Bjarki


Bjarki - 01.10.1898, Blaðsíða 2

Bjarki - 01.10.1898, Blaðsíða 2
hálf hvumsa við og segjast varla vita um þetta og fara undan með hægð. Við skulum nú vona að þeir jafni þetta með sjer, nágrann- arnir, en nú sem stendur er ó- þverra urgur í þeím. K r í t cr heldur ekki góða barn- ið ennþá. Þar ætluðu Bretar að setja nokkra kristna menn inn í skattaráðið, samkvæmt loforði stór- veldanna, en þá skutu Tyrkir bæði á Breta og landslýðinn kristna, hin- ir tóku á móti og úr öllu saman varð mesta heift og blóðugasti bardagi. I’etta var í borginni Kandía. Tyrkir ólmuðust eins og Ijón, rscndu hús og brendu, svo herskip stórveldanna sem á höfn- inni liggja 8 saman, skutu á bæ- inn til að stöðva ólætin. Als dráp- ust þar 800 kristinna manna. Tyrk- ir eru sjaldan taldir. Í’rír eða fjórir konsúlar stórveldanna urðu húsnæðislausir við það tækifæri. Það er háski að vera konsúll á Krít. Nú hafa erindsrekar stórveldanna lagt það til að allur her Tyrkja sje rekinn burt og Georg Grikkja- prins sjc gerður þar að landstjóra. Tyrkjasoldán tekur lítið af, en segir þeim að hafa skömm fyrir að slcjóta á bæinn. I’að er cins og Tyrkinn sje skapaður til að sýna ómensku og eymd stórveldanna og gera þeim hverja svívirðínguna á fætur annari Hvað margar þúsundir skyldu stór- veldin, annars ætla að láta myrða af þessum kaþólsku og mahómetsku greyum sem þau eru að »vernda« á Krít? Eiginlega hafa Bretar tekið að sjer að gæta friðarins á Krít, svo geðslagið batnaði heldur ekki við þessa fregn. Þriðju sendínguna feingu þeir austan úr Kína, og ekki þá bestu. þaðan var sagt að drottníngin væri búin að taka að sjer alla ríkis- stjórnina af karlrýunni og það leggja Bretar svo út scm gamli Li (Li-húng-sjang) sje aftur að kom- ast upp á hornið, því það kvað vera meinlaust milli þeirra Li og drottníngar, þó alt skikkanlegt. Þetta mega Bretar best vita og þeir láta sem Lí sje kominn aftur afturgainginn þegar hver vill. Yfir öllu þessu eru Bretar búnir að gleyma bæði Delagóa og Khar- tum á fám dögum. Svo illa liggur i þeim núna. Argentina og Chiii kváðu altaf vera að espast, og búist þar við öllu illu. I5að er landaþrætu- mál sem morðvopnin eiga að dæma hjá þeim. „Reynslan er sannleikur“. Torskveiði á gufuskipum getur borg- að sig og það jafnvel í svo fiskisnauðu ári sem í ár hefur verið. Lað er merkilegt hvað reynslan hef- ui mikið sannfæríngar vald yfir hcilan- um og hugsuninni. Hjer liggur nokkra daga lítill gufu- bátur kominn af Vestfjörðum til að leita sjer að síld til beitu. Maður fær laust ágrip af athöfnum þessa skips slðan í Apríl í vor, og áhrifin eru ó- trúleg. Skipstjórinn er Norðmaður, hár og þrekinn, vingjarnlegur og blátt áfram. »Hvað mikið hafið þjer nú afiað í sumar herra Asbjörnssen?» »Lað er nú ekki mikið. Lað eru samtals 150 þúsundir sem við höfum feingið*. jLað köllum við nú gott hjerna; hefur það verið vænn fiskur?« »Svona upp og niður. Framan af í vetur og vor var það vænn fiskur, en misjafn í sumar. En hefðum við haft beitu, þá hefðum við vafalaust feingið 200 þúsundir og líklega meira«. »Rjett er nú það. »Hvað er »Mugg- ur« margar lestir?« »75 lestir »brutto« »Hvað ætli hann hafi kostað?« »NáIægt 50 þúsundum, hygg jeg«. »Hvað eruð þið margir á honum?