Alþýðublaðið - 14.01.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 14.01.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ " kemur út á hverjum virkum degi. Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við Hverfisgötu 8 opin frá kl, 9 árd. til kl. 7 síðd. Skrifstofa á sama stað opin kl. 9Va—10 V2 árd. og kl. 8—9 síðd. Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 hver mm. eindálka. Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan > (i sama húsi, sömu símar). Hvers vegna ber togaraútgerðin sig ekki? Hvers vegna Sá sjómenn ekki sanng|ðrnnm banp- kröfarn fullnægt? Það hefir mörgum pótt — og mönnum jþykir það enn — afar- skrítið, að íslenzk togaraútgerð, að minsta kosti að því er útgerð- armenn segja, skuli ekki geta bor- ið sig. Það er þeim mun kyn- legra, sem fjöldi annara þjóða, Þjóðverjar, Bretar, Frakkar o. fl. reka sams konar útgerð með á- gætum árangri, þó að aðstaða þeirra sé að öllu miklu erfiðari en aðstaða vor. Þeir þurfa að sækja um mörg hundruð mílna veg á fiskimiðin á Nýfundna- landi eða hér, en togarar vorir þurfa ekki að sigla nema örfáar mílur til að komast á miðin. Hver kostnaðarauki þetta er fyrir er- lenda útgerð, en sparnaður fyrir vora, getur hver heilvita maður séð. Sá sparnaður, sem í þessu er fólginn, ætti að koma einhvers staðar niður á útgerð vorri, en það virðist þó ekki vera svo; hún ber sig jafnilla fyrir það. Það getur og hver heilvita mað- ur séð, að það hlýtur að vera feinhver melur i rekstri útgerðar vorrar, sem ekki er í rekstri er- lendrar útgerðar, sem étur upp þennan hagnað og meira til. Það er alkunnugt, að það veltur sjaldan nema á tvennu fyrir út- gerð vorri, — annaðhvort því, að hún sé stórgróðafyrirtæki, eða að hún misfarist svo, að hún drepur niður allan fjárhag þjóðarinnar. Svo er ekki um útgerð annara þjóða, sem auðvitað kemur mik- ið íil af því, að hún þar er ekki tiltölulega eins mikill partur af þjóðarverkinu og hér. En mestu ræður þó urn, að útgerðin hjá öðrum þjóðum er rekin með ein- hverjum þeim hætti ,að útkoman verður jafnari, uppgripin að vísu minni, en áhættan um leið minni og jafnmikið tap íátíðara. Hjá okk- ur er einhver gullnemablær á öllu saman. Það er maðurinn, sem fer til Cfondyke með tvær hendur tómar nema eina skóflu og legg- ur alt undir, líf og heilsu. Hann vill grípa upp gullið — milljón- irnar — í hvellinum, hvað sem það kostar, en athugar ekkert um það, hvort verðmætin, sem lögð eru undir, séu ekki miklu dýr- ari en þau, sem öfluð eru, og hugsar ekkert um það að láta áhættuna standast á við ágóðann. Það er þessi feyra, sein er í rekstri útgerðar vorrar. Útgerð- armennirnir leggja aðaláherzluna á fljót uppgrip, hvað sem kostar. En fyrir bragðið er útgerðin svo stopul, sem raun er á. Alt veltur á heppni, en litið eða ekkert á forsjá. Og þetta má sýna með dæmum. Það er alkunnugt, að hér er veitt á togurunum svo lengi, sem mönnum er fært á þilfari, og stundum jafnvel lengur. Netjum er kastað í háaroki, og það er togað. En auðvitað aukast átök skipsins að sama skapi, sein veðr- ið hækkar; vélin verður að vinna fastara, og kolaeyðslan eykst stór- kostlega. En hér lætur enginn sér detta í hug að skygnast eftir því áður, hvort nokkrar líkur séu til, að aflinn geti greitt kostnaðarauk- ann, hvað þá heldur gefið ágóða. Það þarf