Bjarki


Bjarki - 24.12.1897, Side 2

Bjarki - 24.12.1897, Side 2
2 06 greifi. Hann hefur með kænsku og lagi safnað um sig öllum Slavnesku flokkunum, og nokkru af Þjóðverjum, Sósialistum og Gyðíngum og haft þv( meira hlut á þíngi. Fyrst fór hann gætilega að öllu og klóklega, en hjer var óhægt að lifa svo öllum líkaði. I Apríl í fyrra vetur varð hann að kaupa Tsekka til liðs við sig með því að gera mál þeirra að rjettargángs og ríkismáli við hlið þýskunnar. Tsekkar eru næst stærsti flokkurinn og ná- lægt fjórði hluti landsmanna. En nú var friðurinn úti. Þjóðverjar risu upp og heimtuðu ráðaneytið dregið fyrir lög og dóm fyrir lagabrot, og reyndu með öllu móti að steypa því frá völdum. Ríkja sáttmálinn milli Ungaralands og Austurríkis átti að endurnýast nú fyrir Nýárið, ella er því sam- bandi lokið. Þjóðverjar efldu nú allar þær róstur á þinginu sem áður er getið í þessu blaði, til þess að ráðaneytið gæti ekki kom- ið sáttmálanum gegnum þíngið, og yrði að fara frá völdum. Þessu gekk allan Októb. og Nóvember, og einn maður talaði stundum hcilan sólarhríng. Badenis menn sáu loks sitt óvænna og að ekkert myndi komast áfram, og báru því upp þá breytíngu á þíngsköpum að alla þíngmenn sem óra gerðu éða truflun í þíngsalnum gæti for- seti lokað úti frá fundum í þrjá Baga og ef hann ljeti ekki af gæti þíngdeildin meinað honum þíng- setu í mánuð og hvort sem gert var misti þíngmaðurinn dagpen- ínga sína. Um þetta reiíst nú allur þíng- heimur dag eftir dag og heyrðist aldrei mansmál fyrir óhljóðum. Loks var það einn daginn að for- maður stóð upp Og hjelt tölu. Það sáu allir, en einginn heyrði hvað rnaðurinn sagði fremur en vant var. Alt í einu segir hann: Þeir sem samþykkja frumvarpið geri svo vel að standa tipp. Stjórnar sinnar vissu hvað fram fór og stóðu upp allir en hinir vissu óglögt hvað um var að vera og stóðu upp til að hrópa, gá og spyrja. Þá segjr formaður: >þing- skapabreytíngin er nú samþykt í einu hljóði« og þetta barði hann og hans flokkur fram, með Badcni í fararbroddi. Eftir þetta urðu á hverjum fundi i salnum áflog, riskíngar, barsmíð- ar og menn tóku jafnvel til vasa- hnífa sinna til að yerja síg. For- seta var hrundið úr sæti Og hann varð að flýja salinn. Þá tekur stjórnin það ráð að setja bjálka- virki kríng um forsetastólinn og sterkt lögreglulið um húsið og í alla gánga í húsinu. Nú sáu flestir Þjóðverjar að þeir myndu verða að gefast upp og ráðgerðu að leggja niður þíng- menskuna. En nú var mæli synd- anna fullur. Allir hinir frjálslynd- ari menn stjórnarflokksins sáu að hjer var beitt lögbrotum einum og ofbeldi og rfkið og lögin í voða en vald og virðfng þíngsins fótum troðin. Auk þess hafði Badeni upp á síðkastið stígið ýms spor í afturhaldsstefnu til að þóknast að- alsmönnum bræðrum sfnum. Sosfalistar urðu fyrstir til, og fóru til Badenis og sögðust ekki fyjgja honum nje neinum öðrum til að brjóta lögin og kyrkja þíngið. En þeir voru fáir, aðeins 14 af 500 þíngmönnum, svo þeim var Iftt sint. Næsta dag 26. Nóvember hafði stjórnin svo búið alt undir. Hennar menn komu allir á þfng og margir hinna líka en voru nú ýmsir gugnaðir að mestu. Lög- regluliðinu var skijiað á vörð og formaðurinn steig í virki sitt. Hróp og óhljóð hófust á ný, en allir mótmælendur vægðarlaust dregnir út. Stjórnin treysti meira- hluta sínum og ætlaði nú að kúga fram alt sem hún vildi. Þegar aungum fortölum var sint ruddu þessir 14 sósíalistar sjer braut að forsetabyrginu. Þeir voru barðir og sparkaðir á leiðinni en komust þó alla leið, og einn þeirra vatt sjer inn yfir