Bjarki


Bjarki - 11.06.1898, Blaðsíða 4

Bjarki - 11.06.1898, Blaðsíða 4
92 Sjera K.: Ekkert skil jeg í hvernig á því stendur að það skuli vera orðið svona snjóhvítt á mjer skeggið en varla grátt hár á höfðinu á mjer. CI.: Skilurðu það ekki ? — þú sem altaf hefur Iátið kjaftinn gánga en al- drei getað neitt með helv. hausnum. —° F R Æ I °— Ekta Þrándheims gulrófufræ (kaalrabi) fyrir 15 aura brjefið, er nú á Seyðisfirði í verslun St. Th. Jónssonar. Sandness ullarverksmiðja. Eins og allir vita vinnur Sandness ullarverksmiðja best alla ullar- vöru svo sem alskonar fataefni, vaðmál og kambgarn; þau tau eru feg- urst sem frá henni koma og hún afgieiðir fljótar en allar aðrar. Því ættu allir þeir, sem í ár ætla að senda ull til útlanda og vilja fá falleg tau og fljótt afgreidd, að senda ull sína til Sandness ullarverksmiðju. Verksmiðjan hefur getið sjer lofsorð um alt Island. Ullina bið jeg menn að senda til mín eða umboðsmanna minna svo fljótt sem auðið er. Umboðsmenn: Herra kaupmaður Stefán Stefánsson Norðfirði. — Henrik Dalh Þórshöfn, — JónSigurðsson Húsavík. — söólasmiður Jón Jónsson O.ddeyri. — Pálmi Pjetursson Sjávarborg pr.Sauðárkr. — Björn Arnason Þvcrá pr. Skagaströnd. Seyðisfirði 7. Júní 1898 L. J. I m s 1 a n d. „Aalgaards ullarverksmiðjur“. Aliir sem á þessu ári ætla að senda ull til tóskapar erlendis ættu að senda hana til mín eða umboðsmanna minna hið bráðasta svo tauin gcti komið aftur sem fyrst. Jeg vil biðja menn að athuga að „AALGAARDS U1.DVARE- FABRIKKER’1 er hin lángstærsta og tilkomumesta ullarverksmiðja í Noregi, og það sem m e s t u varðar einnig hin Ódýrasta. Verðlistar og allar upplýsíngar fást hjá mjer eða umboðsmönnum mínum sem eru : ðárkró k hr. verslunarmaður Pietur Pietursson. - Akureyri - — — - Eskifirði — úrsmiður - F á s k r ú ð s f. — ljósmyndari - Hornafirði — hreppstjóri M. B 1 ö n d a 1. Jón Hermansson. Ásgr. Vigfússon Búðum. 1J o r 1. J ó n s s o n Hólum. Eyj. Jónsson, Seyðisfirði. Meðhjálpara fipaðist í faðirvori og varð steinhljóð í kirkjunni. f>á sagði gamall karl í kórnum: »Minni þeir nú á sem kunna«. FJÁRMARK Jóns Ólafssonar í Firði í Mjóafirði: Sýlt h. biti aft., blaðstýft fr. vinstra. M ínir eftirspurðu olíulampar bæði stofulampar, borðlampar og eldhús- lampar, eru nú aftur komnir í verslun mína. Nánari lýsíng og verðlisti fylgir næsta blaði. Seyðisfirði 27. Maí 1898 ST. TH. JÓNSSON. Haldór í Árgerði var að leggja af stað heimleiðis úr kaupstað með hlað- inn bát sinn. Bauð honum þá einhver aktíur í Gránufjelaginu: >MátuIegt! — en jeg veit ekki hvort jeg get flutt þær núna. svaraði H. Brunaábyrgðarfjelagið »Nye danske Brandforsikr- ings Selskabc Stormgade 2 Kjöbenhavn. Stofnað 1864 (Aktiekapital 4,000,000 og Reservefond 800,000). Tekur að sjer brunaábyrgð á húsum, bæjum, gripum, verslunar- vörum, innanhúsmunum o. fl. fyrir fastákveðna litla borgun (premie) án þess að reikna nokkra borgun fyrir brunaábyrgðarskjöl (^olice) eða stimpilgjald. Menn snúi sjer til umboðsmans fjelagsins á Seyðisfirði ST TH. JÓNSSONAR. Ferðakápur ýmiskonar handa karlmönnum eru til sölu hjá Eyjóifi Jónssyni fyrir mjög lágt verð. W Smjer. Mitt alþekta góða margarine- smjer cr nú aftur til í verslun minni og kostar nú: Kr. Ekta smjerblandað . . 0,65 pd. — do. do. . . 0,60 - — do. rjómamarg. 0,55 — — do. do. 0,50 — 5°/o afsláttur, þá tekinn er 1 dúnkur (25 pd.) í einu, og borgaður um leið. St. Th. JÓnSSOn. Seyðisfirði. »Merkilegt er það hvernig kvenn- fólkið er altaf haft útundan!