Bjarki - 16.07.1898, Blaðsíða 2
I IO
skipað sjer á öll vígi sin, etl hjer
eiga einar 5 til 6 þúsundir að
verja margra milna svæði, en fólk-
ið er auk þess alt annað en vel
vopnað, og þó enn verr nestað.
Utan að þeim sækja alt að því 20
þúsundir manna ágætlega búnar og
hafa sett fallbyssur og önnur helj-
artól svo að segja á hverja hæð.
í dögun Föstudaginn I. Júlí hófu
Bandamenn aðsóknina á öllu svæð-
inu endilaungu. Spánverjar tóku
ágætlega á móti, og aðeins með
því að róta fylkíngunum í opinn
dauðann upp eftir skóglausum hæð-
um undir skot og fleinalög Spán-
vcrja lánaðist Bandamönnum loks
að ná ystu virkjunum um kvöldið
eftir að dynjandi skothríð hafði
staðið allan daginn; lágu þar þá
lík Spánverja dreifð um hverja laut
og þeir setri uppi stóðu urðu síð-
ast að þoka fyrir byssustíngum og
ofurefli, en á veginum upp til
þeirra lágu Bandamenn fallnir á
aðra þúsund. Svo gerði nóttin
vopnhlje. Hún er dimm þar líka
í Júlí.
Strax sem vígljóst var á Laug-
ardagsmorguninn var byrjað aftur
og barist allan daginn, og voru þá
Bandamenn um kvöldið búnir að ná
öllum vígstöðvum Spánverja nema
nokkrum þeim allra instu við sjálfa
borgina, en bæði kváðu þau vera
miklu traustari cn við var búist
og miklu fleira lið ( borginni til
varnar, en menn hugðu, þvi það
er svo sem vitaskuld að hver vopn-
fær maður tekur þátt í vörninni
mcð þessum 5 til 7 þúsund reglu-
legu hcrmiinnum. Auk þess er
sagt að Spánverjar berjist eins og
ljón og þoki ekki þverfet meðan
stætt cr. Ofan á þetta bætist að
flotinn spánski lá á höfninni og er
ekki ólíklegt að hann hafi getað
styrkt bæinn eitthvað.
A1 öllum þessum ástæðum tele-
graferaði Shafter foríngi (sem ann-
annars liggur veikur ( tjaldi s.'nu)
á Laugardagskvöldið til Banda-
stjórnarinnar að hann treystist
ekki til að taka borgina
fyr en hann væri búinn að draga
að sjer stærri fallbyssur.
Orustan hafði ekki verið jafn
skæð á Laugard-ginn eins og hún
var á Föstudaginn. Af Banda-
mönnum voru a aðra þúsund
mannr særðir og dauðir eftir fyrra
daginn (eitt blað segir un 200
dauða 800 særða og marga af
þeim dauðvona) en um mannfall
síðara daginn er ekki talað, aðeins
sagt að það hafi verið minna. Af
Spánverjum segja Bandamenn að
3000 sjeu fallin og sár og rúm
2000 tekin fángin.
Meðan alt þetta gerðist lá
Spánski flotinn, 6 skip, á höfninni
og sjest ekki að hann hafi getað
tekið neitt að ráði þátt í því sem
fram fór á landi uppi. Hann var
að vísu ekki í sjálfheldu þó skip-
skrokkurinn lægi í þreyngslunum,
því það var reynt að skip gat
komist þar fram hjá, en varla nema
eitt og eitt í einu. Bandamenn
voru því á vakki fyrir utan og
sýnast hafa haft þar ekki minna en
28 skip úti fyrir og um kríng, því
15 voru fyrir og með nýa hernum
þ. 22. Júní er sagt að kæmi 13.
Bandamönnum þótti ekki líklegt að
þau myndu ráða til útsiglíngar og
bjuggust við að verða að sækja
þau af hæðunum í kríng og sýn-
ist sem Shafter foríngi hafi talið
það óhægt en þó vel vinnandi.
Sampson flotaforíngi ætlaði því að
vera þarna á vakki fyrir utan og
bíða þess að landherinn gerði út
af við þau.
