Alþýðublaðið - 01.06.1935, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.06.1935, Blaðsíða 1
RlfSTJÖRI: F. R. VALDEMARSSON ÖTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XVI. ARGANGUR LAUGARDAGINN 1. JONÍ 1935. 145. TÖLUBLAÐ Afgreiðsla ogauglýs- ingaskrifstofa Alþýðublaðsins er flutt í Hafnar- stræti 16. Símar 4900 og 4906. Málgagn erlendra hagsmuna og fjaudmaPur Reykjavíkur mlmer 1 taka enn hilndum saman gegn Reykvikingum. sér allan rétt til þéss að kref ja A.s. Höjgaard & Schultz um bætur fyrir alt tjón sem bæjar- j félagið hefir beðið og bíður vegna verkfallsdeilunnar og af lausn hennar. Það er jafnframt skilyrði fyrir framangreindu tilboði til verk- taka, að samkomulag náist við Vörubílastöðina „Þróttur'* hér í bæ, um flutninga á framangreind- um 4700 tonnum fyrir 28 krónur tonnið. I tilefni af væntanlegum samn- inga milli A.s. Höjgaard & Schultz og verkalýðsfélaganna geiir .bæjarráðið ennfremur svo- hljóðandi ályktun: „Þar sem bæjarráð telur að það sé samkv. kunnum taxta verkalýðsfélaganna að verktaki greiði kaup matreiðslukvenna og kostnað af nauðsynlegum ferðiun verkamanna, telur það óhjákvæmilegt að verktaki gangi að héraðlútandi kröfum verkalýðsfélaganna, en tekur fram, að það neitar algerlega að endurgreiða verktaka hér af leiðandi útgjöld. Ennfremur samþykti bæjarráðið eftirfarandi ályktun, sem ekki hef- ir verið birt áður. „Vegna áður umgetinnar úr- lausnar vinnudeilunnar við Höj- gaard & Schultz vill bæjarráðið taka fram: að fjárframlag til lausnar deilunnar er samþykt af því vegna þeirra margföldu út- gjalda, er langvarandi stöðvun á virkjun Sogsins gæti haft í för með sér fyrir bæjarfélagið.“ Á ályktun bæjarráðs sést það, að enginn ágreiningur hefir verið um það, að gera Höjgaard & Schultz að fullu ábyrgan fyrir því tjóni, sem orðið hefir af vinnu- stöðvuninni og þeim fjárútlátum, sem bær qg ríki kunna að verða fyrir vernia hennar. Hinsvegar skal það tekið fram, að ef til fjárútláta kem- ur fyrir bæjarsjóð, þá er það eingöngu vegna þess, að samn- ingur sá er gerður var um virkj- unina s. 1. ár. við Höjgaard & Schultz hefir ekki verið svo hagkvæmur sem skyldi, en Morgunblaðinu skal það eftir- látið, að leiða það í ljós af hverju það stafar eða hverjum sé um það að kenna. Enginn ágreiningur hefir verið um það í bæjarráði Reykjavíkur, að vernda hagsmuni bæjarfélags- ins gegn yfirgangi Höjgaard & Schultz og fulltrúa hans, fram- kvæmdarstjóra atvinnurekendafé- lags Islands, fjandmc/tmi Reykja- vlkur númer 1, Eggert Claessen. Morgunblaðið hefir haft alt aðra afstöðu í þessari deilu en yfirgnæfandi meirihluti Reykvík- inga af öllum stéttum, og í stað þess að standa á verði um hag bæjarfélagsins og verkalýðsins i bænum gegn hinum erlenda auð- manni ,þá hefir það fullkomlega bæði leynt og ljóst stutt Höjgaard Frh. á 4. siðu. Italía leyfir 10 þús. tíonna innllutning á salttiski Krá Islandi á ftessu ári. IUPPHAFI Sogsdeil- unnar tók Morgun- blaðið ákveðna afstöðu að öllu ieyti með Höjgaard & Schultz og gegn verka- mönnum, iðnaðarmönnum og Mfreiðastjórum. Á lævíslegan hátt reyndi biaðið að koma því inn hjá almenningi, að einungis væri deilt um flutn- ingana austur að Sogi, en síðustu daga deilunnar mátti segja, að eingöngu stæði á því, að iðnaðar- mönnum væri með samningun- um trygður sami réttur og al- mennum verkamönnum. I dag heldur blaðið