Bjarki


Bjarki - 04.06.1898, Blaðsíða 2

Bjarki - 04.06.1898, Blaðsíða 2
86 karlar og konur, scm kann að skorta atvinnu, geti feingið hana og að við kynnumst aðferð, stjórn og arðvænleik gufusldpaveiðanna. Alt þetta er þó betra en að sjá skipa- mýið sveima úti fyrir og hafa ekki önnur skifti við oss en að brjóta lög vor. í>ó það sje neyðarkostur, þá er • það ei að sfður í alla staði rjett að reyna til fyrir sig og landið að fa öll þau tök á þessum útlendu fjelögum sem víð getum. Þetta verður aungum Iáð meðan innlent stofnfje er ekki tíl, jafn ómögu- Iegt eins og það er að lá það, að mikill hluti allrar verslunar á Is- landi er rekinn með útlendum auði jafnvel sjálf pöntunarfjelögin að nokkru íeiti, að minsta kosti sum. Höfum allar klær úti til að gera stofnfjeð innlent, en reynum þángað til að ná f reynsluna, þekkínguna og atvinnuna. Gufuskipin verðum við að reyna, því bátarnir og þílskipin eru nú á heljarþrömínni. Brynjólfur Gislason. Jeg sendi þjer laufblað af fram- andi fold, um ferlega hafið sem milli vor bárast. Mig hryggir sú frjctt, þú sjert hulinn í mold, — mig hryggir, að þeir sem að unnu þjer, tárast. Og minníngar um þig svo marg- ar nú vakna hjá mjer — að nú finn jeg hve heitt jeg þín sakna. Jeg sá þig sem vaxandi hetju — Jeg hjelt þú heyrðir til þeim, sem að leingst mundu duga, og þótt að ei alt væri’ að fótum þjer felt, mjer fanst þú sem steyftur hvert andstreymi’ að buga. Jeg mat þig sem einn af þeim ágætis sonum míns ættlands, sem fram skyldu lyfta þcss vonum Mig tekur það sárt. — Og jeg sendi mitt blað sem svolitla prýði til minnínga- kransins; og nú þegar vorblíðan víkur af stað jeg veit að hún skilar því norður til landsins; jcg veit að hún líknandi blæjuna breiðir af blómum hvert sumar á vinar míns leiði. Guðm. Magnússon. Leíðrjettíng, Tíl að skíra fyrir lesendunnm ástæð- ur þær, sem yðar heiðraða blað »Bjarki« hefur fyrir ummælum sínum um Póst- afgreiðsluna á Vopnafirðí í 14. tölu- blaði, mcð yfirskriftinni »Hirðuleysi eða viljaleysi«, leyfi jeg mjer að senda yður, herra ritstjóri, þessar fáu línur og skora á yður að Ijá þeim rúm í. blaði yðar samkvæmt prentfrelsislögunum af 9. Maí 1855. Þegar Egill kom hi'ngað að norðan 3. þ. m. var jeg rjett búinn að afgreiða aukapóstinn að Skinnastað, sem átti að leggja af stað morguninn eftir. — Stýrimaðurinn af Agli sem strax kom í land ásamt öðrum skipverja, flutti með sjer og afhenti mjer Iokaða póst- poka og brjefaumbúðii ásamt mörg- um lausum brjefum frímerktum og ó- frímerktum til norðurlandsins, bæði frá Kaupmannahöfn og viðkomustöðum skipsins hjer á Austurlandi, og af- greiddi jeg allar þessar póstsendíngar þá strax og afhenti aukapóstinum til flutníngs jafnframt því sem fyrir var. Mjer er því lítt skiljanlegt að a 11 u r Seyðisfjarðarpósturinn hafi komið til baka, og trúi því heldur eigi, fyr en jeg fæ yfirlýsíngar viðkomandi póstaf- greiðslumans. En setjum nú svo, að póstflutníngur hafi allur komið til Seyðisfjarðar aftur með Agli, þá er samt póstafgreiðslunni hjer ekki gefandi sök á þvi, heldur umsjónarmanni póstsins um borð, sem þó