Bjarki


Bjarki - 29.04.1897, Qupperneq 3

Bjarki - 29.04.1897, Qupperneq 3
67 annara manna í þessu atriði, sannfæra valla marga; það getur aðeins fullkomin vísindaleg rannsókn gert, bygð á nokkuð mörgum staðreyndum. Flestir vita að til eru ýmsar undirskiftíngar í sama aðalkyni, í ríki hinnar lifandi náttúru, ekki síst á lægri stigunum, og að ekki á þar hið sama alstaðar við. Þekkíngunni í þessurn efnum fleygir óðum fram í umheimim m, og því skyldi vera vanþörf á að haguvta sjer þessa þekkfngu sem best við hinn ís- lenska fjárkláða? Þó menn viti og viðurkenni að kláðinn sje skaðlegur hvcrri skepnu, sem hann hefur, og að hann geti cinnig vcrið næmur, þá er valla til að hugsa að menn samlagi sig fúslega um aðferðina og meðulin til að lækna kláðann og útrýma honum alveg, meðan hin umgetna vísindalega rannsókn er eigi feingin. Meðan hana vantar, er það svo eðlilegt að ýmsir vilji fara hjer cftir eigin reynslu, eins og í svo mörgum öðrum cfnum, þar sem varla getur heitið að menn hafi við annað að styðjast. Og afleiðíngin af þessu verður kák og samtakaleysi. Mjer finst hálfgerður skrælíngja bragur á því, ef þjóðin gerir eigi alvarlega tllraun til að afla sjer hjer sem bestrar þekkíngar. Sú tilraun gæti eigi kostað stórfje, á móts við það sem líklegt er að þar feingist í aðra hond. Fyrst og fremst er líklegt að hin vísindalega rannsókn gæti bent á þann vcg sem er óhultur til þcss að geta flæmt fjár- kláðann alveg úr landi. I öðru lagi er vonandi að rann- sóknir þessar gætu sparað rnikið fje, með því að benda á hin ódýrustu og bestu meðul til að útrýma þeim kláða, sem hjcr er um að ræða. I þriðja lagi eru það þessar vísindalegu rannsóknir einar sem geta Iaðað menn til þess að verða samhuga og samferða í þessu máli, þar sem nú er talsvert útlit fyrir tvístríng og ríg í málinu meðal nýtra manna. Það eru vísindin sem sannfæra menn um síðir, en ckki stóryrðin. Hin gildandi Iandslög, sem hafa verið rækilega rædd og talsvert reynd, þarf að hagnvta sjer vel í þessu máli, ekkieftirgeðþótta einstaklíngsins eða sjerstakrar nefnd- ar, heldur eftir anda og orðum laganna sjálfra. Reynist nú lögin ónóg, eða ekki eigandi við það ástand, sem nú er, ]>á cr að fá breytíngar eða viðauka. Þá er og cigi vert að loka eyrunum alveg fyrir þeirri ]>ekkíngu sem reyndir og skynsamir fjárræktarmenn hafa frá að skýra í þessu efni. Pó slíkir menn hafi eigi próf tckið við neinn skóla, nje opinber cmbætti feingið, þá er eigi fráleitt að hngsa sjer að þeir geti sumir hverjir haft eins mikla almenna mentun, eða þá þekkíngu á þessu máli, sem nokkir hinna, cr á hinum konúnglegu skirfstofum sitja. Samráð og samvinnu má alls eigi bresta í þessu máli, enda gera gildandi lög ráð fyrir slíku. Það 'liggur í augum uppi hversu örðugt eða jafnvel ómögulcgt það verður að sigra kláðann alveg, ef mikill misbrestur er á þessum skilyrðum. Ef þessi sfðast nefndu skilyrði vant- ar, þegar í byrjun, þá cr bráðnauðsynlegt að afla sjcr þeirra sem allra fyrst, áður en mjög lángt er farið eður miklu fje til kostað sem annars er hætt við að verði, að miklu leiti, á glæ kastað, en menn sitji eftir, úfnir í skapi og nokkru snauðari en áður, en kíáðamaurinn lifi góðu lífi. Allir geta, og allir eiga að styðja til sigursins í þessu máli, kotkarlinn og hinn konúnglegi embættismaður, þó áby r g ð in verði vitanlega því þýngri, sem maðurinn hefur mcira traust, völd og virðíngu. Fast íhugað ráð (Plan.) verður að liggja bak við allt saman. Hvarfl og ástæðulaust hviklyndi á hjer ekki við í grundvallaratriðinu: að útrvma ldáðanum alveg. Slfk stefna þarf aungan slagbrand að setja smærri breytíngum, sem auk- in þekkíng, löggjöf eða samráð bcnda til að nauðsýnlegt sje til að ná aðalmarldnu. Þannig eru þá í mínum augum, hin almennu aðalráð til þess að drepa fjárkláðann alveg á landi voru. En því miður, finst mjcr sumt af því, sem hin síðustu missiri hefur verið gert hjer norðanlands í fjárkláðamál- inu, eigi stefna nægilega í þessa átt. Verði framvegis