Bjarki


Bjarki - 20.08.1898, Blaðsíða 2

Bjarki - 20.08.1898, Blaðsíða 2
130 verða burt af Cúbu og Portóricó. Nefndin á að ákveða um Filips- eyar og önnur minni atriði. Vest- ureyarnar og kolastöðina heimta Bandam. skilmálalaust. Sagt er að Spánn hafi tekið þessum kostum líklega, og því vænta menn friðarins innan skams. Björgvinar- sýníngin. Skýrsla sjera Bjarnar Þorlákssonar. —o—• II. Bátar. Merkílegar skútur. Steínoliuvjelar i bátum. Munir frá íslendíngi í Noregí. Sjóföt. íshús. Fiskíklak. Norskar kýr og hestar. Skyds. Báta mátti marga sjá hjer, bæði víðsvegar úr Noregi og frá öðrum löndum t. d. Færeyum. Og sýnd- ist mjer sem eingir þeirra mundu vera hentugri til róðrar fyrir okkur en færeysku bátarnir. I’ar voru og skútur frá Listu í Noregi, með. þilfari og á stærð við Nótabáta. Þykja þær ágætar til sigh'ngar. Mjer var sagt, að fá mætti þær brúkaðar fyrir 2—300 kr. En nýar mundu þær kosta um 1000 kr. Væri mjög álitlegt, að reyna þær til fiskjar hjer á Austfjörðum, þar sem lángræði er orðið svo mikið, og mætti sigla þeim híngað frá Stafángri með 2 mönnum. Steinolíubáta sá jeg aung^, en steinolíuvjelar, helst stórar. Jeg spurðist fyrir um slíkar vjelar og báta, hvernig það þætti gefast og fjekk jeg mjög misjöfn svör. Flestir Ijetu ekki vel af þeim. Tveimur mönnum skrifaði jeg og á jeg cftir að fá svör þeirra. Steinolíuvjelar til fiskibáta og þilskipa eru af ýmsum stærðum, ^ hestafli til 20 hestafla. Slíkar vjelar sem þessar fást í Stafángri og víðar í Noregi Vjel með 1 hestafli kostar 600 kr. Vjel með 2 hestöflum 1000—1100 kr. Líklegt þykir mjer að þessar vjelar mætti hafa mcð góðum á- rángri í stóra fiskibáta og lítil þil- skip hjá okkur. Og mundi verða mikill mannsparnaður að þeim. A Lagarfljóti mundi og flutníngsbátur með steinolíuvjel eiga heima. Stein- olíuvjelar hafa mest verið hafðar í Vesturheimi og Þýskalandi á ám og vötnum. Af því að Island tók aungan þátt í sýníngunni, vakti það eftir- tekt mína, að íslenskur maður, Kristján Hjaltason, búsettur í Gróttu á Hálogalandi, hafði muni á sýn- íngunni. Annað var beitt lína í kassa, er rakti sig sjálf. Hitt var sýnishorn af hjalli til að þurka saltfisk. Fyrir hið síðara hafði hann feingið hrós á sýníngu í Þrumsev í Finnmörk 1894. Sjóföt mátti sjá margskonar. Leist mjer lángbest á sænsk sjó- föt frá Málmhaugum; þau voru á- gæt, sterk og þykk, og þó ótrú- lega ódýr, er miðað er við sjóföt þau, er kaupmenn á Seyðisfirði flytja. Verðið stóð á þeim, en annars var það fátftt að verðið sæist á sýníngarmununum, og var það mikill galli við sýnínguna, og heyrði jeg marga kvarta um það. Sýnishorn af fshúsi sá jeg, alt úr timbri. Mun það vera eingu hentugra en þó dýrara en íshús okkar. Sama er að segja um danskt frystihús. Þegar jeg kom á sýnínguna fyrst, var það ekki fullgjört, svo að jeg gat þá ekki skoðað það. Og seinna, er jeg ætlaði að skoða það, var maður- inn, er stóð fyrir því, búinn að loka því. I fyrra skiftfíS sá jeg þó vjelina, er framleiddi kuldann. Var mjer sagt að hún mundi kosta um 1000 krónur auk hússins sjálfs. Munu slík frystihús vera dýrari og í eingu hentugri en frystihús okk- ar. Því miður fanst ekkert sýnis- horn af okkar frystihúsum á sýn- íngunni. Ennfremur