Alþýðublaðið - 14.01.1927, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.01.1927, Blaðsíða 4
4 alþýðublaðið nð Magnús Guðjónsson, Nönnu- götu 7, sera var aðstoðarmaður snjóbifreiðarstjórans, fótbrotnaði með þeim hætti, að verið var að þíða frosið vatn í brúsa í skúr snjóbifreiðarinnar, sem er uppi við Kolviðarhól, og var notaður tii þess gaslampi, en hann kom of nærri benzíntunnu og sprakk hún. Kastaðist botninn úr henni með háum hvelli og kom á hægra fótlegg Magnúsar. Brotnuðu báðir leggirnir, sköfnungurinn í tveim stöðum. Kjartan Ólafsson læknir fór til hans um nóttina og kom aftur seint í gær ásamt með Magnúsi, er var fluttur í sjúkra- húsið í Landakoti. I gærkveldi og morgun leið Magnúsi vel eftir atvikum. Útflutningur íslenzkra afurða í dezember nam 4 127 280 krónum, en ársút- flutningurirn 47 864070 seðlekrón- ium, ér verður í gullkrónum 39 078 820. (Leiðrétting gengis- nefndarinnar. 1 skýrslu hennar hafði verið misritun: upphæðin í dez. og þar með á árinu rituð 20 frús. seðlakrónum of há.) Skattairamtalið. Skattaskýrslurnar hafa nú verið bornar út um bæinn, og á að skila þeim í Skattstofuna eða kassann við dyrnar nú þessa dag- ana og ekki síðar en fyrir lok þessa mánaðar. — Heimtingu eiga menn á því samkvæmt lögunum, að fá aðstoð til að útfylla skýrsl- ur sínar, þeir, sem þess þurfa. •— Vér höfum heyrt kvartanir um, að Ös væri stundum svo mikil í Skattstofunni, að menn yrðu að bíða lengi ,eftir afgreiðslu eða hverfa frá, ef þeir hefðu litlum tíma úr að spila. Höfum vér því spurst fyrir um, hvort eigi væri nógur vinnukraftur til afgreiðslu „RÉTTURh Tímarit um pjóðfélags- og menningar-mál. Kemur út tvis- var á ári, 10—12 arkir að stærð. Flytur fræðandi greinar um bókmentir, þjóðfélagsmál, listir og önnur menningarmál. Enn fremur sögur og kvæði, erlend og innlend tíðindi. Árgangurinn kostar 4 kr. Gjalddagi 1. október. t*&***e***«*«+*e&>*»+* Ritstjóri: Einar Olgeirsson, kennari. Aðalumboðsmaður: Jón G. Guðmann, kaupmaður, P. O. Box 34, Akurtyri. Afgreiðslu i Reykjavík annast Bókabúð'n, Laugavegi 46. Gerist áskrifendar! og fengið það svar, að aliir myndu geta fengið greiða úrlausn í Skattstofunni, ef menn drægju það ekki alment fram á síðustu dagana að koma skýrslum sinum á framfæri. Afgreið lutíminn er kl. 1-4 daglega. Kveikja ber á bifreiðum og reiðhjólum jafn- skjótt og götuljósin hafa verið tendruð. Aiglýsenður eru vinsamlega beðnir að athuga það, að senda auglýsingar í blaðið tímanlega, helzt daginn áður en þær eiga að birtast, og ekki síðar en kl. IO1/2 þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Rjúpur 35 og 45 aura, Saltkjöt 55 og 65 aura Y2 kg. Hangikjöt 1,10 pr. Ys kg. Reykt Hrossakjöt, Smjör, Tólg, Kæfa, Skyr, Egg, Ostur, Kartöflur, Gulrófur, Stein- olia, bezta tegund. Hannes Jónsson, Laugavegi 28, og Laugavegi 64, sími 1403. Frá Alþýðubrauðgerðirni Brauð og kökur fást í verzluninni á Bragagötu 29. Alt nokkrum aurum ódýrara en hjá öðrum. Sykur og matvörur alls konar. „Merkjasteinn“, Vest- urgötu 12. „Þetta er rækalli skemtileg saga, þó hún sé íslenzk," sagði maður um daginn. Hann lá við að lesa „Húsið við Norðurá", fyrstu íslenzku leynilögreglusög- una, sem skrifuð hefir verið hér á landi. Rjómi fæst í Alþýðubrauðgerð- ínni. Hús jafnan til sölu. Hús tekin í umboðssölu. Kaupendur að hús- um oft til taks. Helgi Sveinsson, Aðalstr. 11. Heima 11—1 og 6—8. Frá AJþýðubrauðgerðinni. Út- sala á brauðum og kökum er opnuð á Framnesvegi 23. Sokkar — sokkar — sokkar frá prjónastofunni Malín eru íslenzk- ir, endingarbeztir, hlýjastir. ísl. smjör, Tólg, Rúllupylsur fæst hjá Silla & Valda, Baldurs- götu 11, Vesturgötu 52. Veggmyndir, failegar og ódýr- ar, Freyjugötu 11. Innrömmun á sarna stað. Saltkjöt verulega gott, Viktoríu- baunir, Heilbaunir, Hálfbaunir ný- komið. Silli & Valdi, Baldursg. 11, sími 893, Vesturg. 