Bjarki - 16.07.1898, Blaðsíða 1
Eitt blað á viku minst. Árg. 3 kr.
borgist fyrir 1. Júlí, (erlendis 4 kr.
borgist fyrirfram).
BJ ARKI
Auglýsíngar 8 aura línan; mikill af-
slátttur ef oft er auglýst. Uppsögn
skrifleg fyrir 1. Október.
Útlendar frjettir
(ná til 9. Júlí)
—o—
Störorustur á sjö og landi.
Floti Spánverja fyrir vestan haf
gjöreyddur 3. Júií.
Bjarki hefur reynt að láta les-
endur sína fylgja sem best öllum
þcim atburðum sem orðið hafa f
þessum ófriði og hann sjer að híng-
að til hefur hvorki sunnanblöðun-
um nje öðrum blöðum lánast það
að vera glöggari og ítarlegti en
hann. Útlend blöð hafa leingi bara
friðað náúngann með því að skrafa
út um hvippinn og hvappinn með-
an þau gátu ekkert sagt af ófriðn-
um sem þýðíng var i eða nokkru
skifti, en það var nú einu sinni
stríð og almenníngi fanst víst hann
eiga heimtíng á að eitthvað gerð-
ist.
Sannleikurinn er sá að frá því í
miðjum síðasta mánuði og til þess
fyrsta Júlí hefur ekkert orðið til
tíðinda sem nokkra þýðíngu hafi
nema það sem Bjarki flutti í síð-
asta blaði, og skal þar nú tekið til
óspiltra málanna. Aðeins verður
fyrst að geta þcssa:
Bandamenn hafa að mestu haft
mjög óæft lið og óæfða foríngja
tiema sínar gömlu hetjur svo sem
Sampson og nokkra aðra og þó
táa, og þeir viljað fara sem hægast
að öllu. I’eir bera ábyrgð á lífi
allra undirmanna sinna og eiga að
gæta heiðurs Bandaríka og mál-
eínís þeirra og verða a? fara þeim
mun gætilegar að öllu sem þeir vita
að þL-ir eiga við æfða menn og
tiltölulega hrausta. Regntíminn og
margir aðrir þröskuldar eru á vegi,
svo alt hefur orðið að gánga hægt;
telegrafþræðir á landi og sælínur
hafa verið skornar sundur svo
cingin sönn tfðindi hafa getað
borist af ófriðnum og við og heim-
urinn höfum því oft fcingið það
citt að vita scm útsendir frjetta-
ritarar stórblaðanna haia spunnið
upp til þess að geta sagt blöðum
sínuni eitthvað til að fá borgun
fyrir. þaðan kemur mikið af lýg-
inni og rr.issögnunum, því þcir cru
ckki ncma spámenn og spámcnn
bafa fyrr og síðar vanalega spáð
skakt.
Sannleikurinn cr, að Banda-
menn haia allan þennan tíma með
goðum gáníngi Qg furðu nákvæm-
um reikníngi búið sig undir þá
miklu viðburði sem nú eru orðnir,
og þessir viðburðir hafa orðið bæði
meiri og skjótari en þeir og allur
heimur höfðu búist við.
í síðasta blaði vorum við komn-
ir til 26. Júní. Eins og lesendur
Bjarka vita er Cúba ákaflega mjó
og laung, yfir iS° mílur á leingd.
Höfuðborgin Havanna er á vestur-
endanum norðan til Og þar hafa
Spánverjar aðalstöðvar sínar. Sunn-
an á austurendanum er borgin
Santiagó (borið fram: Sansjagó).
Þaðan eru 130 mílur til Havanna.
Santiagó stendur innan til við
æði Iángan vog sem skerst
sunnan ( landið, eins og líka hef-
ur verið sagt áður í Bjarka. Vog-
urinn er mjög þraungur á bili; þar
geingur fram höfði öðru megin en
eyri hinu megin og alt um kring
voginn og borgina er fjalllendi með
daladrögum, hnúkum og hæðum.
Þar á austur hluta eyarinnar og
líka kríngum Santiagó hafa upp-
reistarmenn aðalstöðvar sínar og
við þá hafa Bandamenn reynt að
taka höndum saman alla stund síð-
an ófriðurinn hófst og þeir hvorir
við aðra.
það er nú dálítið merkilegt, að
þegar Cerveró kemur með flota
sinn frá Spáni, 6 skip, og ætlar að
hjálpa Cúbu, að hann þá siglir inn
á þessa höfn, cn fer ekki beint til
Havanna, höfuðborgarinnar. Lík-
lega hefur Ccrveró óttast hinn sam-
einaða flota Bandamanna nál. 20
skip sem sveimuðu kríngum Hav-
anna; Santiagó átti líka góða höin
sem ílt var að sækja og kastalar
góðir á austur strönd vogsins sem
gátu mjög skaðað aðsækendur.
Nokkuð er það að þarna sigldi
Cervcró inn með flotann og sfðan
þann dag hafa Bandamenn lagt alt
afl sitt á að ná flotanum og
borginni. í’að mun þó síður vcra
borgin cn flotinn sem þeir hafa
hug á, því þeir hafa haft megnan
»fræðaskjálfta« og ekki þorað að
tvístra skipum sínum þó þeir viseu
að þau væru tvöföld eða þrefold
að tölu við Spánverja skip. Því
hafa þeir nær ekkcrt skift sjer enn
af Portóríkó og ckki vogaó að
senda Dewis lið til Filipseya, og
var hann þar þó í voða staddur
ef Spánn hefJi nokkuð gctað hrcyft
sig.
