Bjarki


Bjarki - 25.09.1897, Blaðsíða 3

Bjarki - 25.09.1897, Blaðsíða 3
155 stakra manna nú orðið hjer á Iandi. Þó maður sje ekki öfund- sjúkur í verunni, þá er þó ekki laust við, þegar maður geingur í gegn um hina stóru, prýðisfögru og auðugu sali á dönsku söfn- unum fulla af als konar norræum munum og íslendskum, að mann lángi til, að þetta væri íslenskt safn og að mans eigin þjóð væri á því menníngar stfgi að skilja þýðíngu listar og vísinda. En þó maður öfundi Dani bæði af því að vera mentuð þjóð og eiga söfn sín, þá er manni það þó gleði að þessir fáu íslensku munir hafa lent þar, en ekki fylgt aðalstraumnum sem liggur í ruslakistur einhverra enskra penínganauta; því á söfnunutn fær maður þó að sjá munina en hjá hinum aldrei. Alt þetta datt mjer í hug þegar jeg sá í dönskum blöðum að fullprentuð væri bók sem Dr. Sophus Muller, hinn ágæti danski fornfræðíngur, hefur verið að geía út, og hann kallar »Vor Oldtido. Bókin er 712 bls. og höf. segir það sje 9 ára verk sitt. Þetta er eiginlega fyrsta bindið af menníngar sögu Danmerkur og að nokkru leiti allra Norðurlanda, því þar er skýrt frá elstu menjum sem við höfum eftir mannabygð í land- inu, og tekur yfir tímabilið frá því 3000 árum fyrir Krists burð og til 1000 ára e. Kr. Elstu menjar eftir mannabygð í Dan- mörku eru vopn og vcrjur og margs konar áhöld frá hinum svokölluðu eldri-steinaldar þjóðum. Gripir fiá þeim tima finnast í stórum sorp- eða rusldýngjum, sem Danir kalla Kökken- Möddinger. þær þjóðir fleygðu leifum af máltíðum sínum svo sem als konar beinarusb, skeljum og öðru slíku í dýngur sem urðu með tímanum afar stórir haugar. Þar fleygðu þeir líka í brotn- um búsgögnum og týndu þar svo sjálfir í ýmsum munum. Hin- ir helstu af slíkum munum sem sannaður hefur orðið aidur á eru, eins og sagt var, frá því þrjú þúsund árum fyrir Krists burð. Sú þjóð, sem þá hefur búið í Danmörku á þó ekkert skylt við frumþjóáir heimsins eða elsta tímabilið af veru mannanna á jörð- unni, því þessi þjóð er tiitölulega siðuð og vel að sjer. Hún hef- ur fasta bústaði, kann að hagnýta eldinn, skýla sjer fyrir kulda, og hefur furðu haganleg vopn tii að vinna villudýr skóganna, og auk þess eru þessi vopn oft gerð af ótrúlega mikilli list. Þó þetta sje nú auðvitað ekki mikil þekkíng, þá er það þó víst að til þess náms hefur mannkynið þurft ekki einúngis margar þús- undir, heldur ef til viil milljónir ára. Þessar elstu menjar manna á Norðurlöndum cru því að tiltölu kornúngar. Eftir eidri steinöldina kemur ýngri steinöldin. í*á verða aliir gripir og áhöld fjölskrúðugri og miklu fegri, og oft snildarlega gerð. Þá kemur eiröldin þegar alt er úr eyri vopn og búshlutir. i“að tímabil er tiltölulega stutt hjer norður frá. Síðast kemur járn- öldin og hefst ekki svo mjög laungu fyrir Krist burð. Bókin nær fram til þess nál. tíu hundruð. Yfir alla bókina er dreift ágæt- um myndum af hlutum, sem einkenna hvert tímabil og þjóð. Svo var það að minsta kosti um fyrstu heftin, því þau sá jeg og blöðin segja að seinni heftin sje eins. Eftir fyrri heftunum að dæma var bókin afar fróðleg og yndislega skemtileg fyrir hvern múnn, eins alþýðu sem lærða menn. Jeg hef því viljað benda mönnum og lestrarfjelögum á hana þó jeg geti ckki dæmt um hana nema eftir fyrstu heftunum. Jeg vildi ekki bíða þess að jeg sæi síðari heftin, því jeg het litla von um að geta eignast bókina, og því síður ætlast jeg til að fjórðúngsbókasafnið hjer fari að neita sjer um umbúðarómana sína eða húspostillur til þess að kaupa fræðibækur. Utan að. Þaðan er nú fátt í frjettum, og ekkert sem mjög markvert sje. Friður milli Tyrkja og Grikkja sýnist nú vera mjög nærri marki og vanta ekki nema herslu muninn. Einglendíngar hafa verið nær einir um að styðja Grikki í öllum þessum friðarsamn- íngum. en Þjóðv. og Rússar gert þeim alt sem erviðast, og nú nýverið lýstu Rússar því, að Bretar væru einir sök í að frið- ur væri ekki kominn á milli landanna. Þetta var að því leiti satt sem Bretar andatfðu því, að Grikkir yrðu gerðir ófullveðja og íJessalía látin sitja árum saman undir her Tyrkja. En hverri miðlunaruppástúngu Breta hrundu hinir kompánarnir um koll, þángað til um daginn að Salisbury stakk upp á því, að nefnd