Bjarki - 07.05.1898, Qupperneq 2
70
verða oft áður á Þíngvallafundum,
auk þess sem það er beinn kostn-
aðarauki að leigja hesta í Rvík
uppeitir og beinlínis vansjeð að
allur sá mannurmull gæti einu sinni
feingið hesta og því síður afar-
kostalaust.
Hitt er stórum Iakara að þíng-
menn úr tveim minni flokkunum
einum saman senda út fundarboð
án þcss að virða viðtals fjölmenn-
asta flokkinn úr þínginu. íþetta er
of berserkslega, of einræníngslega
að farið. Því þó það sje verra en
vera bæri, þá er samt við því bú-
ið, að Valtýs flokkur mcti svo,
sem hinir hafi ekki v i 1 j a ð við
sig tala, en ætli að fara sínu fram
með harðneskju og skilmálalaust.
l’etta getur orðið til þess, að
stærsti flokkurinn sjái ekki að hann
eigi annað að vilja á Þíngvallafund
cn hárreitast við menn, sem fyrir
fram eru staðráðnir í því að láta
aungu tauti við sig koma og er
þá hætt við, að þeir sem eru ekki
sólgnir í rifrildi kjósi heldur að
vera heima.
En þó þcir komi allir, þrátt
fyrir þctta, þá hlýtur þessi aðferð
fundarboðendanna að eggja fremur
til ósættis en samkomulags, því
þegar eingin málaleitun hefur farið
á milli, er eðlilegt að mcnn búist
helst við bardaga og búi sig undir
hann, og það flýtir ekki fyrir friðn-
um.
Hjer dugar ekki að vitna í það,
að þjóðin geti og eigi að fara sínu
fram án tillits til þíngflokka, þar
sem þíngmenn sjeu hvorki kjör-
menn nje kjörgeingir á fundinn.
Það er að vísu ekki þýðíngarlaust
að loka þíngmenn úti frá þessu,
cn við vitum allir hve afar mikinn
þátt þíngmcnn geta átt í því, að
kjördæmin sendi mennina eða sitji
heima. Það getur auk þess verið
beinlínis hyggindaráð að sitja
heima, því sá flokkurinn sem heima
sat gctur mcð mcira eða minna
rjetti talið sín megin alla kjósendur
á landinu sem ckki standa á fund-
arskrám hinna flokkanna. Það
gctur því auðveldlega farið svo, að
á Þíngvöll komi menn úr tveim
þi iðjuhiutum kjördæma, en gcti
ckki sýnt að þeir sjcu valdir af
meira cn einum þriðja eða íjorða
hlut kjósenda als landsins.
Það getur því orðið svo um
fundarsamþykktina aö hvorki þjóð,
þíng nje stjórn viðurke.ini að húu
sje sannur vilji landsmanna. Og í
því er þá þessi aðfcrð orsök.
En þetta má ekki vera svo.
Annað hvort aungan fund, eða fund
, sem einginn geti neitað um að
hafa sterkan meirahlut þjóðarinnar
að baki sjer og sínum athöfnum.
Það er nú að sönnu einginn
þfngvallafundur orðinn enn þó
fimm þíngmenn sendi út fundarboð.
Fundurinn verður auðvitað eða
verður ekki, alt eftir því, hverjar
undirtektir boðið fær. En af því
fjórir þeirra eru atkvæðamiklir
þíngmenn má telja víst að þeirra
sinnar fylgi að því máli, og fari
svo, að meiri hluti kjördæma vilji
senda á fundinn þá væri ílla farið
ef hin tæki það ráð að sitja heima.
Það er vitaskuld að foríngjar þmg-
flokkanna koma á fundinn og hljóta
að hafa þar mikil áhrif, svo það
er tómt þvaður að þjóðin geti ráð-
ið þar ráðum sínum án þeirra, en
kjördæmin ættu að gæta þess að
velja þá eina menn, sem heldur
efli samkomulag en ófrið, ef þeim
er alvara um friðinn, og þá
gæti kannske eitthvað unnist þrátt
fyrir þessa byrjun.
Verði hægri menn við stjórn í
Danmörku, þá hljótum við að fylkja
okkur betur en nú er, hvort sem
við viljum frið eða stríð, og komi
vinstri menn tíl valda, ættum við
helst allir að verða á eitt sáttir um
þær krötur sem við gerum á hend-
ur þcim, því það er vitaskuld, að
bæði Dr. Valtýr, og allir aðrir
krefjast þess að þeir efni þá heit
sín við okkur.
