Bjarki


Bjarki - 08.01.1898, Blaðsíða 2

Bjarki - 08.01.1898, Blaðsíða 2
2 að leyfa okur á jörðum en á pen- íngum. Jeg vil þetta og ótal margt fleira sem mint skal á ef friður fœst. Því þó þetta sje lítið og ekki nema ljelegar bætur á gamla fatið, þá er þó lítil von til að fá það, meðan allir skástu kraftar landsins hamast á eintómu ríkis- ráði hvenær sem þeir opna munn- inn eða taka pennann. Hinn nýi ráðgjafi ætti og að geta stutt það, því ekki skerðir það rjett kon- úngsins. Það mun verða kalsað við hann eitthvað af þessu þegar hann kemur, og einhvern tíma kemur hann fyr eða seinna. Fram- hjá honum komumst við ekki. En vcl líklegt er að ýmsum hnútum verði kastað áður, bæði sveita- hnútum, hjeraðahnútum og lands- hnútum. Þetta er ægilegt meðan á því stendur, en »Verðið vel við« sagði Njáll. »og mælið eigi æðru, því að jel eitt mun vera — og skyldi lángt til annars slíkst. Og hversu sem þessum málum lýkur, hverir sem sigra og hverir sem falla þá mun gamla Island lifa það alt og okkur alla, alla konúnga og öll rfkisráð. Við getum því vel talað um á hverju eigi að byrja þegar jelið er úti. Þeim sem í því standa, sýnist það dálítið dökk- leitt. Hinum þykir það Iítils virði, sem leingra verða burtu. Þeir sem dálítið leingra líta ótt- ast ekki þetta jcl, því það líður hjá. Cleðílegt nýár upp á þaðl Brekku-Gulur. — 1896 — Eftir Þorgils gjallanda, —o— (Frh.) »Jeg skal veðja, að það er eing- inn annar en Guðbrandur í Brekku þessi sem er fremstur; haldið þið jcg þekki ekki kallinn og tilburð- ina hans gamla Refs«. Þeir fjellust á það hinir gángna- mennirnir, sem stóðu á rjettar- veggnum og biðu eftir liðinu heim- an af bæunum, að það væri áreiðan- lega Rcfur eins og Þorvaldur á Þverá sagði. Nóg var að gera á rjettinni, skoða fjeð og draga sundur; frjetta hvernig gaungurnar hefðu heppn- ast; hvað margt fje þeir hefðu fundið fram við Gljúfrá og þar á drögunum. — Því fram að Gljúfra hafði ekki verið farið fyrri í reglu- lcgar gaungur; áður komu þar að- eins við og við mcnn í eftirleit. »Og þar var ræflllinn af Gul þín- um Guðbrandur minn«. Sigurður á Melum virti fyrir sjer svipuna sem Guðbrandur hjelt á meðan hann sagði frjettina; það var auðvitað hann hafði sjeð þá svipu fyrri en samt horfði hann bara á hana. »Hefur drepist þar úr hor? Voru þar ekki fleiri ræflar?« »Þeir voru fimm í sama staðn- um allir undir sama hraunkambin- um; tvær veturgamlar gimbrar, sem Jón í Gerði átti, lamb úr Haga, Gulur, og á einum ræflinum var ekki hægt að sjá neitt auðkenni*. »Alt í einum stað. . . Hefur máske fent þar?« «HeIst hjeldum vio að áin hefði bólgnað upp og teft fjeð. — Þarna undir kambinum var skúti og gott skýli, þvf kamburinn beygðist nærri í hálfhríng; þar datt okkur í hug að fjeð hefði haldið til; rjett sunn- an við — •— á eyrunum eru víst snapir þángað til hleypur yfir þær«. Guðbrandur þagði um stund og virti fyrir sjer steinhnöllúng lítinn, sem lá á milli þeirra Sigurðar; svo leit hann beint framan f hann og sagði: »Þar hafa þær soltið 1' hel aum- íngja skepnarnar. — — — Jæja, þá þurfa menn ekki að hræðast það leingur, að spreingja hestana sína við hann Brekku-Gul. — — Svona losna menn þó við marga grýluna alveg háskalaust«. Guðbrandur gekk burtu og fór að svipast eftir kindunum sínum. »Það er í honum argasta fýla af því að missa