að eins að rnoka upp fram í rauðan dauðann. Það er alkunnugt, að vörpurn- ar með hlerum kosta um 15 000 kr. eða meira. Það er jafnkunn- ugt, að mikil hætta er á því, að bæði varpa og 'hlerar fari for- görðum, þegar togað er í slíku ve'ðri. Þess eru dæmi, að varpað hafi verið út spánnýjum veið- arfærum í ófæru veðri af því að ógerningur þótti vegna ills veðurs að bæta notuð veiðarfæri, sem á þilfari voru, — og sjá: Þegar dregið var upp, kom ekk- ert nema berir strengirnir. Um 15 000 kr. er þarna varpað í sjó- inn. En það var ekki nóg. Hinn ötuli skipstjóri lét ekki á sér standa; hann tók önnur spánný veiðarfæri úr veiðarfæraklefa skipsins, varpaði þeimogdró upp aftur hlerana, en varpan hafði sezt að neðra. Ef útgerðarmenn hefðu nú — þegar þeir að eigin sögn tapa á rekstrinuin — fengið 15 000 kr. og andvirði nýrrar vörpu í hreinan ágóða, myndu þeir telja sig sæla. Það er ein- mitt um arðinn, sem hér er spil- að fjárglæfraspil. En hvernig stendur á þessum ósköpum ? Gátan er auðráðin. Sökina eiga launakjör skipstjóranna. Þeim er varið á þann veg, að skipstjórar væru ekki menskir menn um sferplyndi, ef eklú færi svona. Þeir hafa 150 kr. á mánuði í föst laun, og verður ekki annað sagt en þau séu herfileg. Til að bæta úr þessu er þeim svo veittur á- góðahluti í afla togarans að ófrá- dregnum útgerðarkostnaði (brúttó), meÖ öðrum orðum: Því meira sem þeir veiða, hvort sem aflinn svarar kostnaði eða ekki, því meiri tekjur hafa þeir. Um eyðsl- una spyr enginn. Það kynnu nú fáfróðir menn að skella skuldinni á skipstjórana, að það séu þeir, sem veiði, hvernig sem viðrar, að eins til þess að auka tekjur sín- ar. En þetta er mesta fjarstæða. Sökin lendir á útgerðarmönnum. Þeir heimta af skipstjórum sínum, að þeir afli vel, að þeir að minsta kosti nái meðalafla að skippunda- tölu. Takist þeiin það ekki, er staðan í veði, — lífsuppeldi þeirra, kvenna þeirra og barna. En hvað er þá eðlilegra en að þeir rembist við að toga og toga, svo að hungur atvinnuleysisins falli ekki á þá og þeirra ástvini. En því breyta ekki útgerðar- menn launafyrirkomulagi þessara inanna og leiða þar með útgerðina frá spilaborðinu og inn í farveg heilbrigðrar framleiðslu ? Það h’.ýt- ur að vera leiðin að hækka stofn- laun skipstjóra, svo að laun séu, en síðan taki þeir ágóðahluta af afla togarans að frádregnum öll- um útgerðarkostnaði (nettó). Með því fá þeir ágóða af sönnum afla sínum. Þá verður og staða þeirra svo, að þeir geta látið sér nmhug- að um, hvort afli svari eyðslu og öðrum tilkostnaði, og þurfa ekki að kaupa fiskinn of dýru verði af sjón.um. Með þessu lagi þm’fa þeir ekki að hugsa um að ná upp meðalafla af skippunda- tölu, heldur verða þeir að vera með meðalafla að arði, eigi stað- an ekki að vera í Veði. Þeir verða nú að liugsa og reikna, en mega ekki lengur standa hugsunarlaust í „hólnum“ í eyðslu og mokstri. En hafa útgerðarmenn hugsun á þessu? Öðru nær! Þeir ætla að spara, — ná upp hallanum, — rétta við fjárhag sinn, — rétta við fjárhag ríkisins, og hver veit hvað, með þvi að klípa utan af Iaunum sjómanna. Það er þeirra eilífa fjárhagshjálpræði. Og þó vita allir menn, að allur sá „sparnaður“ er miklu minni á tog- ara en það nemur, ef því væri slept, að togarinn sliti frá sér eina vörpu. Með þvi að hætta gull- nema-rckstrinum myndi svo