Bjarki


Bjarki - 11.06.1898, Blaðsíða 2

Bjarki - 11.06.1898, Blaðsíða 2
go var þá mjög fátæklegt kot með tveim- ur litlum fjárhúskofum og mjög Iitlu túni. En er hann flutti þaðan '64 voru fjárhús þar fyrir 300 fjár, og túnið fóðr- aði 4 til 5 kýr. Árið 1858 kvæntist hann í annað sinn, og gekk þá að eiga Jóhönnu Sveinsdóttur og varð þeim 13 barna auðið, þar af lifa 4. Árið 1864 fiutti hann að Brekku, og gaf túnið þar af sjer það ár 80 h e s t a, en árið 1876 er hann brá búi og fór til Hermans sonar síns á Raufarhöfn gaf það af sjer 300 hesta. Árið 77 fluttist hann aftur að Brekku og bjó þar mest í húsmennsku með fáeinar kindur og eina kú, en stund- aði þó með ráði og dáð að túnræktinni meðan hann var á fótum til 1894 erhann lagðist í rúmið. Atkvæðamaður var hann mikill og leituðu margir ráða til hans, er vanda- samt málefni bar að höndum, og einnig leituðu margir hjálpar til hans er bágt áttu og var hann ætíð fús til að hjálpa upp á menn, því búskapurinn var alt- af heldur góður og forsjálni ætíð tii að hafa meira en handa sínu eigin heimili. Um 1850 var harm skipaður fjár- haldsmaður bróðurdóttur sinnar: Helgu Haldórsdóttur, er Björn heitinn Skúla- son var álitinn óhæfur til að hafa þann starfa, og sýndi hann mikinn dugnað í máli er reis útaf konúngs- jörðinni Eldleysu og jörð hins ómynd- uga er lönd áttu saman og átti að rýra að miklum mun og færa undir kon- úngsjörðina. Hreppstjórastarfið hafði hann á hendi í rúm 40 ár, og hreppsnefndarstörf hafði hann á hendi frá því er hrepps- nefndir byrjuðu og fram undir 1890. Rjett eftir '50 var hann skipaður til jarðamatsins þegar nýa jarðamatið fór fram í Mjóafirði og Norðfirði og síðan fyrir Suður-Múlasýslu, er jarðamatið í sýslunni var yfirfarið. Árið 1858 eða 59 var hann kosinn á fjárkláðafund á Akureyri til að koma á samræmi milli plássanna er skera þurftu fyrir fjárkláðann og fjárkláðafríu pláss- anna, til að ljetta tjóninu er af fjár- kláðanum leiddi. Eftir 1870 gekst hann talsvert mikið fyrir fjárframlögum til Gránufjelagsins, og lagði þar taisverðan skerf til, og var ætíð kosinn til aðalfunda Gránufje- lagsins, meðan hann gat flotað sjer. Árið 1880 var hann sæmdur heiðurs- merki dannebrogsmanna og árið 1891 f-ekk hann heiðurslaun úr styrktar- sjóði Kristjáns konúngs IX, 140 krón- ur, fyrir framúrskarandi dugnað í jarða- bótuin«. IJctta cru í stuttu máli þau airiði úr æfi manna sem vant er að telja. En þó þau sýr.i Ijóst að maðurinn hefur verið atgervismaður og mikils metinn ]>á sýnir Brekkutúnið aungu síður hve framsýnn og ágætur dugnaðarmaður I Ijálmar var. Pó altaf þurfi dugnað til að græða tún upp úr mel og rotum, þá er þó mikill munur að byrja á því nú á dögum, þegar það er orðinn ald- arháttur að sljetta og græða út tún sín, en ef við minnumst þess að fyrra hlut þessarar aldar var það af alþýðu álitið ráðleysi og tfmaspillir að vera að grafa í sundur tún sín og eyða verki í rot- ur og mela. Þá var það aðeins einn og einn af hinum ailra framsýnustu dugmönnum sem sá betur og fór sina leið. Pá tekur Iljálmar 900 dala lán til að koma sjer fyrir, og hcfur víst ekki öllum þótt búhnykkur á þeim tím- um að »setja sig í skuldir«. Hann fer þá og að jafna nabbana í túninu og bera slor og fiskiruður á blá mela og skriður, og með því að láta ekki af, en halda áfram hvern áratuginn af öðrum tekst honum að vinna 300 hesta tún upp úr aurnum. Að vísu er túnið á Brekku ekki alt verk Hjálmars eins og