Bjarki


Bjarki - 05.06.1897, Blaðsíða 2

Bjarki - 05.06.1897, Blaðsíða 2
86 minst er blinuð. Hún flúði á náðir okkar til Suður-Indlands einmitt sama árið sem rómversk 'harðstjórn reif musteri Saló* mons til grunna. Vjer höfum einnig haldið hlífiskildi yfir og til fósturs haft alt fram á þennan dag það, sem eftir er af hinum mikla flokki Zoroasters. — Að endíngu vil jeg, bræður mínir, leyfa mjer að lesa fyrir yður nokkrar línur úr versi, sem mjer var kent í barnæsku, sem jeg hef síðan endurtekið daglega í bænum mínum og daglega er endurtekið í bænum margra milj- óna manna í austurlöndum. »Eins og ár og iækir hafa uppsprettur sínar í mörgum stöðum en koma að lokum allar saman í hafinu, þannig eru, Drottinn, ó- líkir vegir mannanna og ýmsar stefnurnar, cn þó ólíkar synist, sumar bognar sumar beinar — aliar liggja þær til þín!» Þannig talaði einn heiðínginn á trúarbragða-þínginu í Chic- ago. Jeg er þess fullviss að ailur þorri manna hjer á landi og margir prestar skrifa fyllilega undir orð heiðíngjans. Hitt er víst, að krókótt er leiðin hjá ýmsum. Naumlega mun hún bein hjá helvítispostulunum, sem enn þann dag í dag heita meðbræðr- um sínum flestum hlýu vistinni hinumegin, sem svo er lýst: Myrkur og svæia sífeldleg, sorg og djöflamynd ófrýn miög, Óp og 5'lfranir eilífs veins, andstyggileg lykt brennisteins. . . Af einum neista í eymdar glóð, ólíðanlegri pína stóð en þó kvinnu hjer kynni sár kvelja jóðsótt í þúsund ár. — í frá andardeyð oss bevari Guð! — tað mun víst svo að skilja: í frá helvítiskenníngunni oss bevari Guð!’ hvort heldur sem hennar gráa, ioðna hönd kemur upp í »Vcrði ljósinu,« «Samein- íngunni« eða anarstaðar. G. H. „Nú má Bjarki vara sig“, sagði fólkíð, þegar það var að safnast til Guðmundar Friðjónssonar um kvöld- íð, »því einginn skal öfunda Bjarka af þakklætinu fyrir matinn ef vatns bragð verður að grautnum hjá Guðmundi«. En það var ekkert vatnsbragð að »Utbyggíngunni«. Það var hnausþykkur túngjaldagrautur, og svo þrautsoðinn að slíks mun varla dæmi nema á trölla hlóðum og seiðmanna. Það kvöld hafði Guðmundur nær hundrað gesta; nutu þeir með góðri lyst og þökkuðu svo að glumdi í Bindindis- húsinu. Næsta kvöld las hann upp sögu, sem hann nefndi »Skókreppu«, og svo nokkur kvæði. Var gerður að því góður rómur, og ekki síst að kvæðinu »Hálaunadýngjur«, enda er það kröftug fæða og bragömikil. Það kvöld varð fólkið nokkru færra, því allir væntu Bremnæss, og upp- lesturinn var ekki ráðinn fyr en svo seint, að ekki var tími til að kunngera hann sem þurfti, og var það skaði. Almannarómur mun það vera, að þcim stundum hafi verið vel varið, sem þeir eyddu hjá Guðmundi, og sjálfur hefur hann leyft Bjarka að hafa það eftir sjer, að viðtokuf og viðkynníng hjer á Seyðisfirði væri aungu sfðri en í hinum stórborgunum og að hann legði upp hjeðan í góðu skapi á seinasta áfángann heimleiðis. Sönn spá reyndist það, að Guðmundur var einginn með- al kramari og varníngur hans eingin hversdagivara. Efn- ið í sögum hans var þó hvorki svo mikið njc djúpsótt að þær yrðu stórvirki af þeim sökum. Önnur sagði frá því, að prestur bygði út fátæklíngi til að losa jorðina handa öðrum manni, en »Skökreppan« var sorgarsaga lángrar æfi, sem ill aðbúð á uppvaxtarárunum hafði spilt og eitrað. En svo voru allar þessar smíðar Guðmundar greyftar, geirnegldar og gullidrifnar að mann stansaði á þeim auði, clju og vandvirkni sem þurft hefur til að koma því saman; maður leit á Guðmund og sagði við sjálfan sig, cins og Gröndal um baróninn í Brúðardraugnum, að »einginn vissi hvað saman var komið í þeim naglahausi«. Stíll Guðmundar er svo rekinn saman af kjarnyrðum og svo þjettsettur myndum og málvcrkum að víða er ekki bil á milli, og liggur stundum við að sagan hverfi svo algjörlega bak við þyrpfnguna að í hana glóri þá eðeins við og við. En í rauninni eru allar þessar myndir hlutar af scgunni sjálfri, því Guðmundur gerir sjer leilc að þvf meira en nokkur maður annar, að setja myndir í stað frásagna. Það er sama hvort hann tekur pennann tij lesmáls eða ljóða, það verður alt að myndum í hönd- unum