Bjarki


Bjarki - 05.06.1897, Blaðsíða 3

Bjarki - 05.06.1897, Blaðsíða 3
*7 búslóð og fjenað þann, sem jörðin ber; oftast fylgja jörðum 3 til 6 bæarhús, og viðlika mörg úthýsi, og það er tíðast að bændur þurfa að kaupa fullan helmíng af húsum, einkum hafi efnalítill maður eða atorkulítill búið á stórri jörð lángan tíma á undan, þá er oft ekki meir en helmíngur húsa þeirra uppistandandi scm nauðsynleg cru á jörðinni. Við þessu reisa ábúðarlögin eingar skorður. Þau skipa aðeins að meta álag á jarðarhúsin en virða hin til álags eða sölu, ef landsdrottinn eða viðtakandi vilja kaupa þau. Eftir 15 gr ábúðarlaganna cr leiguliði skyldur að halda uppi húsum þeim öllum er jörðu fylgja. »Svo skal hann og halda við öðrum nytsömum mannvirkjum, sem jörðu fylgja, svo sem túngörðum, vörslugörðum, matjurtagörðum, fjenaðarrjettum, heygörðum, stífiugörðum og hverju öðru.» En fjárhúsum, hey- hlöðum og nauðsynlegum bæarhúsum, sem ekki eru jarðarhús, verður ckki sjeð að hann sje skyldur að halda við. Enda fær hann ekkert fyrir að byggja þau að nýju til. Hann fær aðeins þóknun og hana litla fyrir viðina 1' þeim, þegar hann fer frá jörðu. jað er þó sannarlega ekki minni bót á jöríu ef leiguliði byggir mörg nauðsynleg hús á hcnni, heldur en þótt hann skeri fram nokkrar dagsláttur í forarmýri, sem tvísýnt er hvort nokkurn tíma verða að eingi. Gerum t. d. ráð fyrir að dugnaðar maður taki Stóra niður nídda jörð til ábúðar. Af bæarhúsum cru aðcins 3 jarðarhús, og jafn- mörg úthýsi. Nokkrir kofar eru til að auki, en að falli komnir. Vatn fæst þar ekki nema sækja það lángan veg, því einginn hefur haft framkvæmd til að grafa þar brunn. Eftir 20 ár deyr þessi maður, cða iiytur burtu. Hann hefur haldið veluppájörð- ina að öllu leiti, og bygt öll hús að nýu og fjölgað þeim meir en um helmíng. Grjót er þar lángsótt, og allir veggir voru þar áður bygðir úr torfi, en bóndi hefur flutt grjót í alla veggi, og bygt hlöður við öll úthýsi, Kjailara hefur hann bygt undir 2 bæarhúsum úr tómu grjóti, og grafið 20 ál. djúpan brunn rjett við bæinn. Við úttektina sleppur bú hins látna með lítið álag á jarðarhúsin, en landsdrottinn krefst þess að búið borgi 30 al. laung gaung sem eftir næstu úttekt voru á milli jarðar- húsanna, cn sem nú cru eingin til, því húsum er nú svo skipað að ])cirra ]iarf ekki. Fyrir hús þau cr byggð hafa verið fæst aðcins fyrir viðina, cins og þcir kostuðu óunnir í kaupstaðnum, cn fyrir kjallarann og brunninn fæst ekkert. Hlöðuveggirnir við jarðarhúsin eru teknir með umyrðum fvrir heytætturnar. Lands- drottinn cr fjespar maður og vill ckkert af þessum húsum kaupa til að bæta jörðina. Svo kemur hirðulítill ábúandi á jörðina, og býr þar- önnur 20 ár. Hann lagar ekki nema það sem hrapar og ]>egar hann fer l)urtu, eru sum húsin ekki leingur til, og fiest biluð að vcggjum. Kjallararnir cru hlaupnir og búið að fylla þá moldu, og brunnurinn siginn saman. Járðarhúsin ein eru í allgóðu standi, því bóndi sjer sinn haginn í að halda þeim , við. í'egar hann fer burtu, sleppur hann með litlu hærra álag cn sá fyrri. Viðirnir í húsum þeim er eftir standa, eru lítið fún- ir svo hann fær nærri sama vcrð fyrir þá og hann gaf fyrir þá fyrir 20 árum; en þótt allír veggir sjeu hlaupnir að þeim, það hefur cingin áhrif á virðínguna. það er hægt að sjá hvor þcss- ara manna er jörðunni þarfari. Annar kostar stórfje til að bæta jörðina, en þó eru þctta ekki kallaðar jarðabætur. Það cr einginn vegur til þess að hann gcti feingið nokkra þóknun fyrir verk sín, nema landsdrottinn vilji, en þess eru því miður fá dæmi. En hirðuleysínginn fær að njóta verka framkvæmdar- mansins, og eyðileggja þau fyrir ekkert. Það cr ckkert hægt við því að gera, lögin