miklu sorg. Hún var hrædd um, að Kitty heföi
nú ekki nóg fyrir sig að leggja, en að sjálfsögðu myndi nýiendu-
stjórnin tryggja henni eftirlaun. Hún var glöð yfir því, að Kitty
skyldi vera á lei'ð heim til Englands, og vitanlega yrði hún að
vera hjá foreldrunum, unz barnið væri fætt. Svo komu ýmsar
ráðleggingar, sem hún sagði að Kitty yrði að fylgja, og loks
skýrsla um fæðingu Dorisar. Litli drengurinn væri svo og svo
þungur, og föðurafi hans segði, að fegurra barn hefði hann aldrei
sé'ð. Doris vænti sín nú aftur og þau vonu'ðu, að það yrði einnig
drengur, til þess að arftaka barónsdæmisins mætti verða full-
komlega trygð.
Kitty sá undireins, a'ð þungamiðja bréfsins var heimboðið, þar
sem móðir hennar býður henni að dvelja hjá sér, unz hún ver'ói
léttari. Frú Garstin ætlaði alls ekki að takast neina byrði á herðar
vegna dótturinnar, sem nú var orðin ekkja í lélegum kringum-
stæðum. En hlálegt var það, að hún, sem einu sinni var slíkt úppá-
hald, skyldi nú af móðurinni, sem orðið hafði fyrir vonhrigðum í
sambandi við hana, vera talin byrði ein.
Það var annars næsta undarlegt sambandið á milli foreldrá,
og barna! Á meðan börnin voru iítil sáu foreldrarnir ekki sólina
fyrir þeim, tóku út hræðslu- og angistar-kvalir, ef þau wru
eitthvað ofuriíti'ð veik; hins vegar héldu og börnin dauðahaldi
í foreldrana og elskuðu þau og tilbáðu. Svo líða árin og böjrnin
'\axa upp, og þeim algerlega óskyldar piersónur hafa meiri þýð-
ingu fyrir hamingju þeirra en foreidrarnir, — ogj í stað meðfædds
kærleika bernskuáranna kemur nú afskiftaleysi og samfundirnir
vekja jafnvel leiðindi og gremju. Hugsunin um mánaðarskilnað
var eitt sinn óbærileg, en nú er horft með jafnaðargeði fram á
margra ára skilnað. Móðir h-ennar þurfti alls ekki að vera neitt
óról-eg; eins fljótt og því yrði við komið ætlaði hún að búa fein-
hvers staðar um sig. En hún varð að fá dálítinn frest, nú var alt
svo óráðið og hún gat ekki skapað sér neinar hugmyndir um
framtíðina: ekki var það óhugsandi, að hún dæi af • barnsburði,
og það myndi binda -enda á m-argan örðugleikanH.
En þegar komið var í land, bárust h-enni tvö bréf. Hún varð
undrandi -er hún sá, að annað þeirra var frá föður hennar, hún
mintist þess -ekki, að hann hefði nokkru sinni skíifað sér.
Hann lét -ekki hátt um tiifinningar sínar -og byrjaði: „Kæra Kitty."
Hann sagði h-enni, að hann skrifaði fyrir móður hennar, sem nú
væri hálf lasin og þyrfti á sjúkrahús til þess að láta gera á sér
uppskurð. Kitty mætti ekki verða hrcédd 0g skyldi haldk fast við
fyrri ákvörðun, að fára sjóveg til Englands, því að f-erðalag á
landi myndi v-erða miklu dýrara, og auk þess leiðinlegt fyrir
Kitty h-eima í Harringt-on Gard-en á meðan márhma bennar væri
fjarverandi.
Hitt var frá D-oris -og hófst með þessum orðum: „Elsku Kitty,"
ekki vegna þess, að Doris þætti neitt sérstaklega vænt um hana.
h-eldur var það venja henn-ar að ávarpa á þá leið alla1, scm fiún
stóð í bréfaskiftum við.
„Elsku Kitty. Eg býst við að pabbi skrifi þér. Það á að fek-era
mömmu upp. Hún h-efir víst verið hálf lasin alt síðastliðið ár, en
pú v-eizt að hún er mjög á móti læknum og hefir tekið inn alls
konar meðalasuli. Ég v-eit ekki vei, hvað að hcnni er, því að iiún
viil halda því fullkom>J-ega 1-eyndu og verður mjög áköf, ef hún
er spurð um það. Hún leit hræðilega illa út, -og væri ég sem þú,