Bjarki - 06.05.1897, Page 1
Eitt blað á viku minst. Árg.
3 kr. borgist fyir i. Júlí, (erlendis
4 kr. borgist fyrirfram).
Auglýsíngar io aur. línan; mikill
afsláttur ef oft er auglýst. Upp-
sögn skrifleg fyrir i. Okt.
II. ár. 18
Seyðisfirði, Fimtudaginn 6. Mai
1897.
Nýttl Nýtt!
Anton Sigurðsson, sem hefur feingið alt sem lýtur að skósmíði, nú með »Vestu<, opnar skósmíða-
verkstofu Laugardaginn þ. io. Maí, þar sem hann smíðar og gerir við skó bæði fljótt og vel, og gefur io°/0 af-
slátt gegn borgun út í hönd; lánar aðeins til þriggja mánaða áreiðanlegum mönnum og tekur bæði innskrift og pen-
fnga við allar verslanir á Seyðisfirði.
Alt verk af hendi leyst fljótt og vel og eftir nýustu tisku.
Ódýrasti skósmiður landsins.
Komið og pantið ef þið viljið fá gottogfallegtog um leið Ódýrt s k ó t a u.
Vinnustofa mín er f húsi f*. Guðmundssonar faktors á Fjarðaröldu.
Áskorun
um húsbygging á þingvöilum.
Vjer undirskrifaðir, sem höfum geingið í fjelagsskap um,
að koma upp húsbyggíngu á Þíngvelli, er bæði gæti verið
fyrir samkomur innlendra manna, og til afnota fyrir er-
lenda ferðamenn, sem eins og kunnugt er, sækja fjöl-
margir á hverju ári til kíngvalla og Geysis, leyfum oss
hjer með, að bjóða almenníngi á Islandi, að taka þátt í þessu
fyrirtæki, með þvf, að kaupa einn eða fleiri saman tutt-
UgU Og fimm króna hluti í hinni fyrirhuguðu hús-
byggíngu.
Aætlað er, að húsið muni kosta alt að 5000 kr., eða
um 200 hluti alls, og er gert ráð fyrir, að það geti verið
fullgert, áður en ferðamanna er að vænta næsta sumar.
I’að er ákvcðið, að hlutir þeir, sem koma inn, skuli geym-
ast í sparisjóði Reykjavíkur, en eigi verður byrjað á
byggíngunni, fyr en sjeð verður, að nóg fje muni fást; að
öðrum kosti verður peníngunum skilað aftur til eigend-
anna.
Komist byggíngin upp, eins og að framan er sagt, skulu
hlutaeigendur njóta tiltölulega ágóða af húsinu, þeim er
verður umfram viðhalds og umsjónarkostnað eftir árlegri
skilagrein.
I hússtjórnar-nefnd skal kjósa 3 menn þannig, að for-
maður Þjóðvinafjelagsins nefnir einn, sýslumaðurinn í Árnes-
sýslu annan, og ferðamannafjelagið í Reykjavík hinn þriðja.
Nefndin skal kosin tll 2 ára í senn, í fyrsta sinn jafn-
sjótt sem húsið cr fullgert.
Alt það, sem að framkvæmdum byggíngarinnnar lýtur
ör.numst vjer undirskrifaðir.
Hlutaupphæðir skulu sendar til gjaldkera fjelagsins Sig-
fúsar Eymundssonar með glöggri skýrslu um nöín og heim-
ili hlutaeigenda, og sendir hann þeim þá hlutabrjef með
fyrsta pósti, eða afhendir þau þeim, sem borga utanpósts.
Til þess að hægt sje að byggja húsið næstkomandi sum-
ar, verða fjelagshlutir að vera borgaðir innan loka þessa
árs.
Vjer treystum því, að góðir menn veiti þessu máli
greiðar undirtektir, bæði vegna landsmanna sjálfra og
vegna þess, að slík byggíng mundi, einkum ef henni
fylgdi skemtibátur til veiða og siglínga á Þíngvallavatná,
stuðla mjög að því, að auka heimsóknir erlendra ferða-
manna til Islands, sem híngað til hafa ekki getað, vegna
skýlisleysis, haft neina dvöl á hinum forna, víðfræga þíng-
stað Islendínga.
Reykjavlk 24. Apríl 1897.
B. Sveinsson. Tr. Gunnarsson. Sigf. Eymundsson,
formaður. gjaldkeri.
Helgi Helgason. sigurður Kristjánsson.
D. Thomsen. Hannes Þorsteinsson.
* *
*
Benedikt sýslumaður Sveinsson hefur beðið þess getið, að þeir
hjer eystra, sem vildu taka hlutabrjef í þessu fyrirtæki, en þætti
ervitt að ná til hans sjálfs, gætu snúið sjer til Runólfs búfræð-
íngs Bjarnasonar á Hafrafelli, sem gefur allar upplýsíngar og
greiðir fyrir sölu hlutabrjefanna og sendíngu andvirðisins suður.
Jæja, kannske tuttugasta öldin ætli að hafa það af að koma
upp skýli á Língvelli. f>að er þó altaf gott að þessir menn hafa
geingist fyrir þessu áður en einhver Einglendíngurinn fann upp á
að græða stórfje á því á undan okkur.
Ramislagur,
Rokur dynja, loka leið
Lagar drynja vargar,
Kríng um hrynja hola skeið
Iirannir kynja margar.
Byljir kátir kveðast á,
Ilvín í sátri’ og hjöllum,
Báruhlátrar hlakka frá
Hamralátrum öllum.
Stormar þróast, regir rá,
Rán um flóann eltir,
Kvikum sjóarkletta á
Köldum lófa veltir.
Möstrin sýngja’ í sævargný,
Sýður hríngur fanna,
Hnífi stýngur stafninn í
Straumabríngur hranna.
Stefán Th. Jónsson er kominn með miklar vörur og góðar. Nákvæmur verðlisti fylgir næsta blaði,