yrði valin af hinum 6 stórveldum setn til tæki hverjum ríkis- tekjum Grikkja skuli varið til að fullnægja gömlum skuldunaut- um og nýum og þcgar sú nefnd er komin á iaggirnar skuli I her Tyrkja þegar verða burt úr landinu. Þessu hafa ailir partar tekið heldur álitlega og Tyrkir jafnvel líka, en þó mætti verða, þegar þeir fara að hugsa sig betur um, að þeim þætti þunt að fara alveg burt áður cn þeir sjá eitthvað svolítið af skildíngunum. Við sjáum nú. Nýjustu fregnir i dag. »CoIina«, fjárskip pöntunarfjelagsins kom í gærkvöld og'flutti fregnir utan að til 20. þ. m. Fór af stað á Mánudaginn, var frá Newcastle og fjekk viðunanlegt veður alla leið. Nordcap, skip til pöntunarfjel. sem menn hjer voru orðnir hálfsmeikir um að borist hefði á, fór frá Newcastle nokkrom klukkutímum á undan Colinu, svo þar er alt með feldi. André. Frá Krasnozorsk (inni í landi íSiberíu) er telegraff- erað 17. Scít. »t>, 14. Seft. kl. 11 umkvöldið sáu bæarbúar hjer loftfar Andrés líða fram hjá. í*að sást 5 mínútur«. Síðara hraðskeyti. Moskov, 19. Seft. »Hrað3keyti frá Irkutsk og Krasnojarsk (líklega rjettara nafn á bænum) segja hjer um bil samhljóða, að loftfar hafi sjest þ. 14. í fylkinu Yeniseisk nálægt þorpinu Ants- iperovo, sem menn hjeldu vera loftfar Andrés«. í>etta bæar nafn sjest ekki á landabrjefum, en mun vera í suðurhluta fylk- isins, því allur nyrðri hlutinn er óbygð, svo að þar er varia einn maður á hverjum 4 □ mílum til jafnaðar. Loftfarið sást um kl. 11 um kvöldið í björtu túnglsljósi. Hraðskeytið nefnir ekkert hvert farið stefndi eða segir neitt um það frekar, aðeins að það hafi sjest í nokkrar mínútur. Tyrkir og Grikkir. Bráðabirgðar friðarsamníngur er nú loks undirskrifaður. Grikkir borga 4 millj. punda sterl. og Tyrkir fara að þokast á burt úr Í*essalía nú þegar og verða alfarnir þegar skuldin er greídd. Ýms smáatriði eru enn óútkljáð og mörkin átti nú að laga í þessari viku. i>að er því svo að sjá sem Einglendíngar hafi komið fram kröfum sínum að mestu við hina þrjótana. Uppreístin á Indíalandi hin óimasta. 25. Seft. Veður nokkuð úrkomusamt þessa viku en góðir dagar á milli og oftast bærilegt. Fiskilaust enn þá hvervetna og dauft hljóð í sjávar bændum og kaupmönnum, og ekki sem best útlit fyrir fjársölu heldur. Alpha, gufuskipið sem var á leiðinnl með vörur til pöntun- arijelagsins og fieiri verslana, rakst á grunn á Hornafjarðarósi og gat sig þaðan hvergi hrært. Nú hefur skipið verið affermt og Túliníus kaupmaður tekið á móti farminum í vöruhús sín, og á nú að reyna til að koma skipínu út á næsta stórstraums- flóði, og eiga gufuskipin Rjúkan óg Bremnæs að gera tiiraunina, en mjög kvað herra Túlinius telja vafasamt að það takist. Þjófnaður. Frjest hefur af Eskifirði að þar hafi horfið brjef sem kom með »Agli« frá Noregi og átti að fara tii Eskifjarðar, og að í brjefinu hafi verið 1000 kr. í peníngum. Brjefið var reyndar hvorki merkt sem peníngabrjef nje heidur sem ábyrgð- arbrjef, en á umslaginu stóð aðeins Banko. Olsen skipstj. kveðst hafa sjeð og handleikið brjefið eftir að Egiil var kominn á böfnina og eínn eða tveir skilríkir menn aðrir segjast og hafa sjeð þetta brjef á skipinu þar á höfninni, en síðan veit einginn maður neitt frá því að segja, og í hendur viðtakanda er það ekki komið. Af því brjefið var hvorki auðkent sem penínga nje ábyrgðarbrjef þá hafði skipstjórinn eingar sjerstakar gætur á því, enda hvíldi eingin skylda á honum til þess. Vonandi er að eitthvað verði greitt úr þessu við rannsókn málsins, þó það verði líklega ervitt viðfángs. SKIP. Egill kom að norðan 18. þ. m. Á honum kom híng- að Jón læknir Jónsson af Vopnafirði. Hann dvaldi hjer nokkra daga og fór aftur norður með Thyru. Egill fór suður til Rvík- ur daginn eftir og með honum til Fáskrúðsfj. Olgeir Frið- geirsson verslunarstj. og til Rvíkur Guðm. stúdent Guðmunds- son skáld, Skafti ritstj. Jósepsson, Marino Havstein cand. jur. íngismær Anna Stephensen og skólapiltarnir: í>órarinn í>órar- insson, Tómas Skúlason og Haldór Jónasson. Rósa, vöruskip gránufjel., kom híngað norðan að þ. 18. Tek- ur hjer fisk til útlanda. BremnÐ3S kom að norðan þ. 19. og voru á skipinu frúLára

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.