sá jeg Ijósmynd af fiskiklakshúsi í Arendal og sýnis- horn af klakhúsinu. Fylgdi sú skýrsla, að frá 1884 til 10/B 1897 hefði þar verið klakið út 1500 milljónum fiskihrogna. Menn, er til þóttust þekkja, sögðu að um- hvcrfis Arendal hefðu fiskiveiðar verið betri á seinni árum, og eign- uðu það klakinu. Gæti ekki þetta verið bendíng fyrir þíng og stjórn að taka upp þetta klak einhvers- staðar á Islandi, ef það cr sann- reynt, að þorskurinn leiti árlega til þcirra staða, þar sem hann er útklakinn. Landbúnaðarsýnínguna, sem var að mestu eða nær því eingaungu fyrir Norcg, kynti jeg mjer og lítið eitt. Að vísu var með mjer annar maður hjer að austan, sem sjer- staklega kynti sjer hana og mun gefa skýrslu um athuganir sínar. Þó vil jeg skýra frá mínum athug- unum, ef vera kynni að jeg hefði tekið eftir einhvcrju, sem hann hefði sleft. Skömmu áður cn jeg kom til Noregs, var afstaðin sýning á lif- andi dýrum, einkum kúm og hest- urn. Fór sú sýnt'ng fram á Ilauka- landi, járnbraotarstöð skamt fyrir ofan Björgvin. Skepnurnar hcfðu verið sjerlega vel útlítandi, og sum- ir fundu það að kúnum, að þær væru of feitar og gætu því ekki mjólkað sem skyldi. Þótt jeg væri ekki á þessari sýnfngu, sá jeg þó kýr og hesta allvíða. Á búnað- arskólanum á Steini sá jeg nokkr- ar kýr, allar svartar, þær voru inni; sumir í Noregi eru teknir að fóðra kýr sfnarjinni alt árið vegna ljelcgra sumarhaga. Kýrnar voru öllu hærri en okkar. Besta kýrin í fjósinu af 40 mjólkaði 2700 pottaum árið. Meðal kýr var þar talin mjólka 1800 potta. Heygjöf er meiri en hjá okkur. Jeg ók 3 mílur frá Haugasundi beint upp f land. Þar sá jeg víða kýr á Ieiðinni. Þær voru aungu stærri en okkar kýr og margar fremur magrar. Yfir höfuð munu kýr í Noregi naumast mjólka eins og íslenskar kýr. Norsku hestarnir eru stærri en okkar hestar, og eflaust talsvert sterkari, einkum til aksturs. Þeir eru hafðir einkum fyrir vögnum og vjelum en íítið til reiðar. Enda eru þeir klúrir og harðgeing- ir. Og þótt kynið sje upphaflega hið sama sem hjá okkur, hafa þeir mist góðgánginn og fótvissuna og fjörið okkar hesta. Þegar ferðast þarf í Noregi eftir landi, þar sem ekki eru járnbrautir, verður að taka »Skyds«, sem Norðmenn kalla það, en það er mann með vagni og hesti eða hestum fyrir. Jeg reyndi tvívegis þessa skussferð, og er það sú mesta kerlíngarferð, sem jeg hef farið. Hvenær sem vegurinn var nokkuð upp á móti, var ekið löturhægt, því að ekki kunnu hest- arnir liðugan seinagáng*, sem við köllum. Og aldrei var farið harð- ara en brokk. Mjer dauðleiddist, jeg margóskaði eftir að vera búinn að fá hest að heiman, til að hleypa eftir hinum inndælu norsku vegum, sem hvergi eru til nokkurra muna brattir. Jeg er sannfærður um, að fá mætti góðan markað í Noregi fyrir íslenska reiðhesta. Norðmenn mundu fljótt finna skemtunarmuninn á því að rfða ljettum og góðum hesti og hinu að hristast jafnt og þjett í vagni. Reyndar mundi það spilla vcrðinu, að 50 kr. tollur var í fyrra Iagður rneð lögum á hvern innfluttan hest. Norðmenn vilja helst tolla alt aðflutt, til að auka framleiðslu í iandinu. Þeir vilja fá landið til að framleiða alt, er þeir þurfa. En norskir hestar ó- valdir 5—6 vetra