bjálkana til að reka burt formanninn. Hann beið þá ekki boðanna og flýði út úr salnum, en lófaklapp og fagnaðar óp giumdi við af áheyrendasvölun- um endilaungum. Nú lenti í áflogum um allan sal- inn og mátti segja að allur þíng- heimur berðist. Loks ruddi lög- rcgluliðið salinn og setti ýmsa þíngmenn í varðhald. En óeirð- irnar breiddust út um borgina, þaðan út um landið, og minni borgirnar. I borginni Graz varð hreinn bardagi, ög bæði þar og annarsstaðár urðu stúdentar úr báðum flokkum fyrstir til. BadenÍ reyndi hvað eftir annað að koma sínu fram á þínginu, en þar lenti alt í barsmíðum. Loks var ekki annað fyrir að sjá en að uppreist yrði um alt landið, og að þeim veika fæti yrði velt sem keisara- dæmi Austurríkis stendur á, og þegar borgmeistari Vínarborgar loks sagði Badeni að hann gæti ekki fylgt honum leingur og sagði honnm að ábyrgjast að ekki yrði uppreist f borginni, þá lagði Ba- deni loks niður völdin. Þetta var 30. dag fyrra mánaðar. Þá voru æst fundarhöld um alt land og uppreist viðbúin, cn nú breyttist æsíngin í fagnaðar óp, því allir væntu nú friðar á þíngi og öll laga- brot bætt aftur. Tsekkar, scm flestir eru í Bæ- heimi, undu auðvitað stórilla sín- um hlut og scgja síðustu fregnir þaðan uppþot og barsmíðar, mest milli stúdenta. Þeir hafa barist þar með blóðugum hnefum. Það var þó bælt um stund, cn vafa- laust má vænta þaðan nýrra vand- ræða. En allur þessi ófriður hefur þó nú nokkuð skift ham. Þar hafa þjúðahatur og túngnarígur barist híngað til en nú hefur orustan meir snúist milli framfara og aftur- haldsmanna þvf Þjóðverjar hafa nú mjög snúist í frelsis og framfara áttina eftir styrjoldina við slav- neska aðalinn og nú fylgja þeim því bæði Sósíalistar og aðrir fram- faramenn scm liðsmenn eiga í öll- um þjóðflokkunum. Síðar vonar Bjarki að geta fært lesendum sínum framhaldið. Neyðarópíð á Spitsbergen. Less var getið hjer f blaðinu áður, að tvaer skipshafnir þóttust hafa heyrt neyðar óp við Spítsbergen og að Norð- menn sendu þángað skip til að vita hvort André eða aðrir menn væru þar staddir í neyð. Fetta skip er komið aftur fyrir mánuði síðan (21. Nóvem- ber) og gátu sendimenn ekki orðið neins vísari og geingu þó á land á 10 stöðum þar um kríng sem hinir höfðu þókst heyta hrópin. Kosníngarnar í Noregi hafa far- ið svo að vinstri menn hafa unnið á- gætasta sigur, og í hraðskeytum frá Kristjaníu til Hafnar segir, að vinstri menn fái fjóra menn á þíng fram yfir þá tvo þriðju hluta sem þeir þurfa til grundvallarlagabreytíngar. Almennur kosníngarrjettur er þá vís, og önnur stórmál vinstri manna á góðum vegi til sigurs. Þíngvallafjelagið danska, sem flyt- ur fólk af Norðurlöndum til Vestur- heims, verður ekki gjaldþrota eins og staðið hefur í ísl. blöðum. Lað hefur feingið nýa stjórn og nýa styrktar- menn og heldur áfram sem áður, með nokkrum umbótum. Voðatjón heíur orðið nýlega í Ástralíu (Eyálfunni). Á einum staðn- um gekk sjór á land i stormi og drap fjölda manna. Og í einni stórborginni kom upp eldur sem brendi heilan borgarhluta. Sá skaði einn er metinn 18 millj. kr. André. Nafnkunnur veðurfræðíng- ur sænskur, dr. Ekholm, hcfur reikn- að út eftir vindstöðu að loftfar Andrés hafi fyrst rekið til norðvesturs og síðan til norðaustur, og hafi komist mjög ná- nægt norðurskauti, og lent loks að líkindum niður á Franz Jóseps landi. í>eir André eiga þá eftir þessum reikn- íngi að vera þar nú í vetursetu. Kvennasalan. Á sumri komandi kváðu menn úr ýmsum ríkjum Norð- urálfu ætla að eiga fund með sjer tii að ræða um hversu hefta megi sölu úngra