als eigi er skyldugur að flytja póst á milli, en sem þó hefði átt að koma honum í land ásamt öðru póstgóssi, fyrst hann tók hann til flutníngs. Pað mundi því eingum hafa fundist vegur yðar minka við það, þótt þjer hefðuð Ieitað yður upplýsínga um mál- efni þetta hjá hlutaðeigendum áður en þjer byrjuðu á að úthúða póstafgreiðsl- unni hjer fyrir hirðuleysi, skynsemis- skort og fleira, því þá hefðuð þjer fljótfærnislaust með skynsamlegri gagn- rýni getað látið yðar heiðraða blað flytja sannorða grein um þetta atriði og þannig komist hjá að hlaupa á hundavaði fyrir þekkíngarskort á mál- efninu eins og nú á sjer stað. Vopnafirði 16. Apríl 1898. V. Sigfússon. * * * Að skipið Egill á þeirri ferð sinni til Norðurlands í byrjun Aprílmán., þegar hann sneri aftur við Melrakkasljettu sakir ísa, kom híngað aftur með póst þann, sem hjeðan fór af Seyðisfirði og átii að fara til Norðurlands — vottast hjer með. Seyðisfirði 27. Maí 1898. A. Rasmusen póstafgreiðslumaður. Á s k o r u n um að eiga þátt í Parísarsýníngr- unni 1900. Bjarki hefur verið beðinn um að birta áskorun um hluttöku í heims- sýníngunni í París áríð 1900. Er þar fyrst tekið fram hve vel það sómi sjer fyrir oss, að styðja að því, að sýna heiminum nú reri mennfngarinnar á Norðurlöndum og hvern þátt vjer höfum átt í hcnni. Því næst stendur þar: »Þar sem því að einginn efi get- ur á því leikið, að vjer einmitt stönd- um vel að vígi í þessu efni, þá hefur stjórnarnefnd Þjóðmenjasafns Dana í Kaupmannahöfn farið þess á leit við stjórnarnefndir slíkra stofnana hjer á latidi (Forngripa- safnsinsog Fornleifafjelagsins), hvort eigi myndi tiltækilegt að efna til sýníngar í París á þjóðmenjum frá Danmörk, Noregi, Færeyjum, ís- landi og Grænlandi hinu forna; yrðu gripir frá Islandi sem nokk- urskonar miðdepill þeirrar sýníng- ar, og mætti með þessu móti sýna upphaf, vöxt og viðgáng menníngar- innar í þessum löndum, að svo miklu leiti sem hún fer hinar sömu leiðir. A síðari árum eru sórþjóðirnar og mentaþjóðir heimsins farnar að gefa oss meiri gaum en verið hef- ur og fornmenjarannsóknum þeim, er hjer hafa fram farið; má því virðast vel til fallið og eigi meira en tilhlýðilegt, að vjer fyrir vort leiti sætum því færi, er nú býðst, til þess í fjelagi við frændþjóðir vorar að efna til sýníngar á grip- um, er geti gefið ljósa og rjetta hugmynd um þjóðlíf vort og menníng í ýmsum greinum á liðnum öldum«. Samkvæmt þessu eru það vin- samleg tilmadi nefndarinnar við menn sem kynnu að eiga muni, víðsvegar um land að styðja að því að hluttaka okkar yrði sem manlegust og landinu til sóma. Askorunin endar svo: »Vjsr leyfum oss því vinsamlega að mælast til þess við þá menn víðsvegar út um land, sem slíka gripi eiga, er nefndir eru í eftir- farandi skrá, að þeir vilji svo vel gera, að láta oss í tje upplýsíngar um þessa gripi og hvort þeir vilji Ijá þá til sýníngarinnar. Nefndin sjer að sjálfsögðu algerlega um gripina, kostar flutníng þeirra fram og aftur og kaupir ábyrgð á þeim. Reykjavík, 28. Apríl 1898. J. Havsteen, Hallgr. Sveinss., amtmaður biskup. form. nefndarjnnar. Pálmi