Bjarki


Bjarki - 14.08.1897, Síða 2

Bjarki - 14.08.1897, Síða 2
I2g það og voru valdir þrír menn því til framkvæmda, þeir seyðfirsku ritstjórarnir og Jón á Egilsstöðum Bergsson. l’á var að endíngu talað um samgaungubætur um Fljóts- dalshjerað og milli Hjeraðs og Fjarða og einkum um lít- inn gufubát á Lagarfljóti. Hóf Þorsteinn Erlíngsson máls á því og urðu um það drjúgjar ræður. Öll fóru ræðu- höldin vel fram og skipulega, en á millj þeirra og fyrir og síðar á fundinum voru súngin ýms kvæði. Stýrði f’orsteinn Skaftason saungnum, og átti hann og hans liðs- menn ekki minstan þátt í því að nokkuð fjör og skemtun varð þó á fundinum. í’á var tekið til fþróttanna. Var fyrst hæðarhlaup yfir kaðal og var þar lángfremstur Hallur Magnússon á Seyðisfirði. Hann er í leikfimisfjelaginu hjer í bænum; og sýndi Ijós'ega hvílíka list og yfirburði æfíngin veitir, Næstur bonum hljóp hæst sjera Einar { Hofteigi f’órðar- son. Þá var kapphlaup. Fyrst hlupu dreingir frá io— i 5 ára. Fræknastur varð: Einar Olafsson á Utnyrðíngs- stöðum. Því næst piltar frá 15 — 20 ára. Fræknastir þanjörgen Sigurðss. frá Hafursá og Steindór Gunn- laugsson frá Hallormsstað. Þá yfir 20 ára ógiftir. Fremst- ir urðu: Grímur Gtíðmundsson í Brekkugerði og Sig. Sigurðsson í Kirkjubæ. Þá reyndu kvongaðir menn og urðu fremstir: Einar Eiríksson á Eiríksstöðum, sjera Ein- ar í Hofteigi og leikstjórinn, Sig. Einarsson. Þá rendu skeið ógiftar meyar og urðu þær fremstar: Ragnheiður Einarsdóttir fráMjóanesi og Guðrún Lárusdóttir frá Kollaleiru. Þá hlupu þeir dálítinn spöl til gamans Haldór óðalsbóndi á Skriðuklaustri Benediktsson og Skafti ritstjóri Jósepsson. Þeir eru báðir óvanalega giklir menn á velli. Var það sjaldgæt sjón og vel þökkuð. Þá fór fram afl- raun á kaðli milli Hjeraðsbúa og Fjarðamanna; áttu 10, að halda á hvorum enda. Sóttust þeir knálega nokkra stund, en völlurinn vondur og ílt að koma á góðu skipu- lagi, og varð því ekki reynt til þrautar. Það bíður næsta árs. Glímur urðu ekki reyndar, því skúr hafði komið og jörð því afarsleip, en dansað var og súngið á eftir góða stund og loks þakkaðí sjera Þórarinn á Valþjóftsstað fólk- inu komuna og sleit fundinum með nokkrum vel völd- um orðum. Dagurinn varð furðu góður eftir atvikum og ágæt hressíng öllum er sóttu mótið. G e i t u r. Það er ekki mjög sjaldan að maður kemur til mín nið- urlútur og vandræðalegur á svipinn og ef um sjálfan hann er að ræða, þá með húfuna á höfðinu, þó komið sje inn í stofuna. »Hvað er að maður minn?« »Jai jeg ætlaði að minnast á það við læknirinn«, byrj- ar komumaður og einblínir ofan í gólfið, »að, — að jeg hef alla æfi verið fjarskalega kirtlaveikur og haft einhver ú t b r o t í höfðinu, en ekki er samt óþrifnaðinum að kenna um það, því mjer er óhætt að segja, að jeg hef hirt á mjer höfuðið*. Nú lítur komumaður fyrst upp til þcss að sjá hversu mjer bregði við, en óðara niður í gólfið aftur og stendur þannig boginn, álútur með húfuna á höfðinu eins og hann hef.fi drýgt eitthvert ódæði. Þegar þannig stendur á þarf eigi að því að spyrja að þetta eru — geitur. Til þess að viía það þarf ekki ann- að en vandræðasvip mansins. En geitur nefnir fólk ekki sjúkdóminn, heldur næstum altaf kirflaveikisútbrot og þyk- ir það miklu virðulegra cn hitt. Saga þessara manna er næstum altaf svipuð og eitt- hvað á þessa leið: Sjúkdóminn fjekk maðurinn þegar á úngaaldri og var þá eigi um hann skeytt, þó einhver óþægindagrunur legð- ist