gamlir kosta 3 — 400 kr., og enn meira, sjeu þeir —--- *|*—7—:— N ý b ó k. Vcgurinn til Krists eftir E. —— ----— *) >Seinigángur« mun vera þa* sem alment er kallað klyfjagángur eða lestagángur. j, jr G W h i t e hefur verið scndur ritstj. Bjarka með tilmælum um að bókarinn- ar yrði getið í blaðinu. Jeg hef litið yfir bókina og til leiðbeiníngar þeim sem kaupa viija eða lesa má geta þessa: Af því bókin er gefin út hjer og bor- in fram af sjerstökum trúflokki, Að- ventistum, þá gætu menn haldið að þar væri settir fram nýir trúar eða siðalærdómar sem sjerlegir væru þeim flokki, en á því ber mjög lítið. Bókin öll er gamall Jólagrautur marghræður í postillum og prjcdikunarstólum. Vel- líklegt er það þó að flestum trúuðum mönnum, sem altaf verður jafngott af þeirri fæðu, þyki þessi Dók betri en margar aðrar samkyns sem þeim hafa verið boðnar — 'nema þeim mönnum sem helst kjósa útskúfunarbruðníng Verðiljóssins og vanir eru að láta flæma sig með eldi og brennisteini inn á þraunga veginn. Fað er hætt við að þeim kannske þyki slælega ýtt á eftir sjer hjer, því hjer er það lítið annað en guðs náð og gæska Krists sem á að snerta við þeim. Þeim mun og þykja bókin væg við hroka og ilsku vantrúarbarnanna því þau eru þar mik- ið tii látin í friði, þó standa þessi »Ljóssins«-orð á bls. 139. »Hversu mjög sem menn leitast við að dylja það, þá er það víst að elskan á syndinni er oftast nær hin sanna or- sök efasemda Og vantrúar. Hið dramb- sama, syndkæra hjarta getur eigi felt sig við kenníngu og bann guðs orðs, og þeir, sem eru ófúsir til að hlýða kröfum þess, eru fúsir að efast um trúverðugleik þess« Pað er nærri eins og þessi rúsína hafi verið sett þarna til þess að Ijóss- ins börn færu ekki alveg fýlu þángað, því annars er allur blær bókarinnar hlýr og mannúðlegur og lýsir míldum hugsunarhætti, og einlægri laungun til að hreinsa úr trúarbrögðunum grirnd og ómantiúð liðinna alda. Frágángur bókarinnar er fprýðilegur að öliu leiti, og málið mjög þýtt og tilgcrðarlaust. -----j lli I; IIII-- Smátt og stórt. — o— Trolarastrið ío. Heimdallur kom híngað þ. 14. og fór hjeðan aftur þ. 17. cn kom óvæntur inn aftur um kvöldið og fór þá ekki einn saman, hafði komið að trolara við Hjeraðssanda fyrir innan landhelgi. Hafði dallurinn gemlínginn með sjer til þess að sýslumaður losaði hann við reyfið og var það gert hjcr fríulaust: tekin öll veiðarfæri og allur afli hans sem var um 30 þús. pd. af ísu og kola. Var því öllu rótað á land og selt síð- an við uppboð. Tók starfið yfir nál. sólarhring. Far á mót: var það sam- eiginlcgt álit yfirforíngja og dómara að skipstjóri feingi lægstu sektir, 1008 kr., því þó hann væri tekirm alt að nn'lu- fjórðúngi innan landhelgi, þá kvaðu foríngjar ströndina svo lága ar^ rnæl- íngu trolarans hefði vel getað skakkað því scm munaði og straumurinn auk þess svo sterkur að hann gæ.ti vel vcr- ið kominn l>ar I landhclgi að óvilja sínum. Djup var ]iar 4° faðmar. Skip- ið heitir »Forvvard«^Nr. 407 frá Hull, Ijómandi fallegt skip og hafði kostað 5600 pd. sterl. Skaða sinn allan mat skipstjóri á 650 pd. rúm eða nál. 12 þús. kr. °g ínun það rjetb Uppb. hjlóp 4- 5-00 ^1-

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.