Bjarki


Bjarki - 22.01.1898, Blaðsíða 2

Bjarki - 22.01.1898, Blaðsíða 2
10 Hann er beinn afkomandi hinna undralyfjanna, lofar að lækna flest- alla sjúkdóma eins og þau, gera menn duglegri til getnaðar, leingja lífið og fleira þess háttar. Honum fylgir grúi af lækna vottorðum og þakkarávörpum og vottorðum frá mönnum og kor.um sem hann hef- ur gefið heilsuna aftur, og alt að tarna, öldúngis eins og öll hin höfðu. A öllu þessu gat hver skynsamur maður, sem nokkuð þekti til þessa lvfjaprángs, sjeð í hcndi sinni, að hjer var komin sama gamla samviskuleysis svika- gildran til þess að plokka iienínga út úr fólki í vasa samsullarans. En að hinu leytinu skal það ját- að, að alþýðu var á eingan hátt svo auðgefið að sjá við Bramanum. Jeg man nú ekki, og nenni heldur ekki að leita að því, hvort land- læknirinn eða nokkur annar varaði jijóðina við þessari svika blöndu þegar hún streymdi inn yfir landið miili 1870 og 80, en þó svo hefði verið, þá er slíkt oft lítið lesið og því enn þá minni gaumur gefinn. Glösin fóru um landið í hundr- uðum þúsunda með fylgibækling- um, Iækna vottorðum og lofi. Al- þýða sjálf gat ekki rannsakað hvað í glösunum var og samsullarinn Mansfeld-Búllner þekti tíma sinn og var nógu slúnginn til að gefa öllu vísindalegan blæ og blanda svo lýgi og sannleika saman að það var alþýðu eingu hægra að greina þá blöndu heldur en hina sem í glösunum var. Hann setur á sig hátíðlegan spekíngssvip og leggur vandlega út fyrir alþýðu hvernig slæm meltíng sje undirrót allra sjúkdóma, og geta þar lækn- ar einir greint hvað satt er í því og hvað logið. Svo lofar hann að halda meltíngunni í reglu og koma þannig í veg fyrir vcikindin og bæta þau ef þau eru kornin áður. F-rá hinu segir hann auð- vitað ekki, að hann ætli að gera öll þessi kraftaverk með alkunnu laxermeðali, alveg einu saman. Hefði hann sagt það, þá er þó líklegt að ein- hver hefði orðið svo skynsamur að fara til einhvers læknisins eða á eitthvert apótekið og kaupa þar nægju sína fyrir einn fimtugasta part af því sem Brama glasið kostar. I5að mun þó einkum hafa verið hið stórkostlega lof og ljómandi fógru vottorð sem sannfærðu al- menníng um ágæti Bramans. Þar cr gefið í skyn að undir þeim standi heimsfrægir læknar nr ð c.rðum og titlum í laui gum halaróír m og forsetar í heilbrigðisráðum og þar fram eftir götunum. Það var rcyndar dálítið skrítið að herra Mansfeld skyldi ekki leita til landlæknisins á Islandi eða neins annars læknis hjer sem ís- lendíngar þektu til þess að fá vottorð um lyf sitt. Það var reyndar af gildum ástæðum, því hvort sem manntetrið hefur reynt það eða ekki, þá má óhætt full- yrða hitt, að einginn læknir á öllu landinu hefði verið svo viðbjóðs- lega samviskulaus að þyggja mútur til að svíkja þjóð sína á slíku. En alþýða vissi ekki þetta held- ur og gat ekki vitað það, og hún treysti á útlendu læknana, heims- frægu með laungu titlunum, sem voru doktórar og margt fleira merkilegt. Það voru einkum tveir menn sem voru stoðir og stytta undir allri útbreiðslu Brama-lífs-elixírsins bæði hjer á landi og annarstaðar og höfðu með