þann Gula«. Sig- urður á Melum hnifti í Þorvald á Þverá um leið og hann talaði; en Þorvaldur deplaði augunum á móti og kýmdi til samþykkis. Sjaldan hafði Guðbrandur verið fátalaðri en á þessari rjett, og þótti þó jafnan fremur þögull á mann- fundum; en þegar búið var að draga upp safnið bað hann vinnumenn sína, að reka nú gætilega fjeð heim og beita því um stund í höllunum nokkuð fyrir norðan rjett- ina. Sjálfur reið hann einn heim- leiðis og ljet klárinn stíga fót fyr- ir fót. Hann sá eins og í tcfra skugg- sjá hvernig alt hafói geingið, Fyrst var ekki ógaman að vita þennan litla hóp renna til skýlisins á kvöldin eða þcgar veðrið vernsaði, sæmi- lega fult og kviðað; en svo kom jarðbannið og sulturinn, húngrið dag eftir dag, umhleypíngar og skakviðri, alt vann að því sama, að tálga holdið af þessum vesa- língs hirðislausa hóp fram í ör- æfum, þarna skamt norðan við Ör- æfajökulinn. Framtakið og þorið þvarr því meir, sem leingur leið á vcturinn, fönninni hlóð niður og frostið harðnaði. Og svo eitt kvöldið þegar hóp- urinn, undir forustu Guls, var kom- inn í Skútann sinn eftir að hafa tínt lítið eitt af hlauphæríngi í skafrcnnínginum, þá brast á norð- vestan kafald. Það var laung myrk nótt, sem aldrei ætlaði að Iíða og nöturlega bitur á litla hópnum, Um morguninn í birtíngu kom hlaupið. Hægt og hægt leið það áfram, hóf sig hærra og hærra, færði sig nær skútanum, aðeins örh'tið horn eftir autt, hæst upp á kambbugnum; rjett svo þær komust þar vel fyrir kindurnar. Þennan morgun var ekki að hugsa til að komast neitt; Gulur hafði ekki áræði til að leggja út í vatnsflóðið, sem kom svona eins og þjófur á nóttu, auk heldur þá hinar kindurnar. Svo fór hlaupið að frjósa, veðrið að lægja og gerði bjart loft og heiðríkt. Um kvöldið stirndi á ís- breiðuna gljáandi í túnglsljósinu helkalda ísana með daufu dauða- fölu glotti, sem hneftu þær í her- kví, ögruðu og lömuðu alvarlegir og miskunarlausir. Einmitt í staðviðrunum fyrstu viku góunnar, þá kom ekki föl úr lofti, en frostin voru ákaflega bit- ur, jökulnepjan læsti sig gegnum hold og bein; svona þjakað og þjáð fje leggur ckki út á glerhál- an ís þar scm fóturinn festir sig á eingu, nær eingri viðstöðu. Og hrollurinn jökulvatnið og dauðinn undir. En nú tók skerandi sulturinn við einvaldinu, hægt, en þrotlaust áfram, Iinaði aldrei til, slefti aldrei tökunum. Fjeð fór eftir fyrsta sól- arhrínginn að krafsa til mold og mylsnu, ullarslæðíng og grjótmöl, þefa af því, og svo — úrræðin voru eingin önnur en að tína og jeta, en húngrið stiltist ekki við það, espaðist ef nokkuð var; ullar- hroðinn var skárstur og mest. dægra- dvöl við að tyggja hann. Næstu nótt eftir náði Gulur sjer í hríslu- brot, sem toldi í hálsullinni á annari Gerðisánni, eftir það var lagt á sprekagnirnar og laufmorið;- dálítið af ull fylgdi með eins og eðlilegt var. Daginn eftir byrjaði ullar- átið, hver kindin át af annari og fanst húngurkvölin loksins dvína og sefast við það, en um kvöldið veiktust þær allar, urðu afllausar og magnþrota; bara húngrið vakti, með eyrðarlausri laungun eftir einhverju sem tönn festi á. Svo lagðist Iambíð fyrir, Og þá hver af annari. Loks stóð Gulur einn eftir, mændi yfir ísgljána, upp í hraun kambinn og seinast biðj- andi vonaraugum upp í himinblám- ann, rjett eins og hann vænti