« >Hásetarnir hafa verið tólf, sem fisk- að hafa, aliir íslendíngar, og svo þrír Norðmenn að auki«. »ÁIítið þjer nú þetta skip svo gott og haganlegt til þorskveiða, sem þjer rnynduð kjósa? • Skipið er hið besta og ágætavel vandað, og útgerð öll svo vel af hendi leyst sem jeg get á kosið. En þó álít jeg haganlegra að skipið værí nokkuð stærra, og jeg skal segja yður hvers vegna. Við söltum á skipinu og álít jeg heppilegast að auk þeirra 12 sem fiska gætu verið 6 menn sem hirtu fiskinn, og þyrfti því rúmið framm á að vera lítið eitt stærra. Lar geta nú ver- ið 17, en okkur þremur er ætlað rúm hjer aftur á, eins og ]>jer sjáið. Auk þess er kolarúmið helst til lítið. Við getum ekki verið úti nema viku, en þyrftum að geta verið hálfan mánuð. Vjelin eyðir einni tunnu á tíma þegar skipið er á fullri ferð. Lað fer Ijett 9 mílur, en getur farið 10. Sem sagt, það ætti að vera lítið eitt stærra, þá myndi það borga sig betur en það getur gert nú«. »ÆtIið þið nú að halda leingi áfram við veiðina hjeðan af?« »Svo leir.gi sem beita er til og veð- ur leyfir, og byrja aftur í Febrúar ef kleift er«. Letta var aðalmergurinn úr því sem skipstjóri sagði mjer og þótti mjer það fróðlegt, og ekki að síður merkilegt þótti mjer skipið sjálft. Alt var þar niðri í yfirmannarúminu svo fágað og vel um geingið eins og á póstskipun- um og eins var hásetarúmið frammá hreint og þokkalegt og alt var skipið snyrtilegt og hrcint hvar sem á var litið, og miklu Iíkara skemtiskipi en fiskibát. Öllum hjer sem skipið sáu, leist á- gætlega á það, og menn sem þekkja til útgerða á gufuskipura hafa reiknað út að útgerðin í ár með þessum 150 þúsunda afla muni gefa ekki svo fáar þúsundir króna fram yfir tilkostnað. Að vísu hefur aukakostnaður eigand- ans í þetta sinn verið æði mikill, en sá kostnaður í húsum og áhöldum er líka eign, og kemur ekki á hverju ári. Með allar ályktanir má nú bíða þáng- að til Pjetur kaupmaður Thorsteinsson á Bíldudal hefur feingið yfirlit yfir kostnað sinn og ábata á Mugg, en það er víst, að það sem þegar er sjeð er ekki svo lítið meira sannfærandi um arð af gufuskipaveiði hjer við land en alt það sem móti henni var talað á þíngi í fyrra. Halt þú svo fram stefnunni, Pjetur Thorsteinsson. Þorskarnir, sem piltar þínir hafa feingið á Mugg eru Iandinu meira virði en fult úthaf af Lórðum og Guðjónum. Pöntunarfjelagió. Jón á Egilsstöðum hefur verið hjer þessa daga, en fer upp yfir í dag. Hann kvað svör Jóns Vídalíns hafa verið eins og hann bjóst við og segir að alt hefði geingið áfram sinn jafna veg ef þeir hefðu strax getað talað við Jón. Ilann segir að allir fjelagsmenn fái pantanir sínar svo lángt sem hinar sendu vörur hrökkvi, nema þeir einir sem stórskuldugir sjeu fyrir, eða brugð- ið hafi loforð sín við fjelagið. Jön var þó á sama máli um það, eins sog bent hefur verið á hjer í hlaðinu, að þessi snurða sem á kom með vörurnar úr Gwent, hafi gert bæði fjelaginu og þeim Zölln- er og Vídalín mikinn skaða, jafn- vel þó hann vaeri vongóður um að sauðatalan myndi verða nokkurn veginn viðunanleg. Um sauðatöluna eða loforðin um þá, vildi hann ekki segja neitt á- kveðnara, enda kvað hann það mundi sjást um nokkra daga, og væri órækast að bfða þess. Bjarki vildi geta um þetta vegna þess