mikið alið á ýmsu því, sem nú bólar á í málinu, hygg jeg að verði fljótlega komið í óvænt efni. sBetur má ef duga skal«. (Mcira). Samtök um ráðning sjómanna. Skýrsla frá formanni fundarins, sjera Birni Þorlákssyni. Fulltrúafundur fyrir Austfirði var haldinn á Seyðisfirði 21. þ. m., til að setja ýmsar reglur, er kæmi í veg fyrir öll ginníngarboð við ráðníngu á aðkomandi sjómönnum og þar af leiðandi óánægju, og miðuðu til að tryggja mönn- um atvinnu við sjávarúthaldið og flutníng á sjómönnum heim að hausti. Bjó fundurinn til samþykt lagaða eftir því, er samþj>kkt hafði áður verið á undirbúníngsfundum í hverjum firði, og skyldi því næst leita frjálsra undir- skrifta útvegsbænda undir samþyktina og hún verða gild- andi og skuldbindandi, ef nægilega margir skrifuðu undir. I samþyktinni var meðal annars ákveðið, að ráða skyldi sjómenn til fastákveðins tíma, annaðhvort til 30. Seftember eða 20. Nóvember. Hlutarmönnum mætti selja fæði fyrir 40 au. á dag, og veita þessi hlunnindi ókeypis; húsnæði, þjónustu og rúm, svo og matreiðslu, ef þeir legði á borð fyrir sig. Enn fremur mætti borga formanni eina krónu af skippundi í premíu eða veita honum fæði ókeypis. Mánaðarkaup mætti vera hæst 5° kr. um 4 bestu mánuðina og 40 kr. hinn tímann. Sektir skyldu liggja við, ef útvegsbændur brygðu út af og sektir renna í sjóð til styrktar sjúkum sjómönnum. Enn fremur var á fundinum kosin nefnd manna til að útvega sjómönnum að haustinu til ódýran og vissan flutn- íng heim. * * * Af því þessi fundarskýrsla er nokkuð fáorð, en fnndurinn tölu- vert þýðíngarmikill bæði fyrir Austfirðínga og Sunnanmenn, verð- ur að gera dálítið nánari grein fyrir samþyktinni og hvernig hún er til orðin. Orsökin til hennar mun vera óánægja yfir ó- vísum og ójöfnum kjörum, kaupi og hlunnindum, sem aðkom- andi sjömenn hafa haft af hendi útvegsmanna, eins óregla á ráðníngu þeirra og flutníngi báðum til tjóns. Það mun því hafa verið töiuvert almenn ósk að koma festu og lagi á þetta, sem báðum málspörtum væri gagn að og þeir gæti haft sjer til leið- beiníngar, svo eitthvað væri að reiða sig á. Kom mönnum saman um að menn yrðu valdir úr helstu út- vegssveitunum til að gera samþyktina og fór það val fram í vet- ur. Pessir menn mættu því eftir kjöri á fundinum: Úr Seyðis- firði, sjera Björn Þorláksson og Skafti ritstj. Jósepsson. Hanil hafði verið kjörinn varamaður, og kom í stað Eggerts sýslumans Briems, sem kosinn hafði verið, en var nú að halda uppboð norður á Hjeraðssandi og gat ekki sótt fundinn. Úr Mjóafirði voru Vilhj. hreppstj. Hjálmarsson, Sveinn Ólafsson realstúdent á Asknesi og Gunnar Jónsson í Gunnarsholti, allir útvcgsbændur. Úr Norðfirði: íngvar Pálsson í Nesi og Rafn Júlíus Símonarson á Vindhcimi. Úr Vopnafirði: Kristján Arnason á Skálanesi, allir útvegsbændur. Formaður var kjörinn sjera Björn og skrifari Skafti ritstjóri. Fundurinn samþykti í einu hljóði að halda málinu áfram þó fulltrúa vantaíi úr Fáskrúðs- og Reyðarfirði, þó með þeim skil- daga að undir samþyktina skrifuðu 3/.t hlutar allra útvegsbænda í þeim fjörðum sem fulltrúa áttu á fundinum og að minsta kosti helmíngur úr Reyðar- og Fáskrúðsfirði. Pess má geta um flutnínginn að nefndin, sem kosin var til að semja um hann vlð útvegsbændur skal sjá um hentuga ferðaáætl- un og cr hver bóndi skyldur til að sjá sínum mönnurn fyrir fari burtu, seinast 4 dögum eftir þann tíma, sem sú áætlun kveður á. Sektirnar fyrir samþyktarbrot voru ákveðnar frá 10—200 kr. eftir atvikum. í nefndina voru kosnir þeir sjera Björn, Sveinn Ólafsson og Skafti ritstj. og varamenn Sveinn Jónsson á Brim- nesi, Vilhj. hreppstjóri Hjálmarsson ogVilhj. Arnason á Hár.efs- stöðum. Á samþykt þessa, sem nú hefur verið skýrt frá í aðalatriðum, skal hjer cinginn dómur lagður. Rtyr.slan og fnmtíðin eru þar óhlutdrægastir dómendur. Pað er ckki lítill vandi, að gera slfka samþykt svo úr garði að öllum sje hagur að, og hjer Iáauð-

x

Bjarki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.