Hvcrnig sem fer þarf þjóðin því
að verða samtaka, og getur það
varla betur cn með almennum
fundi sem hjcraðafuudir hafa undir-
búið. Og þó þetta fundarboð
komi nokkuð öðruvísi við en það,
sem stúngið var upp á í 15. tbl.
Bjarka, þar sem gert var ráð fyr-
ir að allir flokksroir kæmu sjer
saman um þessa úrlausnatilraun
málsins, þá munu böfundar þeirrar
uppástúngu ekki láta þetta í vegi
standa ef þetta fundarboð fær þær
undirtektir að von sje um árángur.
Loks má geta þess að allar um-
ræður um þetta mál verða erviðar
meðan við vitum ekkert víst um
breytíngu í Danmörku, og að
fundardagurinn er að þvf leiti óhag-
kvæmur að mönnum umhverfis
land er illmögulegt að nota nokk-
u ar skipaferðir ncma mcð miklu
tímatjóni.
Við bíðum nú undirtektanna.
Ritstj.
Herra ritstjóri!
Eftirfarandi línur biðjum við yður að
taka í blað yðar:
í 9. tbl. Bjarka þ. á. stendur grcin-
arkorn eftir hr. íngimar Jónatanson,
sem hann kallar »leiðrjettíng« á brjef-
kafla þeim, sem Austri flutti í 53. tbl.
f. á. um leiðarþíngin í Eyafirði, sem
alþíngismenn sýslunnar hjeldu á síðast-
liðnu hausti, á Grund og víðar. En
þar sem höfundur grcinarinnar í Bjarka
rángfairir en leiðrjettir ekki, finnum
við ástæðu til að gera eftirfylgjandi
athugasemdir, hvað Ieiðarþíngið á
Grund áhrærir.
Höfundurinn skýrir lesendum Bjarka
svo frá, að hvorugur okkar hafi talað
»eitt orð á Ieiðarþínginu viðvíkjandi
stjórnarskrármálinu«, að undantekinni
eínni spurníngu, sem ar.nnar okkar
hafi borið upp fyrir Jón í Múla, en
þetta eru ósannindi.
Með þessari yfirlýsíng, ætlar höf.
að sýna fram á, að brjefkaflinn í
Austra hafi ekki verið áreiðanlegur og
að »rjetthverfan á sannleikanum,« hafi
þar ekki snúið að lesendunnm, Og þetta
læst hann svo leiðrjetta með grein
sinni í Bjarka, sem honum þó algjörlega
mistekst, því á leiðarþínginu töluðum
við báðír á móti Valtýsfrumvarpinu.
Austragreinin er því í alla staði rjett,
að því er snertir leiðarþíngið á Grund.
Haligr. Hallgrimsson.
Magnús Sigurðsson.
* * *
* *
»Svá lýkr húr hverju hestaþingi*
Og þó Bjarki sje sjerlega þakklátur
fyrír allar Ieiðrjettíngar bæðí á orðum
sínum og annara blaða ef þau eru raung.
þá þykir honum það þó altaf ágæt-
ur kostur og mikil Iprýði á Iciðrjett-
ínga leiðrjettíngum, og einkum ef það
yrðu nú leiðrjettíngar á ieiðrjeltínga
leiðrjettíngum að þær sje sem fáorð-
astar og kjarnbestar.
Ritstj.
Menníng’ og glæpír.
ítalskur sáiarfræðíngur, sem sjerstak-
laga hefur lagt stund á sálarfræði
glæpamanna eða lögbrjóta hefur skrif-
að grcin í »North American Review«
um það, að tala glæpa sem drýgð-
ir eru í heiminum fari ekki
mínkandi með vaxandi menn-
íngu, en verði einúngis annar-
ar tegundar. Morðum og öðrum
hryðjuverkum fækkar með vaxandi
mentun, en þjófnaði og alskonar svik-
um og prettum fjölgar að því skapi.
Til dæmis segir hann að af hverjum
100,000 íbúum fremji á Ítalíu 96 morð,
á Úngverjalandi 75, á Spáni 58, í Port-
úgal og Austuríki 25, í Belgíu og
Frakklandi 18, í Noregi og Svíaríki 13,
á Fýskalandi og Einglandi 5. Fví heit-
ara sem loftslagið er, því fleiri morð
eru drýgð. Á Einglandi eru þannig
flest morð drýgð á sumrin, þó neyðin
sje þá minst. Á Norður-ítalíu koma
morð miklu sjaldnar fyrir en á Suður-
ítalíu.
