Bjarki


Bjarki - 01.10.1898, Blaðsíða 3

Bjarki - 01.10.1898, Blaðsíða 3
155 fara ekki rjett. f’riðju óþæg'fdm eru þau, að ekki þarf annað en að önnur samskonar telegrafvjel sje sett í gáng í nándinni, svo að bylgjuhreyfíngin frá henni nái hreyfíngunni frá hinni, þá er skollinn vís og alt á ríngulreið. Allir þessir gallar eru á lofttelegrafi Marconis sem getið var í næst síð- asta bl. En nú hefur háskólakennari í Brunn, Zickler að nafni, fundið lofttelegraf, sem er laus við alla þessa ókosti. Vjel hans sendir boð sín með ljós- geislunum í stað þess með rafurmagn- inu, svo bæði má stýra í vissa átt, og vera óháður veðri og loftfari. Hann er þráðlaus eins og hinn, og Zickler sendir skeyti sín með geislum, sem ósýnilegir eru mansauga, fjólulitu geisl- unum ystu, svo ekki er hætt við að neinn óheimildarmaður nái f frjettir hans. Zickler sýndi uppgötvun sína og skýrði frá henni á háskólamóti og þótti öll- um hún líkleg til mikils frama. Auðvitað geta þó slíkar uppgötvanir ekki orðið að liði við telegraf ti.I ís- lands, vegna hafbúngunnar, fyrri en tekst að leiða straum gegn um holt og hæðir eða að minsta kosti haf. Stefán Stefánsson kennari ætlar ekki að koma heim í haust, eins og getið var til í Bjarka áður. Hann dvelur í Höfn vetrarlángt, en kvað nú vera orðinn hjer um bil albata. Til leið- beiníngar fyrir þá sem vildu skrifa honum skal þess getið að hann býr hjá Dr. Valtý Guðmundssyni í King- osgade 15. Köbenhavn V. Þeir doktórarnir og Stefán voru nú komnir heim úr Noregsferð sinni. Vesúvíus er nú að gjósa, eldleðjan brýst fram í þremur aðalstraumum og velta allir yfir gróður og skóga og kváðu geta orðið hættulegir manna- bygðum allir saman. Seyðisfirði. Veður hefur verið nokkuð skúra- samt þessa viku, hellirignfng í þrjá sólarhrínga, Þriðjudag til Fimtudag. Sunnud. og Mánud. var dimt yfir og dropar öðru hvoru; gott veður í gær cn regn f dag. Tíðindalaust hjer um slóðir. SKIP. Rjúkan, skip Tuliniusar kom sunn- an af fjörðum þ. 25. f. m. Með því komu Fórarinn Guðmundsson verslun- arstj., Axel sýslum. Tulinius með konu sinni, og Sveinn kaupm. Sigfússon frá Nesi í Norðf. Rjúkan fór suður aftur sama dag. Vaagen kom að sunnan 27. og íór norður til Akureyrar þ. 28. Muggur, skip Pjeturs Thorsteins- sonar, fór hjeðan þ. 28. Thyra kom 28. og fór norður um nóttina. Með henni kom sjera Matthí- as, íngibjörg Torfadóttir frá Ólafsdal, sem kvað elga að verða forstöðukona kvennaskólans á Akureyri. Valgcrður og Oddný Vigfússdætur veitíngamans á Akureyri, og fjöldi manna fleiri. Thyra flutti síðustu frjettir frá út- Iundum til 22. f. m. Með Thyra fór hjeðan Erlendur skraddari Sveinsson alfarinn til Ak- nreyrar. Gleraugru fundin á götunni. Má vitja á s'krifstofu Bjarka. Eig- andi borgi auglýsínguna og sann- gjörn fundarlaun. Þrjví hlutabrjef í Prentfjelagi Austfirðínga fást til kaups hjá Carli Tulinius á Fáskrúðsfirði. N ý k o m i ð cr til Antons Sigurðssor.ar nokkuð af als konar skótaui: Barnaskótau, kvenn- skótau og karlmansskór. Alt með besta verði. Sömuleiðis fást yfirleður af ýms- um gerðum og margt fleira handa skósmiðum. Seyðisfirði 29 Seft. 1898. ANTON SIGURÐSSON. Lestrar- og kenslubækur, forskrift- arbækur handa börnuro, skriibækur og skrifbókapapp'r, strikaður skrif- pappír, umslög, pennar, blek, blý- antar, lakk, skrifspjöld, grifflar og m. fl. fæst í bókaverslan L. S- Tómassonar. U in allar pantanir, uppsagnir og alt scm að útsendíngu Bjarka lýtur eru menn fjær og nær vinsamlega beðnir að snúa sjer til sýsluskrif- ara Árna Jóhanssonar cn ekki til ritstjórans, sömuleiðis um alla borg- un fyrir blaðið. Um 200 egg, góð, kaupir undirskrifaður á móti peníhgum. Seyðisfirði 22. Seft. '98. Sig. Johansen. UR tapaðist á Sunnudaginn á leiðinni frá Sörlastöðum og inn á Öldu. Finnandi er beðinn að skila úrinu að Sörlastöðum cða á skrif- stofu Bjarka, móti sanngjörnum Eimreiðin IV. 3. hefti, Bókmentafjel. bækur 1898 . . 