Bjarki


Bjarki - 05.06.1897, Blaðsíða 1

Bjarki - 05.06.1897, Blaðsíða 1
Eitt blað á viku minst. Árg. 3 kr. borgist fyir i. Júlí,'(erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Auglýsíngar io aur. línan; mikill afsláttur ef oft er auglýst. Upp- sögn skrifleg fyrir i. Okt. II. ár. 22 Seyðisfirði, Laugardaginn 5. Júní 1897. Ar 1897, 2. Júní, var samkvæmt fundarboði frá I. og 2. þíngmanni Norður-Múlasvslu og 2. þíngmanni Suð- ur-Mýlasýslu, haldinn þíngmálafundur fyrir báðar sýslurn- ar á Égilsstöðum á Völlum. Mættir voru 20 menn sem kjörnir höfðu verið til að mæta á fundinum og þar að auki 40 aðrir kjósendur úr sýslunum. Fundarstjóri var kosinn sýslumaður E. Briem bæarfó- geti á Seyðisfirði en skrifari sjera Jóhann L. Sveinbjarn- arson á Hólmum. Málin, sem til umræðu voru tckin á fundinum’voru þessi: 1. Stjórnarskipunarmálið. Eftir lángar umræður um málið var samþykt mcð nálega öllum atkvæðum svo- h’ljóðandi tillaga: Komi einhver tilboð frá stjórninni, hafi þíngmenn óbundnar hcndur í málinu. En komi eingin slík tilboð fram af stjórnarinnar hálfu, skorar fundurinn á alþíngi að semja frumvarp, sem gángi leingra í sjálfstjórnar- kröfum vorum, en frumv. undanfarandi þínga. En hann leggur þó mikla áherslu á einíng og samheldni þíngsins í þessu máli. 2. Samgaun gumáli ð. a, Fundurinn skorar á þíng- menn að greiða á þíngi atkvæði með svo mikilli fjárupp- liæð af landsfje til telegraffs til íslands, sem landssjóður framast orkar. b, Fundurinn skorar á þíngmenn að grciða í.tkvæði með hverju góðu tilboði sem þínginu kann að bcrast um, að annast samgaungur vorar á sjó umhverfis strendur landsins og milli landa, en landssjóður tckur þær að öðrum kosti á sínar hcrðar, að svo mikíu leiti scm hann Orkar. I sambandi við þetta, lætur fund- urinn það álit sitt í ljósi, að æskilegt væri að þíngið fæli sama manni, eða fjelagi, gufubátaferðir kríng um land, scm samið kann að verða við um millilandaferðirnar. c, Fundurinn skorar á alþíngi að samþykkja lög um brúar- byggíngu á Einhleypíng á Lagarfljóti, og leggja fram nauð- synlegt fje rir landssjóði til þess. d, Fundurinn álítur að alþíngi skuli nú sem fyr, leggja fram fje tíl vegabóta á landi, en láta þetta fje koma sem jafnast niður á lands- tjórðúngana, þó svo, að fjenu mcgi miðla milli fjórðúnga cf um sjcrstök stórvirki er að ræða, svo sem brúargerð á ár o. s. frv. e, Fundurinn skorar á þíngmenn sína, að sjá um að ferðum pósta af Seyðisfirði verði hagað svo, að þær geti staðið í sama sambandi við sunnanpóst, sem nú cr við norðanpóst, og áður hefur verið um mörg ár. 3- AlþýðumentunarmáL Eftir allmiklar umræður var samþykt svo hljóðandi tillaga: Fundurinn skorar á alþíngi að veita hæfilegan styrk til Flensborgarskólans, til þcss að þar gcti farið fram kennarafræðsla. 4. Læknaskipunarmálið. Fundurinn skorar á al- þíngi að samþykkja: a, að læknaskipun í Múlasýslvtm Vcrði ákvcðin eins og hún cr samþykt af hlutaðeigandi sysluncfridum; b, að ákveðnir verði fastir læknabústaðir; C, að vcitt verði fje af landssjóði til að koma á stofn í Kcykjavík landsspítala. 5. Bitlíngamálið. Um leið og fundurinn leggur það til, að þíngið sje örlátt að fjárframlögum til þarf- lcgra fyrirtækja, til eflíngar atvinnuvegum landsins, skorar hann sjerstaklega á það, a, að veita einstökum mönnum cða fjelögum 80,000 kr. lán til að kaupa fiskigufuskip, þó svo að aungum sjerstökum manni eða fjelagi sje veitt meira cn helmtngur af vcrði skipanna. (Vcð sje tekið gilt í skipunum sjálfum, sjeu þau í ábyrgð). b, að styrkur sje vcittur hæfum manni til að.rarinsaka fóðurjurtir ís- jands, og semja fóðurjurtafræði. 