hinum heimsfrægu nöfnum sínum geingið í ábyrgð fyrir ágæti Bramans og ráðið öll- um til að reyna hann. Þessir menn voru: Dr. Cohler i Gotha mcdicinalráð og fjórðúngslæknir. Og Dr, med. Alexander Groyen keisaralegur, konúnglegur forustu- floks og yfirlæknir m. m. í Berlín. A Islandi var það sjerstaklega hinn frægi Alex. Groyen sem tók á sig alla ábyrgðina á Bramalífs- eh'xir. Hann hefur staðið á öllum bæklíngunum og stóru skjölunum gulu og rauðu, sem Brama fylgja, og stendur á þeim og er aðal stytta þeirra enn í dag. Því fram- an á gulskræpóttu bæklíngunum stendur enn þá: Brama-lífs-elixír. vísindalega dæmt af d r. m e d. A I e x. G r o y e n. og svo stendur á titilblaðinu: Læknisfræðislega dæmd- ur af dr. med. Alexander Groyen, keisaral. konúngleg- um yfirlækni í Berlín. Svo kemur hinn nafnfrægi for- máli og hljóðar svo: Formáli: Fjelagið Mansfeld-Búllner og Lassen sendi mjer fyrir nokkru síðan Mans- fcld-Búllners bitterinn Brama-Iífs-elixír, til nákvæmrar rannsóknar. Jeg hefi jafnan haft illan grun á öllum þeim lyfjum, sem mjög er haldið fram; þó viðhafði jeg lyf þetta við læknistilraun- ir mínar; og verð jeg að játa að það hefur í alla staði reynst betur, en jeg best gat vonast eftir. Jeg yrði að á- líta það ómannúðlegt af mjer, ef jeg ekki, þar sem um heilbrigði als mann- kynsins er að tefla, gerði mitt til að mæla fram með elixíri þessu, sem er svo einstakt í sinni röð. Einginn bitter nje blanda getur á jafnskömmum tíma og Mansfeld-Búll- ners Brama-lífs-elixír orðið eins heíms- frægur og hann er orðinn nú. Sæll er sá maður, sem í tíma grípur tíl Jiessa læknismeðals. Hinir tíðu sjúkdómar í meltíngar líf- færunum, sem auk annara þjánínga hafa stúngið sjer svo mjög niður manna á meðal á síðari tímum, hafa oft gert mjer sem lækni erfitt fyrir og jafn- framt veitt mjer tækifæri til að við- hafa ýms gömul og ný lyf, og ef satt skal segja þá verð jeg að játa, að Brama-lífs-elixír áðurnefndra fjelaga er dýrmæt viðbót í fjesjóði læknisfræð- innar. Jeg skal nú Ieitast við að lýsa svo, sem jeg sannast má, læknisafli þessa elixírs og hversu ]>að skal nota í ýms- um sjúkdómum. Eað er einlæg ósk mín að mannkynið, er Jiað les-bæklíng þennan, læri að nota Brama-lífs-elixír- ið í rjettan tíma. Fyrirhöfn mín væri fuillaur.uð, ef línur þessar gætu aftrað mönnum frá að viðhafa önnur heilsu- spillandi lyf. Dr. med. A. Groyen, Keisaral. konúngl. forystuflokks yfir- Iæknir m. m. Svo má heita að allur bæklíng- urinn sje eftir þennan Alexander Groyen, lýsíngin á magaveikinni og öllum sjúkdómunum sem Braminn á að lækna og alt það geingdar- lausa lof um bitterinn sem þar má lesa, og þá er ekki annað eftir í bæklíngnum en vottorðin. A gulu skjölunum stendur Alex. Groyen líka undir lángri lofrollu um Brama sem ágætt mcðal við mörgum sjúkdómum, sjóveiki, tauga- veiklun, bólusótt og mörgu fieira. Þessi Alexander Groyen er því og hefur verið aðalhyrníngarsteinn- inn undir Brama lífs elixírnum og undir hann og vottorð hans hafa þúsundir manna lagt líf sitt og heilsu, og hvernig líst nú mönnum á þegar Það e r áreiðanlega sannað að