Bjarki


Bjarki - 22.01.1898, Blaðsíða 1

Bjarki - 22.01.1898, Blaðsíða 1
Eitt blað á viku minst. Árg. 3 kr. borgist fyrir 1. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist yrirfram). Auglýsíngar 8 aura línan; mikill af- slátttur ef oft er auglýst. Uppsögn skrifleg fyrir 1. Október. BJARKI III. ár. 3 Seyðisfirði, Laugardaginn 22. Janúar 1898. Hvor segir sannara? I jafn þýðíngarmiklu máli, sem stjórnarskrármál okkar er, hef jeg gcrt mjer far um það hjer í blað- 'nU’ e^'r því sem jeg hef mögulega gefað og rúm hefur leyft, að prenta upp þau orð annara manna, sem jeg hef svarað eða rætt um, svo lesendur mínir sjái sjálfir hvort jeg skil þau rjett eða hermi þau hlutdrægnislaust. 1'eir geta þá og sjálfir dæmt málið og vegið rök- semdir mínar. Á þennan hátt geta allir þcir sem blaðið lesa gert sjcr sjálfstæða hugmynd um málin ef þeir hafa almenna greind og vilja hugsa um þau. Austri hefur valið gagnstæðu aðferðina, til þess að einginn gæti sjeð orð mótstoðumanna hans og hefðu þvf ekkert annað að byggja á en orð Austra. Og þegar hann svo komst í vandræðin, þá hefur hann hvað eftir annað sagt les- endum sínum að Bjarki hafi sagt hitt og þetta sem aldrei hefur staðið í blaðinu og ritstjóra þess aldrei komið til hugar að segja. Jeg hef nú stundum verið að leiðrjetta ósannindin, en oftast nær hi f jeg treyst svo heilbrigðri skyn- semi manna að þeir sæi þau sjálfir, og aðeins látið mjer nægja að benda á þau eins og t. d. í sein- asta blaði >á lofgjörð Bjarka um orðheldni dönsku ráðgjafanna«. En Austri hefur sagt ýmisleg ó- sannindi sem erviðara er fyrir les- endurna að sjá, af því þcir geta ekki rannsakað sjálf orðin sem blaðið snýr út úr og ránghermir. Eitt af þcssu eru 1 andshöfðíngja á þín j s 1 ð a s t a um það, hvort stj a r s k r á r baráttu okkar : að vera lokið með frv. V altýs eða ekki. Rjarki hefur skýrt frá því - en einu sinni að Iandshi fðíngi lýst því í efri d. f umboði st annnar, að það væri ekki n lng hennar að kröfum okkai stjórnarbótar ætti að vera 1 um ókominn tíma með þessu ''dur aðeins að frekari kr fc!nV eAkki frá bcssu þí ?&.ty - st‘iúð: ** -Samt hefur Austri margjapk því að stjórnin hafi gert það að skilyrði fyrir samþykt sinni á frumv. að stjórnarbaráttunni væri þá lokið um aldur og æfi. Auðvitað hefur hann ekki getað sýnt einn staf fyrir þessu uema skilníng sinn á orðunum »en for Tiden endelig Lov«. Og út yfir alt tckur ó- svífnin þegar hann segir að landsh. hafi haft þennan skilníng líka og aldrei tekið hann aftur í efri d. heldur hafi eftir boði ráðgjafans sagt þínginu ósatt frá þessu, og svo hafi lh. hagað svo orðum sínum að hann ætlaði þínginu að sjá gildruna. Allir sem hafa lesið þíngræður Magnúsar Stefensens munu nú víst tregir ti! að trúa þessu að óreyndu, því hvað sem segja má um hann að öðru leiti, þá er það víst, að fáir menn segja þar ljósara og ó- tvíræðara meiníngu sína en hann, og í sumar hefur honum einmitt verið brugðið um, að hann hafi verið fremur berorður heldur en hitt. lil þess að allir geti nú sjeð hjer sjálfir hvor sannara segir Bjarki eða Austri þá skal nú prenta hjer orðrjett þá kafla úr þíngtíð- indum sem um þetta mál hljóða. Orð Ih. í neðri deild standa í Alþt. B. 27. dálki og eru svo: »Jeg hef umboð frá ráðgjafanum til að lýsa því afdráttarlaust yfir, að ef frá þínginu kæmi lög, er geingju í þá átt, að ráðgjafinn fyrir Island skyldi bera ábyrgð gagnvart alþíngi á stjórnarathöfn- um sínum yfir höfuð, eigi að eins á brotum gegn stjórnarskránnni, cg í öðru lagi að Islandsráðgjafinn skuli mæta á alþíngi, fyrir hönd stjórnarinnar, á Iíkan hátt og lands- höfðínginn nú, yrði þannig lagað frv. samþ. af alþíngi, og sem eigi geingi leingra í kröfunum en hjer var tekið fram, þá mundi því eigi synjað staðfestíngar*. Svo talar Ih. um kröfu stjórn- arinnar til breytínga á 61. gr. Stjornarskrárinnar og lýkur ræðu sinni með þessum orðum: »Jeg tek það aftur fram, að komi fram og nái samþykki al- þíngis frumv., er hafi að geyma að eins þau tvö atriði, sem nefnd voru hjer að framan, og ef eigi eru teingd við það nein þau skilyrði nje rjettargeymslur, scm gefi stjórn- inni tilefni til að ætla, að hjer sje aðeins um stundarfrið að ræða, en ekkert verulegt