Alþýðublaðið - 30.06.1935, Page 2

Alþýðublaðið - 30.06.1935, Page 2
SUNNUDAGINN 30. JÚNÍ 1935. ALÞYÐUBLAÐIÐ ALLA venjuiega mitvöru og hreirilæiisvöru, seí eg með lægsta verði. Fljót og goð ifgreiðsla. Sent um alían bæinn. Togarar á síldveiðar. I dag var verið að skrásetja á þessa togara til síldveiða: Hannes ráðherra, Tryggva gamla, Ólaf, Kára, Egil Skalla- grímsson, Kóp, Sindra og Arin- björn hersir. Skiggsjð IV. ðr. Ræður frá Auckland í Nýja- Sjálandi eftir J. Krishnamurti. Út- gefandi Aðalbjörg Sigurðardóttir. Ég las þessa bók með ánægju og óskaði þess, að allir hugsandi tslendingar kyntust henni. Mér datt því strax í hug að vekja athygli á henni og rita um Krishnamurti, þenna merkilega 'andlega leiðtoga, sem ýmsir vilja nefna Krist vorra tírna. En þeg- ar til átti að taka, fannst mér heppllegra að birta nokkra orð- rétta kafla eftir höf. sjálfum, en þeir eiga að vekja menn til þess aö kynnast höfundinum. Kaflarnir eru þó valdir nokkuð af handa- hófi. Um sjálfan sig segir Krishna- murti: Ég var formaöur fyrir geysi- stóru félagi, sem stefnað var í andlegum tilgangi og náði yfir allan heiminn, og ég sá, hve rangt þetta var, því það er ekki hægt að leiða menn til sannleikans. Það er að eins uppjeldi og menntun, sem getur gert mennina skynsama og það á ekkert skylt við presta og kúgunarmeðul þeirra — helgi- siðina. Ég leysti þá upp félagið, og með því að lifa með fólkinu, án þess að hafa ákveðnar hug- myndir um lífið, eða binda huga minn viðð vissar erfðavenjur, fór ég að skilja, hvað sannleikurinn er. Ég fann það, sem er sannleik- : ur fyrir alla, heiisusamLegt, mann- legt, einfalt líf; líf, sem ekki er byggt á arðráni og kúgun, heldur á mannlegum þörfum. Ég þekki þarfir inínar og þær eru ekki margar né miklar; það hefir því ekki mikla þýðingu hvað ég geri, hvort ég rækta garðinn minn, tala eða skrifa. Á öððrum stað segir hann: Ef þér eruð ánægðir með heim- inn, eins og hann er, þá hefi ég ekkert meira að segja, og ég meina það. Orð mín verða áreið- anlega gagnslaus, ef þér eruð fyllilega farsælir, ánægðir með lífið, eins og það er, þó allt gangi á tréfótum og heimurinn sé fullur af alls konar spillingu, arðráni, grimmd og skelfingum. En ef þér viljið breyta- þessu, ef þér haldið að sem menn, ættum vér að haga oss öðruvísi, ættum að skapa önnur skilyrði og umhverfi, ekki fyrir fáeina útvalda, heldur fyrir allt mannkyn, þá skulum vér tal- ast við.------ — Ég talaði við prest hér um daginn, sem sagöi mér, að hann héldi uppi kirkir 'i sinni, af því að það væri tivo mikið atvinnu- Leysi. Hann sagði: Þér vitið, að atvinnuleysingjarnir eru heimilis- lausir, þeir sjá enga fegurð, njóta ekki lífsins, heyra ekki hljómlist, sjá ekki liti, — líf þeirra er ekkert annað en skeifing, viðbjóður. Ef þeir nú koma í kirkju einu sinn; í viku, þá sjá þeir þó fegurð þar, þar er friður, ilmur, og þeir fara leiðar sinnar, rólegri það sem eft- ir er vikunnar, og þeir koma aftur.“ — Er ekki þetta hin stór- kostlegasía tegund arðráns? Það er að segja; þessi prestur reyndi að friða mennina í faráttu þeirra, reyndi að gera þá rólega; hélt þeim með öðrum orðum frá því að reyna að finna hina sönnu or- sök atvinnuleysisins.