umtals sem orðið hefur hjer um þetta alt saman, og af því þetta mál er mörgum hugleikið bæði skyldum og vandalausum. Að öðru leiti skal hjer ekki farið út í þetta fyrri en aðrir viðburðir gefa orsök til þess; en sjálfum ætti fjelags- mönnum að vera þessi snurða nóg bendíng til að sýna þeim hvernig verslun á ekki að vera — ekki á Islandi heldur. Smátt og stórt. — »:o:« — Norðurljós og sólilekkir. Eins og menn vita eru norður- ljós því skjaldsjenari sem sunnar dregur og nær miðjarðarbaugi, og þó ekki sje sunnar en í Danmörku þá eru þau rrjög fátíð þar. l’au 12 ár sem jeg var í Höfn man jeg ekki að jeg sæi norðurljós svo nokkur vera væri í nema svo sem þrisvar eða fjórum sinnum og var það þó ckki nema svipur hjá sjótt í samanburði við það sem hjer sjest á Islandt og það jafnvel um glugga- holuna sem er upp úr Seyðisfirði. Og þó var Danskurinn svo hrifinn af fegurðinni, að minsta kosti eitt kvöldið, að allar götur voru fullar, og fólkið sagði o — o!, og stóð hugfángið með nefin beint upp í loftið. Einhver spurði mig, hvort jeg hefði sjeð slíka sjón fyrri, og sagði jeg að ekki væri Iaust við það; og lenti svo í að fara að lýsa norður- ljósunum þegar þau kembir fram af Heklu eða Esjunni og þeytast svo um allan himinn eða liðast í bylgj- um og fellíngum. Þeir voru svo kurtcisir að segja ekki að jeg lygi þessu og jeg held nærri því að jeg hefði getað feingið þá til að trúa mjer hefði ekki einn í hópnum af tilviljun lesið Tromholt eða heyrt á tölur hans í Höfn, því okkur bar alveg saman, og úr því var mjer eingin bjargar von. Jeg fjekk þá hugmynd að Danir haldi Tromholt ýkinn. Þetta var nú svona til dæmis. En núna um miðjan Seftember hafa sjest mikil norðurljós í Dan- mörku og víða suður um lönd. Vísindamennirnir hafa auga á Norð- urljósunum, eins og ýmsu öðru í náttúrunni, og þeir hafa tekið eftir því að þau eru mjög misjöfn að ljóma og að þær ójöfnur birtast með nokkurri reglu. Nú hafa menn líka tekið eftir því að flekkirnir svörtu á sólinni, sem eitt sinn var sagt frá í Bjarka, birtast með nokk- uð reglulegum millibilum, og að ein- rnitt þessi hvortveggja bil fara svo reglulega saman, að norðurljósin skína fegurst þegar blettirnir eru á sólinni. Núna um miðjan fyrra mánuð var mikill flekkur á miðri sólinni og þá sáust norðurljós mörg kvöld suður eftir öllu lofti. Ekki er þess getið hvernig á þessu sambandi stendur og ekki man jeg eftir að jeg hafi rekið mig neinstaðar á skýríngu á því, og er líklegt að það sje ókunnugt ennþá eins og líka náttúra sólfiekkj- anna og norðurljósanna sjálfra. Lofttelegrafinn. Ennþá betri loftteiegraf en Marccnis er-nú nýfundinn á þjóðverjalandi. Pó tilraunirnar hafi sýnt að vel megi not- ast við telegraf Marconis, að mir.sta kosti á stuttum svæðum, þá eru þó á honum ýmsir mjög slæmir annmarkar. Það er eitt fyrir sig, að rafmagnscldur þær, sem vjclin setur af stað, gánga jafnt út í allar á«ir, svo ef einhver setur móttökuvjel í lag innan þeirra takmarka sem öldurnar ná, þá getur hann náð í það sern telegraferað er, Og sagt svo frá því, og getur orðið meirilegt. í öðru lagi getur alt mishsppnast ef þrumuveður er í nánd og raímagns- þrúngið loft. þá truflast öldurnar og

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.