það- an hjálpar í neyðinni. Þegar næt- urnepjan kom lagðist Gulur niður, hnipraði sig milli ræflanna, þar var helst skjólið og yl að fá, —■ og hægt að fá sjer ullartuggu. Um morguninn brast miðgóubyl- urinn á. Það var líksaungurinn yfir Brekku-Gul. »Kondu nú sæll Guðbrandur minn«. Guðbrandur hrökk Iítið eitt við á hestinum, sem hafði lötrað 1 hægðum sínum framan götuna; tók fremur þurlega undir við mcnnina sem náðu honum; svo varð þögn. »Ekki leist mjer á fjeð — ekki er mörinn í þvi núna« sagði Bjarni á Ytri-Á. Og svo kemur líklega vesti vct- ur, hjelt annar. »Jeg set hestana á Guð og gadd- inn og læt svo hrasla. Það verður að duga með moðinu og uppsópinu«. Gvendur í Hross- haga ók sjer til í hnakknum eftir orðin. Guðbrandur leit hvössum augum til hans, og Refur ætlaði að rjúka á sprett. »Láttu guð vera fyrir utan gadd- inn og moðið; — jeg þöri að full- vissa þig um að hann ætlar þjer sjalfum að hafa vit og tilfinníngu til þess að sjá þeim fyrir almenni- legu vetrarfóðri. F.kki fer hann að færa hestunum töðu þó þcír svelti; það verða eingin kraftaverk tii að fita þá — reiddu þig bara ekki á þau nú á haustnóttum«. »Þú talar eins og þú hefur trúna °g guðsóttan til; — en jeg vona samt til drottins. Mjer dugar ekki trúleysið*. »Hefurðu ekki sjeð titlíngana falla úr húngri? Hafa ekki hest- arnir fallið úr hor; og það oftar en einu sinni, svo þú munir; þegar vanrækt hcfur verið að gánga til þcirra í tíma, eða þeim verið ætl- að að gánga af; treyst verið á guð og útigáng ? Og fjeð, sem ekki finst á afrjett á haustin, drepst það ekki oftast ? Nei, svona trú á guð er ekki rjett trú nje góð. Pað sýnir sig árlega að þessi trú er bara skálkaskjól hugsunarlausra trassa — jeg skammast mín ekk- ert fyrir þó jeg sje á þennan h á t t trúlaus«. Með það rauk Refur á harða spretti út allar götur. »Og ekki hcld jeg fari að spreingja klárinn til að skammast við þennan helvítis sjervitríng, en seinna skal hann fá að gri'pa í það hjá mjer. Til trúarvíngls læt jeg aldrei telja mig«. En það var auðsjeð, að hinir höfðu litla trú á því, að Gvendur efndi það loforð, að láta Guðbrand í Snjóbrekku grípa í hjá sjer, að nokkru gagni. Og Guðbrandur átti það þó skil- íð; þeim hefði þótt vænt um et einhver hefði lægt í honum dramb- ið og sjerþóttann; en einginn í þeim hóp vildi samt ráðast framan að Guðbrandi. Eftir þetta fór smám saman að komast á loft sá orðrómur, að Guð- brandur í Snjóbrekku þættist einn vita alt •— og líka mesti trúvíng- ull, á því gat hver þreifað sem vildi. Það vár svo dagsatt; og það versta var, að hann sjálfur gat ckki þagað yfir því. Bæarstjórnarkosning fór hjer fram á Fimtudaginn var. Kosníngu hlutu Stefán Fh. J ó n s s o n kaupmaður (endurkos- inn) og Þórarinn Guð- m u n d s s o n verslunarstjóri, báðir með 39 atkv. Kjörfundurinn var vel sóttur og var þó hvorki gott veður nje vegir. þrettándakvöld á Seyðisfirði. í'rettándakvöld er ckki svo Iítil há- tíð hjer á Seyðisfirði, svo að >ær mega vara sig hinar, stóru skepnurnar. I þetta sinn var kvöldið í öllum skrúða si'num og sómdi sjer vel. B a r n a d a n s i n n fór vel fram. Konur hacarins höfðu boðið öllu únga íólkiuu til dansleiks kríng um jólatrje í Bindindíshúsinu cins og þær eru vai> ar. Far kom um hundrað prúðbúinna

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.