Frá því Cerveró sigldi flota sín-
um inn til Santigó hafa þeir haft
það eitt fyrir augum að koma hon-
um á knje og þó þeir hafi farið
rólega að öllu hafa þeir beitt þar
bæði afli og fylgi-
Strax þegar Cerveró er kominn
inn á höfnina setja þeir 11 skip á
vörð fyrir utan, scnda auk þess
stórskip inn í voginn og sökkva
því niður í þreyngslunum, til þess
að Cerveró geti ekki ráðist út að
þeim óvörum. Þeir geta ekki sótt
flotann eða borgina af sjó, því búa
þeir nú út aðsókn á landi. Fyrst
um sinn hafa þeir ekki mannafla
sjálfir til að gánga á land, en
styrkja þá uppreistai menn með
vopnum og áhöldum svo að þeir
geti hamlað flutnínga að borginni.
13. Júní koma þeir litlnm flokki á
land nokkru fyrir austan Santíagó;
það voru aðeins 600 roanna. Þá
hafa þeir 15 skip fyrir utan til að
gæta hafnarinnar og verja liðið.
Þessi litli fiokkur 600 manna á þó
fult í fángi að haldast við þar á
ströndinni, en uppreistarmenn eru
þá farnir að meina flutnínga að
borginni og farið að kyarta þar um
vistaleysi. 22. Júní kemur tyrst
aðal sendingin frá Ameriku til
Cúbu og það kvöld og þá nótt
lenda 16 þúsundir manna þar sem
kallað er Daigniri, 4 mílur austur
frá Santiagó og var Shafter general
fyrir liðinu.
Um þessa daga var miklu logið ut
um heiminn og sögð orusta á
hverjum degi en sannleikurinn var
sá að þessa daga var varla hleyft
af byssu að heita mátti. 23. og
24. var liðið að komast á land
og búa um sig og gátu Spánverjar
ekkert gert við því, spreingikúlum
rigndi lángt upp á land frá flotan-
um sem við ströndina lá. Um
þetta skeið sendu þeir líka nokk-
ur skip inn á fjörðinn til þess að
skjóta á vígin oog eyðileggja þau;
skipin gerðu það sem þeim var
ætlað og Morrókastla, sem sýnist
að hafa verið ramgjörvastur þeirra
allra, gjöreyddu þau
Frá 23. til 30. Júní cr nú liðið
að þokast að borginni. Leiðin er
mjög örðug yfir fjöllin og hálsana
og sumar deildirnar urðu að snúa
aftur af því ómögulegt var að
koma byssunum. Loksins 29. Júní
eru þeir komir í skotfæri við
borgarmenn. Aðstaða beggja flokka
er þá þessi:
Bandaherinn á aðeins eftir tæpa
mílu að borginni, hefur orðið að
stansa þar gaunguna við skotin frá
ystu virkjum Spánverja, og um
kvöldið 30. Júní eru Bandam. búnir
að skipa hersveitum sínum á alt
svæðið austan fjarðarins frá strönd-
inni og norður um borgina ög búnir
til als. Shafter yfirforíngi vildi nú
setjast um borgina og lata sultinn
vinna hana, því uppreistarmenn
bönnuðu alla flutnínga að henni
vestan að, en herforíngjar hans
vildu ekki það, kváðu það seinlegt
°g mjög óvíst og regntímann hættu-
legan. Hann ljet þetta eftir þcim
og var ákveðið um kvöldið að
næsta rnorgun skyldi ráðið á Spán-
verja á öllu svæðinu endilaungu
neðan frá sjó og norður um borg-
ina að austan.
Nú er að líta á hvað fyrir er
til varnar. Santiagó mmi hafa
60— 70 íbúa. Varnarlið hennar cr
hvergi talið, svo það veit líklcga
einginn með vissu en blöðin giska
ýmist á 5 (dönsk blöð) eða 7 þús-
undir (cnsk blöð). Þessir menn
hafa nú reynt að búa svo vel um
sig sem þeir gátu. Borgin var
sjálf varnalaus áður, en nú hafa
þessir menn bygt fjórfalda og sum-
staðar sexfalda röð af skotvirkj-
um kríng um borgina. Þau eru
auðvitað ekki sterk en hafa þó
reynst fremur ölium vonum eftir
svo lítið lið á svo skömmum tíma.
En í sjálfri borginni er mesta
hörmúngarástand. Ailir aðflutn-
íngar hafa verið bannaðir leingi og
um þetta bil var fólkið farið að
deya úr harðrjetti og ofan á það
hlóðust þar að auki hópar af flótfa-
mönnum á hverjum degi, soltnnm
og alslausum. Blankó general sem
situr vestur í Havanna hafði sent
af stað 10 þúsundir manna til að
hjálpa þessari húngruðu og liðlausu
borg, og þó ótrúlegt sje, þá voru
þessar þúsundir á fám dögum
komnar 110 mílur, en þá varð þar
fyrir þeim uppreistarforínginn Garcia
mcð sína menn og stöðvaði þá
þar aðeins 20 mílur frá borginni,
svo þeir gátu ekki komið þessum
bástöddu bræðrum sínum að liði.
Svona stendur þá um kvöldið
seinasta Júní: Spánverjar hafa