Bjarki


Bjarki - 08.10.1898, Blaðsíða 1

Bjarki - 08.10.1898, Blaðsíða 1
BJARKI Seyðisfirði, Laugardaginn 8. Október Eitt blað á viku minst. Árg. 3 kr. borgist fyrir 1. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfrám). III. ár. 40 Útlendar frjettir. —:»:«: — »Norman«, semk fór frá Skot- landi þ. 30. f. m. flutti þær fregn- ir að Lovisa drottni ig hefði andast 27. f. m. Þess var getið hjer i blaðinu um daginn að drottn- íngin hefði verið mjög lasburða ná sfðustu mánuðina og fyrirsjáanlegt að hán mundi þá eiga skamt ólif- að. Hún varð rúmlega 81 árs að aldri en í hjónabandi höfðu þau Kristján konúngur lifað saman 56 ár, og hjeldu gullbrúðkaup sitt 1892, en drottníng var hún nærri 35 ár, Yfir Lovisu drottníngu verða vafalanst haldnar miklar lofræður bæði af þeim sem þekkja og ekki þekkja, hvort sem hún á þær skil- ið eða ekki. Þær ræður hafa því litla þýðíngu, og um slíkar per- sónur fær maður fyrst að vita sann- indin Jiegar timar líða, bæði um kosti þeirra og bresti, hafi per- sónurnar verið merkar að einhverju og eftir öllu að dæma hefur Lo- visa drottníng verið að mörgu leiti atgjörvis og atkvæða kona. Almenníngsorð sagði hana list- gefna og mjög smekkvísa og ágæta- vel vitiborna. Lítið varð vart við að hún gæfi sig að stjórnmálum innan ríkis, og pólitík okkar Islend- ínga er ekki kunnugt að hún hafi nokkru sinni hlutast til um, en oft heyrðist talað um það í erlendum blöðum að mörg ráð um viðskifti konúnga og keisara um Evrópu væru ráðin á Bersdorff og Fred- ensborg og að drottnfngin ætti sinn hlut f mörgum afþcim. Hvort sem þetta var satt eða ekki, þá hefði slíkt aldrei verið sagt ef menn hefðu ekki þekt hana að vitsmun- um og áhrifum. Agætt þótti að leita styrks hennar Og ráða, en ekki vorn allir samróma um þýðleik hcnnar; hitt sögðu allir að hún væri frábær að stjórnsemi og röggscrnj 0g hirð- siða allra geymt hja henni gaum- gæfilega. H er er, cins og sagt var, farið eftir því sem almannarómur sagði um Lovisu drottníngu, og hvað sem pólitík innan ríkis eða utan hefur nsist naeð henni, þá er hitt víst að á hcimili hennar er nú mikið skarð autt, og sjerstaklega mikill og tilfinnanlegur má miesir1- I inn vera Kristjáni konúngi, háöldr- uðum manni, eftir svo lánga sam- búð og atburðaríka. I Dreyfusarmáli geingur alt í sama stappinu og sjest ekki að neitt hafi gerst þar frásagnavert þá dagana sem liðið höfðu frá því Thyra fór frá Skotlandi. Aðeins voru dylgjur um að fleiri hershöfð- íngja ætti bráðum að setja f varð- hald, og eias að Piquart myndi losna, en slíkt hefur oft verið sagt áður og þýðir lítið. Misklíðina milli Breta og Frakka um Fashoda sýnist nú vera að lægja, að minsta kosti tala ensk blöð nú afar rólega um málið, og ætla víst að sjá hvað gcrist þar suðurfrá fyrst. Aftur á móti er töluvert orð á að ýms ríki í norðurálfu ætli nu að gera samtök milli sín móti lögleysíngjum og hefúr drottn- fngarmorðið í Genf hrundið því af stað. Rússar hafa orðið fyrstir til og blöð þeirra að hreyfa þessu og þó margir taki dauft undir, þar á meðal Þjóðverjar, þá er þó ekki trútt um að menn gruni að eitt- hvað kunni úr þessu að verða. Þeir menn sem Iúra yfir því að fjötra á allar lundir persónufrelsi manna hafa hjer svo góðan högg- stað. »Hjer er saklaus kona myrt; morðínginn er lögleysíngi, allir lögleysíngjar eru átumein á fje- lagslíkamanum. Við skerum þá burt, þeir eru rjettlausir af þvf þeir hafa sett sig sjálfir út fyrir fje- lagslögin.