6. Vínsölubannið. Fundurinn skorar á alþíngi, að semja lög er veiti hjeruðum vald til að banna alla sölu áfeingra drykkja. 7. Búnaðarmálið. I'undurinn skorar á alþíngi: I. að auka fjárframlög til búnaðarfjelaga, 2, að auka fjár- framlög til búnaðarskólanna, þó þannig að því fje sje ein- gaunguvarið til verklegra framkvæmda: 3, að veita sjerstaka fjárupphæð til að verðlauna þeim mönnum er sýna fram- úrskarandi framkvæmdir í búnaðarbótum. 8. Afnám Maríu og Pjeturslamba. Fundurinn skorar á alþíngi að afnema þau, en hlutaðeigandi prestar fái bættan tekjumissi sinn úr landssjóði. 9. Fundurinn samþykkir, að ákveðið sje með lögum, að 80 álna gjald það er hvílir á 4 efstu bæum á Jökul- dal fyrir prestþjónustu á Brú, sje afnutnið, en núverandi presti á Iiofteigi sje bættur tekjumisirinn úr landssjóði. 10. Fundurinn skorar á alþíngi að það hlutist til um að stofnað sje á Seyðisfirði útibú frá landsbánkanum í Reykjavík. 10. Fundurinn skorar á alþingi, að semja lög um gjaldfrelsi þeirra manna, sem ekki hafa þjóðkirkju trú. Samþykt með 13 atkv. móti 2.1 12. Fundurinn skorar á alþíngi að breyta lögum frá 1886 um utanþjóðkirkjum., þannig, að prestar þjóðkirkj- unnar skuli skyldir að inna prestsverk af hendi fyrir fríkirkjumenn, þar til þe;r hafa feingið prest eða forstöðu- mann með kgl. staðfestíngu. Sömul. að þjóðkirkjumenn sjeu lausir við öll gjöld til prests og kirkju þjóðkirkj- unnar, eftir að söfnuðurinn hefur feingið prest eða forstöðu- mann með kgl. staðfcstíngu. Samþykt með þorra atkv. móti 1. 13. Fundurinn skorar á alþíngi að samþykkja ú ný eftirfylgjandi lagafrumvörp frá síðasta þíngi. a, um lagaskóla eða háskóla: með 16 mót 10. b, um afnám hæstarjettar í ísl. málum: 15 mót 10 c, um eftirlaun með 27 atkv. d, um prestkosníngar, samþ. með öllum atkv. e, um kvennrjettindi. f, um frímerkjagerð. g, um borgaralegt hjónaband. 14. Fundurinn skorar á alþíngi að setja milliþínganefnd til að íhuga fátækra löggjöfina. 15. Fundurinn skorar á alþíngi að veita Isak Jónssyni þóknun úr landssjóði fyrir byggíngu íshúsa. Eggert Briem. Jóhann L. Sveinbjarnarson. Brot úr ræðu eftir Swami Vivekananda frá Bombay á Indlandi. — — — jeg- tel mjer það til giidis (am proud of) að heyra til trúarbragðafiokki, sefn kent hefur heiminum bæði umburðarlyndi í trúarefnum og það að veita öllu því móttöku sem gott er hvaðan sem það kemur. Fað er kenníng vor að cigi beri eingaungu að sýna öðrum trúarflokkum umburðarlyndi, heldur sjeu í raun og veru öll trúarbrögð sönn. Lað er mjcr gleðiefni að geta sagt ykkur að á hinu heilaga máli voru, Sanskrít, cr ekkert orð til yfir orðið útilokun (exclusion). Lað tel jeg mjer og til gildis að heyra til þjóð, sem skotið hefur skjólshúsi yfir ofsótta mcnn og útlaga frá nærfeldt öllum þjóðum heimsins og öllum trúarflokkum. Lannig höfum vjer fóstrað þá grein Gyðínga þjóðarinnar, sem i)Legar hjer var komið fundi, var komið yfir miðnætti og fjöldi rnanna farinn. Fleiri athugasemdir næst. 1 ir sjá pær ]>cgar þær eru búnar að setja upp nýu sumarhattana frá M. Einarssyni.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.