« sagði kerlíng, »og sárast er að það skuli vera eins í faðirvorinu. Gátu þeir nú ekki eins haft það: vorum skuldukún- um — ! — > Sykurtángirnar, skyrtu- dúkarnir, sjölin smá og stór, sæng- urdúkurinn og hin nýu kjóla og svuntutau, sniðskærin, hin bestu olíuföt (sjóföt) og margt fleira er nýkomið í verslan Magnúsar Ein- arssonar. Seyðisfirði 25. Maí 1898. M. Einarsson. Reiptögl fljettuð úr góðum kaðli fást hjá S t. T h. J ó n s- s y n i á Seyðisfirði. Uppboðsskuldir frá uppboði kaupm. M. Einarssonar á Vestdals- eyri vcrða nú tafarlaust að borgast í n. k. Júní mánuði samkvæmt sölu- skilmálunum. Seyðisfirði 27. Mai 1898. St. Th. Jónsson. Eigandi: Prentfjel. A U S t f i r ð ín ga. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þorsteinn Erlingsson. Prentsmiðja Bjarka. Mjólkurskilvindan Sökum þess að jeg varð þcss var á s. 1. ári, að ýmsir dugandi bændur og framtakssamir búmenn vildu gjarnan fá sjer hina ágætu mjólkurskilvindu sem á örstuttum tíma er nú komin á hvert einasta landbúnaðarheimili erlendis, þá hef jeg útat því haft, briefaskifti við all- ar þær verksmiðjur sem mjer er kunnugt um að búi þessar vjelar til, og feingið nú nákvæmar myndir og lýsíngar af vjelunum ásamt ótai vottorðum um nytsemi þcirra, enda sjálfur skoðað sumar. Eftir ná- kvæman samanburð, sem jeg verð að álíta óyggjandi, er það mitt álit að mjólkurskilvindan »Alexandra« taki hinum öllum fram að v ö n d- uðu smíði og sterkleika, enda hefur herra skólastjóri jónas l'iiri'ksson á Eiðum brúkað þessa skilvindu með besta árángri á skólabúinu nú í meira en ár, og hefur hann vinsamlegast látið mjer í tje allar upplýsíngar henni viðvíkjandi. Verksmiðjuverð á vjel þessari or 150 kr. og þegar peníngar fylgja pöntuninni eða hún borguö tnjer í jieníngum þegar hún er tekin, gef jeg b°/o afsiátt — b kr. lil þess nú að sem flestir geti keyft þessa vjel sem allra fyrst, þá hef jeg aformað að selja hana líka gegn góóri verslunarvöru svo sem ull, smjeri, tólg og fiski etc.. án þess þó að binda mig við það verð er aðrir kaupmenn kunna að setja á hana inóti vörum sínum. Jeg vona að allir Sjái að með þessu er öllum, sem nokkuð megna, gert mögulegt að dgnast þetta afar nauðsynlega búsgagn sem sparar jænínga og tíma „ALEX NDR A“. meira en nokkurt annað, sem enn er upp fundið. Síðar mun jeg lýsa vjel þessari nákvæmar í blöðunum, en ætla aðeins að láta þess eina getið, að mjólkin er látin renna sjtenvolg í vinduna og rjóminn þá strax tekinn úr hentii og cr því hvert það heimili laust við alia ujjjj- setníng á mjólkinni og öll þau mörgu ílát er til þess þurfa og líka við allan hroða og hár sem sest í rjómann ofan á ílátunum og gerir íslenska smjerið svo óútgeingilegt. — Þeir sem eiga skilvindur geta því átt von á að selja sitt smjer 5 til 10 aurum meira pundið. Að endíngu vil jeg vara menn við að kaupa að óreyndu aðrat skilvindur þótt dálítið ódýrari fáist og láti sig ekki ginna af þeim ljóta vana, sem máske er hvergi eins ríkur og hjá oss Islendíng- um, að kaupa ait það ó d ý r a s t a án þess að gá að því að peníng- um er þá sem oftast fleygt í sjóinn að miklu leiti. Seyðisftrði 29. Mars 1898. Aðalumboðsmaöur fyrir Austurland St. Th. Jónsson. NB. Bcst væri að sem flestir scndu mjer pantanir sínar svo tímanlega að vjelin yrói komin híngað fyrir sumarkauptíð. ST. TII. JÓNSSON.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.