Bjarki


Bjarki - 21.05.1897, Blaðsíða 2

Bjarki - 21.05.1897, Blaðsíða 2
»Það cr vindurinn sem veinar í skóginum. — Ekkert annað. — Það þýtur í skóginum.— Þýtur'— —«.. Sorgþrúngin endurrómur í brjósti gamalmcnnisins; ein nauðasaga mannanna er sögð að enda. Öll skepnan stj'nur. Það er ekki mitt ætlunarverk að dæma málið á s.ögum þcssum, jeg finn aunga köllun til þess, enda eru nógir til að taungla og tyggjast um rithátt og rjettmæti orða, um setmngaskipun og dönsku slettur, þó jeg gángi undan; aðeins Iæt jeg þess getið, að mjer finst mál og efni falla best saman í síðustu sögunni og vera rnjer hugþekkast. Jeg hef nú látið mína skoðun í ljós; jeg undrast ekki yfir þó sögur frá Síberíu lýsi ekki sífeldu sólarljósi og sumri, því þar er vetrarnauð mikil. Náttúrulýsíngarnar eru góðar og ljósar, það er að scgja: jeg sje svo vel Iandið sem leiðin Iiggur, um »Skollafíngur« geigvænlegan og skóginn risavaxinn og dimman. En svo er fyrir að þakka, að jeg hef þó þær taugar enn, að jcg fæ eingin ill eftirköst af því, þó stunur heyrist í skóginum. Porgils gjallandi. Guðmundur Friðjónsson Iicfur gert það fyrir tilmæli nokkurra manna, að fara með eitthvað fyrir okkur hjerna á Laugardagskvöldið kemur kl. S1/^ í bindindishúsinu. Ekki er það svo mikið að vöxtum, sem Guðmundur hefur sett í blöð eða bækur af ljóðum eða ritsmtð, en þó mun nú svo komið að flestum mönnum á Islandi, sem blöð og tímarit lesa, mun liugur á að fá að heyra meira eftir manninn. Hann er nú á gamanferð kríng um landið; það er fyrsti leiðángurinn að heiman til fjár og frægðar, og mun hann hafa hlotið svo mikið af hvorutveggja sem verða má hjer á voru landi. Er og svo að heyra af blitðum og orðspori, sem þeim á Akureyri og í Reykjavík hafi þótt Guðmundur skeinu hættur þar sem hann vóg að, hefur hann og víst »aldrei reitt svo vopn að manni að ekki hafi við komið«. Það er því ekki víst að vjer Seyðfirðíngar eigum í annan tíma kost á að horfa í hvassari eggjar en á Laugardagskvöldið kemur. En án gamans sagt, þá skyldu allir þcir menn hjcr, sem hug hafa á bókmentum Islands og framtíð þeirra, nota þetta tækifæri til að heyra Guðmund, því sá dagur mun koma, og hans víst ekki svo lángt að bíða, að maður spyrji mann hvort hann hafi sjeð Guðmund Friðjónsson og heyrt hann tala. Það gæti verið hyggilegt að koma tímanlega, því vcl getur farið svo í þetta sinn að sætafátt verði í Bindind- íshúsinu. Athugasemd. Inn í viðauka ritstjórans við fundarskýrslu frá fulltrúa- fundinum 21. f. m. í 17. blaði »Bjarka« hefur slæðst mis- hermi nokkurt, einkum þó að því er snertir frjettir úr ðljóafirðí, og viljum vjer Ieyfa oss að leiðrjetta það. Gildi hinnar þar um ræddu samþyktar var bundið við aö a/3 útvegsbænda skrifuðu undir hana, en ekki 8/4 eins og þar segir. Akvæði samþyktarinnar um flutníng sjó- manna að haustinu eru misskilin. Ætlast var til að sá gufuskipaeigandi, er væntanl. yrði samið við um flutníng- inn, gæti eigi vítalaust látið flutníng dragast meira en 4 daga fram yfir áætlun (ekki að útvegsbændur ábyrgist fiutníng innan 4 daga). rá hefur ritstjóranum vcrið ránglega skýrt frá undir- tektum Mjófirðfnga undir samþyktina. Ummæli þau, að samþyktin hafi mætt megnri mótstöðu í Mjóafirðí og að Seyöfirðíngum hafi mjög verið ámælt fyrir að senda Skapta ritstjóra á fulltrúafundinn, eru eigi sann- leikanum samkvæm. Af 14 útvegsbændum, sem eftir voru á. sveitarfundi 24. f. m., þegar samþyktinni var hreyft, rituðu 10 þegar undir hana. Einginn maður hreyfli mótmælum í