áfram þess- ari iðju sinni og’ getur það ekki í því stuðst við upplýsingar frá bæjarráðsmönnum Sjálfstæðis- flokksins, heldur er það að eins uppspjunnið á skrifstofu þess, eins og annað, sem það heldur fram í sambandi við þessa deilu. I sambandi við þetta mál er rétt að birta ályktun þá, sem bæjarráðið gerði á miðvikudags- kvöld. I framhaldi af umræðum þeim, sem faiið hafa fmm undanfarið, m. a. á milli bæjarráðsins og at- vinnumálaráðherra, skýrði borgar- stjóri frá því, að fyrir lægi yfir- lýsing frá atvinnumálaráðherra, f. h. ríkisstjórnarinnar um að stjórn- in myndi greiða úr ríkissjóði? með ívilnunum á tollum af vörum til Sogsvirkjunarinnar, helming þeirra fjárútláta, sem Reykjavík- urbær verður að inna af hendi til þess að leysa verkfallsdeiluna, þó að því tilskildu, að samið verði við Vörubílastöðina „Þrótt- ur“ um flutning á efni og vél- um fyrir A.s. Höjgaard & Schultz héðan úr Reykjavík austur að Sogi. Hafði ráðherra tilkynt að boð þetta yrði staðfest skriflega. Bæjarráðið gerði síðan svofelda ályktxm: Bæjarráðið samþykkir að gera samning við Höjgaard & Schultz A.s. um flutning á efni og vélum til Sogsvirkjunarinnar héðan úr bænum austur að virkjunarstaðn- um, 4700 tonnum, fyrir 75 þúsund krónur, að því tilskildu, að bæjar- 1 ráð fái til umráða og afnota vöru- flutningabifreiðar firmans hér á- samt dráttarvögnum, ef þess yrði óskað, með rétti til þess að fram- selja öðrum flutningana, enda nái firmað samkomulagi við verka- lýðsfélögin um önnur deiluatriði og byrjað verði á virkjuninni taf- arlaust. Hinsvegar áskilur bæjarráðið ALÞYÐUBLAÐIÐ Sunnudagsblaðið á morgun EFNI Sunnudagsblaðsins á morgun er: Bær á Spáni, fiorsíðumynd eftir Eggert Laxdal, Irland — „Eyjan græna“, mjög fróðleg grein um írland, Eyvind- ur úr Kvörn, saga eftir Árna Guðlaugsson, Þegar þjófarnir léku á Englandsbanka, sannar furðu- sögur frá ýmsum löndum. Auk þess fjöldi smágreina og inynda, krossgáta o. fl. RIkisstjörninni barst í gærkvöldi skeyti frá samninganefnd- inni, sem fór til ítalíu fyr- ir nokkrum vikum, þess efnis að hún hafði kom- ist að bráðabirgðasam- komulagi við ítölsku stjórnina um innflutning á fiski til Italíu á þessu ári. Er það samkomulag á þá leið, að ítalska stjórnin leyfir að saltfisksinnflutningur til Italí.u verði alt að 10 þúsund tonnum árið 1935. Árið 1934 var innflutningur- inn á íslenzkum saltfiski til Italíu samkvæmt skýrslu Fiski- félagsins 16,700 tonn, en eftir ítölskum skýrslum nokkru meiri. Árið 1933 var innflutn- ingurinn um 20 þús. tonn eftir íslenzkum skýrslum og árið 1932 yfir 20 þúsund tonn. Þegar fyrst fréttist um yfir- vofandi innflutningshömlur á Italíu í vetur þá var búist við því, að ekki fengist leyfi til meiri innflutnings en sem næmi helmingi af innflutningi ársins 1934. Þótt sú lækkun á innflutn- ingnum, sem nú verður eftir þessu bráðabirgðasamkomulagi sé mjög tilfinnanleg, nemur hún þó ekki nálægt því helmingi inn- flutningsins síðastliðið ár, og er því töluverðu minni en á horfð- ist í fyrstu. Samninganefndarmennirnir, þeir Héðinn Valdimarson, Jón Árnason og Richard Thors eru lagðir af stað heimleiðis frá Italíu. Braggari tekinn fasí- nr i Hafaarfirði. 