Alþýðublaðið - 01.06.1935, Side 3

Alþýðublaðið - 01.06.1935, Side 3
LAUGARDAGINN 1. JÚNI 1935. ALÞTÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBL AÐIÐ ÚTGEFANDI : ALÞÝÐUFLOKKURINN R I T S T J Ó R I : F. R. VALDEMARSSON RITSTJÖRN : ' Aðalstræti 8. AFGREIÐSLA: Hveifisgötu 8. SIMAR : 4000—4906. 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901 : Ritstjórn (innlendar fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: Vilhj. S. Vilhjálmss(l-eirria). . 4904: F. R. Valdemarssor 'heima). 4905: Ritstjórn. 4906: Afgieiðsla. i ' I ..—..... Við Ieikslok O** LLUM sæmilegum mönnum er það gleðiefni, að endi er bundinn á Sogsdeiluna. Þau inn- lendu öfl, sem stóðu með hinu erlenda ajuðfélagi Höjgaard & Schultz, virðast, sum að minsta kosti, hafa lært að skammast sín, Svona í bili. Að minsta kosti hef- ir ekki komið fram nema ein rödd félagi þessu til afsökunar (allraj. síðustu dagana, og sú rödd kom frá atvinnurekendafélaginu, en Eggert Claessen er þar hæstráð- andi og enginn hefir vænst þess, að félag hans kynni aö skamm- ast sin. Ekki verður annað sagt en að Höjgaard & Schultz hafi borið hærri hlut frá borði í deilu þess- ari en þeim bar. Félag þetta hef- ir með hinni freklegustu ósvífni komið því til leiðar, að efni það, er það þarf að flytja austur að Sogi, fær það flutt fyrir hálfvirði. Ríki og bær hafa litið svo á, að ekki væri annað fært til þess að fá fiiðsamlega lausn þessa máls en að taka á sig þann halla, sem af þessu leiðir. Verður ekki annað sagt en það sé allhart aðgöngu að þessir aðilar skuli neyðast til þess að gefa hinu erlenda auðfélagi nær 60 þúsund kr. Það er þó nokkur bót í þessu máli, að bærinn hefir áskilið sér allan þann lagalega rétt, sem hann kann að eiga í þessu máli, ojg er þess að vænta, að leitað verði hins ýtrasta réttar í þessum sök- um ojg skýrt í ljós leitt, hvort svo illa hefir verið gengið frá samningum fyrir bæjarins hönd, að firmað Höjgaard & Schultz geti, án allra bóta, hlaupið frá samningum sínum, ef þeir fáekki framið þá kaupkúgun á íslenzk- um verkamönnum, sem þeir óska. Enn sem komið er hafa bær og ríki farið halloka fyrir Höj- gaard & Schultz, en þess er að vænta, að einskis verði látið ó- fneistað til þess að þessi linka jafnist síðar. Hins vegar rnega verkamenn sasmilega una við sinn hlut. Kröf- ur þeirra hafa að mestu náð fram að ganga, og ekki getur það tal- ist stórfeldur afsláttur af kröfum bílstjóranna, þó þeir hafi samið um að flytja tonnið austur fyrir kr. 28,00, í stað 31,50 kr„ sem var þeiira fyrsta krafa, enda munu bílstjórar vel við una þau mála- lok, sem orðin eru. Að einu leyti hefir deila þessi orðjð samtökum alþýðunnar stór sigur. Hiln hefir sem sé leitt það í ljþs, hversu allir launaþegar eiga samleið í baráttu sinni við auð- valdið. Verkamenn, iðnaðarmenn og bjlstjórar stóðu sameinaðir, og það sýndi sig, að sameinaðir eru þeir sterkir. Það er því engum efa bundið, að nú, þegar deilunni er lokið, er íslenzk alþýða nær því að standa öll saman sem einn maður í hagsmuna -og menning- ar-baráttunni en þegar hún hófst, Allir launaþegar tslands eiga að sameinast undir merki Alþýðu- sambands Islands. Samnlngar vðrnblfreiðastjéra við Reykjavíkurbæ. HÉR, fer á eftir samningur sá, er Vörubifreiðastöðin Þróttur gerði við Reykjavíkur- bæ í fyrri nótt um flutning á efni til Sogsvirkjunarinnar. Hefir Alþýðublaðinu þótt rétt að birta þessa samninga í heilu lagi, þar sem svo mikið hefir verið rætt um þetta mál undan- farið. 