Bjarki


Bjarki - 01.10.1898, Blaðsíða 1

Bjarki - 01.10.1898, Blaðsíða 1
Eitt blað á viku minst. Árg. 3 kr. borgist fyrir 1. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Auglýsíngar 8 aura línan; mikill af slátttur ef oft er auglýst. Uppsögn skrifleg fyrir 1. Október. BJARKI III. ár. 39 Seyðisfirði, Laugardaginn 1. Október Útlendar frjettir. —;»; — Upptekníng Dreyfusarmálsins var ennþá ekki ákveðin 22. f. m. þegar Thyra fór frá Skotlandi;.en á cnskum blöðum frá 21. og 22. var að sjá sem meiri Iíkindi væru nú en áður til að þasð yrði upptckið. A fundum ráðaneytisins 15. og 16. f. m. hafði slegið f harða rimmu milli ráðherraforsetans, Brisson og hermálaráðherrans nýa Zurlindcn. Brisson vildi að alt yrði krufið til mergjar, en Zurlinden svaraði því: »Viljið þjer þá að jeg setji general Merciere fastan?* »Ef þess þarf við til þess að fá sannleikann í hendur«, svaraði Brisson, »þá ættuð þjer að finna að það er bein skylda*. lJá segja sumir að Faure, ríkis- forseti, hafi tekið fram í og sagst mundu segja af sjer tafarlaust ef málið yrði tekið upp að nýu, bjóða sig svo til kosníngar aftur og láta það útkljá málið. Yrði hann kos- inn þá væri málið lagt niður um aldur. Brisson og Faure eru aungvir vinir og er sagt að Brisson hafi þá sagt að hann og hans ráða- neyti yrði þá að biðja um lausn, en Faure bað hann að vera við þángað til hinar miklu heræfíngar væri um garð geingnar. Aðrir segja að Faure hafi hvorki verið með málinu nje rnóti og er vant að segja hvað satt er í því. Faure kernur nú bráðum aftur frá heræfíngunum og þá á vfst að skríða til skarar. Gencral Mer- ciere, sem Zurlindin nefndi, var hermálaráðgjafi þega>- Dreyfus var dæmdur fyrsta sinn 1894. Hon- um er því kcnt að bæði hafi hann 'agO dóm öll hin leyndu skjöl, sem hvorki Dreyf. nje verjandi hans fcingu að sjá, og svo h.afi hann h'ka, ef til vill, ýtt undir dómar- ana. i’ennan mann mátti því ekki snerta. Það var að lagða allan l'd'inn með svörtu, brennimerkja acðstu mennina sem níðínga. l3að er bert, að hjer er orustan milli hcrsins og hinna frjálslyndari borgara. Hcrinn hatar lýðveldið °g vill ráða landinu, en Brisson og Bourgeois, gömlu frelsismennirnir, standa fastir fyrir cnnþá og ekki sjeð að þeir láti kuga sig>. l’eir hafa Iieilan her rjettsýnna manna að baki sjer sem hafa flcfit ofen af öllum óþokkaskapnum, og ekki víst að þeir víki fyrri en í fulla hnefana og það jafnvel þó það kynni að kosta byltíngu og blóð — ennþá cinu sinni. Nú er svo að sjá, sem herfor- íngjarnir hafi lagt drög til að fá Picquart foríngja úr vegi frá sjer jafnvel að myrða hann í fángelsinu. Hann er hættulegasta vitnið móti þcim og því ríður líflð á að koma honum fyrir kattarnef. Skoskt blað, Edinburgh Ev«;iing News, fer 22. f. m. orðum um Dreyfusmálið á þessa leið: Dreyfusmálið hefur enn skift ham. Herstjórnin franska hefur gert tilraun til að losa sig við Picqurt til þess að losa sjálfa sig frá hlátri og refsíngu og í broddi hermannanna er Zurlinden sem átti skamma og frægðarlitla veru í rík- isráðinu. (Hann er þvf fallinn 22. f. m. og Brissou líklega kominn í hans stað sjálfur eða þá annar af hans Iiði). Og herstjórnin hyggur ekki einúngis á að ráða Bicquart af dogum, heldur ætlar hún líka að kollvarjin hinum borgaralegu lögum ríkisins. Það hefur verið gerð háskatilraun til að koma her- fjötrum á landið. Landið er nú statt í þeirri geigvænlegu hættu að vcrða beinlínis að fara að breiða yfir eða leysa asna og samsærismenn hers- ins úr svikalæðíngi þeirra. Eing- inn maður sjer hvar þetta muni enda, en högum er þar svo háttað nú, að franska þjóðin getur orðið neydd til að rísa uj:>p og verja frelsi sitt ennþá einu sinni. Það er sannarlcga hryllilegt ástand i landi, sem gerir kröfu til að skipa öndvegi hins siðaða heims, að her- foríngi, þrályndur en heiðarlegur, skuli telja nauðsyn sína að lýsu yfir því íyrlr dórai að hann ætli sjer ekki að fremja sjálfsmorð, og ef að inni hjá hunum finnist skegg- hnífur eða snæri þá hafi hann ver- ið myrtur. (Þetta hefur Picquart cinmitt sagt fyrir dómi). Þctta segir skoska blaðið og hæði á því og öllum málefnum sjest, að stríðið stendur ekki Ieing- o