þessi Alexand- e r Gr oyen er ekki og hef- ur aldrei verið til, og dr. Cohler í Gotha ekki held- u r. Allir menn sem nokkuð þcktu til læknínga, sáu strax að einginn læknir í heiminum með viti gat mælt með Brama við öllum þess- um sjúkdómum, því meðalið var beinlínis skaðlegt í fjölda af þeim og gat og hefur jafnvel orðið að bana við sjcrstök tækifæri. Heilbrigðisráðið í Ivarlsruhe á Þýskalandi tók sjer því fyrir hend- ur að spyrjast fyrir um þessa herra og árángurinn varð að 1 ö g r e g 1 u- stjórnirnar í Berlín og Gotha, þar sem þeir áttu aðvera, gerðu kunnugtað þeirværu ekki og hefðu aldrei vcrið t i 1. Skýrsla lögreglustjóranna cr prentuð í »Pharmaceutiche Zeit- ung« og þaðan aftur í Ny Pharma- ceutisk Tidcnde 1885, 350. dálki, og getur hver sjeð þar scm vill, að hjer cr rjctt sagt frá. Jeg vona nú að Icsendur mínir sjái hvcrnig þessi Mansfeld-B. og hans nótar svíkja og ljúga sam- sulli sínu upp á almenníng, og það er leitt að landlæknirinn, lyfsal- arnir og læknarnir skuli ekki gera sjer meira far um að draga skýl- una ofan af þessum kynjalyfjum, en gert hefur verið híngað til og syna fólki svívirðínguna. Það gæti orðið mörgum manni að gagni, og á hinn bóginn ætti það að vera Ijett 4 metunum, þó Austri eða önnur blöð sem draga fram lífið eingaungu á leyndarlyfja auglýs- fngunum, mæli á rnóti þvf að alþýða sje aðvöruð, og vilji lofa þessum þrælum að svfkja hana eftir vild. Allir skynsamir og rjettsýnir menn munu þakka fyrir að þeim sje bent á svikin og það mun að lokum bjarga þjóðinni úr klóm leyndarlyfjanna. Það cr sorglegt að vita, að heilsa alþýðu skuli ekki vera agn- ar ögn betri eftir að hafa gefið svo stóran skerf til, að þessi svikasullari Mansfeld-B. er nú orðinn milljónaeigandi í Kaup- mannahöfn og hefur haft upp und- ir hundrað þúsundir króna tekjur á ári. Þó ekki væri nema fjár- drátturinn einn, þá er hann voða- legur, því með glasi og öllu sam- an kostaði Braminn aðcins 16 eða 17 aura; en var svo seldur fyrir I kr. og 50 aura á Islandi. Braminn mun nú mjög farinn að þverra á Islandi, en ef nokkrir skyldu vera þeir, sem hafa vanið sig svo á hann hjer á landi að þeir þykjast ekki geta verið án hans þá ættu þeir að biðja lyfsala að setja hann saman. Þeir geta látið Bramann á 40 au., þó þeir hefðu á honum sama ágóða og þeim er leyft að hafa á öðrum lyfjum. Efnin í Brama eru þessi : Aloe, myrrha, larixsveppur, safran, theriac, gentianrót, rhabarberrót, zedoarierót og kúrkúmarót út drcgið með spírítus og bætt svo við ofurlitlu af vanilletinktur og irisrót Hina rjettu og ná- kvæmu samsetníngu þekkir hver lyfsali. E11 rjettast og skynsam- legast er að eiga ekkert við þessi leyndarlyf nema eftir samráði við lækni, því þó ekki sje í þeim annað en aloe þá geta þau vel orðið skaðvæn fyrir heilsuna og jafnvcl hættuieg í vissum sjúk- dómum. Margt mætti fleira um Bramann tala, en rúmið cr lítið, og mikið eftir enn þá um Kína, Sybillu og Voltakross, og verður því að nema hjer stað um stund. Kina-lifs-eííxirinn Bruggari Kína-lífs-elixírsips, herra

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.