Bjarki


Bjarki - 25.09.1897, Blaðsíða 2

Bjarki - 25.09.1897, Blaðsíða 2
*54 bátunum; það er og satt, að nokkrir menn geta komist með þeim, en þó. ekki yrðu eftir nema svo sem 3 til 4 hundruð þá er lítið lið að smábát sem tekur ekki meira en 50 til 60 farþega. Hitt er óendanlega auðvelt að Iáta skipið, sem kemur frá útlöndum í Nóvember tíl Rvíkur skreppa hjer inn á firðina og taka fólkið. í’að tefur ferðina svo sem tvo daga, og er tiltölulega kostnaðar- laust. Þetta væri nauðsynleg breytíng og ætti Lands- höfðíngi að sýna rögg af sjer og fá þetta lagað þegar hin endilega áætlun verður samin rj;, ,• Logia Jesou. Krists orð. Nýfundin. Gamalt handrit. Prentsmiðja Oxfordar háskóla hefur nýlega gefið út dálítið hefti, sem vafalaust vekur eftirtekt meðal guðfræð- ínga og trúmanna. Heftið er gefið út á kostnað: The Egypt Exploration Fund, sem sett var á stofn 1883 til þess að leita fornmenja á Egyftalandi með vísindalegum rannsóknum. það eru nú aungvir smámunir sem þetta heftí hefur inni að halda, þvf það er ekkert minna en orðrjett prentun á kristnum fræðum af grisku papýrus handriti frá hjer um bil 200 árum eftir Krists burð. Hand- ritið telst til þess flokks af gömlum kristnum fræðum sem munnmælin kalla einu nafni »Logia Jesou« eða »Jesu orð«. í þessum fræðum finnast bæði margar setníngar sem eru í Nýatestamentinu og eins orð og setníngar sem hafa aldrei komist inn í það. Það eru auðvitað þessi orð, sem Kristi eru eignuð f handritinu, og áður voru óþekt, sem gera handritið svo merkilegt öllum kristn- um þjóðum. Auk þess hlýtur hið nána samband milli handritsins og guðspjallanna að fá mikla þýðfngu fyrir bibliuskýríngar, einkum til að sýna hinar ýmsu trúarstefnur, sem voru í hinni fyrstu kristni, en ekki koma fram í Nýa- testamentinu, hvorki í hinum viðurkendu eða óviður- kendu bókum. Eins og sagt var, þá hafa þessi blöð fundist við rann- sóknir Egypt Explor. Funds. Þetta fjelag styrkir nú sem stendur þrenns konar fornmenja rannsóknir á Egyftalandi. Þegar fyrir 14 árum sendi fjelagið á hverjum vetri fræga vísindamenn til að leita fornmenja í Níldalnum, svo sem þá Edouard Naville (franskan) og Petrie (Einglendíng). í öðru iagi hefur fjelagið síðan 1890 látið semja. lýsíngar á ýmsum forncgyftskum munum sem búið var að grafa upp, en hætt var við skemdum eða eyðileggíngu á ein- hvern hátt, og hefur látið mála þá upp og ljósmynda. Loks hefur fjelagið fyrir nokkrum árum byrjað á að láta leita eftir og gefa út frumsagnarit hins gríska tímabils á Egyftalandi. Þetta tímabil tekur yfir nær þúsund ár og felur í sjer byggíngu Alexandríu, ríkisár Ptolomænna, um- steypu Egyptalands til rómversks skattlands og þroska frumkristninnar á Egyftalandi. Þó þessi sfðast nefnda grein af störfum fjelagsins sje úng, er hún þó orðin afarfrjóvsöm. í fyrra vetur störf- uðu tveir úngir fornfræðíngar frá Oxford: Grenfcll og Hunt fyrir fjelagið þar syðra, að rannsóknum við bæinn Benesa 120 enskar mílur frá Kairo við jaðar líbiskn eyðimerkur- innar, þar sem Oxyrhynchite stóð forðum, höfuðborgin í því fylki. Hún var á rómverska tímabilinu auðug borg og eitt af höfuðbólum frumkristninnar. I sandhaugunum, sem nú þekja hinar afarumfángsmiklu borgarrústir hafa þessir cnsku vísindamenn aðeins á fáum mánuðum, fundið papýr- us handrit svo mörg, að þcir hafa sent heim til Einglands 280 kassa fulla af handritum og þó feingið stjórninni á Egyftalandi 150 ágæt eintök sem andvirði fyrir rannsókn- arleyfið. Hin fundnu handrit eru nærri öll á grísku máli og skrifuð á tímanum frá fyrstu til níundu aldar eftir Krist. Meginið af þcim er samníngar, brjef, testamenti, reikníngar og opinber skjöl, og mun það alt hjálpa mjög til að skýra fyrir mönnum siði og mentunarástand þess- ara fjarlægu tíma. Þar cr auk þess margt sem hcfur beinlínis bókmentagildi. Þar eru brot af