52, sími 1916. Látio ijkkur ekki verda kalt þegar þið getið fengið þessa hlýju og ódýru vetraryfirfrakka og bíl- stjórajakka í Fatabúðinni. Munið, að allan fatnað er bezt að kaupa í Fatabúðinni. Karlmannafötin frá 55 kr. í Fatabúdinni. Akraness-kartöflur á 18 aura i/2 kg. Valdar, danskar kartöflur á 15 aura Va kg. Gulrófur á 15 aura J/a kg'. Hermann Jánsson, Hverf- isgötu 88, sími 1994. Nýr fiskur í heildsölu og smá- sölu fæst ávalt, þegar á sjó gefur, í Zimsensporíi, — 'frá mótorbátn- um „Andvara" frá ísafirði. ísl/ srnjör, kæfa, tólg, ódýrt. — Hermann Jónsson, Hverfisgötu 88, sími 1994. Steinolía, bezta tegund, ódýr. Hermann Jónsson, Hverfisgötu 88. Sími 1994. Alpýduflokksfólk! Athugið, að auglýsingar eru fréttir! Auglýsið því í Alþýðublaðinu. Utbreiðið álþýðnblaðiði Ritstjórl og ábyrgðarmaður Hallbjörn Halldórssoa. Aiþýðuprentsmiðjan. Upton Sinclair: Smiðux er ég nefndur. -enn íneiri ofsa. „Times“ vitnaði í einstaka setningar eins og jressa: „Ætlið ekki, að ég sé kominn til þess að flytja yður ró og' þægindi; ég er kominn til þess að flytja þessum heimi baráttu og óánægju.“ Ég leitaði uppi ritstjórnarsíðuna, og þar var tveggja dálka grein, sem gerð var enn áhrifameiri með því, hvað mikið hún var undirstrikuð. „SVIVIRÐILEGT GUÐLAST“ \'ar fyrirsögnin. Þér hafið ef til vill eitthvert „Times" í yðar eigin borg; sé svo, þá þekk- ið þér vafaiausí þennan vanalega rithátt: „Um mörg ár hefir þetta blað verið að benda íbúum Vesturborgar á hinar sívaxandi sannanir þess, að mennirnir, sem fara með völd hinna félagsbundnu verkamanna, eru stjórnleysingjar í hjarta sínu og hafa tekið ráð sín saman um að tendra eld hinnar rauðu byltingar í þessu fagra landi. Vér höfum greinilega sýnt þá svívirðilegu ætlun þeirra að kolivarpa líkneski frelsisgyðjunnar og setja í hennar stað einræðisvald öreigafor- ingjanna. En jaín-illa og vér töldum þá vera, þá vorum vér nógu einfaldir til þess að halda, að þeir byggju yfir einhverjum örlitlum votti af velsæmi. Vér héldum, að þó að þeir barru enga virðingu fyrir verkum mannanna, þá myndu þeir þó að minsta kosti Játa verk guðs' í friði, hinar helgustu tákn- myndir guðlegrar opinberunar til hins þjá- andi mannkyns. En í gær gerðist sá atburður hér í borginni, sent að óskammfeilinni og guðleysisiegri spillingu skarar frani úr öllu nema hinu taumlausasta ímyndunarafli ein- hvers djöfuls og sýnir, að foringjar verka- mannahreyfingarinnar saurga gengdarlaust alt, sem heiðar.legt fólk telur dýrmætt og heilagt. Hver var þessi atbpfður? Maður, sem hefir kvikmyndatöku fyrir atvinnu, rekinn áfram af blindri og væntanlega hugsunarlausri á- girnd á Té, kemur fram mitt á méðal vor með svo kallaðan ,spámann‘, klæddan í búning, vandlega sniðinn til þess að stæla og minna á heiga persónu, sent virðing vor fyrir trú- arbrögðunum bannar oss að nefna. Hann kemur fram með þessa auvirðilegu og spjltu mannskepnu, sem sjálfur tilkynnir blöðun- um, að hann sé ,nýkominn frá guði‘, og tekur sér í munn vígorð þjóðfélagslegrar græðgi og afbrýðissemi, er nærri því hafa valdið manni ógleði hin síðustu ár, úr munni Þjóðverja-þræla og Þjóðverja-elskenda. Far- ið er roeð þessa afkáralegu spémynd guð- legrar meðaumkunar til höfuðstöðva Þjóð- verja-sinna og rauðrar byltingar, Verka- mannanmsterisins, og þar er látin fara fram, framini fyrir kvikinyndavélum, skrípaleg eft- irstæling af handayflrleggingu og iækningu sjúkra. ,Times' birtir ljósmynd af þessari otrúlegu ósvifni. Vér biðjum lesendurna af- sökunar á því að stuðla þannjg að j>ví, að hinir kænu auglýsendur nái áformi sínu, en þetta er eina leiðin til þess að gera almenn- ingi ljósa þá miklu árás á velsæmi, sem hér hefir farið fram, og þær frekari árásir, er þegar hafa verið ráðgerðar. Þetta virðist vera ráðabrugg til þess að varjia fram nýrri kvikmynda-,stjörnu‘; þessi ,Smiður‘ ' — menn veiti athygli Jiessum heimskulega orða- Ieik nteð nafnið — á að verða síðasta nýj- ungin meðal milljpn dollara kvikmynda- brúða, 0g almenningi í Ameríku er boðið að fá að borga fé til þess að sjá sögu um heilaga atburði leikna af verulegum ,spá- manni' og ,kraftaverkamanni‘! I .n þetta er þo ekki það versta. Foringjar verkamannahringsins, sem ekki AiJja láta neiiln stancla sér framar um vanheijög efni, hafa verið svo óskaminfeiJnir að bjóða jtess- um guðlastandi svikara á byltinga-gífuryrða- samkomu þá, er þeir nefna ,mótmælafund‘. Hann og aðrir af sama sauðahúsi höfðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.