— — Atvinnuleysið er vandamál alls mannkyns og verður að leys- ast á þeim grundvelli. Þér getið ekki farið með vandamál hung- ursneyðanna eins og tilheyrandi Indlandi eða Kína, eða atvinnu- leysið sem sérmál Englands, Þýzkalands, Ameríku eða Ástra- líu; þér verðið að taka málin fyrir sem heild. En þér takið ekki mál- in fyrir sem heild, ef þér eruð þjóðernissinnar, ef föðurlands- elskan drottnar yfir yður. Þér er- uð ekki uppblásnir af föðurlands- elsku á hverium morgni, þegar þér vaknið. Föðurlandselskan grípur yður að eins, þegar dag- blöðin segja svo fyrir, af því að þá eigið þér að fara að berja á nágrönnunum.--------- — Allt tal yðar urn bróðerni sannar, að bróðurelskan býr ekki í hjörtum yðar.' Sá maður, sem er í eðli sínu ástríkur og fullur bróð- urkærleika talar ekki um það; þér talið ekki um bróðurkærleika við systur yðar eða konu yðar, þér sýnið hann að eins í eðlilegri ást-i úð. Hvernig getur líka bróðerni, eining mannkynsins verið sam- fara ágengni? Ef þér í raun og veru vilduð hjálpa heiminum, eins og þér segið, breyta umhverfinu og fyrirkomulaginu, þá mynduð þér aldrei tala um, að þér væruð að hjálpa; þá mynduð þér heldur ekki stíga sjálfir upp á fótstall og hjálpa þaðan þeim, sem standa fyrir neðan yður.------- — Ég segi yður, að til er það, sem er fullkomlega raunhæft og eilíft, en til þess að finna það, rná maðurðinn ekki vera eintómt bergmál, og trúarbrögðin eru ekk- ert annað. Þar við bætist það, að trúarbrögð heimsins aðskilja þjóð- irnar. Þér sem kallið yður kristna og hafið yðar sérstöku hleypi- dóma, mætið aldrei Indverjunum, sem hafa aðrar trúarskoðanir Og- nefna sig Hindúa. Skoðanir yðar og trúarbrögð aðskilja yður. — Ég læt þessa fáu kafla nægja til þess að sýna hvernig Krishna- murti ’tekur afstöðu til veruleik- ans. Enda segir hann á einum stað: „Hvers þarf heimurinn mest með seniístendur — á öllum tím- um? Manna, sem hafa þann hæfi- leika að vera algjörlega mann- legir.“ — Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir hefir þýtt ræðurnar iog unnið með því þarft verk, en því að eins kemur þetta verk að gagni, að fjöldinn lesi bókina. Krishnamurti á erindi til allra hinna frjálslyndu sem flestu vilja kynnast í and- legum málum. Og þeir menn eru, sem betur fer, í miklum meiri- hluta á landi hér. G. M. M. Landsmót íslenzkra skáta hefir staðið yfir á Akureyri .undanfarna daga. Þátttakendur eru um 75. Skátafélagið Fálkar á Akureyri sáu um undirbúning mótsins, og stjórnar því Jón Norðfjörð, deildarforingi Fálka. Mótið h.ófst s. 1. laugardag, og var þá móttökuhátíð á Ráðhús- torginu. Á sunnudaginn var farið í Vaglaskóg og að Goðafossi, en um kvöldið var skátaskemtun í samkomuhúsinu á Akureyri fyrir húsfylli. Á mánudagsmorguninn var farið í Svarfaðardal og legið þar úti til þriðjudagskvölds, en í gær var gengið á Súlutind, með viðkomu á Fálkafelli og Skíða- stöðum, en um kvöldið höfðu skátarnir varðelda á Gleráreyri neð söngvum og leikjum, og voru áhorfendur um 600. Á fimtudag | skoðuðu skátarnir bæinn og í fyrrakvöld var mótinu lokið með samsæti að Hótel Akureyri, en SmurðbrauðsSjúðin hefir síma 3544. Látið okkur vita í síma 3223 hvað mikið smurt brauð þið takið með í ferðalagið. Benedikt Gabriel Benedikts - son, Freyjugötu 4, skrautritar ávörp og grafskriftir, og s, skeyti, kort og bækur, og sem- ur ættartölur. Sími 2550. Tapast hefir mcbrúnn hestur. Eyrnamark, sýlt biti aftan hægra. Spjaldbundinn í faxið, Vík Grindavík. Finnandi geri aðvart hjá Gunnari Gíslasyni