Bjarki


Bjarki - 25.09.1897, Blaðsíða 1

Bjarki - 25.09.1897, Blaðsíða 1
Eitt blað á viku minst. Árg. 3 kr. borgist fyir i. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Auglýsíngar io aur. línan; mikiH afsláttur ef oft er auglýst. Upp- sögn skrifleg fyvir i. Okt. II. ár. 39 Seyðisfirði, Laugardaginn 25. Seftember 1897 Skrifstofa sýslumansins í Norðurmúlasýslu og bæarfó- getans á Seyðisfirði verður fyrst um sinn í húsi fyrv. sýslumans E. Thorlacíusar og verður venjulcga Opin hvern virkan dag frá kl. io — 2 og 4 — 7- Seyðisfirði 14. Seft. 1897. Jóh. Jóhannesson. Til Jóns Sigurðssonar á Ketilsstöðum. Móskjónu-fóstri? Fyrr og síðar í fóðurskort’ hef jeg (eitað þín, fennið þá huldi fjöll og hlíðar og flatlendið, svo að trippi mín höfðu einga björg í högunum — en hvernig fór nú á dögunum? I’ú sendir fóstru fram að Gcrði en folaldsmyrjuna drógstu þjer; líkast nemur það litlu verðr en leiðari baginn þótti mjer; hjá Sigmundi skar hún sig í bcin í sinastúfana’ og legginn skcin. Hún tyftir ekki tánni niður, tekur aungu sem boðið er, og þó nú svo væri, því er miður þá er Sigmundur nærri sjer —við það skal jeg standa þar til dey— það er að segja rjett á hey. Móskjóna falla mun í verði; margt smátt það dregur fátækan. Hvern fjandann átt’ hún fram að Gerði? Hvcrn fjandann oní kjallarann? Hjelstu’ hann Sigmundur hefði vín? Hjelstu’ að hún drykk’ hún Skjóna mín? Upp um hálsinn á þjer og þínum þrátt fyrir alt jeg glaður fer mcð hlýjum koss frá mjer og mínum -— mundu hvað sem jeg skrifa þjer vetur og sumar vor og haust, verður það jafnan græskulaus*. P á 11 Ó 1 a f s s o n. Slæmur bagi. Oheppilega þykir mjer, og líklega mörgum fleiri, er til þekkja, þíngið okkar hafa búið í garð vorn Austfirðínga gufuskipaferðirnar næstu ár, er ætlast er til að flytji sunn- *) 3?ó það sjc auðskilið á vísunum, þá er þó kannske rjettara að geta þess, að ummælin eru Iíka jafngræskulaus hvað Sigmund snei'tir. I*. E. lenskt kaupafólk til og frá Austfjörðum, einkum haust- ferðin suður um land 20. Seft., hún er óhafandi, alt of snemma. Að mínu áliti ættu ferðirnar að vera 2 bæði vor og haust. Sú fyrri 20. Maí. cins og alþfngi hefur ákvarðað og hin um Júnímán. byrjun. Ferðirnar á haustin ættu að vera, sú fyrri 30. Seft. og hin frá 10. til 15. Nóv. Þessi Nóvemberferð er ómissandi, enda sýnist það eing- inn fjarska kostnaður fyrir skíp, er um það leiti færi frá Khöfn til Reykjavíkur að koma um leið við á Austfjörð- um til að taka þá það af kaupafólki sunnlensku, er eftir dveldi til þeirrar ferðar. A þessum fólksflutníngsferðuin sínum ætti skipið að koma við á sem flestum fjörðum hjer austanlands, því það cr ærið kostnaðarsamt og út- hverft að þurfa að sækja kaupafólk sitt lángar og torfærar sjóferðir á aðra fjörðu og ef til vill þurfa að bíða þar marga daga; eigi er það síður erviðleikum bundið fyrir kaupafólkið að þurfa á haustin ( misjafnri tíð að flytja lángar leiðir til að ná í skipið; þá þarf fólk oftast 3 — 4 daga 1 undan áætlun að flytja sig, því eigi er þá á haustin hægt að binda sig við 1 dag. Svo fær fólk að bíða þar aðra 3—4 daga, svo þctta er ærið ervitt og kostnaðarsamt fyrir fólkið í stað þess að sitja hcima, þar til skipið kemur, sjer að kostnaðarlausu; auk þess á fólk oft mjög ervitt með að flytja aukfisk sinn, þegar það þarf á smábátum að flytjast á aðra fjörðu, og er það þó eink- ar hentugt fyrir fátækt fólk, er hjer dvelur að sumrinu að geta flutt aukfisk sinn mcð sjer heim. Með svona löguðum ferðum væri þó hægt að ráða sunnlenskt kaupa- fólk til vissra tíma, en þegar hinir og þessir flytja og láta skip sín hlaupa áætlanalaust þegar best stendur á fyrir þeim, án þess að hafa þörf #ða hentugleika fólksins fyrir augum, bara til þess að ná fargjaldinu, eins og híng- að til hefur oftast átt sjer stað, er það ekki unt, Og jeg vona ef hagað yrði ferðum samkvæmt þessu, að útvegs- bændur hjer austanlands, og aðrir er kaupafólk taka, ráði fólk sitt eftirleiðis beinlínis til þessara ferða, svo að kostn- aðarmenn flutníngaskipanna hefðu vissu fyrir fólksflutn- íugunum hjer að austan og eingir aðrir. Jcg bið þig Bjarki minn, að flytja bendíngar Jiessar, ef ske mætti að þær yrðu teknar til athugunar, er endilcg ferðaáætlun yrði samin. Vinsamlcgast. B. SveinsSon. * * * * * Það er 1' alla staði rjett, sem höfundurinn scgir, að til flutníngs sjómanna milli Austfjarða og Rvíkur hefur hvcrgi nærri vcrið tekið slíkt tillit scm þurfti, og er merkilegt að ekki sjest að þíngmenn okkar hafi gert neina tilraun til þess að fá ferðirnar tvær að minsta kosti að baustinu. Um þetta verður þó ekki sagt með vissu fyrri en þíngtíðindin koma; en væri svo að þeir hafi hugsað að þessi eina ferð nægði að haustinu þá cr það mjög til- finnanlegur ókunnugleiki, því reyndir útgerðarmenn og skilríkir staðhæfa, að í flestum árum myndi mikill hluti Sunnlcndínga, kannskc fram undir helmíng, verða cftir af ferðinni 20. Seftemb., ef þeir ættu ferð vísa fyrra hiut Nóvember og hver stórhagur það er fjarðamönnum í fiski- ári, að eiga vísa ferð handa mönnum sínum síðar en 20. Seft. því þarf ekki að lýsa fyrir neinum kunnugum manni. Kannskc hafa menn og haldið að fólkið, sem eftir kynni að verða 20. Seft. gæti farið suður síðar með strand-

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.