á þessi svo kölluðu útbrot. Þá var það fyrir laungu sfðan að svo vel bar í veiði að Lárus hómopati var þar á ferðalagi og var honum þá meðal annars sýndur dreingurinn. Það kom þá upp að hann væri yfirkominn í kirtlavciki, »mikil væri hún út- vortis en hvað væri það í samanburði við þá sem innan í honum væri«, sagði Lárus, og Ijet hann hafa mörg glös með a, b, c og d á töppunum. Foreldrunum var miklu hughægra eftir en áður. Bæði höfðu þau nú gert afsökun sína með dreinginn og svo var það líka mikill ljettir að vita það með vissu að þetta var kirtlaveiki en ekki annað verra. Það var síðan byrjað á stafrofinu Lárusar með mikilli von um leiðrjettíng málanna og góðan bata. »Já mikið máttu vera honum Lárusi þakklátur fyrir kollinn á þjer Jónki minn«, sagði gamla Signý. »Það er nú eitthvað annað en þessir góðu lærðu læknar, sem taka penínga fyrir að láta tala við sig; og hvað ætli þeir svo lækni? Jú ekki spyr jeg nú svo að því! Hm.« Því miður brugðust allar þessar góðu vonir. Glas er brúkað á eftir glasi, fyrst a, svo b, en hvað um það, ekki vildi þetta lagfærast. Það liðu þannig nokkur árin. Sjúkdómurinn með gulu hrúðrunum hjelt hægt og rólega áfram á vesalíngs Jóni og skildi eftir sköllótta blctti á elstu stöðunum. Strákar og gárúngar ljetu Jón heyra ýmislegt um þetta, nefndu hann ýmsum ónöfnum svo hann greip til gamla ráðsins og hætti að taka ofan húfuna. Þýngst af öllu þessu böli var þó það, að Sigríður litla, sem hann hafði árum saman haft augastað á, ljet hann fljótlega heyra að ekki giftist hún manni, sem hefói þessi b. . . útbrot. Næsta vorið fór hann tíl gömlu Þórunnar á Hala og höfðu menn það fyrir satt að hann ætti að hafa það í kaup yfir árið að fá útbrotín læknuð. Hún haföi feing- ist við slíkt fyr, hún Þórunn gamla, og auk þess kom það sjer vel að ekkert þurfti á þessu að bera; það var eitthvað annað en að trana sjer með slíka hluti framan í fína fólkið í Kaupstaðnum. Árið leið. Lækníngunni varð ekkert úr og Sigríður giftist öðrum. Allir álitu nú Jón »ólæknandi« og það hjelt hann sjálf- ur. Honum stóð það líka á miklu minna nú en áður og flymi strákanna var hann orðinn svo vanur að honum gekk það ekki eins og fyr til hjarta. En hvar sem Jón sást, þá hafði hann altaf niðurfletta stóra loðhúfu, sem hann tók aldrei ofan, og altaf var hann álútur og vandræðalegur hvern sem hann hitti. Það var eins og hann hjeldi að allir hugsuðu um hvað undir húfunni hans væri. Þannig var það eitt sinn að Jón kom til mín. Hann hafði fylgst með straumnum, og úr því allir fóru til nyra lænisins fanst honum að hann einnig eiga erindi þángað. Þegar jeg hafði litið á hann, sýndi jeg honum geitna- sveppinn úr hári hans í sjónauka og lofaði honum öllu fögru um bata á þessu. Jóni þótti þctta alt hin mestu undur og það var auðsjeð að þetta var honum meira en lítill gleðiboðskapur. Jeg get þessarar sögu, af því það eru því miður eigí fáir, sem líka sögu hafa að segja og er það fjarri því sem vera skyldi. Það ætti að vera kominn tími til þess, að útrýma hjá. oss þessum hvimleiða sjúkdómi, enda sýnist það lítill galdur. Hann er eigi mjög almennur, en þó almennari en margir ætla; mjög lítið næmur í samanburði við marga aðra sjúkdóma og auðlæknaður hjá góðum lækni. Fólk hjer gerir sjer alment ránga hugmynd um eðli sjúkdómsins og skal jeg stuttlega skýra frá þvf. Orsök sjúkdómsins er sú, að einskonar lág jurt (Achor-

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.