1. gr. Vörubílastöðin Þróttur tekur að sér að flytja alt efni til Sogsvirkj- anarinnar, tilheyrandi firmanu Höjgaard & Schultz A/S, fyrir Reykjavíkurbæ á sama hátt og Reykjavíkurbær hefir tekið að sér að flytja það með viðfestum samningi við firmað, dagsettum í dag. Flutningsmagnið er 4700 tonn, þar af er um 2400 tonna farmur- Inn i e/s „Henning B“ og um 2300 tonn, aðallega cement, er deilist á 3 ár. Flutningsgjaldið er kr. 131 600,- 00 fyrir framangreind 4700 tonn. 2 .gr. Flutningarnir skulu fram- kvæmdir á þeim tíma og eftir þeim reglum, sem verkfræðingur firmans Höjgaard & Schultz á- kveður. Skal hann hafa útbúna ökuáætlun fyrir minsta kosti eins mánaðar skeið fyrirfram til leið- beiningar, og skal hann hafa rétt til að gera á henni nauðsynlegar breytingar og eftir því sem verkið á virkjunarstaðnum heimtar. Flutningsmagnið skal aldrei fara fram úr 200tonnum á viku á tímabilinu frá 1/5 til 15/10 ár hvert og eigi fram úr 100 tonnum á mánuði á tímabilinu frá 15/10 til 1/5, þó skal vera skylt að flytja alt að 75 tonnum á viku aukalega á vetrartímabilum, ef um er að ræða cementsflutninga, vegna þess að verið er að framkvæma steinsteypu á þeim tíma. Allir flutningarnir eru bundn- ir því skilyrði, að vegir séu færir fullfermdum bílum. , 3. gr. Bifneiðarnar skulu fermdar og affermdar Vörubílastöðinni að kostnaðarlausu, enda skulu bíl- stjórarnir taka þátt í verkinu. Vörur skulu teknar á geymslustöðvum firmans Höj- gaard & Schultz A/S í Reykjavík, eftir nánari tilvísun, og þær skulu afhentar á virkjunarstaðnum eftir fyrirsögn firmans. Hverjum bíl skal fylgja þunga- og hleðslu-skírteini af þeirri gerð sem Reykjavíkurbær ákveður, gefið út af vigtannanni, sem báðir aðiljar taka gildan, en mót- takandi kvittar á skírteinið, og skal kvittun móttakanda vera sönnun þess, að flutningurinn hafi farið fram, og skal skírteinið fylgja með við framvísun reikn- ings til Reykjavíkurbæjar. , Verði ágneiningur tun vigt sam- kvæmt farmskrá skal úr skorið með prófvigtun. 4. gr. Greiðsla fyrir aksturinn skal fara fram vikulega fyrir það, sem flutt hefir verið samkvæmt hleðsluskírteinum . 5. gr. Bílstjóranum ber að sjá um, að þannig sé gengið frá vörum á bílunum, að þær skemmist ekki í flutningnum, og vörur, sem ekki þola að vökna, skulu þaktar vatnsheldri ábreiðu þegar þörf krefur. 0. gr. Vörubílastöðin Þróttur hefir rétt til að fá framseldan leigu- og afnota-rétt bæjarins til bíla og eftirvagna firmans Höjgaard & Schultz A/S með sömu kjör- um og bærinn nýtur. 7. gr. Fyiir heimflutning á vörum til Reykjavíkur á þeim bílum, sem vörur hafa flutt austur í ferðinni, skal ekkert gjald greiða fyrir flutning alt að 50 kg. í einu, enda skal flutningnum þá skilað til af- gneiÖslumanns Höjgaard & Schultz í Reykjavík. Ef sami flytur meira en 50 kg. í ferð, skal greiða 2 aura á kíló fyrir það, sem fram yfir er. 8. gr. Til tryggingar því, að flutning- arnir verði þannig framkvæmdir eins og um er samið, setur Vöru- bílastöðin Þróttur kr. 20 000,00 — tuttugu þúsund króna — trygg- ingu, sem Reykjavíkurbær tekur gilda. Vörubílastöðin skal ábyrgjast farminn á leiðinni og er skyld til að tryggja hann gegn skemdum og misförum. 