En Sunnudagsmorguninn 3. Júlí
kl, 9r/2 sjá tvö skipin sem næst
voru sundinu, að forustuskipið
spánska er komið út fyrir þreyngsl-
in og að hin koma þar á eftir
hvert að öðru. Er ekki óh'klegt
að þau hafi hraðað sjer að segja
tíðindin og hóa hinum saman, og
náðist þó víst ekki í þau nærri öll.
Spánska drekann bar að óðfluga.
það er heljarmikið skip, heitir
Christobal Colon, er nýtt, bygt
1896, 6840 lestir, skríður 20 mi'l-
ur á vökunni, hefur 450 manna og
kostaði 10 milljónir og 800 þús.
króna.
A þessu skipi var sjálfur flota-
forínginn Cerveró, og kom þar nú
í broddi fylkíngar á flugferð út
sundið og ljct kúlurnar drífa a
Bandaflotann úr hverri byssu sem að
varð komið. Bandamenn bi3u meðan
skipin fóru út úr þreyngslunum og
hleyftu ekki af einni byssu fyrri en
þau voru komin út fyrir alla kast-
ala, en þá ljetu þau alt í einu
dynja á þeim slík heimsundur að
hraðskeytin segja að það hafi verið
æðandi kornjelja-moldviðri — bók-
staflega talað. Með þessum látum
hjelt Cristóbal út sundið og stefndi
vestur með ströndinni með hin á
cftir sjer byljandi af skotum, en
ameriska þvagan öll jafnhliða og í
humátt á eftir.
Einstakir viðburðir cru nú ckki
vel ljósir í hraðskeytunum, enda er
sagt að alt hafi verið hulið í slík-
um reykjarmekki að varla sæi til
nema við og við þegar undir hann
lyfti eða sveif frá. Flest skipin
hafa elt foríngjadrekann spánska
og ljctu kúlurnar gánga á honum
hvíldarlaust. Svona komct Cristó^
bal nálægt 15 mílur vestur með
ströndinni. Var hann þá kominn að
því að sökkva og í honum kvikn-
að á ótal stöðum, og hjelt hann þó
enn áfram skotunum, en stýrði þar
loks á grunn og ijet fána sinn síga.
Hvað fallið hefur af fólkinu, brunn-
ið eða drukknað sjest ekki, en ein-
hverju af þvi björguðn Bandamenn
og Cerveró foríngja tóku þeir þar
fánginn.
Næst Cristobal komust tvö skip-
in Oquendo og Viscaya leingst
vestur með ströndinni. Bæði voru
þau af stærstu skipum Spánverja
7000 lestir með 500 manna, bryn-
skip bæði, ný og ágæt að vopnurn
°g bygg'ngu- Þau komust nálega
5 mílur vestur með landi, en þá
voru þau marg gegnskotin bæði,
og loguðu víða, annað meira eða
minna brunnið aftur undir miðju.
Lofa Amerikumenn mjög hreysti
mannanna sem á þeim voru.
Fjórða stórskipið, María Teresa
komst ennþá skemmra, eitthvað
þrjár mílur og hleyfti þar á grunn
skaðskotið og brennandi.
í’á eru ótaldir tveir vjelavciðar-
ar. í’að eru bátar aðeins 370 lest-
ir að stærð og með nál. 70 manna
hvor. Þeir komu aftastir í lestinni
út og feingu óblíðar viðtökur. Eitt
stórskipið ameriska, Gloucester, gaf
sig sjerstaklega að þeim og Ijet
skotin ríða á bátunum og þeir á
því. En þeir eru ákaflega hrað-
skreiðir, fara alt að 30 mílum á
vöku, og ætluðu að renna sjer
fram hjá Gioucester, en komust þá
inn í drífuna frá mörgum stórskip-
um og sneru við það aftur og
rjeðu báðir á Gloucester og ljetu
skella á því alt hvað þeir gátu. En
þeir máttu ekki við stórskotum
skipsins og urðu Ioks að svegja
að landi eftir afarharða hríð og
hleypa inn í brimið tæpri mílu
vestur frá höfnini. í’eir voru þá
allir sundurskotnir og komnir að
bruna. Meðan á hríðinni stóð var.