á honum. Heföi Guðmundur verið suður í l'nd- um, finst manni sem pensillinn og Ijereftið hefðu orðið Mjölnir hans og Megingjarðar. Norður á Sandi hlutu það að verða penninn og pappírinn. Hitt má vel vera að form Guðmundar beri sjálfráð eða ósjálfráð merki af þcim myndasæg, sem Ibscn ættfaðir, og allir hans niðjar fara nú gandreið á um veröldina. En þó líkt kunni að vcra taumhaldið, þá er hjer hvorki að tala um lán eða líkíngu að öðru leiti, því Guðmundur ríður sínum eigin göndum, og mætti eins segja að hon- um svipaði tii Hjálmars, sem hann mun unna fremnr flest- um skáldum fslenskum. Það var einkennilegt og merkilegt, að Guðmundur skrífar fyrst söguna »Utbyggínguna« og yrkir þvf næst lángt kvæði »Arni í UrðarbásU um sama efni, og enn þá merkilegra að hvorttveggja, bæði sagan og kvæðið, eru jafngóð og best af því sem Guðmundur hefur samið, og að þeim væri hverju íslensku skáldi sómi. En dirfsku og þol þarf til að yrkja svo upp eftir sjálfan sig og van- sjeð hve margir gætu leikið það eftir Guðmundi. Það er gaman að hlýða á Guðmund. Rómurinn er fastur og framburðurinn dálítið hvatskeytlegur og fer vel einlyndum manni og cinbeittum, sem gerir það að kapps- máli að vera aungum manni líkur, því Guðmundur setur nauðugur fót sinn þar, sem aðrir eiga spor á undan. En hvort sem það lánast til leingdar eða ekki, þá er hitt víst að við, eldra fólkið, getum fyrir því sofnað í ró, að Island verður ckki skáldalaust þó við þögnum, og djarfar hugsanir og dreingleg orð vaka þar og lifa eftir scm áð- ur. Guðmundur á mikið af sjcrvisku og sundurgerð, en hann á enn meira af hreinum Boðnarbjór og ómeinguðu mannviti. Um ábúð jarða. (eftir Eyvind). Það er oft sagt um okkur bændurna, að vjer sjeum óánægðir með allar gjörðir þíngs og stjórnar eftir á, cn vitum aldrei fyrir- fram hvað við viljum. Þetta, kann nú satt að vera, en ekki ættí oss að vera ofvaxið að benda á helstu gallana á Iögum þeim, er mest sncrta oss, Og sem vjer rekum oss á nærri daglega, og þeir eru óneitanlega margir. Það er sjerstaklcga eitt mál, sem mjer virðist ekki ætti að vera oss bændunum ofvaxið að hugsa og rita um, það cru ábúðarlögjn 12. Jan. 1884. Lög þessi eru að vísu talsverð rjettarbót frá því sem áður var, en að sumu leyti halla þau rjetti einstaklíngsins, og standa í vegi fyrir menníngu og framförum í búnaðinum. Skyidur lands- drottins víð leiguliða cru alt of fáar og linar, í samanburði við skyldur leiguliða við landsdrottinn. Þeim sem víð jörðu tekur, er líka miklu hægra að neyta rjettarsíns, en þeim sem frá jörðu fer, og kemur það einkum fram þegar frávíkjandi hefur farið vcl með leigujörð sína. Eftir Iögum þessum sleppa þeir því best sem hafa nítt jarðir sínar mest niður, en hinir verða harðast útí sem halda jörðunum vel við. Slíkt er mjög óheppilegt, og þyrfti bráðra umbóta við. í 20. gr. laga þessara er að vísu gcrt ráð fyrir að írávíkjandi geti krafist launa fyrir jarðabætur, þá er hann fer frá jörðu, en til þess þarf að lcita samnínga við landsdrott- inn fyrirfram, sem valdið geta miklum snúníngum. Laun fyrir jarðabætur fást því varla á þann hátt, nema um stórkostlegar jarðabætur sje að ræða, enda verður landsdrottinn svo að eins skyldur til að borga.þær, að álitið verði, að jörðin byggist fyrir hærra eftirgjald eftir en áður, og við þá landskuldarhækkun er borgun sú miðuð sem leiguliði getur krafist. Öllum jörðum má vinna margt til bóta og verja til þess stórfje, þótt eíngín vissa sje fyrir að jörðin byggist hærra fyrir það, í það minsta ekki í bráð; eins getur leiguliði flutt burtu áður en jarðabótin er full- gjör, og þá fær hann auðvitað ekkert. Það má líka telja margt fleira með umbótum á jörðu, en það sem alment eru nefndar »jarðabætur», því það cru aðeins umbætur á túni, eingjurrí og mat- jurtagörðum sem því nafni er nefnt. Húsabætur hef jeg hvergí sjeð taldar með jarðabótum, og er það þó sannarlega stór bót á jörðu ef hún er vel hýst. Þess munu eins dæmi hjer á Austtir- landi að nokkurri jörðu fylgi svo mörg hús sem með þarf fyri*

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.