Bjarki - 12.02.1898, Side 2
22
dag, en að hún væri hrein hörm-
img, og persónulega hafði jeg ekki
beinst að neinum manni nema
Þíngmönnum Múlsýslínga.
Jeg bar sjálfur fram tillögur
mínar blátt og bert, og notaði
mjer hvorki nafnlaus brjef nje að-
sendar greinar.
Hafði jeg nú ekki eins konar
rjctt til að vænta þess. að þið
töluðuð til mín í sama tón, ef þið
annars virtuð mig viðtals? Jeg
gat vonast cftir ódreingilegu pukri
úr öðram stöðum, en jeg veit að
þjer hefur aldrei dottið í hug að
jeg vænti slíks frá þjer eða Þíng-
eyíngum nje Eyfirðíngum.
En svo koma nafnlausu brjefin
eg greinarnar í Stefni og Austra.
Þar stendur ekki eitt orð um
stjórnarskrármálið, ekki eitt orð til
að sýna mjer hvar jeg fari vilt eða
livað þið viljið vera Iáta. Af
brjefkaflanum f Austra skil jeg að-
eins að jeg eigi að vera á móti
Valtý, að öðru lciti er þa^ aðeins
ráðist á lffsstefnu þá sem jeg hef
fylgt og fylgi, gcfið í skvn að jeg
hafi þcgar svikist undan sumum
rncrkjunum, og sje ekki ólíklegur
til að troða hin undir fótum sem
eftir cru; og það einmitt þau sem
jeg hafði reynt til að styðja með
þeim kröftum, scm jeg átti til.
í Stefni cr þetta gert enn þá
rækilegar og það auk þess látið f
Ijósi að menn þar nj'rðra geti skil-
ið stefnu mína í stjórnarskrármálinu
með því einu móti að jeg sje að
búa f haginn fyrir mig, að fá ein-
hverjar snapir hjá Dr. Valtý þegar
hann sje orðinn ráðgjafi, og Seyð-
firðingar búnir að skila mjer af
sjer. Höf. kemur svo með þá nýu
skýrlngu í viðbót, að jeg hafi trúað
kunníngja mínum fyrir því, að jeg
væri annar faðir Valtýsfrumv. og
sýnist það vera gert í greiðaskyni
við mig til að hnekkja hinu —-
sem allir haldi.
Þetta eru þau einu svör, þær
cinu raustir sem jeg heyri frá
Eyfirðíngum og f’íngeyíngum. Þar
finnur cinginn maður ástæðu til
að skýra frá því brjeflega nje
opinberlega að hann sje á öðru
máli.
Jeg hef aldrei svarað pcrsónu-
legum árásum á mig eða kvæði mín,
varla einu sinni rciðst þeim, því
þær hafa flestar komið frá þeim
mönnum sem last var ábatsamara
frá en lof. En að Þíngeyíngar og
Eyfirðíngar nata slík vopn í
stjórnarskrármálinu á móti mjer í
stað röksemda, það sveið mjer,
því þar átti jeg von þeirra manna,
bæði þín og fleiri, sem mjer var
hlýast til allra manna nær og
fjær, og þá sömu menn hafði jeg
kannske haft hvað mest fyrir aug-
um og rent oftast huganum til
þegar jeg var að búa til einmitt
þessi kvæði, sem þeim höfðu nú
orðið handhægust.
Jeg reyndi ekkert eftir að kom-
ast fyrir það frá hverjum þessi
brjef voru, hvorki hjá ritstjöra
Austra nje öðrum. Þú trúir því
kannske ekki, en það cr satt: *—
Jeg vildi helst ekki vita það.
Niðurl.
i. Áramótin ’97 ’98.
Það hafði verið meinsamt
og marglynt —- þetta áríð,
og mörgum orðið viðsjált
með gripastofn og fleira,
og suma tíma hamast,
sem það cingu myndi eira,
þótt ekkjurnar og börnin,
feingju jafnan dýpsta sárið.
Nú stóð það bjúgt og gráhært,
með ellifúna fætur,
og feigðina’ f augum,
kríng um lángar jólanætur.
Það smábirti’ í sortann,
gegn um rökkurtjöldin rofnu,
og roða sló á loftið,
með gyltu skýakögri.
— Hið neðra kvað við argið
í grá-má úti’ í gjögri,
en glitblæjan, hið efra,
varp á neti silfur-ofnu.
Sjá, gullhliðin opnast!
En glóhærður og fagur
í geislanum birtist
hinn fyrsti nýársdagur.
Og nýárið — í röðinni
,98
nú er þarna komið
með ljósið inn í bæinn,
með blessaða vonina,
og býður >góðan daginn;<
— það birtir jöfnum höndum,
sem það verður fleiri nátta,
og af sólroðnum himni
svo hýrt það brosir niður,
sem heyri maður kveðjuna: —
»Friður sje með yðurí«
2. 1898 og fólkið,
Fólkið :
> Vcfkomið ■ — og mildara'
en árið sem er úti
ábyrgðina og ráðgjafann
fær þú oss í hlaðið;
ríddu fyrir okkur
á rjettasta vaðið,
og ráð þú okkur, hvar á
að byrja á þessum hnúti.«
Árið :
>Nei það er ekki mitt,
cins og þjóðin er sundruð,
þið getið rifist
upp 1' 1900.«
Fólkið :
>Það er hvorki fólkið,
nje rakkarnir sem rífast,
en ritstjórarnir hjerna
sem óttast þjóðargrandið,
þeir eru nú að sýngja
hjer sjálfstjórn inn í landið,
en samt er eins og stefnan
eigi bágt með að þrífast.*
Arið :
»Það er ekki stefnan,
sem um cr rifist, bræður,
en atvinnan, dreingir,
scm stefnunni ræður.