9. gr. Ef Vörubílastöðin Þróttur getur ekki annast flutninginn sam- kvæmt samningi þessum, hefir Reykjavíkurbær rétt til þess að ráðstafa sjálfur því, sem eftir kann að verða. Vörubílastöðin Þróttur hefir ekki rétt til þess að framselja öðrum flutningana samkvæmt samningi þessum, nema með sam- þykki Reykjavíkurbæjar. Reykjavík, 30. maí 1935. Borgarstjórinn í Reykjavik. Gudjn. Ásbjörnsson. F. h. Vörubílast. Þróttur. Kristirui Níelsson. Kristinn Árnason. Sveinbjörn Gudlaugs ón. Ásgrlmur Gíslason. Vitundarvottar: Kristínus F. Arndal. Tómas Jónsson. Leiksvæði Hiðbæjarskðians. BráOrallniiibóta á þvfi parf |»egar fi stað, og féð er til. Hallgrímur Jónsson yfirkenn- ari við Miðbæjarbarnaskólann reit fyrir nokkru grein hér í blaðið um skólakreppu. Lýsir hann í þessari grein mjög skil- merkilega þeirri niðurníðslu, sem Miðbæjarbarnaskólinn er í, þeim umbótum, sem á honum þurfi að gera og öðrum þeim málum, sem stefna að því að búa betur að hinni uppvaxandi kynslóð, sem á að eyða næstu vetrum í skólanum og skólun- um. Eitt af því, sem Hallgrímur Jónsson leggur mikla áherslu á að bæta þurfi hið allra bráðasta, er leikvöllur Miðbæjarbarna- skólans, eða skólaportið, eins og það er venjulega kallað. Um skólaportið segir Hall- grímur meðal annars: „Leiksvæði skólans á sér frá- leitt nokkurn líka. Það er ekki að öllu leyti girt. Hliðið út af því er gap eitt, dyraumbúnaðar- laust og hurðarlaust. Brekka ein er áföst við efra leiksvæðið, öllum til ógagns. Leiksvæði skólans er í tvennu lagi. Annar hluti þess er hálf- um metra hærri en hinn. Er efra leiksvæðið með steinbrúnum alt í kring, nema þar sem út og inn er gengið. Fyrst var engin girðing milli leiksvæðanna. Kom það fyrir og kemur fyrir enn, að börn bein- brjóta sig á þessu glæfrasvæði. Síðar var girðing sett milli efra og neðra leiksvæðis. Var sú girðing að meini og er það enn, þótt hliðum væri f jölgað síðast liðið haust. Ekkert skýli er fyr- ir börnin utan skólahússins. Og enginn er þar heppilegur stað- ur fyrir reiðhjól barnanna." Tíðindamaður Alþýðublaðsins gekk upp að barnaskólanum eitt kvöldið og skoðaði þetta um- rædda port. Er engum blöðum um það að fletta, að það er eins óheppilegt til leika fyrir ærsla- fengin og fjörug börn, eins og 1 það getur verið — og í alla staði er það fráleitt, áð engar um- bætur skuli hafa verið gerðar á því fyrir löngu. Menn gangi upp að barnaskóla Austurbæjar og sjái leikvöllinn þar og skýlin til að dvelja í í frímínútum, þegar eitthvað er að veðri, það er ólíkt eða niður frá. Þetta hefir bæjarstjórn líka viðurkent. Hún hefir viðurkent það að brýn nauðsyn sé til þess að lagfæra þetta ófétislega, mis- háa og skýlislausa port. Á síðasta ári veitti hún 15 þúsund krónur til þessara hluta. En framkvæmdir eru enn ekki byrjaðar. Hvað veldur? Hvað stendur í vegi fyrir því, að pen- ingarnir séu notaðir — og það á réttan hátt. — Ber skólastjór- inn ekki svo mikla umhyggju fyrir skólanum, sem hann á að stjórna og þeim fjölda mörgu börnum, sem eiga að hlýðá stjórn hans, að hann vilji ekki knýja málið fram. Það, sem þarf að gera er