Bjarki - 06.05.1897, Side 4
72
við Larissuborg, sem er litlu sunnar. Hún er höfuðborg
í Þessalíufylki og þrisvar til fjórum sinnum stærri en Reykja-
vík. Þar lögðu báðir meginherunum til orustu og höfðu
barist þar í 4 daga er síðast frjettist, og eru ekki enn
komnar óyggjandi fregnir um úrslit, en lausafregn segir
að Grikkir muni heldur hafa borið efra hlut í þeirri or-
ustu, og sama lausafregn segir líka að þeim hafi söuiu
dagana lent sama í sjóorustu og hafi Grikkir unnið þar
algerðan sigur og nær eyðilagt flota Tyrkja. En öllum
ber saman um að barist hafi verið með hinni mestu hreysti
af hvorumtveggja hernum bæði á sjó og landi. I Epírus,
á vesturströndinni, höfðu og orðið smáorustur sömu dag-
ana og veitti Grikkjum þar betur.
Það er nú ljóst að Grikkir ætla sjer meira en Krít eina
saman, hvernig sem það nú fer. Stórveldin sitja hjá og
ógna á báða bóga, en öll þeirra svikapólitík gerir þau
svo sundurlynd að þau eru sem aflvana, og því hirða nú
fáir hvað þau segja.
Hjalparvon sýnast Grikkir eiga mjög litla nokkursstað-
ar að, nema þetta hrafl af sjálfboðaliði og peníngastyrkur
frá einstökum mönnum, sem þegar er kominn. Aftur á
móti sýnast sum stórvcldin ekki ófús á að gánga í lið
með Tyrkjum eí þau þyrðu. Svo hefur enskur maður
einn boðist til að fara með 30 manna til liðs við Tyrki
og kosta alt sjálfur. En líklegt er að Salisbury og ensku
stjórninni þyki það nokkuð lítið lið og að hún hugsi sjer
að verða stórtækari efþað skyldi verða af ráðið að skjóta
niður Grikki til að bjarga Tyrkjanum.
Svona leið þar eystra þegar síðast fjettist. Frá ein-
stökum atburðum verður sagt betur næst.
Sá náúngi sem tók gaungustafinn úr gánginum á
veiti'ngahúsinu á Öldunni á Þriðjudagskvöldið, verður að
skila honum sem fyrst á sama stað, ef hann vill ekki að
hans verði leitað á annan hátt.
ÍSLENDÍNCASÖGUR nýkomnar fást nú hjá
R. Bjarnasyni á Hafrafelli.
Nýkomið i bókverslan L. S. Tómassonar.
Bókasafn alþýðu I. b., I. og 2. hefti:
1. Þyrnar, kvæði Þorst. Erl. ób. 1,50, b. 2,50 og 3,00
2. SÖgur frá Síberíu ób. 0,50, bund. 1,00 og 1,50
Eimreiðin 3. árgángur, 1. hcfti...........1,00
íslandskort nýtt, með sýslulitum, ........1,00
Björn Og Guðrún, saga e. Bjarna Jónsson . . . 0,50
Islendingasögur. 16. bindi, Reykdæla .....0,45
17. — Þorskfirðínga saga . 0,30
Á skraddaraverkstofu Eyjólfs Jónssonar,
fæst saumaður alskonar karlmansfatnaður, fyrir mjög lágt
verð.
Snið og frágángur eftir nýustu tisku.
Fljót afgreiðsla.
Menn ættu að koma sem allra fyrst, áður mestu sum-
arannir byrja.
Ókeypis.
Eins og að undanförnu verður einnig þetta ár (i897(
útbýtt frá apótekaranum á Seyðisfirði 1000 pökkum af
garð- og blómfræi. Þeir sem óska að fá eitthvað af fræ-
inu eru beðnir að panta það munnlega eða skriflega fyr-
ir 15. Mai næstkomandi.
Veggjapappir. Margar þúsundir af nýum og fögrum
sýnishornum komu nú með Vestu til apótekarans á Seyð-
isfirði. Allar pantaðar vörur verða eins og að undanfórnu
seldar með verksmiðju verði.
Jens Hansen,
Vestergade 15. Kjóbenhavn K.
Stærstu og ódýrustu bírgðir i Kaupmannahöfn af
járnsteypum, sem eru hentugar 4 islandi.
Sjerstaklega má mæla með hitunarofnum
með »magazin«-gerð með eldunarhólfi og
hristirist, eða án þess, á 14 kr. og þar yfir,
sem fást í hundrað stærðum ýmislegum.
Eldstór með steikarofni og vatnspotti, með
3 — 5 eldunarholum, á 18 kr. og þar yfir,
fást fríttstandandi til þess að múra þær, og
fríttstandandi án þess þær sjeu múraðar.
Skipaeldstór handa fiskiskipum, hitunarofnar
í skip og »kabyssur«, múrlausar með eld-
unarholi og magazin-gerð. Steinolíuofnar
úr járni, kopar og messíng, af nýustu og
bestu gerð. Ofnpípur úr smíðajárni og
steypijárni af ýmsum stærðum. Glugga-
grindur úr járni í þakglugga og til húsa af
öllum stærðum. Galvaniseraðar skjólur,
balar. Emailleraðar (gleraðar) og ógleraðar
stcikarpönnur og pottar. Gleraðar járnkaffikönnur, tepott-
ar, diskar, bollar o. fl.
Verðlistar með myndum eru til yfir alt þetta, sem þeir
geta feingið ókeypis, er láta mig vita nafn sitt og heimili.
m
5'
qq.
5'
3
p
o
E
LÍFSÁBYRGÐ ARFJELAGIÐ » STAR«.
»STAR» gefur ábyrgðareigendum sínum kost
á að hætta við ábyrgðirnar þeim að
skaðlausu.
»STAR« borgar ábyrgðareigendum 90 prósent
af ágóðanum.
»STAR« borgar ábyrgðina þó ábyrgðareig-
andi fyrirfari sjer.
»STAR« tekur ekki hærra iðgjald þó menn
ferðist eða flytji búferlum í aðrar
heimsálfur.
»STAR« hefur hagkvæmari lífsábyrgðir fyrir
börn, en nokkurt annað( lífsábyrgð-
arfjelag.
»STAR« er útbreiddasta lífsábyrgðarfjelag á
Norðurlöndum.
Umboðsmaður á Seyðisfirði er verslunar-
maður Rolf Johansen.
><
CfQ
es.
p
p
o
57
H-
SB
Z
p.
ö
p
p
o
cn
p-
c
<<
-5
BQ
O
cn
c-
3 c
p œ
o cn
c
p
p. o
’ (fi'
p
05
CD
3
O
c
Brunaábyrgðarfjelagið
»Nye danske B r a n d fo r s ikr i n g Selskab«
Stormgade 2 Kjöbenhavn.
Stofnað 1864 '(Aktiekajiital 4,000,000 og Reservefond
800,000).
Tekur að sjer brunaábyrgð á húsum, bæjum, gripum
verslunarvörum, innanhúsmunum o. fi. fyrir fastákveðna litla
borgun (premie) án þess að reikna nokkra borgun fyrir
brunaábyrgðarskjöl (|,oIice) eða stimpilgjald.
Menn snúi sjer til umboðsmanns fjelagsins á Seyðisfirði:
St. Th. Jónssonar.
Eigandi: Prentfjelag Austfirðinga.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: horsteinn Erlíngsson.
Prentsmiðja Bjarka.