Bjarki


Bjarki - 11.06.1898, Blaðsíða 3

Bjarki - 11.06.1898, Blaðsíða 3
91 þegar út um allan líkama dýrsins eftir slagaeðunum og eftir fáar mínútur er svo allur skrokkurinn gagnsaltaður. Þó miklu sje slátrað, getur ket- ið aldrei skemst við að bíða sölt- unar ef þessi aðferð er höfð, og telja menn þessa uppgötvun mji g þýðíngarmikla og góða framför. LÓNI, AU. SK., 27. MAt. (Tíðarfar. Hvalrekar. Voltakrossinn). Nú er hjer hver dagurinn öðrum ketri, en allan fyrra helmíng þ. m. var kuldakast, og veturinn hefur verið hjer miklu óhagstæðari en eystra, rignínga- og umhleypíngasamur framan af, en snjóasamur þorrann og góuna, og var þá (Ieingi nokkuð) haglaust víða hjer í Lóni, þótt verra væri sunnar. 3 hvali hefur rekið 1' Hornafirði í vetur sem leið, 1 áttu Árnanesmenn, 1 umboðið (landsjóður), og um 1 cr þræta milli Arnaness og umboðsins. Maður einn hjer í Lóni (Guðmundur Guðmundsson á Svínhólum) hefur feingið sjer 2 Voltakrossa til heilsubótar, en kveður þá með öllu ónýta, og óskar að hann væri svo pennafær, að hann gæti sett um það meinlega grein í Bjarka móti öllum gyllíngunum og þakkarávörp- unum. Seyðisfirði n. Júní. Veðurátta köld og leiðinleg, oft þoka stundum suddi eða regn. Einn góður dagur hefur komið þessa viku, Mið- vikudagurinn. í>á var hiti og heiðríkja. Fiskilítið alstaðar sem til spyrst, enda misjafnar gæftir. Nokkur afii sagður þó nú úr Borgarfirði. Kiskigufuskipin þessa viku: Bjólfur 2340, Egeria 3370, Elín 1910. Sýslumaður er nú í þíngaferðum; lagði af stað á Sunnudaginn var; og verður þeim ekki lokið fyrri en þ. 20. þ. m. eins og getið hefur verið hjer í blaðinu. Störfum á skrifstofu bæarfó- geta gegnir á meðan Lárus bóksali Tómasson. Fyjólfur Jónsson skraddari og ljósmyndari er nú suður á Breiðdal; hann fór þángað um daginn mcð Hólum. SKIP. Vaagen kom' sunnan af fjörðum þann 8. og fór utan næsta dag. Með skipinu kom híngað Friðrik kaupm. Wathne. Tvö gufuskip frá Þórarni Túliníusi lágu hjer á höfninni í gær; Hjálmar sem kom þ. 8. og fór aft- ur í gær með dálítið af fiski frá Stef- áni kaupm. Jónssyni. Moss kom þ. 9. með vörur til Ras- mussens kauprn, Thostrúps versl. o. fl. Aldebaran, seglskip, kom í gær með kol tll .Seydisfjords Dampfiskeri- selskap.. Lifsábyrgðarfelagið ^Skandia’. Hjer nteð leyfi jeg mjer að til- kynna almenníngi að lífsábyrg ðar- fjelagið »SKANDIA« í Stokk- fi^lmi hcfur sett kaupmann St. Th. Jónsson á Seyðisfirði til að ferðast scm fulltrúa - u ua smn a þessu sumri a norðurlandi, 0g gC(-a þv( þejr sem trysgja Vilja líf sitt> feíngíð hjá honum allar nauðsynlegar upplýs- íngar. Scyðisfirði 10. Júní 1898. H. 1. Ernst lyfsali og viceconsúl. Samkvæmt ofanrituðu, gerist hjer með kunnugt, að jeg fyrir hönd lífsábyrgðarfjelagsins »Skandia« mun ferðast á þcssu sumri um Húna- vatnssýslu og þar nærliggjandi sveitir, samkvæmt eftirfylgfandi á- ætlun, og vil jeg biðja þá sem vilja tryggja líf sitt eða fá upp- lýsíagar um það, að finna mig á þessum tilteknu stöðum eða ef þeir óska að jeg komi til þeirra, þá að skrifa mjer til og senda brjefin helst á Akureyri, Sauðár- królc eða Blönduós eftir því sem best á við. Áætlunin er þannig: 16. Júlí af Seyðisfirði. 17- — á Vopnafirði. 17- — á Þórshöfn. i7- — á Raufarhöfn. 18. — á Húsavík. 20. — á Akureyri. 22. __ á Möðruvöllum. 23- — í Steinstaði. 24. — á Miklabæ. 25. — á Sauðárkrók. 28. — á Holtastöðum. 29. — á Geitaskarði og Blönduós. 3L — um Hnausa að K I. Ágúst í Víðidalinn. 2 . — í Vesturhópið. 4- — í Svínadalinn 5- — í Blöndudalinn. 6. — á Víðimýri. 