þetta. Það þarf að taka girðinguna í burtu. Hún er öllum til bölv- unar. Það þarf að gera leik- svæðið alt jafnt, hækka lítið eitt hið neðra og lækka hið efra. Þetta er leikur að gera nú þeg- ar, ef þeir sem ráða í þessum málum vilja það. En auk þessa verður undir öllum kringumstæðum að laga skólahúsið sjálft, mála það til dæmis, það var aldrei gert s. 1. sumar. Kvennakólanum á Blönduósi var slitið á föstudag. — Handa- \dnnusýning námsmeyja stóð yfir síðastliðinn laugardag og sunnu- dag, og sótti hana fjöldi fólks Sýningin vakti mikla athygli. Námsmeyjar voru 32. Fæðisgjald var 1 króna á dag. — Skólinn er fullskipaður næsta skólaár og 12 umsóknir komnar fyrir skólaárið 1936—1937. Farsóttir og manndauði i Reykjavík vikuna 5.—11. maí (i svigum tölur næstu viku á undan): Hálsbólga 48 (72). Kvef- sótt 42 (96). Kveflungnabólga 9 (9). Barnaveiki 1 (1). Iðrakvef 25 (12). Inflúenza 74 (160). Taksótt 4 (3). Skarlatssótt 1 (1). Kíghósti 297 (258). Heimakoma 0 (2). Munnangur 1 (2). Stingsótt 2 (0). Ristill 2 (0). — Mannslát 5 (6). — Landlæknisskrifstofau. (FB.) Kamban og gðtnstrðknrinv. 1 Morgunblaðinu 23. f. m. er grein, sem eignuð er Guðmundi Kamban rithöfundi. Grein þessi er fullrar athygli verð, og nieiri en líkur eru til að hún hljóti, því að höf. skemtir sér og öðrum við að smella inn í hana svo berum og broslegum öfgum, að engum dettur í hug að taka hana alvarlega. En það er hrópandi og alvarlegur sannleikur, sem rit- höfundurinn bendir á, að óþrifni, óhefluð og ruddaleg framkoma og jafnvel dónaskapur mikils þorra íslendinga hlýtur að setja skrælingjamerki á þjóðjna í aug- um þeirra aðkomumanna, sem aðeins kynnast yzta borði hennar. í grein þessari víkur Kamban nokkrum orðum að skólunum og okkur, sem kennum þar. En þá vill svo undarlega til, að saða- meistarinn fer óprúðlegar að en götustrákurinn ,sem hann talar mn með skelfingu að kalli til ókunnugra vegfarenda á grófu götmnáli sínu: „Heyrðu, manni — hvað er klukkan?“ Ef Morgun- blaðið bergmálar rétt orð rithöf- undarins, fer hann að við kennara eins og götustrákur, sem æpir að saklausum manni, sem hann þekk- ir ekki: „Þú ert asni, manni!" Morgunblaðið hermir eftirfar- andi eftir Kamban: „Markmið skóla vorra er því nær eingöngu að kenna börnum og unglingum bókleg fræði. Fyrsta markmið skólans annars staðar er að kenna þeim prúðmannlegt dag- far. — Það starf taka allir kenn- arar að sér, hver sem kenslu- grein þeirra annars er, en ég veit ekki til, að nein áherzla sé lögð á það hér.“ Og svo kemur löng upptalning á ýmsu ljótu, sem hann segir að ekki myndi vera til ,ef íslenzku skólarnir gerðu sjálfsagða skyldu sína. Ég hygg ,að ég þekki erlenda skóla eins vel og Kamban, ef ekki betur, þar sem ég hefi lagt stund á að kynnast þeim, bæði af eigin sjón og bóklestri, en það mun hann ekki haía gert sérstak- lega. Hitt er víst, að íslenzka skóla þekki ég margfalt betur en hann, því að hann mun lítið hafa kynst þeim síðustu áratugi, enda haft öðrum hnöppum áð hneppja. En eftir kynningu minni af hvor- um tveggja, erlendum skólum og íslenzkum, leyfi ég mér að full- yrða, að „markmið" þeirra er hið sama, og að íSIenzkir kennarar leggja engu minna verk í það en erlendir starfsbræður þeirra, að temja nemöndum prúðmensku