Bjarki


Bjarki - 21.05.1897, Blaðsíða 1

Bjarki - 21.05.1897, Blaðsíða 1
Eitt blað á viku minst. Árg. 3 kr. borgist fyir i. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Auglýsíngar io aur. línan; mikill afsláttur ef oft er auglýst. Upp- sögn skrifleg fyrir i. Okt. II. ár. 20 Seyðisfirði, Föstudaginn 21. IVIaí 1837. Úr brjefi tii ritstjóra »Bjarka< frá Þorgilsi gjallanda. II. Þá er nú »Bókasafn alþýðu< komið, og er vel tekið á móti því. Jcg ætla ekki að skjalla um íl’yrnac, það eru flest kvæðin kunnir vinir áður, svo ekki þarf um það að fjölyrða af mjer. Um »Sögur frá Síberíu< get jeg ekki annað en lofsamlega talað; en auðvitað get jeg ekkert um þýðínguna sagt, þó hún láti mjer vel í eyrum, eru þó allar líkur til að söguruar hafi tapað einhverju fögru og frumlcgu við að gánga í gegn um hendur þýðenda á íieiri en cina túngu; en hvað um það, eru þær sem ljós og grcinileg skuggsjá frá þvf landi, er hjcr er að vísu lítið þekt, og það litla helst að kulda, kúgun og hörm- úngum; enda dregur söguskáldið skýluna af undirferli og svikum, sem eru samtvinnuð og flækt frá umrennfngum og ránsmönnum alla léið upp til dómarans, sem græðir fje á öllu saman, hann kann að nota netið sitt, enda stendur fiskur í flestum möskvum. Af þessu er eflaust þarft qg gott verk að svifta blæunni; enda gerir höfund- urinn það djarft og fimlcga; hann er napur og hárbeittur, atburðirnir leiða alt fram með svo eðlilegum hætti, að lesarinn virðist kominn til Sfberíu. og þar er lífið ömur- legt, hrjóstrugt og gleðisnautt, enda er ekki undarlegt þó svo sje. I’ær sögur leiða ekki lesendurna um »hlæandi blómskrýdda velli«, sem fjalla um ránglæti, harðstjórn og pretti þeirra sem völdin hafa, og daprir og myrkir cru kofar þeirra þjáðu; lífsleiðin jöklar, eggjagrjót og myrk- viður skógar. En þrátt fyrir það þó lýst sje skuggahlið mannlífsins ann jeg þar mörgum manni og aumka þá fyrir álög og þjáníngarnar sem þeir vcrða að þola. Mjer þykir vænt um dugnað Proskurofs, vona hann nái rag- menninu og ódreingnum Kostjúska, hefti þennan rifinnasa frá atvinnu þeirri, að ræna og drepa saklausa ferðamenn; mjer er ósárt um kaupmanninn líka, en það er varasamt og meinlegt fyrir feita, gráhærða dómarann, »I-pu<, segir hann og Proskurof er óðara vikið í annað feitt embætti og loku skotið fyrir að hann fáist við að veiða bófana. Jeg ann Morðíngja, sje ekki cftir kallskrattanum einhenta; vest að Silin þurfti að drcpa grána hans líka. O, Teódór Silin; hefðu ekki forlögin rekið þig inn í eins meineitraða mannfjelagsskipun, þá hefðu best sjest mannkostir þfnir °g þróttur; þú ert garpur og besti dreingur samt, þó þeir nefni þig Morðíngja; fallegt og karlmannlegt var síðasta handtakið þitt, faliega stóðstu freistnina; móðirin og börn- in blessa minníngu þína. Og Ivan sá sem drap Silin er heldur eingin gúnga; í orustu mundi hann hafa getið sjer orðstýr, cn það er ógæfa hans að lenda á flækíngi, lenda á götu ræníngja og verða sfðan manndrápari. þá er »Draumur Makars<; hvað þessi vesalíngs kotkarl er auðsær og vel málaður, með bogna bakið eftir alt strit og þjáníngar lífsins. Að náttfirufari er Makar mesta mein- leysis-skinn og hrekklaus, en óþrotleg örbirgð og skort- ur kenna honum prcttina, að hafa rángan pundara, ljúga sjer í hag og sníkja; hann þekkir aunga nautn ncma þá að drckka sig fullan f tóbaksblöndnu brennivíni, svo hann dreymi sæla drauma, cn þessir draumar eru þó ekki ein- tóm sæla. Fyrir miklar hörmúngar kemst hann loks