8. —. frá Silfrastöðum til Akureyrar. Þessari áætlun verður fylgt að því Ieiti sem hægt er, en getur þó breyst að mun eftir kríngum- stæðum. Leiðarvísi um lífsábyrgð á islensku, geta menn feingið hjá mjer ókeypis. Seyðisfirði 10. Júní 1898. Virðíngarfylst. ST. TIT. JÓNSSON. Eftir Guðmundi þvers um. Það væri duglegur Daði sem bæri hann sjera hest allan daglángan vorinn og kæmi svo kvöklgóður að jafni. Kvennaskóli Eyfirðínga. Stúlkur, sem vilja fá inngaungu á kvennaskóla Eyfirðínga á Akur- eyri, ættu að sækja um það sem allra fyrst til undirritaðs. Möðruvöllum í Hörgárdal, 13. Maí '98. Stefán Stefánsson. Kveðjuspjöld, (gratulationskort) ljómandi falleg fást í bókaverslan L. S Tómassonar. B y s s u r og öll skotáhöld eru nú komin i verslan St. Th. Jónssonar á Seyðisfirði. Kúluriflar á 60 kr. Haglabyssur tvi- hleyftar, bakhlaðnar, stálofið hlaup ágætar á 45 til 75 kr., bakhlaðnar, einhleyft- ar óvandaðri ái8kr. Salonriflar 6 m)m á 15 til 18 kr. Skammbyssur marg- hleyftar frá 4— 11 kr. Patrónur úr pappa af mörgum tegund- um, central og með pinna, nr. 12 og 16, hundraðið á 2,40 til 3.25 kr. Patrónur úr látúni þunnar og þykkar á 7 til 15 au. Hvellhettur f patrónur stórar og smáar á 30 og 35 au. hndr. Hvellhettur fyrir framhlaðnínga á 14 au. hndr. Högl stór og smá, góð tcgund, á 25 au. pd. Fjohlöð pr flóka 500 I pakka á 1,00 til 1,40, forhlöð úr pappa 500 í pakka á 45 til 60 au., og enn fleiri tegundir. Smábyssuskot og salonbyssuskot, kúlu og hagla, frá 80 au. til 2 kr. hnd. Þurkustokkar frá 20—50 au. Hleðsluverkfæri 1 kr. og dýrari. Teingur til að ná úr hvellhett- unni 2—3 kr. o. fl. þess háttar verkfæri. Byssureimar á 0,90 til 1,50 kr. Patrónutöskur 3,50 kr. — belti 1,35 og dýrari. Byssuhólkar úr striga með leðri á 4 — 6 kr. Veiðimanshnífar 1,50; gúmmí til að fægja ryð af byssum 20. au. Auk þess sem hjer er talið, hef jeg marga aðra hluti byssum tilheyrandi og svo má panta hjá mjer allar aðrar byssutegundir. Gerið svo vel að skrifa mjer ef ykkur vanhagar um eitthvað af þessu tagi, og það skal verða af- greitt með fyrstu ferð. St. Th. Jónsson. Hjer með Ieyfi jcg mjer að til- kynna heiðruðum skiftavinum mín- um og öðrum, að jeg ætla mjer að stunda iðn mína og verslan hjer á staðnum fram að hausti. Nýar, vandaðar og fásjenar vörur, het jeg í vcrslan minni, líkt og áður og sel að .eins gegn borgun út í hönd, en tek nú góðar íslensk- ar vörur á móti, svo sem verk- aðan saltfisk, uil og æðardún með því hæsta verði, sem jeg sje mjer framast fært. Gegn peníng- um gef jeg 10 procent afslátt. Allir sem skulda mjer eru vinsam- legast beðnir að borga mjer á næstu sumarkauptíð. Seyðisfirði í Maí 1898. Magnús Einarsson. V i ð k o n u s í n a. Marja, Marja, farðu að vakna helv.. dr....þín- — Reykurinn á Mýri er kominn leingst út á mýri og farinn að slá. Gísli stendur beint upp úr strompn- um. Verðlaunuð, hljómfögur, vönduð og ódýr Orgelharmonia, Og ýms önnur hljóðfæri útvegar L. S. Tómasson á Seyðisfirði. A. Heyrðu lagsmaður hvaðan hefur þú feingið svona falleg og traustleg föt, sem þú ert í? B. Já, það skal jeg segja þjer kunníngi. Jeg sendi í fyrra sumar 8 pund af svartri og mórauðri ull til ullarvinnuhúsins „Hiilevaag Fabríkker11 við Stavángur í Nor- egi og laungu fyrir Jól var vaðmálið komið aftur svo jeg gat verið í nýu fótunum á Jólunum. Vaðmálið var 6 álna lángt og tvíbreitt og kost- aði á það aðeins 6 krónur 98 aura og þó hefði það orðið tiltjfulega ódýrara, ef jeg hefði sent meira í einu ; því það hafa menn sagt mjer síðan, sem hafa sent um 40 pund, að vinnulauniná vaðmáli þeirra hafi orðið fyririnnankrónuátvíbreiðaalin. En nágranni minn sendi alhvíta ull og fjekk úr henni dökkblátt vaðmál (cheviot) og svo ljómandi talleg rúmteppi, sem jeg hef aldrei sjeð fyrri. A. En til hvers á jeg að snúa mjer til þess að koma ull til þessa vinnuhúss? B: Þú skalt senda hana til Sig. kaupmans Jóhansens á Seyðisfirði og skrifa honum greini- iega, hvernig þú óskar að unnið sje úr þinni ull. En þú verður að senda hana svo tímanlega að hún verði komin tii hans fyrir 7. Agúst, ef þú átt að hafa von um að fá efnið upp aftur í haust eða fyrri part vetrar. - Með þvi að aðalfund- ur, sem boðaður var f Síldarfje- lagi Seyðisfjarðar, I. þ. m. fórst fyrir, þá er hjer með á ný boðað til aðalfundar í þessu fjelag', Laug- ardaginn þ. 18. þ. m. á skrifstofu minni. Seyðisfirði 3. Júní '98. Sig. Johansen. pt. formalur.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.