Bjarki


Bjarki - 26.03.1898, Blaðsíða 2

Bjarki - 26.03.1898, Blaðsíða 2
46 ITaldór Daníelsson hyggar bátana góða enn, eins góða og þilskipin og alt of stórt stökk til gufuskipa. Guðjón Guðl. vill láta land- búnaðinn sitja fyrir, því hann sje hollari til frambúðar og jarðabœt- ur taki menn ckki með sjer þó þeir fari úr landi, cn það geti þeir gert við skipin. Annars finst manni á ræðum þess þíngmans cins og sjávaratvinnan iifl aðeins á því að sjúga blóðið úr landbúnaðinum, með því að laða fólk til sín frá sveitabændum, og því var hann meðmæltur gufuskipum, ekki af því að hann vildi ekki helst að þau væri burtu líka, heldur eftir reglunni »af tvennu illu taktu það skárra«, því manntetrið greiddi at- kvæði eftir sem áður móti gufu- skipunum af þvt' að bátarnir væru enn góðir víða. Hann var þá bú- inn að gleyma því aftur að þeir voru allra mannfrekastir af öllu. þórður Thoroddsen sagði meðal annars þetta: »Jeg er þeirrar skoðunar, að á næstu ára- tugum breytist veiðiaðferðin ekki svo að fiskiveiðar verði ekki að mestu stundaðar á opnum bátum<. Tryggvi Gunnarsson vildi ekkert við gufuskip eiga, við vær- um aungu bættari með þeim; við ættum aðeins að efla þilskip af því þau veittu svo mörgum monnum atvinnu. Lesi menn saman ræður þeirra Guðjóns og Tryggva, það er góð skemtun. Sá eini maður, sem talaði í þessu máli með þekkíngu og fram- svni, var Dr. Valtýr Guðmundsson. ] Iann barðist af öllu afli fyrir gufuskipastyrknum við hvert tæki- færi sem hann gat náð í og færði til allar aðalástæðurnar, sem hjer hafa verið taldar í þessum greinum, þar á meðal þá, að fiskiþjóðirnar væru nú allar að losa sig við þil- skipin. Kn það kom alt fyrir ckki. Nefndin sem sctt var í fiskiveiða- málið lagði það til við fjárlaga- ncfndina, að veita lán til þilskipa og þegar Dr. Valtvr reyndi til að koma gufuskipunum inn á fjárlögin fjckk hann eina 4 —fjóra — menn með sjer. I’að er þó ekki meiníng mín að drótta að mótstöðumönnum gufu- skipanna að þeir hafi gert þetta af illum vilja, að undanteknum þeim Guðjóni og Tryggva. En þekking- in á því sem fram fer í kríng um okkur er dæmalaus. Og árángur- inn verður sá af öllu þessu að útvegsmenn á Islandi eiga lítils liðs að vænta af þínginu meðan sömu menn sitja þar eins og nú. Hjer verður því hver að arka á eigin spítur. Niðurlag. Kafli úr Brjefi frá merkum bónda í Inn-Eyafirði, “/7-98. þó jeg sje mánna latastur að skrifa, þá lángar mig þó til að senda yður nokkrar ltnur til þess að láta yður vita að það eru eing- anveginn allir Eyfirðíngar sem lesa með ánægju nfðgreinarnar um Valtý og hina aðra miðlunarmenn er fylgja vilja sömu stefnu í stjórnar- skrármálinu og hann. Jeg hefi talað við nokkra bændur, sem jeg álít einna skynsamasta og gætn- asta hjer f sveit og heyrist mjer þeir vera orðnir leiðir á »hrúts- pólitíkinni«, er þjóðviljinn kallar svo og öllum þeim skömmum, sem hún lætur dynja yfir mótstöðumenn sína. En erfitt mun þó mörgum þykja að átta sig í því pólitíska moldviðri, sem nú geingur fjöllun- um hærra, og munu ófúsir á að kveða upp eindregið álit sitt eða taka fasta stefnu fyr en storminn lægir og fer að rofa til lofts. Mjer fyrir mitt leyti virðist það augljóst að aðalskilyrði fyrir því að vjer fáum nokkurntíma viðunandi umbætur á stjórnarhögum vorum sje það