* Nú er sá galli á að mcginið af öllum lögleysíngjum eru friðsömustu borgarar, eins og hver okkar, sem ekki gera flugu mein og lifa lífi sínu í þeim fagra draumi, að mannkynið gcti orðið svo vel ment að það hætti af sjúlfu sjer að stela, svíkja, ljúga og rægja, án þess að óttinn fyrir refsíngu píni mennina til að vera menn. Þessa menn er þvf ómögulegt að ná í nema fyrir það eitt að þcir vilja breyta mannfjelaginu, steypa þvf sem nú er og fá annað í stað- tnn. Verk þeirra nje orð ná eing- in lög í. Fynr okkur sýnist nú þetta slærnur agnúi á framkvæmd stjórn- anna á kugunarlögum gagnvart lögleysíngjum. En þetta er ein- mitt aðal kosturinn f þeirra aug- um, þvt þá einmitt geta þær haft lögin svo rúm og víðtæk að þau grfpi yfir alla, sem óánægðir eru með þá fjelagsskipun sem nú er. Þegar Bismark bjó út sócialista- lögin sælu á Þýskalandi, þá gat hann af sömu ástæðum einmitt haft þau svo rúm, að hann drap með þeim nálega alt fjelagsfrelsi um endilángt ríkið. Þess vegna er það svo ágætur plógur að ná í lögleysíngjana. Og hjer er tækifaerið svo íðil- gott að koma klömbrunum á illþýðið. Að vísu þykjast nú ýmsir mer.n sjá, að það vaeri samboðnara rjett- læti og menníngu að reyna til að milda þann ójöfnuð og eymd mann- fjelagsins, sem er rótin undir öll- um lögleysíngjum og morðum þeirra, heldur en að fara að kúga meinlausa menn og neyða þá til hatursverka og illvirkja af því þeir kalla það synd af mannfjelaginu að drepa þúsundir manna á ári úr sulti og klæðleysi. Þessum fyrsta flokki eiga allar gömlu kempurnar hægt með að svara, þær segja blátt áfram: »Þið mælið lögleysíngjum bót, þið viljið líka kollvarpa mannfje- laginu. Þakkið þið fyrir meðan siðaðir og kristnir menn lofa ykk- ur að vera í friði og festa ekki tennur í ykkur, þeir sem eiga þær tiL. En svo koma aðrar raddir, allir hinir svokölluðu frjálslyndu menn og sjerstaklega Socialistar. Þeir segja : »okkur getið þið ómögulega fjötrað, því það er okkar fyrsta boðorð að breyta ekki einum stat í lögum þjóðfjelagsins nema á al- löglegan hátt, troða ekki á eitt boð- orð f lögunum.« Þessum mönnum eru nú stjórn- irnar farnar að svara mjög gæti- Iega og þau svör sem þær gefa ennþá eru gefin í krafti tveggja flokka í mannfjelaginu. Annar flokkurinn eru auðmenn- ir. Þeir vilja hafa albogarúm til að undiroka verkalýðinn og sálga smærri spámönnunum í kríng um sig. Frá þessum flokki taka stjórn- irnar, sem sjálfar heyra til auð- mönnunum, þessi svör: »Við erum kjarni mannfjelagsins, við höldum uppi menníngu og reglu, siðsemi og kristindómi, ef Auglýsíngar 8 aura línan; mikill af slátttur ef oft er auglýst. Uppsögn skrifleg fyrir 1. Október. 1898 við skerðum rjett ykkar í bardaga við morðíngjana þá er það neyð- arvörn mannfjelagsins til að vernda mennínguna.i Allir vita að þetta er lygi, og því sagði Biimarck sálugi blátt á- fram að frelsismenn (die Liber- alen) og socialistar væru verri en lögleysíngjarnir. En flestir svara nú hinu um nauðvörnina, en því þyrðu þeir ekki að svara ef þeir ættu ekki svo góða liðsmenn þar sem hinn flokkurinn, sem er lægsti flokkur mannfjelagsins, sem af þekk- íngarleysi kallar alla lögleysíngja (anarkista) morðíngja og jafnvel blandar saman lögleysíngjum og socialistum. Þetta er öllúm b&t- ursmönnum frelsis- og jafnaðar- manna svo góður styrkur, því þessi kenníng elur vanþekkínguna á meinum þjóðanna og misskiln- ínginn á þeim mönnum, sem lángar til að meinin bætist, og það eru einmitt mennirnir, sem eru auð- mannakúguninni og hermannavald- inu hættulegastir, og það eru ein- mitt þessir menn, frjálslyndir menn og socíalistar, -sem æðstu flokkarnir vilja ná í, og nota aðeins morð- íngja lögleysíngjanna að yfirskyni. Allir vita að auðmannavaldí og konúngaríkjum er lítil hætta búin af fáeinum forsjálausum morðíngj- um, en af verkalýð dg iðnaðar- mönnum, sem nú eru að reyna að ná sjer í mentun og mannrjettindi og eru orðnir vfða æði geigvæn- legir undirokurum sínum af því or- ustan er háð löglega að öllu leiti — af þeim er hætta búin. Því þarf nú að fá samtök sem geti kúgað dálítið fjelagsfrelsi og málfrelsi og auk þess á kannske f þetta sinn að neyða Sviss til að selja fram alla pólitíska afbrota- menn sem þángað flýja og þar hafa haft friðland híngað til. Það er nú' ekkí að víta nema þetfa lánist um stund, en það get- ur líka farið svo, að þeir sem hæst hrópa nú sjái innan skams, að það eru til aðrir menn, sem eru menn- íngunni ennþá hættulegri en soci- alistar og lögleysíngjar. Hvað á jeg að lesa? Jeg vildi gjarnan benda mönnum á hvað þeir ættu að lesa. Það

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.