1 gær var Jón Sumarliðason í Hafnarfirði tekinn til yfirheyrslu af lögreglunni, grunaður um bruggun áfiengis. Gekkst Jón undireins við, og vísaði á brugg- unartæki uppi á lofti í íbúðar- húsi sínu. Fann lögreglan þar, auk bruggunartækjanna, 500 lítra af áfengi í gerjun og 27 lítra af fullbrugguðu áfengi á flöskum og brúsa. Málið er til frekari rann- sóknar. (FO.) Verkaman; abustaðir ð Siglnfirði. I fyrra kvöld var byrjað á bygg- ingu verkamannabústaða við Norðurgötu á Siglufirði. Húsin eru samstæðuhús, sam- tals 36 sinnum 8 metra, tvílyft, með 8 íbúðum alls. Áætlað verð er um 70 þúsundir króna. I smíð- I um eru nú á Siglufirði um 30 j hús, mörg stór og vönduð. 14 ðra piltur fi*emar innbrot i Vestmannaeyjuiai. Á fimtudagskvöldið seint til- kynti gamall maður, sem býr fyrir ofan hraun í Vestmannaieyj- um, lögreglustjóra, að þá um kvöldið, þegar heimilisfólk var fjarverandi, hefði verið brotist inn í hús hans og stolið um 100 kr. Þessi gamli maður heitir Frið- jón Magnússon og býr í Gvend- arhúsum. Jón Hallvarðsson bæjarfógeta- fulltrúi tók þegar að sér rann- sókn málsins og tókst að hafa uppi á innbrotsþjófnum. Var það piltur, 14 ára gamall og játaði þegar á sig innbrotiðog fleiri smáþjófnaði og óknytti, svo semi rúðubrot í húsum og til- raunir til innbrota. Nýjar hersveitir og o$ herskip til Afriko. LONDON, 31. maí. ítalska stjórnin hefir enn boðið út liði til þess að senda það til Afriku, sem sé einni deild hins neglulega hers og tveimur svart- stakka deildum. Mussolini færir það fram til réttlætingar þessaíi ráðstöfun, að Abessiniumenn halda áfram að draga saman lið, og að enn þá séu send þangað vopn og skotfæii frá Evrópu. ítalski flotinn í Rauðahafinu er einnig orðinn allöflugur, og hefir Baroni hershöfðingi verið settur yfir hann. I fregn frá Róm er sagt frá tveimur nýjum deiluatriðum í Eritreu milli ítala og Abessiníu- manna. Telja Italir, að tveir ítalsk- ir póstmenn hafi verið teknir ranglega fastir í Abessiníu. (FO.) Borgaruleg samsteypustjóra mynduð á Frakklandi i morgun. Jafoaðarmenn neita að taka nokkurn þátt i stjórn, setn íhaldsflokkamir eiga sæti i. EINKASKEYTI TIL ALÞÝÐUBL. KAUPMANNAHÖFN í moijgun. OUISSON tókst að mynda nýja stjórn í morgun og eiga flest allir borgaralegu flokkarnir á þingi fulltrúa í lienni. Jafnaðarmenn neituðu að eiga nokkurn þátt í hinni nýju stjórn, þar eð fulltrú- ar frá íhaldsflokknum hefðu verið teknir upp í hana. Stjórnin er þannig skipuð: Bouisson forsætisráðherra, La- val utanríkismálaráðherra eins og áður, Herriot innanríkis- málaráðherra, Palmade fjár- málaráðherra, Maurin hermála- ráðherra eins og áður, Pietri flotamálaráðherra, Denain flug- málaráðherra og LaurentEynac verzlunarmálaráðherra. Petain marskálkur og Caillaux eiga einnig sæti í stjórninni án sér- stakrar stjórnardeildar. Verður frankinn feldur? Stjórnin ætlar að leggja stefnuskrá sína fyrir fulltrúa- deild þingsins næstkomandi þriðjudag. Általað er, að hún ætli að láta það vera sitt fyrsta verk, að heimta af þinginu skil- yrðislaust umboð til þess að gera hverjar þær ráðstafanir, sem henni sýnist á sviði f jár- málanna, og að flokkur Her- riots, sem neitaði að veita Flandin slíkt einræði, hafi nú lofað að greiða því atkvæði sitt á þingi.. Þetta þykir benda á það, að stjórnin hafi í hyggju, að fella gengi frankans fyrr eða seinna, og mun hún hafa til PETAIN marskálkur. þess stuðning útflytjendanna yfirleitt, en eins og kunnugt er, vildi Flandin og með honum bankarnir, halda fast við nú- verandi gengi hans. 1 París hafa enn engar