Bjarki


Bjarki - 20.08.1898, Blaðsíða 1

Bjarki - 20.08.1898, Blaðsíða 1
Eitt blað á viku minst. Árg. 3 kr. borgist fyrir 1. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Auglýsíngar 8 aura línan; mikill af- slátttur ef oft er auglýst. Uppsögn skrifieg fyrir 1. Október. BJARKI III. ár. 33 Seyðisfirði, Laugardaginn 20. Ágúst 1898. Útlendar frjettir, --O--- Bismarck er dauður. Það eru mestu tíðindin frá útlöndum ( þetta sinn, og er lát hans þó lítil tíðindi nú hjá því sem verið hefði ef það hefði að borið io eða þó einkum 20 árum fyr. Evrópa, og í rauninni allur heimurinn hefur því nú mist á þessu ári tvo þá menn, sem glöggast merki láta eftir sig í hinni politísku sögu aldarinnar: þá Gladstone og Bismarck, því þó þeir væru Svo gagnólíkir menn, að kalla má að annar rifi niður það sem hinn bygði, þá voru þeir líkir í því að báðir báru höfuð og herð- ar yfir samtfmismenn sína hvor á sínu sviði. En svo ólfkir eru þessir menn og verk þeirra, að segja má að alt atferli Gladst. miðaði til að koma mannúð, dreingskap og sanngirni inn í viðskifti þjóð- anna hverrar við aðra og væri þar fyrirmynd allra stjórnmálamanna, þá er Bism. einmitt dæmi hins, hvað ljónslægð og stálvilji geta unnið þegar samviskan meinar ekki að alt sje kúgað og troðið niður sem 1 vegi verður. Því það hefur Bismarck gert. Á endilángri brautinni að hinu heims- fræga stórvirki sínu hefur hann látið eftir sig valkesti og mikið af blóði. Og þó er hitt nærri verra að harð- ræðið og hnefarjetturinn sem hann setti í hásætið fyr og síðar situr þar nú hreyknara en áður í nafni Bismarcks og í geisladýrðinni af snild hans og sigurljóma. Hættan er fremur lítil þó smá- menni sýni það með dæmi sínu að óhlutvendni geti aflað þeim frægðar og metnaðar; óhlutvendnin kemst ekki í neitt öndvegi fyrir það; heir voru ekki nógu miklir til þess að gera hana að dygð í borgaralegu h'fi. Þegar slíkur jötunandi eins og Bismarcks þar á móti beitir borgaralegum ódygðum opinberlega fyrir vagni sínum eins og þær Væru viðurkendar dygðir, þá er hættan meiri að þær verði ættleiddar 0g komist til hefðar og heiðurs. Svarta hliðin á þessu mikilmenni hæði lífs og liðnu er það, að hver stjornandi sem brýtur lög á þjóð sinni, brýtur alt á bak aftur sem hann hefur afl við hvað sem sann- g)rni líður, kaupir lið að hvcrjum þræli og gefur fyrir það velierð annara manna og alt nema hags- muni áforma sinna — alt þetta getur hver stjórnandi gert nú með betrPsamvisku en áður, því þetta hefur gert konúngur þeirra allra, prince von Bismarck. Það er og orðið veglegra verk en áður að vera leigður njósnar- maður, svi'kjast að launmálum bræðra sinna, tæla fólk til glæpa, því alt þetta ljet Bismarck trúnað- armenn sína gera og launaði með tign og vináttu. Að þessu leiti er það satt sem margsagt hefur verið um Bismarck að hann hafi hrint menníngu og sið- gæði heimsins stórt stig aftur á bak og að heimurinn mætti þakka fyrir að Bismarck heíði aldrei stig- ið fæti á hann. Margir munu nú afsaka hann með því sem og er sannmæli, að Bis- marck gerði alt þetta með það eina mið fycir augum að gera ætt- jörð sína mikla og fræga og sig °g þjóð sína með henni. Það er satt hann setti frægð og dýrð Þýskalands ofar öllu öðru og eing- inn hefur haft heitari ættjarðarorð á vörum en hann nje æst meira þjóðarhatrið en hann, en nú er svo kumið að Þjóðverjaland er að kikna undir sinni eigin jáinkórónu og kaína í sínu eigin hefðar mold- ryki. Ættjarðarást Bismarcks hef- ur því ef til vill orðið hans eigin þjóð hættulegri en allar óvinaeggj- ar hennar samantaldat og það af því, að hann hafði frægð hennar og veldi eitt fyrir augum og efldi það meira en sanna menníngu hennar. Hann gætti þess ekki, og gat eftir skaplyndi sínu ekki gætt þess að einmitt við sköpun og við- hald þessa mikla ríkis varð hann sjálfur að misbjóða sameiginlegum hag einstaklinganna og þeim borg- aradygðum sem áttu að halda öll- um bútunum saman. En þó Bismarck væri höfðíngi og hyrnfngarsteinn allrar kúgunar og afturfara í Evrópn nú á síðari tímum, þá dylst aungum fyrir því hver afburðamaður hann var að viti sínu og snilli og hver heljar stórvirki hann