í Bandaríkjum Norður-Ameríku
eru morð yfirleitt mjög almenn, nema
í mentuðustu ríkjunum elstu, t. d.:
Nýa Einglandi; þar er framið eitt morð
meðal 66 þús. íbúa, en í Texas, þar
scm mesti skrælíngjalýður er saman-
kominn kemur eitt morð á hvcrja 115
fbúa. Flest morð í Ameríku eru þó
framin af ómentuðum svertíngjum.
Svertíngjar drýgja sjaldan sjálfsmorð
— Sjálfsmorðum sýnist fjölga mcð vax-
andi mcnníngu og mentun.
Hreppstjóraskifti.
í stað Vigfúsar borgara Sígfús-
sonar, sem nú um nokkur ár hcfur
verið hreppstjóri í Vopnafjarðarhreppi
með heiðri og sóma en flytur sig bú-
ferlum til Akureyrar og sest þar að scm
veitíngamaður, hefur Runóifur borga i
Haldórsson á Vopnafirðí vcril
skipaður til þess að hafa á hendi
hreppstjórasýslanina í Vopnafjarðar-
hreppi fyrst um sinn.
Eyjólfur Jónsson, seni í vetur
hefur haft alla reiknínga og afgreiðshr
Bjarka, hefur nú með vorinu feingið
svo mikið að annast á Ijósmynda-
stofu sinni Og skraddaraverkstæði að
hann telur sjer mcð aungu móti fært
að hafa þetta starf Ieingur á hendi
við blaðið, og hefur því Árni Jóhanns-
son sýsluskrifari tekið að sjer þettá'
starf framvegis, bæði pöntun blaðsins
uppsagnir og útsendíngar og öll reikn-
íngsskil™þess frá 1. Júlí, eins og aug-
lýst er hjer fremst f blaðinu öllum
kaupenclum þess og skiftavinum.
Ritstjórn alla og auglýsíngar annast
ritstjórinn nú sem fyr.
Dreingur drukknaði um vetur-
næturnar síðastliðnu í Lángavatni í
Fellum. Hann hafði verið að bera
hreppamótsseðil og var á heiinlcið.
Hann hjet Lórður Eyólfsson, var á ferm-
íngaraldri og átti heima á Krossi f
Fellum. ______
f Jóhann Svenbjarnarson
SveinssonarfráKoIableikseyri í Mjóafirði
andaðist hjer á Seyðisfirði 1. Maí eftir
lánga sjúkdóms legu. Hann var rúm-
Iega tvítugur, greindur piltur og gott
inansefni.
Gjöfin. Þess var getíð í Bjarka
fyrir nokkru að Sigurður Jóhannesson
í Kaupmannahöfn hefði gefið fæðfngar-
hrepp sínum hjer, Hjaltastaðarþínghá,
gjöf nokkra í minníngu »silfurbrúð-
kaups« síns. Nú er komin tilkynníng
um að þessi gjöt" sje 2000 krónur.
Kristjania hefur nú 200^^00 íbúa,
var talið Nýársdag. Fyrir 50 árum 2S
bús., fyrir 25 árum 73 þús.
Smávegisura Spán og B a n d a-
r í k i n.
Lað má með sanni segja að ójafnir
eigi Ieik saman þar sem eru Spánn og
Bandarfkin. Spánn er aðeins rúmir 407
þúsund ferhyrníngskilómetrar að stærð,
eða tæplega 5 sinnum stærri en ís-
land en Bandaríki Ameriku eru 9
miiljónir og 450 þús. □ kilometrar,
eða eins og 94 íslönd. Reyndar er,
eins og allir vita, mikið óbygt af
Bandaríkjunum enn þá, cn það er ekki
þetta citt sem munar. íbúar Spánai
eru eftir síðustu skýrslum 17 milljónir
og 600 þús. en í liandaríkjurn munu
vera nú yfir 7° milljónir íbúa. Spán-
verjar eru marglamaðir af óstjórn og
innanlandsócirðum og síðast hefur Cúba
sett þá hreint á kúpuna. Ilerflota
ciga þeir lítið eitt stærri en Banda-
menn og Iandher miklu meiri, en hann
kemur þeim að litlu haldi í þessum
ófriði. Hinn fasti her Spánverja er
115 þúsundir. Það er kallaður friðar-
her, en á ófriðar tímuin getui stjórnin
kallað 340 þús til vopna, því þar er
hver innborinn maður hcrskyklur eins
og í öllum löndum Norðurálfu nema
Bretaríki. En þess er að gæta, að þó
Spánverjar gætu komi(3 við landher
sínum í þessum ófriði eða þyrftu á
honum að halda á Cúbu eða þcim
vestureyunum, þá hafa þeir aungan
skipakost til að flytja h„n:i 1 ángað og