óeirð- ir orðið, og gera menn sér von- ir um það, að þeim muni nú með stjórnarmynduninni hafa verið afstýrt að sinni. STAMPEN. Gullstraumurinn út úr landinu heldur áfram. BERLlN, 31. maí. Gullstraumurinn frá Frakk- landi til útlanda heldur enn á- fram, og eykst stöðugt. Gull- straumurinn til Englands hefir þrefaldast. Yfirvöldin í París hafa grip- ið til ákveðinna ráðstafana gegn stórkaupmönnum. Einum banka í París hefir verið lokað og hann innsiglaður, en 10 lög- reglufulltrúar hafa fram- kvæmt húsrannsóknir hjá ýms- um peningastofnunum borgar- innar. (FO.). Byggiag Rannsóknacstoln- unar í þágu atvinnuveg* anna hefst fi haust. Roosevelt krefst brejt- Inga ð stjðrnarskrð Bandarikjanna. HASKÓLARÁÐIÐ hefir nýlega ákveðið, að láta nú þegar hef ja undir- búning til þess að reisa rannsóknarstofnun í þágu atvinnuveganna og verja til þess 200 þúsund krón- um af fé happdrættisins. Undirbúningur undir verkið er þegar hafinn, og mun verða byrjað á byggingunni, sem á að standa á lóð háskólans. Á síðasta þingi var eins og kunnugt er samþykt frumvarp um Rannsóknarstofnun í þágu atvinnuveganna sem Skipulags- nefnd atvinnumála hafði samið. En ágreiningur var um fyrir- komulag hennar í Háskólaráði og höfðu nokkrir menn í ráðinu, en einkum stúdentar við há- skólann, beitt sér gegn því að rannsóknarstofnun yrði stofnuð á þeim grundvelli, sem lögin gerðu ráð fyrir. Undanfarið hafa staðið yfir samningar milli atvinnumála- ráðherra og rektors Háskólans um framkvæmd þessa máls, og á fimtudagskvöld náðiát sam- komulag um málið. Voru nær allir kennarar samþykkir hinum nýja samkomulagsgrundvelli, en tveir greiddu atkvæði á móti honum. Hefir kenslumálaráðherra lofað, að Rannsóknarstofa Há- skólans, sem starfað hefir und- anfarið verði sérstök stofnun í hinni nýju Rannsóknarstofnun. Einnig hefir kenslumálaráð- herra ákveðið að fé verði veitt til kenslu í eðlisfræði og stærðfræði til þess að undirbún- ingskensla í verklegum fræðum geti hafist þegar það verður á- kveðið. !--------------!! Islandsglíman verður háð á Iþróttavellinum mánudaginn 1. júli n. k. Kept verður um Glímubelti 1. S. I., hándhafi Sigurður Thorarensen úr Glímufélaginu Ármann, enn- fremur verður kept um Stefnu- hornið, handhafi þess er Ágúst Kristjánsson, einnig úr Ár- mann. Öllum félögum innan 1. S. I. er heimil þáttaka. Kepp- endur gefi sig fram við stjórn Glímufélagsins Ármann fyrir 20. júní. LONDON, 31. maí. I fyrstu ræðunni, sem Roosevelt fiorseti hefir haldið síðan dómsúr- skurður hæstaréttar um viðreisn- arlöggjöfina var feldur fyrir viku síðan, sagði hann, að augljóst væri, að fyr eða síðar þyrfti að breyta stjórnarskrá Bandaríkjann, til þess að stjörninni yrði kleift á löglegan hátt að hafa afskifti af iðnaði, fjármálum og félagslegum málum þjóðarinnar. Engin stjórn í heimi hefði eins bundnar hendur og stjórn Banda- rikjanna, sagði híann, og hvergi þektist það annars staðar í víðri veröld, að stjörnarskráin heimil- aði ekki sambandsstjórninni að láta til sín taka um þau mál, sem varðaði hag allrar þjóðrinn- ar. (FÚ.) F. U. J. fer skemtiferð austur á Eyr- . arbakka á morgun. Lagt verður af stað frá Mjólkurfélagshúsinu kl. 11 f. h. Farið kostar aðeins kr. 3,50. Farmiðar fást hjá Pétri Péturssyni og Guðjóni Baldvinssyni. Mætið sem flest og öll í bláum skyrtum. 4»

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.