fyrst og fremst, að þíng- menn sjeu samtaka og sammála og svo hitt, að samkomulag náist milli þíngs og stjórnar. þótt Danir sjeu smáþjóð, þá erum við þó enn minni máttar og því með öllu ó- hugsandi að við getum kúgað neitt útaf þeim með valdi, allra síst ef við erum sjálfir sundurþykkir. Jeg hef þvf með sárri gremju, jafnvel með fyrirlitníngu, lesið sum blöð- in — þar á meðal Stefni, þetta Iitla blaðkríli okkar Eyfirðínga — að því leyti, sem þau hafa það fyrir mark og mið, að blása að fjandskaparkolum milli helstu manna þjóðarinnar og fulltrúa hennar og nota sjer ímyndaða eða virkilega heimsku alþýðunnar til þess að telja okkur trú um að mikill hluti þíngmanna og þjóðfulltrúa vorra, sje pólitísk núll, óhlutvandir menn, svikarar o. s. frv. Mjer finst það vera meira en mcðal dirfska og gánga bylgðunar- leysi næst að bjóða oss bænda- görmunum slíkt. Þótt vjer kunn- um að vera heimskir og skilníngs- daufir, þá dyist oss þó ckki að þetta er fjarri sanni. Það er annars hörmúng til þess að vita að stjórnarskrárbaráttan skuli nú síðustu árin hafa snúist upp í innanlands ófrið, scm eytt hefur stórfje til ónýtis, lamað krafta þíngs og þjóðar og sundrað þeim, svo einn brýtur það sem annar byggir og alt fer á ríngulreið. En hverjum er nú um að kenna allan þennan gauragáng? Er það ekki einmitt sá flokkur, sem Ben. Sveins- son hefur verið fremstur í, sem hjer hefur haft upptökin, kastað fyrsta steininum að þeim mönnum, sem dirfst hafa að benda á nýar aðferðir í stjórnarbaráttu vorri, þegar þeir voru orðnir sannfærðir um að aðferð Benedikts og hans fylgifiska myndi aldrei leiða til sig- urs. Það er þessi flokkur, sem á síðustu 8 árum hefur þrisvar sent kallara út frá herbúðum sínum til þess að kalla eld af himni yfir mótstöðumenn sína, yfir þá menn sem ekki vilja altaf berja höfðinu við steininn, heldur beygja lítið eitt til hliðar í von um að komast heldur eitthvað áleiðis að því tak- marki, sem allir segjast vilja ná. Það er lfka einmitt þessi flokkur manna, sem altaf hefur látið það klíngja að stjórnarmálið bæri öll önnur framfara og velferðarmál í skauti sínu. En nú er komið ann- að hljóð í strokkinn hjá þeim. Nú segja þeir að okkur liggi ekkert á, við getum vel unað. við þau stjórn- arlög, enn um hríð, sem við nú höfum, það sje betra að bíða þángað til við fáum alt í einu. En hvenær verður það? Það virðist þó vera full ástæða til að óttast fyrir því, að enn eigi stjórnarbótin lángt í land, meðan þjóðin nær ekki meiri þroska en hún enn er búin að ná. Því þótt stjórnin vildi nú enn slaka nokkuð meira til og unna okkur viðunan- legrar stjórnarbótar, þá má búast við að enn rísi upp pólitfskir æs- íngamenn, sem hrópa um uppgjöf, innlimun, varmensku, svik og land- ráð og spilli þannig öllu sam- komulagi. ÚR MEÐALLANDI. Frjettir tíni jeg ekki miklar til í ]>etta sinn, þó vcrð jeg að geta þess að nú í 3 vikur eru þau jarðbönn yfir alla Vestur-Skaftafelssýslu að ckki mun neinstaðar gamall sauður svifta sig bráðhúngri og hefur slíkt ekki komið fyrir á einstaka bæjum síðan 1835, er því aldrei aetluð nein heytugga fullorðnu fje á þeim stöku bæjum, en yfirleitt eru afarslæmar horfurfyrir fjárfelli hjer í allri sýslunni, víða farið að skera lömb og nokkrar kýr og iiggur fyrir áfram- hald á því svo alment að kalla