Bjarki


Bjarki - 26.03.1898, Blaðsíða 1

Bjarki - 26.03.1898, Blaðsíða 1
Eitt hlað á viku minst. Árg. 3 kr. borgist fyrir 1. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). III. ár. 12 Á heljar þröminni. —o— (Síðasta grein). í tveim fyrri greinunum hefur verið sýnt fram á þau líkindi sem eru til þess, að báta og þilskipa- veiði hljóti að hverfa svo, að hún verðí mjog þýðingarlítil fyrir versl- un og atvinnu landsins og að þess- arar breytíngar geti varla orðið lángt að bíða. l’ess var og getið að flestir dugandi menn hjer eystra hefðu nú mikinn hug á að koma sjer UPP fiskigufuskipum og álitu það eina ráðið til þess að geta haldið áfram sjávarútvegi með ábata von og þurfa ekki að hætta fje sínu í skip og veiðarfæri sem verða ónýt og einkisvirði á fám árum. En þá var eftir spurníngin: Hvernig á að koma upp fiski- gufuskipunum? i:>að er nú ekkert efamál að ymsir dugnaðar og framkvæmdar- menn muni koma upp gufuskipum af eigin ramleik, kaupa þau eða láta byggja þau eins og nú þegar er farið að bóla á en þetta vcrða þó einkum þeir menn, sem mest hafa fjármagnið og lánstraustsins njóta utanlands og innan og það eru kaupmennirnir. Bændum verð- 111 erfiðara fyrir, því þar verður góðan tíma fyrst um sinn varla nema einn og einn, sem hcfur orku á að ná sjer í þær 30 til 40 þús- undir króna sem gufuskip kostar mcð áhöldum. Hlaupi því landið sjálft ekki undir bagga hjer, þá verða nokkr- ir kaupmcnn og örfáir bændur hin- u einu menn scm af Islands hendi gcta náð í fáar krónur af þeim milljónum mil]jóna sem liggja hjer við strendurnar og b{ða cftir aunglum og botnvörpum. a \rii þcim scm ekki eru þíng- mcrin og bafa því aunga skyldu ti! að vcrja cinstök kjördæmi eða gcra þeim til skaps, cn líta óhlutdrægt á h% landsíns — fyrir þeim sýn- ist það nú liggja í augurn uppi hvað ísland ætti að gera í þessu efni. *Iver rnaður, scm hefur iaungun að \]ta fyrir hvað Island kaup- irvörur þær, semþað færfrá oðrum londum, gctur sjeð þetta, ef hann íær ljeð Stjórnartíðindin ug nennir að lesa í þeim svo sem 10 mínútur. Hann getur þá sjeð að ísland flutti út 1895 samtals 7 milljónir og 492 þúsundir í vör- um og peníngum. Af 7 millj. 492 þús. voru nú 5 milljónir og 4 þús. afurðir af sjávarafla en aðeins 2 millj. 93 þús. af landbúnaði, það er með öðrum orðum að 1 a n d s- búar fá meira en tvo þriðju hluta af öllum kaupeyri sínum íir sjón- u m. Jeg sje nú að sumir þíngmenn hafa lítið skyn á hvað verslun og víðskifti hafa að þýða, en þeir verðá þó fáir sem hafa hug til að s e g j a þetta, og því munu þeir flestir hafa þá húsgángskænsku að kannast við það í orði kveðnu að vcrslunin hafi einhverja þýðíngu. En leingra nær skilníngurinn ekki en það, að þeir lýsa því að þeir sjeu hlyntir verslun og viðskiftum en stritast þó við 1' sömu ræðunni að sýna að landið eigi sem minst að gera til þess að styðja sjávar- útveginn og tryggja líf hans fram- vegis. Qg þetta cr þó aðalstofninn undif allri verslun landsins. l’að eru ckki einúngis sjávarbændur, heldur líka fjöldi sveilabænda, að minsta kosti á suðurlandi, sem kaujia drjúgan af nauðsynjum sín- u.ti fyrir hlutinn, sem vinnumenn þeirra afla um vcrtíðina, þó það sje nú nokkuð minna en áður var. Ef þcssir menn, sem þykjast unna vcrslun og viðskiítum, vissu hvað þeir eru að fara með og v i 1 d u þetta sem þeir segjast vilja, þá ætti sá kafli ræðunnar að hljóða á þessa leið: *Jeg er einn af þeim, sem álít það eitt af aðalætlunarverkum hinnar sameiginlegu ráðsmensku allrar þjóðarinnar, sem við hi furn á hendi, að styðja viðskifti ( g verslun als landsins, svo að hverj- um rnanni geti orðið sem mcst úr vörum sínum og hann gcti náð sem hægast nauðsynjum sínum frá öðrurn. En af því meira en helm- íngur landsmanna lifir af landbún- aði eða styðst við hann, og af því það cr atvinna mín, eins og meiri hluta hinna háttvirtu deild- armanna og kjósenda þeirra, þá vil jejj að landbúnaðuriun sje gerð- ur sem arðsamastur bæði með því að auka vörumagnið og greiða veg fyrir því á markaðinum, eins