hlje á stjórnarbar- áttunni, þá má alþ'ngi vænta þess, að slíkt frv. nái staðfestíng kon- úngs«. Þetta eru nú þau orð lh. á þínginu sem Austri og aðrir hafa bygt það á, að hann skyldi svo ráðgjafabrjefið, sem þar væri sett þau skilyrði að vjer gæfum upp alla baráttu okkar um aldur og æfi. Og þó orð lh. hefðu verið skarpari í salnum en þau standa hjer, þá hefur það aunga þýðíngu fyrir sjálft málið. En svo kom málið upp í efri d. og hafði þá á ýmsum stöðum kom- ið fram sá skilníngur á orðum Ih. að stjórnarskrárbaráttunni ætti nú að vera lokið. Framsögumaður meiri hluta nefndarinnar, sjera Sig- urður Stefánsson tekur það því ljóslega fram hve fávíslegt og ó- hugsandi þetta sje. Orð hans eru prentuð í Alþt. B. 464. dálki og hljóða svo: »H. 5. kgk. þm. (J. A. IJ.) tók það fram, að yfirlýsíng hæstv. landsh. frá stjórninni hefði fylgt það, að þetta væri fullnaðarúrslit stjórnarbótarinnar. Jeg heyrði hæstv. landsh. aldrei segja, að þíngið mætti ekki hreyfa þessu máli framar, heldur aðeins að það mætti ekki gera frekari kröfur í þetta sinn. Hvernig gæti líka stjórnin múlbundið svo þíngið um allan ókominn tíma, að það krefjist eingrar stjórnarbótar fram- ar? Sli'kt væri sú fjarstæða, sá kjánaskapur, að stjórninni getur ekki hafa komið slíkt til hugar. I3ví þó frumv. þetta væri nú sam- þykt fyrirvara- og skilyrðalaust cr það eingin viðurkenníng frá þíngs- ins hálfu um, að það ætli aldrei framar að hreyfa sig í sjálfstjórn- armálinu. Á næsta þfngi eru ef til vill allir aðrir menn, og það er ó- mögulegt fyrir okkur að binda fyrir munn þeirra, þótt vjer hefð- , um viljað. þetta er því sú fjarstæða, að mig furðar á því, að nokkur maður skuli koma með slíkt fyrir h. Ed. í alþíngi lslendínga*. Í’essi orð sjera Sigurðar eru einmitt það sem landshöfðíngi vitn- ar til hjer á eftir. Hann sjer að þíngmenn eru komnir hjer í rifr- ildi út af orðum hans sjálfs í neðri d. og vill nú taka af öll tvímæli hver skilníngur jieirra sje og eigi að vera. Hann biður því um orðið litlu síðar, og ræða hans er svo í heilu líki: (Sjá sama stað, 467. dálk). »Af því að mjcr skilst vera á- greinírigur um innihald orða þeirra og þýðíng, sem jeg talaði í h. Nd. ( umræðunum um þetta mál, við- víkjandi fullnaðarákvæði þessa frv., vil jeg til skilníngsauka taka fram, að jeg ætlaði mjcr að segja hið sama og h. framsögum. (S. St.) hefur sagt, að fyrir þetta þíng yrði frv. að vera fullnaðarúrslit: »En for Tiden endelig Lov«, þannig, að í frv. væri ekki bætt neinu nýu ákvæði, og því mættu heldur ekki fylgja nein skilyrði, hvorki 1' þíngs- ályktunarformi nje frumvarpsformi, er sýni, að þíngið álíti þetta frv. aðeins bráðabirgða- eða millibils- lög, en ætli sjer að halda fram óðara en þetta er feingið kröfum um fleiri og frekari breytíngar á stjórnarskipuninni. IJvor segirnú sannara Austri eða Bjarki? Hvern- ig gat landshöfðínginn á nokkurn hátt hrundið betur þessum mis- skilníngi, en með því, að taka það fram glögt og grsinilega að hann vildi sjálfur hafa sagt einmitt það sama og sjera Sigurður Stefánsson? Hann segir því beint og ótvírætt að það sje beinlínis hlægilegt að hugsa sjer, að stjórninni hafi kom- ið til hugar að binda hendur þíngs- ins og að það sje furða að nokk- ur maður á alþíngi skuli mæla slíkt. »En for Tiden endelig Lov« leggur landsh. auðvitað rjett út, og þó hann sjc á móti málinu sjálfur eins og hann sagði berlega í neðri d., þá fer hann hvorki með heimsku nje svik til að hnekkja því, eins og Austri sýnist ætla. Það er öldúngis þýðíngarlaust hvort lands- höfðíngi hefur sjeð þetta sjálfpr eða stjórnin bent honum á það, því hann gat vel sagt að svona væri skilníngur stjórnarinnar en svona v-æri sinn. Þetta sagði hann ekki, en scgist beinlínis sjálfur hafa viljað segja þetta. hetta er nú aðalvörn Austra móti flokki Valtýs. Nú geta allir sjeð hye merkileg hún er. Leyndarlyfjasvivirðingin. Brama lifs elixir. Þá crum við komnir að Bram- anum; þessu mógræna samsulli sem við höfum drukkið svo margar tunnur af og gefið svo margar þús- undir króna fyrir. Jeg þarf ekki að lýsa honnm svo ítarlega því hann þekkja allir og hafa lesið um þann undrakraft sem honum fylgir

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.