má. Hvergi er mikið álag á jörð en marg- falt klakahlað, því hver blotahríðin lamdi yfir aðra framan af þorranum og fraus jafnóðum, oft sama daginn rign- íng, síidda, bylur og frost. Tvisvar gerði aftaka vestan rok; í fyira sinni 18. Jan. og á þorra, nóttina milli 15- 16. Febr. að framúr keyrði, tók þá í loft upp járnþak af tveim allstórum heyhlöðum á Hörgslandi á Síðunni og telst til að þar hafi um leið tapast á 70 hesta af heyi. Allur veturinn hefur verið sjerlega frostavægur, mest frost 10° á R. 21. Jan. Um alla þessa sveít og allar nær- liggjandi hefur geingið mjög illkynjuð kvefsótt sem tínt hefur upp á sumum bæjum hvert mansbarn og það aftur og aftur. Prestur okkar Meðallendínga sjera Gísii Jónsson, hefur Iegið við og við allan þorran og nú þessa fyrstu góu viku hefur hann legið þúngt hald- inn, er nú aðeins von tíl afturbata. Aungir nafnkendir hafa samt dáið sem jeg man eftir. Talsvert hefur orðið vart við trjá- viðarreka í vetur mest af plaunkum, nokkuð rusl líka af fjalvið. Alt andlegt líf er hjer um pláss nú um stundir mjög dauft. Hugir manna snúast að mestu um heyleysið og haga- bönnin, en með vorinu vaknar að lík- indum dáiítill pólitfskur áhugi til und- irbúníngs fyrir alþíng 1899, einúngis að meira samheingi gæti orðið í aðal- stefnu þíngmálagarpanna á næsta þíngi bæði í stjórnarskrármálinu og [öðrum mest áríðandi málum og fátækralögjöf- inni o. m. fl., hcldur cn verið hefur. bað er mír. skoðun að síðasta þíngs stjórnarskrárbarátta hefði getað sparað betur tímann með því að taka, jeg vil segja sáttaboðum stjórnarinnar með frumv. Valtýs; við áttum geymdan rjctt okkar samt fyrir því til betri framtíð- ar í stjórnarskármálinu. Jeg slæ nú í botninn á þessum ó-. merkilega pistli og finst mjer þú valla geta tekið úr honum eina línu hvað þá meira í >Bjarka«. Frikirkjufundurinn var haldinn á Lriðjudaginn var, sam- kvæmt auglýsingunni hjer í bJaðinu. Þar munu hafa verið viðstaddir nálægt 70 mans. Vilhjálmur Árnason, útvegs- bóndi á Hánefsstöðum stýrði fund- inum. Sigurður útvegsbóndi Einarsson hjelt inngángsræðuna og skýrði frá til- gángi fundarins. Taldi hann aðalor- sökina til fríkirkjuhugmyndarinnar hjer bæði óánægju með ýmislegt fyrirkomu- lag í þjóðkirkjunni og kala milli prests og safnaðar. Jóhann á Gnýstað tók og einkum fram það síðara sem orsök til frí- kirkju hreyfíngarinnar. Húsfrú Arnbjörg Stefánsdóttir kvað það á almenníngsvit- orði að svo mikið ólag væri miH' prests og safnaðar, að báðum málsaðilum mætti vera þægð í að losna hver við annan og til þess væri fríkirkjan bcst. Sjálf hafði hún persónulega ekkert á móti sjera Birni og kvað fyrir sitt Ieyti ekkert því til fyrirstöðu að sjera Björn yrði kjörprestur fríkirkjunnar ef hann gæti geingið að því. Ósam- lyndið mundi einkum sprottið af því fyrirkomulagi sem væri á tekjuinn- heimtum prestins, — út úr krónunun. Sjera Björn Þorláksson kvað þessa óánægju milli prests og safnaðar, scm ræðumenn hefðu talað um, vera aðeins ímyndun manna, að mínsta kosti væri eingin óvild frá sinni hálfu. Og þar sem sóknarleysíngjarnir hefðu verið færðir sem ástæða fyrir óánægjunni, ]>á yrði hann að segja það, að hann skiidi ekki hvaða ástæður þeir gæti hafa haft — og ekki hefðu þeir talað

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.