það er nú, því Vilhjálmur hreppstjóri sonur hans sem tók við af föður sín- um hefur haldið verki hans áfram með aungu minni atorku og það segja þeir sem sjeð hafa að hann hafi sljettað slíka spildu nú í vor að haldi hann svo áfram næstu árin verði eingin þúfa eftir í hans túní að fáum árum liðn- um. Rað mun ekki minst að þakka slik- um mönnum sem Hjálmari og sonum hans að menn eru smám saman farnir að sjá eftir þeim milljónum af krónum sem fleygt er á hverju ári í sjóinn í fiskislori og fiskirusli, og það munu allir þakka sem óska þess í alvöru að landið fríkki og eflist að velmegun. Þ. E. Mjólkurskilvindan „Alexandra11. —o— Eftir tilmælum eins af hinum heiðr- uðu útgefendum Bjarka, að senda blað- inu greinarstúf um þetta nytsama bús- gagn, leyfi jeg mjer að senda yður eft- irfylgjandi línur. Jeg hef 11. Nóvbr. f. á. rítað dálitla grein í Austra (nr. 32) um skilvindu þessa og tek því eigi hjer upp það sem þar er sagt, en læt þess jafnframt getið að vindan skilur rjett helmíngi meira á kl. tíma en þar er sagt nl. 90 potta eða 15 potta á 10 mínútum. Af vangá hafði jeg misritað þetta. Skilvindan Alexandra er hinn mesti kjörgripur, vönduð og traust að öllu smíði, sem borgar verð sitt með rentu rentum á örfáum árum. Hún skilur fljótt og vist hverja einustu fitu ögn úr 15 pottum kúamjólkur á 10 mín- útum, en af sauðamjólk 12 potta. Hún skilut betur fiituefnið úr miólkinni en þegar mjólkin er sett upp og látin standa 36 kl. tíma. Mismunurinn er 3 kvint á i>33 pd. smjers, með öðrum orðum, það kemur úr sömu pottatölu þegar skilið er í vindunni 130 kv. smjers, en þegar mjólkin er sett upp ciníngis 127 kv. smjers. Nægilega margar tilraunír í þessa átt hef jeg reyndar enn ekki gert, en jeg þori að fullyrða að mismunurinn er enn meiri þegar sauðamjólk fer að þykkna síðari hluta sumars. Skilvindan gefur því tóluvert meira smjer og miklu betra, margfalt útgeingilegra til sölu en ella. Hversu hreint og þokkalegt sem mjólk- urhúsið er og hversu hrein og þrifaleg sem ílátin eru (bakkarnir og mjólkur- trogin), þegar mjólkin er sett upp, vantar smjerið þó þennan þrifalega blæ, sem smjerið hefur þegar rjóminn er tekinn með skilvindu. Vilji jeg ráð- leggja vini mínum heilt, svo ráðlegg jeg honum að kaupa skilvindu. Öllum búendum nær og fjær ráðlegg jeg að kaupa skilvindu, þó þeir þyrftu að selja bestn kúna úr fjósinu til þess þá álít jeg það vel tilvinnandi. Skilvmduna Alexöndru ættu allir að kaupa, hún fæst hjá herra kaupmanni St. Th. jónssyni á Seyðisfirði (sbr. auglýsfngar hans í Austfirsku blöðunum). Það er mikill kostur að kaupmaður þessi tek- ur ýmsar innlendar vörur fyrir skil- vindurnar. Jeg vil svo enda grein þessa með því að biðja menn að athuga hinn mikia kostnað, sem bóndinn sleppur við ef hann á skilvindu: Mjólkurhús, ílát öll við uppsetnfngu, verkatöf, ýmsa skemd og óþokka á mjólk, osti og smjeri sleppur hann við og margt og margt fleira. Eiðum 2. Júní 1898. Jónas Eiríksson. Smátt og stórt. Sýslufundur Sunnmýlínga var haldinn 21. Apríl. Af stór- tíðinum sem almenníng varða gerð- ist þar helst það tvent, að fund- urinn ályktaði f einu hljóði að senda Kristjáni konúngi IX. ham- íngjuósk »í tilefni af« (i Anledning af) 80. afmæli hans og að aðal- amtsráðsmaður var kjörinn A. V. Tulinius sýslumaður á Eskifirði. Beiðni skólastjórans á Eiðum um að fá 200 kr. styrk til jarðabóta úr sýslusjóði, var þar á móti frest- að til aukafundar. Botnverpíngur enskur