Ólafur J. Bergsson
ÚTLENDAR FRJETTIR.
—o —
Alphonse Daudet, heims-
fræga skáldið frakkneska, andaðist
f Parfs 16. Des. 57 ára gamall.
Cúba. Mc Kinley forseti
Bandaríkjanna lýsti þvf nýl. í
boðskap sínum til þíngsins að ekki
gæti komið til máia að taka Cúbu
inn í sambandið, og rángt væri að
viðurkenna hernað uppreistarmann-
anna sem löglegan eða rjettmæt-
an ófrið, því Spánn væri að reyna
að koma á þeim rjettarbótum sem
heitið hefði verið og yrði að gefa
stjórninni frið til þess.
Taiað hefur verið um að upp-
reistarmenn væri ekki ófúsir á að
taka sáttaboðum Sjiánar, en allar
fregnir frá Cúbu eru tortryggileg-
at sem koma yfir Spán, en hvort
sem það cr satt eða ekki, þá er
hitt vfst að enn þá er barist á
Cúbu og ekki að sjá neitt Iát á
uppreistinni.
Holger Drachmann hefur
gefið út nýtt leikrít scm heitir
Brav-Karl. Eftir því sem útlcnd
blöð segja er það ævintýrlcikur,
en þó að ýmsu leiti miðaður við
vora öld einkum andlega eymd og
hugleysi og er sagður ágætur af
þeim mönnum, sem vanir eru að
vita hvað þeir segja. Leikurinn.
sýnist að vera rnikið til rímaður,
ljett og hnyttið eins og Dr. er lag-
ið. Ur inngángsljóðtnu er þetta
tilfxrt, sem brot úr lýsíngu hans
á landi sínu og samtíð :
Dcr er ej Resonans i dette Land;
man raabe kan derind hvad det
skal være:
Stolthed og Storsind, Poesi og
Pærc —
det lyder alt som Stokkestöd í
Sand;
der lysner ej bag Horisontens
Rand
et Skær„ som kunde flammetegne
Byen —
tre Ting kun pirrer op den danske
Mand:
Frelaens Armé, Missionen og
Revyen!
Hlutafjelagsprentsmiój-
an í Kristjaniu brann 3. Des. þar
eyðilagðist fjöldi af myndsteinum
(sem myndir eru grafnar á til
prentunar) og sægur nýrra bóka,
þar á meðal 3000 eintök af fcrða-
sögu Nansens. Skaðinn metinn
400,000 kr,
Hinn ágæti danski sögumaður
og mennfngarfræðíngur Troels Lund
hjelt nýlega ágætan fyrirlestur í
Stúdentasamkundunni dönsku um
16. öldina. Aðaleinkenni hennar
voru: Lífsþrekið sem sýndi sig í
landaleitunum, viðreisn trúarinnar
eftir siðaskifti Lúthers og hin sót •
svarta djöfiatrú sem um sama bil
lá yfir þjóðunum Og hefði svift þær
vitinu hefði ekki stjörnuþýðend-
urnir riðið þar baggamuninn, segir
Troels Lund, og getur þess að
stjörnuspádómar þeirra hafi ótrú-
lega oft geingið eftir.
Á heljarþröminni.
Bráðum þarf Guðjón alþíngismaður á
Ljúfustöðum ekki að kvíða því að ís-
lenski sjávarútvegurinn ræni fóikinu
frá landbúnaðinum, því eftir útliti og
athöfnum manna erlendis sýnist skipa-
útgerð vor eiga skamt eftir til að berja
nestið. f aJ er ekki annað að
sjá nú en að annar aðallífs-
bjargar vegur landsins sje
á heljarþröminni.
Marga hyggna sjómenn víða um
land er fyrir laungu farið að óa við
framtíðinni. Það er af sú tíð nú, þegar
ekki var við aðra að kcppa cn frakkn-
esku skipin og þorska og hákarla-
skúturnar íslensku. Tá borgaði báta-
útgerðin sig vel. Báturinn átti reynd-
ar marga landlegudaga og fiskaði lítið
í hlutfalli við mannafla eftir þvi scm
nú er títt, en kaupið var líka lágt og
gott rúni fyrir fiskinn á markaðinum
og hann þá oftar í góðu verði, svo að
öllu samanlögðu var atvinnan í fíest-
um áfum ábatasöm.
Tilskipin, seglfiskiskipin sökuðu bát-
ana lítið, því þau hafa í aungu landi,
svo kunnugt sje, borgað sig svo miklu
betur en i átarnir að þau vxru auk’n
að mun, því annars væru það hrein
undur hve þilskipafiotar fiskiþjóðanua,
Breta, Norðmanna, Frakka og Ameriku
hafa lítið aukist síðasta mansaldur.
En svo komu gufuskipin. Bretar,
Amerikumenn og Norðmenn byrjuðu
hverir á cftir öðrum að hafa gufuskip
til fiskifánga. Fyrst voru þau notuð
einkum þar sem óhægt var að korna
seglskipum að, svo scm við hvala, hnýsu
og marsvína veiðar og þcssháttar, en
svo fcið ekki á laungu áður menn sæu
hve ágæt gufuskipin voru við þáveiT,
scm fljótt og haganlega þurfti að koma
á markaðinn, svo sem kola og lúðu
veiðar.
Lúða og koli eru mcst notuð ný og
jetin mcð græðgi um Evrópu og Arae-