ur um sekt eða sýknu Dreyfsar, heldur um hitt, hvorir eiga að stjórna Frakklandi borgararnir cða hcrinn. Því miður sjer maður ekki hvað gerst hefur f París frá því Thyra fór frá Höfn (þ. 17.) og til þess 2i. og 22. að ensk blöð segja, en það er varla annað en, að Zur- linden hefur geingið í lið mcð stjettarbræðrnm sínum, foríngjunum, og Brisson svo vikið honum frá. Hver kominn er í hans stað sjest ekki, en ensk blöð telja endurtöku málsins líklega og muni varla bfða leingi nema ef ríkisforsetirin, Faure, finnur upp á að segja af sjer, þá tefji það um tíma. Stórfundir eru haldnir hundruð- um saman nú á hverju kvölcli í París. Zola er í Sviss og er að skrifa brjef sem á að breiða út um alt Frakkland í hundruðum þúsunda af eintökum. Esterhazy var horfinn úr París og vissi einginn hvar sá dánumaður var. Það er fullyrt að hann hafi bæði skrifað njósnarbrjefið og gert öll sín skammarstryk eftir skipan yfirmanna sinna og hafi það átt að vera agn á þjóðverja til þess þeir grunuðu hann ekki og hann gæti svikið leyndarmál út úr þeim. Sumir segja hann hafi verið njósn- arsnígiil beggja þjóðanna. Ensk biöð segja nú að hann sje í Lundún- um og væri ferðbúinn til Parísar þaðan 21. f. m. Drottningarmoröið. Frá morðinu og dauða drottníngarinnar segir stúlka, sem með henni var, á þessa leið: »Drottníngin var á leið heiman frá hótelinu, sem hún bjó á, og ætl- aði út á einn af gufubátunum sem gánga um Genfervatnið. Þegar við komum niður að bryggjunni kemur maður hlaupandi á götunni á móti okkur og sýndist mjer sem hann hrasaði og gripi fyiir sig með hend- inni rjett við drottnínguna. Hún fór lítið eitt aftur á bak en sagði ekki neitt og jeg sá ekki að hcnni yrði meint, en nokkrum fetum fram- ar svcif að henni og þó ekki nema snöggvast, svo jcg hjelt það væri eitt af veiklunar aðsvifum hcnnar og spurði hvort henni væri ílt, en hún neitaði því. Við geingum svo fram bryggjuna og út í Látinn, en þegar þar var komið hnje hún nið- ur og fölnaði, en kom þó til sjálfrar sinnar og sagði: »Hvað hefur að borið?* Þetta voru hin síðustu orð hcnnar. Nú voru los- 1898 uð um hana klæðin, en ekkert sár og aungan blóðdropa var að sjá. En andartökin urðu þýngri og þýngri; hún var borin meðvitundar- laus heim í hótelið og var dáin eftir litla stund*. Ia'kskurðurinn sýndi að morð- vopnið ha-fái geingið hálfan fjórða þuml. inn í brjóstið, gegnum hjart- að og inn í lúngun að baki, en ekki út um herðarnar, eins og fyrst var telegraferað. Drottníngin hefur að sögn geingið 60—80 skerf eftir að hún fjekk lagið, og læknar kváðu segja að dauðinn liafi verið henni með öllu þjám'ngarlaus. Morðínginn fleygði þjölinni frá sjer inn í húsdyr skamt í burtu og fanst hún þar þegar. Sjálfur var hann gripinn skamt í burtu og reyndi ekki að vcrja sig. Aungum datt þá í hug, að hann hefði gert annað en hrundið drottníng- unni. Margir menn hafa verið teknir fastir aðrir, en ekki hefur neitt sannast enn um samhand hans við þá eða aðra menn. Bretar. Það hljóp böltun í Breta vié í’rakka hjerna um daginn og tví- sýnt að það jafnist svo hæglega. Svo stóð á að Bretar sendu 2 gufuskip upp eftir Níl frá Om- durnan eða Kartúm og áttn þau að mæta herdeildinni sem von var á sunnan frá Úganda sem er blá- mannariki þar suður frá. En þeg- ar bátarnir komu suður að Fashóda- borg, sem stendur þar lángt suð- ur rneð Nílfljótinu, suður undir miðjarðarbaug, þá er skotið á bát- ana svo þeir urðu að hörfa aftur. Bretar hjeldu að þar væri komnir blámenn og Arabar en svo sáu þeir hvíta menn cða svona vell- ótta og svo franskan fána og er sagt að þá kæmi svipur á Bretana, fóru heim og sögðu frá öllu saman. Nú varð hetdur en ekki uppi málbeinið á heimabretunum. Blöð- in sögðu að þarna hefðu Frakkar brotist alla leið suðaustur um Súdan og austur að Níl, bara Bretum til bölfunar, því þángað eigi þeir ekkert erindi; Bretar eigi allan Nilárdal suður úr gegn, eins og hani leggur sig, og fyrir þvi sje gömul lögfesta. Frakkar verði því að fara þaðan strax í stað og láta sem þetta hafi verið vísinda- sendiför, ella~kosti það bardaga og blóðsúthellíngar Frakkar urðu

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.