Ceylon G Y 366 kom híngað í fyrra dag til að kaupa kol, og fór aftur sama dag. Menn sem komu út á skipið sáu að hann hafði vota bornvörpu á þilfaii og í henni smákola á stángli, og sýndist hún nýdregin upp úr sjó. Pó það yrði ekki beinlínis sannað að hann hafi fiskað innan landhelgi, þá vakti þetta grun manna um að svo hefði verið og styrktist það við s’igu sögn skipstjórans á >AIdebaran«, sem kvaðst hafa mætt sama skipinu í gærmorgun og sjeð það þá koma út úr Loðmundarfirði. Er bágt að skilja hvað það átti að vilja þáng- að nema til að brjóta lög, því það fór svo snemrna hjeðan í fyrra kvöld að það átti að vera komið út úr landhelgi fyrir kl. 11 fyrir miðnætti. Nauðsynlegt væri að þeir gæfu sig fram sem allra fyrst sem kynnu að hafa sjeð þennan pilt trola annað hvort hjer í firðinum eða Loðmundarfirði og scgðu bæ- arfógcta til þess, svo launa megi honum lambið gráa síðar. L í f s á b y r g ð. Eyfirðíngar, Skagfirðíngar og Húnvetníngar ættu að hyggja að auglýsíng hjer í blaðinu um ferðaáætun Stefáns Th. Jónssonar kaupmans um þessar sýslur til þcss að gefa mönnum kost á að tryggja líf sitt. Í’etta er gott og hentugt txki- færi og ættu menn að nota það scnt bett. Tryggíng á l.fi sínu er eitt af því sem varasamt er að slá á frest. Afsláttur strandskipanna á fram- og- aftur farbrjefum hefur af misgáníngi komið skakt út í aug- lýsíngunni í Bjarka. Afsláttur er því aðeins gcfinn að fargjaldið aðra leiðina. nemi io, 7, og 5 krónum, í stað þess að þar var sagt að nóg væri ef fargjaldið væri það báðar leiðir. Þetta eru menn beðnir að athuga. Andrjcs á Hvítárvöíl- u m hefur selt Hvítárvelli með bú- inu fyrir 30 þús. krónur. Þýskur maður Gauldrée Boileau hefur keyft og er sagt hann ætli að setjast þar að. H e i m d a 1 1 u r tók 4 botnverp- ínga í kríng um Garðskaga og sektaði þá um 14—1800 krónur hvern og gerði vciðarfærin upp- tæk. Hann kvað nú gera þeim þann grikk að Iáta sem hann ætli eitthvað burt, en snýr við aftur og kemur þá allri botnvörpuþvög- unni að óvörum upp í landsteinum. Franska skútan, sem lenti upp fyrir Karlskála, varð ekki að strandi. Rjúkan kvað eiga að draga hana til Dunkerque og fá að sögn 5000 kr. fyrir. ICynferði barna. Dr. Leopold Schenk, fósturfræð- íngur í Wien, hefur nú gefið út bók um þetta cfni og heitir hún »Um áhrif á kynferði barna«. Þar kemst Schenk að þeirri niðurstöðu — »eftir margra ára tilraunir« — að hjcr megi miklu ráða um, með því að samancetja fæðu móðurinn- ar á hæfilegan hátt. Köfnunar- efnisrík fæða (ket, egg o. s. frv.) á að gera fóstrið karlkent, en kol- vetnarík fæða (sikurefni, mjelmatur o.s.frv.) á að gera fóstrið kvennkent. Móðirin á helst að vera byrjuð að ala sig á kolvetnaríkum (stelpa) eða köfnunarefnisríkum mat (strákur), áður en eggið frjóvgast c: áður en getnaðurinn fer fram. Nú er eftir að vita hvort öðr- um tekst eins vel og Schenk sjálf- um. Ilann eignaðist 6 stráka eft- ir þcssari aðferð. Ný söltunaraðferð á keti. Úngur vísindamaður danskur, August Fjcldstrup dýra- fræðíngur, hcfur íundié nya aðferð- til að salta ket, eins og áður hcf- ur lauslega verið getið 1 Bjarka. Aðferð hans cr fólgin í því, að undir cins ag búiðl er að drepa dýrið (skjóta með skammbyssu), er hægra hjartahólf þess opnað og rcnnur þá alt blóð. úr dýrinu. Sam- stundis cr saltlegi spýtt með þrýsti- sprautu í gegnum vinstra hjarta- , húlf þess og flyst þá loguiina

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.