og flestir háttvirtir ræðumenn hafa tekið fram í dag. En af því öll verslun og við- skifti lansdsins bæði innbyrðis og við heiminn byggjast aðeins að tæpum þriðja hluta á afurðum landbúnaðarins, þá skilst mjer sem lítil verslun og þvf lítil viðskifti og örlitlar samgaungur myndu verða í landinu og við landið, ef land- búnaðurinn ætti að halda þeirn einn uppi, og þá full vissa fyrir að þær yrðu svo dýrar að landbún- aðurinn færi iíka á höfuðið, þá sje jeg ekki betur en þörf okkar allra heimti að við styðjum líka af alefli þá atvinnu grein, sem ber á herðum sínum meira en tvo þriðj- únga af öllum viðskiftum og öllum samgaungum. Samgaungur landsins, verslun og hagur þess allur heimtar því að við látum sjávarútveginum ekki hnigna, því þá hnignar allri okkar velmegnun. Nú er útlit fyrir að báta útveg- urinn sje á fallanda fæti, og þó þilskipin svari enn þá kostnaði, sem er mjög vafasamt, þá vitum við að mestu útvegsþjóðirnar eru að losa sig við þau og það eitt er nóg til þess að við megum ekki líta við þeim, þvf þá er vissa fyrir að þjóðin ar sem reynsluna hafa telja gufuskipin arðsamari, og þeg- ar við eigum við þær að keppa á heimsmarkaðinum, þá verðum við jafnilla settir nieð þilskipin, eins og við urðum með íslcnsku ljáina eftir að hinir voru komnir á land. Hjer á því landssjóður að styrkja gufuskipakaup og gera það fljótt og vel, og það vill svo vcl til að hann getur gert það án þess að missa einn eyri. Utvegsmenn biðja hjer ekki ölmusu; þeir biðja ein- úngis um lán, sem þeir borga fulla vöxtu af og endurborga á ákveðnum tíma en setja á meðan fult veð fyrir. því ætti þíngið ekki einúngis að leyfa gufuskipaeigendum að taka þátt í þessum 30 þús. sem lánað- ar eru til skipa kaupa, heldur ætti það að hækka þcssa upphaið upp 1' 60 80 þúsundir og gera lán- kjörnin scm allra hægust og að- geingilegust, svo bændur geti treyst sjer til að leggja saman í Auglýsíngar 8 aura línan; mikill af- slátttur ef oft er auglýst. Uppsögn skrifleg fyrir 1. Október. 1898. skip sem flestir og sem víðast. Sjeu aðeins 10 bændur í firðin- um eða sveitinni sem eiga 2 þús. króna eigur eða. lánstraust, eða 5 sem eiga 4 þúsund kr. lánstraust, þá geta þeir eignast gufuskip í fjelagi með styrk landssióðs, og þó ekki væri nema So þús. á hverju fjárhagstfmabili, þá myndi landið eiga að fjórum árum liðnum 8 — 10 fiskígufuskip mcð því að lána hverjum eiganda alt að helmíngi af skipsverðinu eða 15—20 þús- undir á hvert skip. En tala gufuskipanna myndi að fjórum árum liðnum verða miklu meiri, því sýndi reynslan að von væri til að þau svöruðu Kostnaði, myndi margur maður verða til að koma sjer upp skipi styrklaust. í’að má því óhætt segja að landið ætti 12 til 16 gufuskip að 4—5 árum liðnum og væri það góð byrjun. A þeim tíma fæst auk þess dá- lítil reynsla í þessu efni -og sje hún góð, cða á hina hliðina . sjc hætta á að við verðum riðnir ofan í kapphlaupinu við útlendínga, ef við færum ofhægt, þá er landinu innanhandar að taka til viðiaga- sjóðsins eða taka svo sem milljón lcróna lán til skipakaupa. Væri þa.r á móti eiiigin hætta á kúgun eða kapphlaujii, þá gætum við bara haldið rólegir áfram með hægð og styrkt aðeins 2 til 3 skip á ári. Misheppnist alt þar á móti, þá missir þó landsjóður ekkert, því hann hcfur aðeins lánað út á hálf- virði skipanna, svo hætta g e t u r hjer eingin verið. Jeg legg það því tii aft hin heiðraöa deild setji á fjárlögin 80 þús. kr. úr viðlagasjóði sem lán tii fiskigufuskipa kaupa«. þessi ræða hefði nú ekki orðið vinsæl á alþíngi Islendínga, en lnin var rjett hugsuð aungu að síður. Nei, þxr voru ólíkar þcssu ræð- urnar, þcgar verið var að. tala um tillögu sjera Einars um það hvað gert yrði sjúvarútveginum til gagns. Sjálfur Lenti hann á vátrygg- íngu, lán til þilskipakaupa og í s hú s. B e n. . S v bcndir á vátrygg- í n g fy r i r þ i 1 sk i p. þ ó r ð u r í Ilala var hræddur um að hol l a Lra ver ði að halda sj e: r v ið 1 > i 1 s k i p i n í bráðina.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.