til dómsins, inn í himnaríki. Honum Makar garminum kom meinlega að tapa tóunni og fá svo í tilbót hausinn á Aljósu í kviðinn; þá kemur dauðinn, og svo sjcra Ivan til að fylgja honum upp til Drottins, og ekki gat hann náð hestverðinu hjá Tartaranum, enda gaf hann honurn ekki tóbakslaufið og Var það ein ógæfan, því Guð hefði fyrir- gefið honum ioo syndir fyrir það lauf, og Makar þarfn- aðist þess; prettirnir komu honum að aungu liði þegar við Guð var að eiga, ekki dugði að skrökva að honum, þar var alt bókað. Loksins rann honum líka í skap, að fara til djáknans, hestanfðíngsins i geldfolalíki; þá stóðst hann ekki mátið, túnguhaftið slitnaði, honum er liðugt um málbeinið og vantar ekki dirfð til að segja það, sem í brjósti býr, og svo var raunasagan bitur að Guð grjet yfir hörmúngum hans; orðin fjellu þúng sem blý í gull- skálina en Makar sá það ekki, hann var um annað að hugsa þá, og reiði og rnyrkur fylti hjarta hans, honum svall móður, bogna bakið rjettist augun urðu skær. »En Guð sagði við hann: Bíddu við veslíngs maður! Pú ert ekki á jarðríki framar. Iljer munt þú finna sann- leikarin og rjettlætíð!« Þá skildi Makar og setti að hónum grát, allir grjetu, sjera ívan, þjónarnir og Drottinn sjálfur. »Og enn þá bærðust mctaskálarnar, en viðarskálin lyft- ist hærra og hærra! — —«. Þó »Draumur Makars< sje í óbundnu máli Cr það samt fagur skáldskapur, þó þetta sje þýðíng er sagan mjcr dýr- mæt; og þó æfi Makars sje eintómt örbirg’ðarbasl er listin sögusmiðsins ágæt; enda mun þessi saga standa í me'st- um skáldlegum blóma af þeim öllum. »Þýtur í skóginum« er nokkuð sviplíks efnis og sög- ur sem jeg hef áður sjeð frá Rússlandi; völd og auður verða greifanum hin mesta hefndargjöf; gera hann að misk- unarlausum böðli bræðra og systra, þángað til hann fyllir mæli synda sinna. Bændurnir og þjónustufólkið eru í hans augum ekkert annað en dýr, og öll dýr í landeign hans eru sköpuð honum til afnota og ánægju; hann á Róman, gamla skógarbjörninn og má láta bcrja bángsa til hlýðni þegar þess þarf. Opanas er fallegur fjöróður sljettuhestur, sem gamart er að eiga, það er prýði að honum í hópnum. Oxana fögur sem hind og girnileg til að svala fýsn og munaði. — Mjer er vel til Rómans gamla, hann er hrekklaus, einarður og djarfur í máli, ómentaður og óspiltur sonur skógarins; hver sem brýst í hýði bjarn- arins er dauðanum seldur. Það var voðanótt, sem gamli maðurinn segir frá; skóg- arvaldur æðir aftur og fram, þrumuveðrið öskrar og regn- ið fellur í fossum, eldíngunni lýstur niður, og hatrið vinn- ur hefndarverk, refsidómurinn dynur yfir greifann, og Ox- ana grætur yfir tökubarninu sínu. Fölur og rólegur lá greifinn liðið lík morguninn eftir, og við hlið hans fylgi- spaki grimmi hundurinn hans, Bogdan gamli, sem aungum unni nema greifanum einum, sem hlýddi honum til að bíta og rífa menn og skepnur, ef hann bara benti, hús- bóndinn. Allir þessir menn höfðu þó verið saklaus börn, sem glöddust við að sjá sólina skína og gripu hlæjandi eftir blómunum. Mannfjclágið gerði þá að vörgum, sem mis- þyrmdu og drápust niður. Jeg verð ángurvær með gamalmenninu, svo einfaldur og barnslega skáldlegur sem hann er á grafarbakkanum. Það er ekki trútt um að röddin skjálfi þcgar jcg les: »Oxana, Oxana mín! hver stynur svona í' skóginum?«. En Oxana er fyrir laungu búin að halla þreyttu höfð- inu í skaut jarðarinnar; bölþrúngna hjartað brostið, tárin þornuð af augunum.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.