hefur unnið. Og hefði maður augu Bismarcks og sæi til botns í alt það endemi sem stórpólitík Evrópu er, Sæi að alt er rotið og að hvað hángir uppi á eymd annars, sæi að »þtssi borg er föl hvenær scm einhver yíII kaupa«, og hefði maður svo haus og hönd Bismarcks og fyndi að aflið skorti ekki, þá er það sannarlega freistandi leikur að hræra dálítið í grautnum. Þetta gerði Bismarck og gerði það svo rækilega að úr landi sínu, sem var lítilsiglt konúngsríki gerði hannvold- ugasta stórveldi, og Berlín, að kalla mátti, að höfuðborg heimsins þar sem hann sat eins og kónguló í vef og hjelt á öllum þráðum heims- pólitíkurinnar, og þessu sæti hjelt hann um 20 ár frá 1870 til 1890. Bismark var fæddur 1815 og var því á 84 ári. Eftir að hann kom af háskólanum var hann nokkra stund f hernum og settist svo að góssi sínu. Á pólitíska leiksviðinu fer fyrst að bera á honum á ó- kyrðarárunum um 1848 og er þá þegar rammasti einveldismaður, og fer þá þegar að búa undir að steypa Austurríki úr forustutign þýska sambandsins og setja Prússland þar í staðinn og það lánaðist honum loksins á blóvöllunum við Sadowa 20 árum síðar. 1859 varð hann sendiherra Prússa í Pjetursborg og '62 í París, og kom síðar í Ijós að þar hafði Bismark ekki verið sjer ónýcur. Þá varð hann ráðannytis- forseti í Berlín og setti þá alt sitt afl á að auka herinn og þegar þíngið kom í veginn lokaði hann bara salnum og sendi alt saman heim og stjórnaði öllu einsamall. Um það bil kyntust þeir Moltke og Bismark og er sagt að þeir sætu þá saman á kvöldin og væru að búa til smástryk á Norður- álfukortið »þar sem bæta þótti« og laga það svo í hendi sjer, og fór vel um Þýskaland og þá báða dreingina þar í miðjuninni, og hinu eins og raðað utan um. Þeir ljetu og ekki leingi bíða framkvæmdanna. Þeir byrjuðu á Danmörku og lim- uðu hana í sundur 1864, og tveim árum síðar 1866 var Austurríki komið á knje og Prússland í önd- vegi þýska sambandsins. Var þeim hern-ði iokið á 6 vikum og er talið meistarastykki Bismarks. Þá var Frakkland eftir fyrir vest- an, en frá því geingu þeir 1870, skildu þjóðina eftir í blóði sfnu, tóku af hcnni Rínarfylkin og ljctu hana gjalda sjer 5 milljarða fránka (36 hundruð milljónir króna.) Svona skóp Bism. ríkið með járni og blóði, og snild hans ein gat haldið þessu hrófatildri saman, og síðan Vilhjálmur keisari, sem Bret- ar kalla Vilhjám heimska, setti Bism. af 1890 hafa samskeytin mjög svo gliðnað bseði úti og inni fyrir, og margir spá að hrunið komi brátt Úr þvf má nú tíminn skera, en vel statt er Þýskaland ekki. Bismark var veikur viku og lá þúngt. Stundu áður en hann ljest hagræddi dóttir hans svæflin- um og sagði Bismark þá við hana »þakka þjer fyrir barnið mitt.«. Þetta voru síðustu orð hans. Hinn opinberi boðskapur segir að hann dæi þá rólega að stundu liðinni, en önnur sögnsögn segir að hann berðist við köfnun síðustu stundina og hafi hryglan verið hryllileg að heyra. Sagt er að höfuð Bismarcks væri óvanalega leingi varmt eftir að Ifk- ami hans var kaldur annarstaðar. Bism. hefur beðið að þessi orð yrðu letruð á gröf hans og ekki annað: »Prince von Bismarck, fæddur 1. Apríl 1815, dá- in n...... Trúr Þjóðverskur þjónn Vilhjálms keisara hins fyrsta. Striðið. Það var nú alþjóð- ar ætlun að ófriðnum muni lokið og friður verða kominn á nú urn þetta bil. Þvf Spánv. hafa beðið sendiherra Frakka í Washington að leita hófanna hjá Bandam. um frið- arskilmála, og Mc. Kinley hefur gert kost á þessum grv.ndvailar- skilyrðum fyrir friðarsamníngi. 1. Spánn lætur af hendi til Bandam. allar lendur tínar fyrir vestan haf nema Cúbu. 2. Ollum yfirráðum Spánv. á Cúbu sje lokið og Bandam. hafi hana á valdi sínu til þess lögieg stjórn er kjörin á eynni. 3. Bandamenn fá eina af karó- línsku eyunum fyrir kolastöð. 4. Bandam. taka ekki að sjcr skuldir þær sem Spánn hefur geing- ið í á Cúbu og Portórícó. 5. Bandamenn heimta ekkert herkostnaðargjald af Spáni. 7. Spánn og Bandam. setja nefnd til að semja friðarsáttmálann (sfðast hefur frjetst að sú nefnd skyldi koma saman í Lundúnun ). Þó verða Spánv. þegar í stað að

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.