Grindavík. Gúmmístíyvél, ný tegund hálfhá. Sterk og ódýr. Ágæt á síldveiðar. Skoðið þau! Þörðnr Péturs<on & Co. skátar að sunnan lögðu af stað heimleiðis í gær. — Veður hefir verið hið bezta allan tímann. (FÚ) Cæsar Mar, sfmi 2587 ileykjavík. Ólafsvík. Frá Iteykjavík alla þriðjudaga. Til baka miðvikudaga. Viðkomustaðir báðar leiðir: Borgarnes og Búðir. Blfrffst, siml 1508. Eeykjavils, Akureyri Akureyri, Reykjavfik Alia Mánudaga, Miðvikudaga og Föstudaga. Frá Aknreyri sömu daga. Afgreiðsla á Akureyri er á Bifreiðastöð Oddeyrar. BlfrelðastðO StelndOrs. Sími 1580. James Oliver Curwood: 19 Skógurinn logar. kveikti á eldspýtu og hélt henni hátt yfir höfði sér. Ekki gat hann séð nokkra lifandi veru þarna inni. Hann kveikti á lampan- um. I káetunni var enginn annar en h,ann. Haim dró or.d- ann djúpt og gékk út að glugganum. Utan við gluggann (var dálítið net, og hann gerði sér í hugarlund, að hann, sæi laut eftir andlit í netinu. Nóttin var þögul og mild. Himininn var alstirndur. En ekki heyrðist hið minsta hljóð. Þá leit hann á klukkuna. Hann hlaut að hafa sofið dáiítið áður en röddin vakti hann, því að núvar klukkan bráðum þrjú. Þótt stjörnubjart væri enn, var skamt til dögunar. Honum kom ekki til hugar að hátta aftur. Hann var eirðarlaus og hajldinn alls konar grunsemdum. Snemma um morguninn, ekki seinna en kl. 6, kom Bateese með inorgunverðinn. Hann sýknaði Bateese óðara af þeim grun, að hafa verið valdur að þessu ónæði fáum stundum áður. Kynblendingurinn hafði auðsjáanlega haft mjög ónæðissama nótt og var eins og ræfili rifinn upp úr svel’li. Fötin héngu utar, um hann eins og druslur, þung og vot. Það draup úr höfuðklút hans og hárið var rennandi. Hann slengdi niatnum á h'orðið og snaraðist út aftur án þess að gera svo mikið sem kinka kolTi til fangans. Davíð sárskammaðist sín meðan hann sat yfir matnum. Þarna, sat hann í húsaskjólinu og allskonar þægindum, en kona St. Pierres var úti rennVot og* ef til vill miklu ver þileikin en Bateese. Hann furðaði sig á matnum. Honum þótti ekki svo merkilegt að sjá hreindýrakjötið, vel steikt og kraftmikið, ekki heldur kartöflurnar eða hið ilmandi kaffi. En það var hitt, að heitar, brúnaðar hveitikökur fylgdu. Hveitikökur! Hvernig ’nafði Bateese náð í þær eftir þessa helliskúr, sem alt hafði bleytt. Bateese kom ekki strax að sækja diskana. Carrigan kveikti sér í pípju eftir matinn og horfð yfir ;um ána, Alt var umvafið skínandi sólskini. Hann gerði sér í hugarlund, i j að í einum sólskinsblettinum þama hinum megiu væri Jeanne Marie Anne að þurka sig eftir næturregnið. Þá var alt í einu drepið á dyrnar, snöggt og léttilega, tappt tapp-tap'p.; það gat hvorki verið Bateese né Nepapias. ISvo opnuðust dyrnar og í sólskininu, sem streymdi inn um gættina, sióð kona St. Pierres. gkki var það koma hennar eða fegurð hennar, sem gerði >hann orðlausan. Heldur hitt, hve vel hún leit út eftir aVlar bær ske'lf- ingar næturinnar, sem hann hafði haldið að hún hefði gengið í gegn um. Hár hennar glóði í sólskininu, mjúklega Iiðað og vel þurt- Hún var alls ekkert lík regnblautri akurhænu, eins og hann hafði gert sér í iiugarlund um nóttina. Stormurinn hafði ekki komið Iná- lægt henni. Hún ieit út fyrir að hafa sofið vel. Hún brosti við honum, þegar hún kom inn, og ailar hugmyndir iia;ns um þrautir hennar um nóttina urðu að engu. Aftur gleymdi hann því, að hún var kona St. Pierres. Hún yar kona, dásamlegasta konn í heimi. ):Þér eruð skárri í dög,“ sagði hún og virtist gleðjast hjartan- lega yfir því. Hún hafði skilið dyrnar eftir opnar að baki sér og sólskinið streymdi inn. „Ég held að stormurinn hafi bjargaö yður. Var það ekki spennandi?” Davíð beit á vörina. „Jú, ákaflega," sagði hann tómlátlega. — „Hafið þér séð Bateese í morgun ?