Hómer, Aristó- fanes, Þúkúdides, Demosþenes og Sapho, sömuleiðis af Matteusar guðspjalli og öðrum eldgömlum kristnum fræð- um. Vafalaust verða mörg ár þángað til búið er að þýða og gefa út þessi ritverk, og hefur verið byrjað með hin- um kristnu, því nútímamönnum var mest forvitni á þeim. Þetta hefti á Logia Jesou er byrjunin á prentun þessara handrita frá Benesa. Þetta handritsbrot er aðeins eitt blað úr stórri papýrus bók sem á hefur verið safn af ýmsum ummælum og setn- fngum Krists. Mennirnir sem fundu, færa rök fvrir, að blaðið geti ekki verið eldra en 150 ára e. Kr. og ekki ýngra en 300 ára e. Kr. en sje líklega frá lokum annar- ar aldar eða frá þvf nál. árinu 200. Bæði stafsetníng og stafagerð er lík því sem þekkist á hinum elstu handrit- um af hinu nýa testamcnti. Logion I á blaðinu er brot, og hljóðarsvo: » — — — og þá skalt þú sjá glögglega hversu þú getur tekið burt flfsina úr auga bróður þíns«, nálega orðrjett eins og í Lúkas VI, 42. Logion II er nýtt og líkist Gal. VI, 14. og Matt. VI, 33., en vafasamt er hvort sú sjálfsafneitun sem þetta logion krefur til inngaungu í guðs ríki, á að skiljast sem líkíng eða eftir orðunum. Logion III svipar til Jóh. I, 10. og næsta logion er svo skaddað að einginn vegur er til að skilja það. En logion V er það sem mesta eftirtekt hefur vakið á Einglandi. Það hljóðar um sams konar efni og Matt. XVIII, 20. en hefur hjer öldúngis ný og mjög óvænt niðurlagsorð. Það er því miður skaddað líka og hljóðar þannig: »Jesús segir, hvar sem ............eru, og finn- ist þar einn einasti...........þá er jeg þar hjá honum. Lyftu steininum upp og þú skalt finna mig þar, kljúfðu trjeð og jeg er þar«. Menn halda að orðið »heiðnir menn« eigi að standa þar sem fyrri púnktarnir eru, en »trúaður maður« þar sem síðari púnktarnir eru. Þessi nýu niðurlags orð þykja að því leiti mjög merki- ieg að varla sýnist verða komist hjá, að gefa þeim eins- konar algýðis merkíngu. »Sá sem trúir skal finna Jesú hjá sjer ekki einúngis meðal heiðíngja, heldur hvervetna í náttúrunni, ef hann aðeins leitar«. Máske cr í Eph. VI nokkur lfkíng með sfðari hluta þessarar málsgreinar. Logia 6 og 7 líkjast I.úk. IV, 24 og Matt. V, 3. sitt hvoru, en hafa amáar og þó einkennilegar viðbætur eða skýríngar við hugsunina. I.ogion 8. er mjög skaddað en sýnist að vera nýtt. Það er álit vísindamannanna sem fundu, að þessi logia sje ekki tekin úr bókum hins nýa testamentis, heldur sje þau bygð á öðrum eldri skfifum sömu sem Nýatestament- ið er bygt á eða kannske frumsögnunnm munnlegu. Þar á móti er það álitið í alla staði mjög ólfklegt Og óeðli- legt að þetta geti verið breytíngar Gnostíkara á textum Nýatestamentisins. Það verður ekki talið óhugsandi að hjer geti verið fundinn texti sem sje eldri en nokkur af bókum Nýatestamentisins eins og þær eru til vor komn- ar. Því hvernig þær litu út í öndverðu höfum vjer nú einga minstu vissu fyrir. Eftir V. Gng. Fornfræði stunda Danir nú af mesta áhuga nær í öllum greinum hennar og styrkja hana af alefli og verja til þess afar mörgum þúsundum af ríkisfje. Far fær bæði n'kíð og einstakir menn forstöðumönnum safnanna svo mikið fje til umráða, að þeir geta keyft alla muni sem falir eru í landinu hvcrt ár og nokkur slægur er í, og hafa þeír á þann hátt komið sjer upp ágætum söfnum af norrænum munum fornum. Þar eru menn á hverju ári að rannsaka fornmenjar um alt landíð og auðga sijfnin, og á þau koma góðir gripir víst sem oftast á hverju ári hjeðan frá íslandi. Sjer í lagi hefur »Dansk Folkemusæum* aflað sjer margra ágætra gripa í silfurbeltum, víravirkishnöppum og öðrnm búnaði. Þessu hefur safnið aflað sjer mest nú á hinum síðarí árum; og eiga Danir nú ýmsa gripi á söfnum sínum hjeðan sem vart munu ciga sjer jafníngja á Fcrngripasafninu eða í eign ein-

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.