kvenna til saurlíflshúsa í Norð- urálfu og útflutníng þeirra í aðrar heimsálfur tii sömu hörmúnga. Til hvorstveggja kvað nú gánga hinn mesti grúi og fara jafnan í vöxt. Spönskum liðsmönnum er nú sagt að verði að þraungva með högg- um og pintíngum til að fara til Cúbu og sumir neiti algjörlega að fara, hvað sem við þá sje gert. Fað er farið að harðna á dalnum þar, Eftir dauða Henrys Georges sigraði loks dómarinn Van Wyck í New-York. Fað er sigur hinna samviskulausustu penínga púka í borginni. Cúba hafði fyrir ófriðinn 1 roiHj- og 600,000 íbúa. Nú hefur hún einar 800 þús. Það er rjettur helmíngur. Mest- ur hluti hins kvað vera dáinn úr drep- sóttum og húngri og nokkuð fallið í orustum. Vesuvius (eldfjallið mikla á íta- líu) er að gjósa. Hitnn hefur brotist á ný út um stromp sem hann bjó sjer til .1895. Gamle Carlsberg, ölgerðarhúsið mikla við Kaupmannahöfn, hielt 50 ára afmæli sitt 10. Nóvemb. Flestir íslendíngar munu þekkja GI. Carlsberg að nafninu og margir bragðið að ölinu. Stofnandi þess og eigandi er nú dá- inn og hjet Jakobssen, og var stór- ríkur maður. Fegar hann dó fyrir nokkrum árum, hafði hann ráðstafað svo eignum sínum að ölgerðarhúsið skyldi verða sjerstök stofnun, en mik-lu af ágóðanum varið til að styrkja iðn- að og vísindi í Danmörku. Eignir stofnunarinnar eru nú 11 milljónir og fjöldi vísindamanna og fyrirtækja hafa feingið styrk þaðan árlega, þar á með- al margir Íslendíngar. Jakobsen gamli bruggaði fyrstur manna á Norðurlöndum öl alveg á vísindalegan hátt. Seinni hlut ævi sinnar styrkti hann mjög vísindaleg og verkieg fyrirtæki og varð landi sínu á þann hátt að stórgagni, ekki síst með því að hann kom á útflutníngi öls og efldi hann stórkostlega. En — sje alt það tjón reikrað sein þær tvöhundruð og þrjú þúsund tunnur gera sem nú eru brugg- aðar þar áriega, ja, þá er eftir að vita hvort mikið er afgángs af ábátanum. Fað er maklegt að minnast gamla Jakobsens og stofnunar hans að góðu, því hann hefur margt vel gert, og ver- ið verkafólki sínu mörg'um öðrum betri. En flestir bindindismenn, sem eru það meira en á vörunum, munu geta þess um leið, að þessi mikla stofnun gæti unnið með milljónum sínum eitthvað þarfara en að brugga Rjór — og gert gott af auði sínum samt. Ekki nóg Forstöðumaðurinn á skrifstofu Kaupmannahafnardeildar hins amerikanska Iífsábyrgðarfjelags >The Mutual Life« hafði 12 þúsund krónur í laun um árið. Hann gat ómögulega dregið fram lífið við þetta og bætti því við sig 500 krónum á viku úr skúffunni. Legar hann var búiun að næia í 72 þúsund krónur komst alt upp og hann fjekk tveggja ára betr- unarhúsvinnu fyrir vikið. Kaffi fellur i verði. Kaffi fellur óðum í verði. Á hcimsmarkaðinum eru tvær aðal tegundir af kaffi. Onnur er kend við Java, því hún vex þar og á öðrum Austuiindía-eyjum. Pundið at þeirri tegund hefur síðustu ár kost að 1 kr.—1,23 kr. fyrir utan : ila tolla. Fessi sort er mest keyft af þeim mönnum og þjóðum sem hafa lært að spara fje sitt á því að kaupa góða vöru og dýra. Hin tegundin kemur mestmegn- is frá Brasilíu og kölluð Brasilíukaffi. Pundið af henni hefur síðustu árin kostað frá 37 tíl 39 aura. Sú tegund flyst til íslands og annara landa sem vilja vonda vöru og ódýra. Brasilíu- kaffi fjell í fyrra mikið í verði svo að pundið af lökustu tegundinni varð 27 aura. Javakaffið hjelt sjer betur, eu nú á dögunum gátu Ilollendíngar ekki leingur ráðið við og urðu að láta pund- ið falla 15 aura í verði. Og menn búast við að báðar tegundir muni enn

x

Bjarki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.