6,00 Þjóðvinafjel. 1898 . . 2,00 Sálmabókin 5. prentun ib. . . 2,00 Matt: Joch: Skuggasveinn 2.útg. 1,25 — .— Vesturfararnir . . 0,50 — — Hinn sanni Þjóðvilji 0,25 er nýkomið í bókverslan L. S. Tómassonar. Sparisjóðurinn á Seyðisfirði er opinn hvern Miðvikudag kl. 4—5 e. h.; eingin peníngastofnun á landinu gefur hxrri vexti af inn- lögum. Nýa öldin er 72 tölubl. um árið. Ritstjóri: JÓN ÓLAFSSON. Hún flytur ýtarlegri og fróðlegri útl. frjettir en önnur íslensk blöð, og er full af fróðleik og sí-skemti- leg. Aig. kostar 3 kr. 50 au; ársfjórðúngurinn 90 au. Reynið hana einn ársfjórðúng. Aðal-út- sölumaður: Sigurður Krist- jánsson bóksali, Reykjavík. 42 guðinn Hamaguchi Daimoyojin að varðveita sig frá vondum veðrum og allri annari ógæfu. Svo mörg eru þessi orð um þorpsguðinn Hamaguchi, sem bæði var skjótráður og góðráður í lifanda lífi. IJelgur m, ður sinnar þ;óðar og afhaldsguð þorpsbúa. * * * * * * * * * * Lítill eftirmáli eftir Þ’orgils gjallanda. Þannig voru margir hjcraða og fylkja guðir á Japan; cn ofan við þá standa aðrir máttugri o-g dýrlegri guðir, það eru þjoðguðirnir. Hjeraðaguðirnir höfðu ætíð í lifanda lífi verið góðir og mikilhæfir menn; það þarf því ekki svo mjcg að láta illa í eyrum vor Islendínga um þenna átrúnað »hciðíngjanna* á Japan; allra síst þegar einmitt örlar á því sama hjá oss. A mann-tilbeiðslu, sem er aIVeg sama eðiis. — Eggert Ólafscon Jón riddari Sigurðsson eru í augum þjóðarinnar hálfguðir —■ að minsta kosti það —; 0g telja mætti fjórðúngsgoð og hjc r- aðsgoð enda hreppagoð, ef það þætti hlýða í þessum litla eftir- mála. Ln bróðurást þjoðarinnar á Japan getur sannlega komið kristnu mönnunum hjer á íslandi til að hugsa margt. Undar- legt er að vita þá þjóð, scm kölluð cr hundheið.n, gánga Letur °g nákvæmar eftir því boðorði Krists: »e!ska skaltu náúngann cins 0g sjálfan þigc hcldur en vjer gerum; að Japansmenn breyttu samkvæmt því sem klerkarr.ir kenna oss, en sem þvi' miður ekkí getur borið blómlegan ávöxt hvorki hjá einni stjett 39 eins og vera ber um góðan og mikilhæfan öldúng og ætttföð- ur. Hamaguchi var dómari og ráðgjafi allra þorpsbúa og versl- unarmiðill hinna fátæku. Hús Hamaguchi stóð fremst á hásljettu einni; en rjett neðan við tók við brött brekka og í hlíðinni akurland, með fögrurn smáhjöllum. Neðan við var þorpið, sem stóð rjett við hafið, þar voru 90 hús og eitt musteri helgað guðinum S h i n t o Þá var það eitt haustkvöld að Ilamaguchi stóð úti á gluggasvölunum á húsi sínu og hörfði niður að þorpinu, þar sem verið var að búa undir hátíð eina. Lamparnir voru fyltir og fán^rnir blöktu. Alt skuldalið Hamaguchi var þar neðra, nema einn sveinn, son.tr sonur hans, sem var heima, »Afa« til skemtunar. Um daginn hafði verið þykt veðut og þúngt loft; ákafleg- ur hiti. Alt í einu kom snarpur ja.ðskjálfti, en af því það var eingin nýúng fyrir Hamaguchi, varð honum ekkert hverft við; en hinn aðgætni reyndi maður tók eftir .öðru, sem var sjer- kennilegt við þenna jarðskjálfta. Það va? líkast að hann væri enduvrómur fjarlægra og stórkostlegra umbrota. Skilníngarvit- in skerptust; hann litaðist um og tók cftir öllu. Augun stöðv- uðust við þorpið og hafið þar neðra. Hann sá að fjaran óx óðum, eins og sjórinn liði frá landinu, altaf fjær og fjær. Niðri í þorpinu, tóku menn líka eftir þessu kynlega útfiri, og mannþyrpíngin stökk ofan að sjcnum, — út eftir, yfir þurrar íeirurnar. Slíka sjón halði Ilamaguchi aldrei sjeð; en hann grunrði undir eins hvers fyrirboði þetta mundi. Á eltir útfirinu mur.di hafið koma hamramt og ógurlegt, æða á landið og tortíma öllu sem fyrir yrði. Vcgurinn til þorpsins var svo lángur, að ekki

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.