leyfa honum það. Því hcfur áður verið hreyft í blöðunum að öll hús og nauð- synleg mannvirki a%ttu að fylgja jörðunum, og það virðist enda svo sem ábúðarlögin geri ráð fyrir því scm sjálfsögðum hlut; cn eins og jeg hef sýnt hjer að framan, er ]>að sjaldan svo. tað ætti að gera landsdrottnum að skyldu að kaupa öll nauð- synleg hús sem bygð vasru á jörðum þeirra, og gera þau að jarðarhúsum, Hvort húsið væri nauðsyniegt mætti fara eftir á- liti úttektarniannanna. Með því væri komið í veg fyrir að dug- leysínginn eyðilegði hús þau, sem dugnaðarmaðurinn bvgði, og þá væri meiri hvöt fyrir leiguliðann að byggja, er hann ætti von á áð fá citthvað fyrir vcrk sín. (Meira) Styrjöld Tyrkja og Grikkja má nú víst álíta á enda, °g hafa skip frá útlöndum aungar fregnir flutt af henni j síðan seinustu frjettir komu hjer í blaðinu, nema hvað þetta vopnahlje, sem komið var á, hafði verið ákveðið að standa skyldi um 17 daga og verður vafalaust gert að fullum friði. Sagt að stórveldin ætli ekki að láta Tyrki ná löndum af Grikkjum og ekki heldur flota þeirra, en skaðabætur iíklega nokkrar. Að sunnan, Fiskiafli góður við Faxaflóa og mokfiski í Vestmann- ejaim á lóð, sem þeir hafa nýtekið upp. Síldarafli ágætuf í Keflavík, og er hún flutt þaðan til beitu bæði til Rvíkur og Eyrarbakka, og vcrður það mönnum að stórgagni. Heimdallur lá við Vestmanneyar, hafði tekið tvo troll- ara við Ingólfshöfða og voru þeir sektaðir um rúmar 1000 kr. hvor og veiðarfæri uppnæm. Annars eingin stórtíðindi að sunnan. E g i 11 kom í dag frá Rvík með hálft 4. hundrað far- þega. Þar á meðal sjera Bjiirn Þorláksson, sjera Geir Sæmundsson, prófastur Haldór Bjarnarson, Tryggvi realstúd, Guðmundsson, Guðrún Jónsdóttir, forstöðukona spítalnans í Rvík; kona Ingimundar á Sörlastöðum og kona Olafá Pjeturssonar hjcr úr firðinum, Og margt og margt flcira. 31. Maí. Franska herskipið La Manche kom og fór eftir sói- arhríng. 1. Júní. Kom Smirill frá Færeyum með 50 Færeyínga. 2. — Fór Irene og með henni Thorst. Bryne og þeir feðgar. s. d. Kom Bremæs og fór um nóttina og með því B. Sig- gcirsson með sína fjölskyldu til Breiðdals. 3. þ. m. Kom Vaagen, skipstj. Endresen, og Egeria (hið nýkeyfta 30 iesta fiskigufuskip Wathncs) komu frá Einglandi með þrjár fiskiskútur í eftir dragi; þær hefur Wathne iika keyft. Síidarvart hjer nú bæði í net og vörpur einkum smásíld og hlaðafii af fiski. Gufubáturinn Elín fjekk á tæpum sólarhríng 4000 af stórum þorski. __I -III ..1 MIIIIIHIJ II____LI_mnU.IMMM_.-l_l_ Aðalfundur 8ey ðisfjarðar-síldarfjelags verður haldinn Laugardaginn 26. þ. m. á skrifstofu undir- skrifaðs, kl. 12 á hádegi, í stað I. þ. m., sem lögin ákveða. Vegna annríkis og iilrar aðsóknar, gat fundurinn ekki orðið á rjettum degi. Sig. Jóhansen. p. t. forstjóri fjelagsins. TAPAST hcfur nýsilfurbúin svipa milli Vestdalseyrar og Fjarðaröldu. Oráðvandur finnandi má gera svo vcl að eiga hana, — en lendi hún í höndum ráðvands finnanda, þá geri hann svo vel að skila hcnni til Sveins Jóns- s o n a r á Brimnesi. Jcg undirritaður gef hjer með til vitundar, að jeg, fyrir hönd Samúels Olafssonar söðlasmiðs í Reykjavík, tck að mjer á yfirstandandi sumri, að panta nafnstimpla og getur hver sem vill snúið sjer til mín og sjeð formið. Með hverri pöntun verður að fylgja I kr. 50 a. p. t. Bakka við Seyðisfjörð, 2. Júní 1897. Páll Böðvarsson. MARK Kristjáns Jónssonar búfr. á Tókastöðurn í Eiðaþínghá er: ómarkað hægra, lögg aftan vinstra. Menn segja: Aungvir græða fje jafn mikið og skósmiðir; notið þv{ tækifærið og sendið dreingina ykkar til að læra SkÓSmiði hjá undirskrifuðum, sem kennir þeirn ve! og kostnaðariaust. Anton Sigurðsson.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.