lang- samlega g eiðast sá ógurlegi( [) út- gjaldaliður, sem „sparnaðurinn“ á kaupi sjómanna nemur. En hvað er nú með vélbátana? Þó að fyrirkomulagið í áukaatrið- um sé annað. er það í allri aðal- gerðinni sama, og afleiðingin auð- vitað nákvæmlega sama, en um það mun verða ritað síðar. En hvar eru bankarnir? Það er sízt ómerkasta spurningin. Þeir lána stórfé, sem þeim er trúað fyrir, alveg blint til útgerðarinn- ar, án þess að spyrja neitt um það, hvernig hún sé rekin, hvort það er af þeirri forsjá, sem bank- arnir ennars heimía, ef þeir er.u að kaupa smávíxil, sem ætlaöur er til sláíurkaupa. Þá eru þeir allra manna gætnastir og eru með eilífa útúrdúra. En þegar útgerðin á í hlut, þá er annað uppi á ten- ingnum. Þá er um ekkert hugs- að fyrri en alt er komið á höf- uðið; — þá standa bankarnir ráð- þrota og tala um ilt árferði og .. annað jafn-huggunarrikt. Þeim væri nær að athuga þessa fásinnu, i upphafi og lána ekkert fé, nema hér væri bót á ráðin. Og von er, að illa fari, þegar sá bankinn, sem aðalútgerðina hefir, heldur, að alt velti á kauplækkun sjó- manna; það er skannnsýni og glámskygni .á stærð talna, saman- borið við þær tölur, sem hér hef- ir verið um rætt. Sjómannastéttin og öll skynsöm alþýða heimtar, að þessu sé kipt í lag nú þegar og flotanum öllum lagt út, og allur landslýður verð- ur að heimta það. Það er vegur- inn frá spilarekstri gullnema- bragsins yfir í heilbrigða fram- leiðslu. — Veltiárin fækka, en vondu árin hverfa alveg úr sög- unni. B. B. ]. Mjélkurfélagið Og nsjólkurverðið. f grein sinni í „Vísi“ 20. dez. s. 1. skirskotar Eyjólfur Jóhanns- !son í „Mælkeriet Enigheden“, en hann gætir ekki þess að dagsetja útkomu þess rits, en ég vitna í „Börsen“ 12. nóv. s. 1., og eru það síðustu skýrslur í þessu efni. Annars er dálítið undarlegt, að E. J. skuli segja, að ég geri rekst- urskostnað mjólkurbúanna i Kaupmannahöfn meiri með því, að bændurnir fái 14,5 aura fyrir mjólkurlíterinn. Veit E. J. ekki, að mjólkurfélögin í Kaupmanna- höfn eru „privat“-félög, sem bændum kemur ekkert við um. Þau borga mjólkurlíterinn ýmist við fjósdyr eða í járnbrautar- stöðvunum, og svo bera þau sjálf allan kostnað og ábyrgð á rekstr- inum við vinslu mjólkurinnar og sölu hennar. Annars er lítið I grein E. J., sem nauðsynlegt er að svara. í greininni eru þó meið- yrði í minn garð, sein ég mun lofa E. J. að svara fyrir í rétti. Ég vil taka það fram, að detti nokkrum manni í hug, að grein- ar mínar í garð Mjólkurfélagsins séu gerðar í óvildarskyni til fé- lagsins, þá er það misskilningur. Ég hefi skrifað þessar greinar sökum þess, að ég leit svo á og lít enn svo á, að stjórn félagsins eé í mörgu ábótavant. Tel ég það s 'álfsagt yrir a menning að benda á það, sem miður fer i starfsemi opinberra félaga, ef ske kynni að hrinda mætti framkvæmdinni í betra horf. Ég hefi orðið þess á- skynja, að bændurnir, sein bera alla ábyrgð á f járreiðuin félagsins. og eiga félagið, vita margir að mínu áliíi alt of lítið um ásig- komulag félagsins og starfsemi þess. Því hefi ég skrifað greinar mínar, ef þær mættu til þess verða, að sjálfir félagsbændurnir létu sig mál þetta ineiru skifta og meiri samvinna tækist i inbyrð- is í félaginu og allir félagsmenn gætu orðið sístarfandi verkamenn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.