í víðtækri merkingu. Hitt er ann- að mál, að íslenzkir kennarar eiga við margfalda örðugleika að etja og miðar því skemra en skyldi. Guðmundur Kamban hlýtur að sjá, jafnskjótt og hann hugleiðir málið, hve hrapallega rangt hann hefir gert skólunum til, er hann kendi þeim um ruddaskap íslendj> inga. Jafnmerkur rithöfundur og hann hlýtur að hafa mikla sál- fræðilega þekkingu. Hann hlýtur því að vita, að vmi skapar fas manna og framgöngu að mjög miklu leyti, — að örðugt er að uppræta gróinn vana og festa annan í staðinn, enn örðugra, ef gamli vaninn fær jafnhliða að festast við endurtekningu, og örð- ugast, ef gamli vaninn fær á- framhaldandi meiri æfingu og liðkun en sá nýi. — Börnin koma í skóla hér í Reykjavík 8 ára gömul. Á þeim aldri eru þau þegar mjög mótuð að venjum og framganga þeirra tamin. Ef þér gangið héma um göturnar í þétt- bygðu hverfunum, herra Kamban, og svipist að börnunum, þá getið þér séð, hvar venjurnar myndast og framgangan mótast. Þessir litlu og vesölu menn framtíðar- innar .eiga ekkert athvarf utan- húss, annað en grútóhreina göt- una, þar sem bílarnir ausa yfir þau for í rigningum og þyrla yf- ir þau sóttmenguðu ryki í þurk- um. Venjurnar, sem myndast í þessu umhverfi, og framgangan, sem þar temst, er í samræmi við það og síður en prúðmannleg. Skólarnir hafa börnin skamma stund, sem margt á með að gera, til að temja þeim prúðmannlega hugsun og háttsemi. Gatan hefir þau lengi fyrir skólaárin, o g lengri tíma en skólarnir á sjálfum skólaárunum. Erlendis er öðru máli að gegna, þar sem skólarnir taka við börnunum mun yngri en hér, og dagheimili, barnagarð- ar og leikvellir sjá börnunum fyr- ir viðunandi skilyrðum til prúð- mannLegrar venjumyndunar, þar sem heimilin sjálf ná ekki til. Hér við bætist það svo, að Islend- ingum er víst ytri siðfágun ekki beint eðlileg. Líklega hefir það ekki verið viljandi, að Guðmundur Kamban gerði skólunum rangt til, heldur hefir hann varpað fram óhugsuð- um sleggjudómi um efni, sem hann þekti ekki. Slíkt er að visu engis lofs vert. En sjálfsagt er að fyrirgefa það, eigi sízt, ef hann sækir sjálfur steininn, sem hann hefir kastað. Við skólamenn höf- um æfingu í að fyrirgefa þeim, sem skrífa í Morgunblaðið! Adalsteinn Sigmundsson. Landaflaskan, sem englnn vlldl kannast vlð* Nú er orðið uppvíst um eiganda landaflöskunnar, sem enginn fékst til að gangast við. Er nú komið upp úr kafinu, að Ólafur Jóhanns- son hefir fengið flöskuna hjá Isak Jónssyni bakara. Hefir nú Isak verið tekinn fastur, og hefir hann játað að hafa selt Ólafi flöskuna. Hjúkrunardeildin I verzluninni ,,París“ hefir ávalt á boðstól- um ágætar hjúkrunarvörur með ágætu verði. — I. O. G. T. STÚKAN „1930“. Fundur næst- komandi fimtudag, 6. júní. Kosning húsnefndarm. og fleira. Félagar mæti vel. Karlakér Reykjavfikur, Samsöngnr í Gamla Bíó sunnudaginn 2. júní kl. 2,30 e. h. Söngstjóri: Sigurður Þórðarson. Einsöngvari: Stefán Guðmundsson. Píanisti: Anna Péturss. Aðgöngumiðar verða seldir í Hljóðfæraverzlun Katrín ar Viðar, Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og Gamlá Bíó frá kl. 10 f. h. á sunnudag. Pantaðir aðgöngumiðar verða að sækjast fyr ir kl. 4 laugardag. SlÐASTA SINN.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.