alt hulið reyk, líklega þó meira
kolareyk en púðurreyk, þó tölu-
verð móða sje af hinu svo nefnda
reyklausa púðri, sem öll skipin
hafa líklega haft. Alt sást því ó-
ljóst, en rjett sem bátarnir hjeldu
til lands loftaði undir reykinn og
sást þá að fólkið af þeim var að
kasta sjer í brimið og reyna að
kafa til lands hver sem gat, því þá
var að því komið að eldurinn næði
púðrinu og fáum mínútum síðar
sprakk annar í loft upp og litlu
á eftir fór hinn á sömu leið.
Ekki er þess getið hvað bjarg-
ast hafi af þessu fólki heldur, en
að því leiti eru þessir bátar fræg-
ir að þeirra skot eru þau einustu
í allri þessari orustu sem hittu
nokkurt ameriskt skip, því Glou-
cestcr var töluvert skaddað þeg-
ar það skildi við þá og á annað
skip kom ekki skot.
Svona cndaði þessi heljarhríð og
hafði staðið yfir aðeins hálfa fimtu
stund. Eins og áður er sagt vrar
kl. gi/2 þegar skipin komu fram í
sundið, en þá var hún tvö þegar
Cristóbal Colon hleyfti á grunn
brennandi, og dró ofan herfána sinn
Hann var víst síðastur unninn en
bátarnir munu hafa brunnið fyrst.
Als höfðu Bandamenn tekið fángin
um 1300 manna og þar á meðal
Cerveró flotaforíngja. Nokkur
hundruð manna er sagt að muni
hafa farist af Spánverjum fyrir
skotum og eldi, og sumt drnkkn-
að. Það virðist hafa verið töluvert
brim við strendurnar því þess er
getið að fófkið hafi verið að hrökl-
ast undau eldinum fram og aftur
um skipskrokkana og ekki kastað
sjer í sjóinn fyr en í síðustu lög.
en laungu cftir að orustunni var
lokið, heyrðust hvellirnir f-á skipa-
skrokkunum út með sjónum þegar
eldurinn var að ná púðurklefunum
og tæta skipin sundur.
Hraðskeytin um sigurinn komu
til New York um kvöldið og fiugu
næsta morgun út um alt landið og
gerðu fólkið hamslaust af fögnuði.
»Allur floti Cerverós tættur f
sundur og brunninn cn ameriski
flotinn mist einn einasta mann og
hafði aðeins 2 sára«.
Við þessa atburði breyttist nokk-
uð hljóðið í Shafter forfngja og
umsáturs hernum. I-Iann gerði nú
þegar orð borgarbúum á Sunnudag-
inn og sagði þeim að ef þeir gæf-
ust ekki upp á Mánudagsmorgun-
inn þá byrjaði hann skothríð á
borgina og gæfi aðeins bið þáng-
að til útlendir menn, böril og
gamalmenni og annað óvopnfært
lið væri komið á burt. For-
fngi borgarliðsins sendi honum
svarið á Mánudaginn, að borgin
gæfist ekki upp en verði sig með-
an hún mætti. Konsúlarnir út-
lendu fóru þá til Shafters og feingu
hjá honum 24 tíma frest meðan
fólkið væri að flytja út sára menn,
börn og gamalmenni.
Það má því telja víst að skot-
hríðin á b< rgina hafi byrjað 5. Júlí
og lausafregn sem kom ineð skipi
í vikunni segir, að Bandamenn
hafi verið búnir að tska hana *.
Júlí.
Hjálparliðið vestan frá Iíavanna
átti 5. Júií aðeins fáar mílur eftir
til Santiagó, en taiið víst
Garcia myndi geta varið \,ví
komast alla lcíð.
Svona stóð taflið Þar Vestra þ.
5. þ. m.
Austur á Filipscyum hefur ekk-
ert gerst sögulegt. Upprcistar-
mcnn þokast jafnt og þjett að
ManiIIuborg og sagt að þeir hafi
náð á vald sitt konu og börnum
Ágústíns borgarstjóra. í Manillu og