því skyni að aftra undirskriftum, en 2 eða 3 gerðu grein fyrir hvers- vegna þeir skrifuðu eigi undir sjálfir. I fundarlok leit því út fyrír að samþyktin feingi góðan byr, og reyndin varð sú síðar, að meira en 2/8 útvegsbænda skrifuðu und- ir hana. Um ámælið til Seyðfirðínga vegna Skapta ritstjóra er það að segja, að einn fundarmaður, sem óánægður var með ákvæði samþyktarinnar um vinnuskyldu hlutarmanna á landlegudiigum, Ijet í Ijósi, að reynslunnar vegna í því að ráða fólk og halda sjómenn myndi ýmsir útvegsbænd- ur f Seyðisfirði hafa verið betur kjörnir til að fjalla um slík mál en ritstjóri Skapti Jósepsson. Þessu var svö svarað af fulltrúum Mjóafjarðar á þann hátt, að tillögur Skapta á fulltrúafundinum hefðu fremur verið lofs en lasts verðar. Það er hvorki dreingilegt nje góðgjarnlegt að færa blöðunum jafn rángfærðar frjettir, rægja þannig aðra menn og spilla fyrir þörfu og góðu málefni, — og þó hefur frjettaritarinn líklega verið sjónar og hcyrnarvottur að því er fram fór á fundinum 24. f. m. Staddir á Seyðisfirðí, 17. Maí 1S97. Sveinn Olafsson, G. Jónsson. Vilhjálmur Hjálmarsson. * * * Ritstjóri Bjarka hafði aunga ástæðu tíl að tortryggja skýrslu sögu- mans síns, og það því síðnr scm þar voru margir menn viðstaddir sem hlýddu á hana, enda sýnir þessi athugasemd að orð mans- ins voru aungan veginn ástæðulau.s, þó skýra hefði mátt ná- kvæmara frá og með vægari orðtækjum. Að vali Seyðfirðínga fann og sá maður sem ekki mun ciga hvað minst undir sjer í Mjóafirði og hefði vel mátt geta þess, því það var ckki þýðíng- arlaust. Það er og of hart að orði kveðíð hjer að verið sje »að rægja aðra menn«, eftir því sem það orð er alment haft í mál- inu og þó ekki sje ástæða til að synja athugascmdinni viðtöku af ])eim sökum, þá er efamál að nokkurt orð í fundarskýrslunni sjc jafnvítavert og orði >rægja« er hjer. Ritstj. Siglíng er hjer mikil nú, svo að skip bæði siglandi og reykj- andi fara hjer út og inn daglcga. 14. Maí kom hjer Zíba segl- skip frá Grudc kaupmanni í Haugasundi í Norcgi og færði híng- að kol, salt og veiðarfæri, sem eiga að bíða hje.r ókominna fiski- manna norskra, sem væntanlegir eru í sumar. Vaagen kom að norðan j>. 15. og hjelt suður á firði til þeirra hafna sem Egill hafði hlcyft fram af sjer. Egill kom s. d. sunnan af fjörðum á lcið frá útlöndum, og hjelt áfram ferð sinni norður, eftir áætlun. Vesta kom að sunnan þ. 16 og fór norður til Vopnafjarðar; kom þaðan næsta dag og hjelt til útlanda um kvöldið. Bremnæs kom daginn eftir að norðan (nóttinina mill 18 og 19.) og var ])á orðið þrem dögum á eftir áætlun sakir íllveðursins. Öll hafa skipin að sunnan og norðan vcrið troðfull af fólki og þótti æði þraungt á Bremnæsi, og var þó kvartað meira undan íllri aðhlynníngu og aðbúnaði á Vestu, (Meira um það næst) en vest þótti að hún beið hjer ekki eins dags skeið eftir Bremnæsi, eíns og áætlunin lofar. Er það stórtjón J>eim sem á það höfðu rcitt sig. Otto Wathne hefur keyft gufuskip eitt enn og sagt hann hafi ætlað að kaupa a-nnað til. Hann var og búinn að kaupa tvö fiski-þilskip. Útdráttur úr lögum Verkmannafjelags Seyðisfjarðar. I. 1. Fjelagið heitir Verkmnnnafjelag Seyðisfjarðar. II. 2. Mark og mið fjelagsins er að vernda rjettindi verkalýðsins. 3. Á aðalfundi í byrjun hvers fjelagsárs ákveður fjelagið vinnulaun fyrir komandi ár; skal þ.i tekið tillit til árterðis og annars þcss, er þá virðist gefa tilefni til hækkunar eða lækkunar á

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.