“ Hún hlö við. „Já, ég held honum hafi ekki iitist á í nótt. Hann geíur ekki skilið, hv,e mjög ég elska svona óveður. — Sváfuð. þér ekki vel og lengi, m’sieu Carrigan?” „Einn eða tvo tíma gæti ég trúað. Ég var áhyggjufuliur út af yður. Mér þótti fyrir því að hafa rekið yður út í óveöri'ð,. En það lítur ekki út fyrir að hafa fengið á ýður.“ „Nei, ég hafði það ágætt þarna inni,“ sagði hún og kinkaði kiolii fram í káetuna, handlaln við klæðaskápinn og slaghörpuna. , Þarna er dálítið eldhús og borðsalur fyrir framan," skýrði hún, „Sagði Bateese yður það ekki?“ „Nei, sei-sei nei! Ég spurði hann að því, hvar þér væruð, og: mig minnir að hann segði mér að þegja.“ „Bateese er skrítinn,“ sagði frúin. „Hann er ákiaflega afbrýði- samur út af mér. Frá því ég var smábíarn og hann bar mig á höndum sér, var hann svona. Bateese er eldri en þár ef til viij. haldið. Hann er fimmtíu og tveggja ára gamall.“ Hún gekk fram og aftujr í herberginu og lét nærveru 'hans sig engu skifta, meðan hún tók til í káetunni. Hún lagaði damask- tjöldin, sem hann hafði fært úr skorðum, hún setti stólana 'á sinn stað og bar sig til eins og húsmæður eru vanar við morgun- störf sín. Hún virtst alls ekki líta neitt vandræðaTega út af því fið hann! væri fangi hennar né af þeim strengilegu boðum, sem hún háffði sent honum með Bateese. Hún var blátt áfram alúðleg og það hlýjaði honum innanbrjósts. Han'n ætlíaði að kveikja sér í píptu, en slökkti svo aftur á eldspítunni, hálfvandræðalegur. Hún sá hvað hann gerði og sagði á þ,ann ástúðlega hátt, sem henni var svo eiginlegur: „Þér megið reykja. St. Pierre reykir töluvert, og mér þykir það bara gamian.“ Hún opnaði skúffu í dragkistunni og kom með hálffullan vindlakassa. Hann var dálítið kiaufialegur, þegar hann fékk sér vindil úr kassanum. Hann blygðiaðist sín fyrir það, að hann vissi ekki hvað segja skyldi. Ef til vill var það þessi þögn, sem Tsýndi, hvernig honum var innanbrjósts, og sem fékk hana til að roðna 'dálítið. H-ann tók og líka eftir því, að hið dökkhærða höfuð hennar næstum snerti vanga hans. Hiann sá líka, hve yndislega mjúkur log fagur munnur hennar var, og ávialur hálsinn. En það sem hún sagði. þegar hún leit aftur á hann hinum fögru, bláu augum, var sem ískaldur vindblær á hugsariir hans. ,,Ég elska það, að sitja við fætur St. Pierres á jkvöldin og horfa á hann reykja.“ „Það er gott að yður líkar það ekki illa, að Ég reyki,“ sagði hann þreytulega. Hún lagði vindlakassahn á skrifborðið. Svo leit hún á diskana. „Yður þykja eflaust góðar hveitikökur. Ég fór snemma á fætur í morgun, til að baka þær fyrijr yður.“ „Bökuðuð þér þær?“, spurði hann, eins og það kæmi honum gersamlega á óvart. i „Vitanlega, M‘sier David. Ég baka þær á hverjum morgni fyrir St. Pierre. Honum þykja þær mjög góðar og segir að þiað, að ég •baki þær, sé eitt af þremur beztu eiginleikum mínum.“ > „Og hinir tveir,?“ spurði David.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.