Pálsson, adjúnkt, skrifari nefndarinnar. Eiríkur Briem, prestaskólak., form. Eornleifafjelagsins. Jón Jakobsson. umsjónarmaður Eorngr.pasafnsins. Menn eru beðnir að senda öll brjef, er þetta mál snerta, svo og alla gripi, er menn vilja láta nefnd- inni í tje, til skrifara uefndarinnar, Suðurgötu nr. 8, Rvík. Yfirlit yfir áhöld, gripi, myndir og ann- að frá Islandi ertil erætlastað sýnt verði á Parisarsýníngunni árið 1900. I. Jarðyrkjuáhöld: Spaðar — pálar — rekur — rnykju- kvíslar — klárur — móskerar — torf- Ijáir (í orfum) -— orf og Ijáir — hrffur — heynálar — hrip (heyhrip, móhrip) — Iaupar (meisar) — kláfar •— reipi. II. Vefnaður og saumaskapur: Gamli vefstóllinn með uppfestum vef •— sýnishorn af unnum vefnaði (vað- máli, dúkum, ábreíðum o. fl.) -— flos- stóll með uppfestum vef — rokkar (skotrokkar) — snældur — kambar (togkambar) — þráðarleggir — lárar — körfur — nálhús -— prjónastokkar — kniplíngaskrín. III. Búníngar og gripir: Karlbúníngur — kvennbúníngur — Skrautgripir (belti, hnappar, sylgjur o. fl.). — Hárgreiður — kambar. IV. Reiðskapur: Hnakkar — söðlar — beísli — svip- ur — klyfberar og /eiðíngar og melj- ur — teymíngar — hnappeldur eða höft (úr ull og tágum) — skeifur með hestskónöglum — ístöð úr málmi og horni — sporar —. V. Húsbúnaður og húsgögn: Rúmtjöld og rúmstæði — stólar — rúmfjalir — skornar bríkur og stoðír — skápar — lampar og kolur og Ijós- ker úr steini — lásar margvíslegir (mellulásar, tröllalásar o. fl.) — skjá- gluggar — kistur og skrínur. — Hníf- ar og spænir — drykkjarhorn — ask- ar og blöndukönnur — ausur og eysl- ar — trjediskar — trog — kollur — þyrlar — brauðmót, brauðstílar ogbrauð- hjól — steinsleggjur — trafakefli —. VI. Veiðiáhöld! Skutlar — aunglar — sökkur (vað- steinar) og stjórar (ílar) úr steini —* net. Vaðir með snörum — net — á- höld öU við bjargfugla-veiði. VII. Áhöld öll við íþróttir og leikai ísleggir — skíði — þrúgur— skaut- ar (af járni og trje). Leikfaung Tafl- borð með mönnum. VIII. Bæir og úthýsi verða sýnd með eftirlíkíngum og tnynd- um. IX. Kirkjur og klaustur sömuleiðis. X. Fornrit og ísl. prent: Rúnasteinar (eftirlíkíngar og myndir og rúnastafrofj. Gömul handrit á skinni (frumrit eða Ijósmyndir eða Ijósprent). Gamalt ísl. prent (t. d. Guðbrandsbiblíu, eftirlíkíngar af ísl. letrum o. s. fsv.). Seyðisfirði 4- Mai'. Veðurátta afarköld og óstilt alla þessa viku. Hundaveður um hátíðina. Gæftaleysi alla vikuna. Mattías Fórðarson kominn inn á fiskiskipi sínu, fjekk að sögn á flmtu fúsund. Sýslumaður fjekk Esbjerg til að fara með hann norður á Borgarfjörð til mantalsþíngsins. Skipið fór þángað á Friðjudagsnóttina en sjór var ekki góður og hurfu þeir þaðan aftur eftir stundar bið án þess að komast í land. Bátur var kominn á leið út tii þeirra úr landi, en það höfðu þeír ckki sjeð.. Mantalsþínginu varð því að fresta til þess 20. þ. m. Vesta veðraham sögðu Hóiar að norðan. 4 hvalveiðaskip að vestan Iágu veðurföst við Krossavík í óvcðrinu með Hóium og höfðu 7 hvali í taumi, hinn 8. lá festur á þórshöfn. 1

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.