Bjarki


Bjarki - 08.10.1898, Blaðsíða 2

Bjarki - 08.10.1898, Blaðsíða 2
x58 sem mjer er kærst f eigu minni á jeg mest bókunum að þakka. Og þeim tíma sje jeg mest eftir sem jeg hef eytt í að lesa ónýtar bæk- ur. Væri eitthvert af hinum góðu útlendu tfmaritum á Islandi eða við ættum tímarit í líkíngu við þau, t. d. Review of R.. Kringsjaa eða einhver af hinum frægu reviews sem prentaðar eru á ensku, frönsku eða þýsku máli, þá væri hægðarleikur °g gaman að benda mönnum á, hvað þeir ættu að lesa f tóm- stundum sínum. Því sá sem les slíkt tímarit skarar svo fljótt að allri mentun og þekkíngu fram úr hinum sem ekki hafa aðgáng að öðru en íslenskum bókum, að mað- ur þyrfti aldrei að óttast að vinna fyrir gýg. En þeir sem Dönsku skilja eða Norsku (bókmáiið er eitt), þcir ættu að reyna að ná sjer f »Kringsjaa« panta hana í fjelagi hjá einhverjum bóksala í kaup- stöðunum; hjer á Austurlandi geta menn beðið Lárus bóksala Tómas- son að panta hana. Hún kostar aðeins 8 kr. nm árið og svo eitt- hvað lítið burðargjald, en er 24 æði þykk hefti. Þeir sem ensku skilja ættu að fá sjer Review of Reviews, sem er svipuð hlutfalls- lega að stærð og verði. Danir eiga ekkert tímarit scm vert sje þess að bera samnn við þessi tvö, hvað a 1 m e n n a mentun snertir. Einkum ættu lestrafjelög og bóka- söfn að kaupa slík rit og fella heldur eitthvað úr af því skáldsagna rusli sem þau kaupa nú svo mörg. Það er mun fegra hlutverk að auðga anda úngra manna og gamalla með því að gefa þeim aðgáng að hugs- unum og rannsóknum stórmenna heimsins á náttúrunni og lífinu, svo skilníngur þeirra aukist á sjálfum þeim cg lífinu í kríngum þá — held- ur en að sljófga og villa sjón þeirra, og sýkja smeklc þeirra með öðru cins og sögum Rider Haggards og ótal höfunda af sama tægi. Það er li'ka sá kostur á þecsum tímaritum að þau benda á fjöldi góðra bóka, bæði skáldsagna, fræði- bóka og annara rita, svo menn fá þar bestu leiðbeiníngu til að -panta eftir bækur til safna og lestrafjelaga. þessi tímarit eru og að því leiti betri en margar bækur, að þau ræða ýmsar vísmdakreddur, fjelags- fra'ði trúarbrögð og þess háttar alt, oftast rólega og með sanngirni og tíðast svo auðveldlega að hver greindur maður skilur. Pau hafa það einmitt fyrir mark að vcra al- þýðleg. Það væri gaman að geta bcnt þeim Iíka, sem ekki skilja nema Islensku, á eitthvað líkt þessum ritum. þess verður nú að vísu ekki lángt að bíða. það veit jeg eins vist eins og að ný kemur á eftir niði. Aðeins nokkrar þúsund- ir þurfa líklega að deya fyrst og aðrar að koma í staðinn. En það er þó ekki ennþá, og því ætla jeg að benda stuttiega á hvað þeir geta, að mínu viti, helst sett í staðinn, sem vilja eða neyðast til að velja úr til að kaupa og lesa, af því sem til er. Jeg drep helst á það sem nyast er og ókunnast og geta menn þá haft það hjer f samheingi til uppfylda því sem önn- ur blöð hafa bent á. Islendíngasögur. Noregskonúngasögur, Fornaldarsög- ur, Sæmundar eddu og fornritin yfir höfuð vildi jeg þó fyrst benda á ef einhverjum kynni að þykja þau of gömul, eða halda að þau sje að- eins fyrir fornfræðínga og vísinda- menn. Eldra fólkinu þarf ckki að benda á þau, en jeg hef sjeð í blöðum að þau sje nú minna lesin en áður var á bæum. Jeg bendi ekki á þessar bækur af því þær eru sjerstaklega ís- lenskar og hverjum Islendíngi skylt að þekkja þær, því síður af því að þær eru gamlar, heldur af hinu að jeg hef ekki lesið skáldsögur eftir neinn útlendan meistara scm taki fram Njálu, Grettlu, Heimskrínglu víða, og ótölulegum köflum um all- ar Fornmannasögurnar og Fornald- arsögurnar, og tæplega neitt sem komist til jafns við þær. Svörin °g hugsunin eru víða svo djúp og skörp eins og þar sem Shakspeare, Ihsen og aðrir meistarar láta per- sónur sínar sjá og svara allra hvassast, og svo aflmiklar eru þær, sem fólkið nú kallar »spennandi< (spændende) að jeg hef marggrátið yfir þeim og á cnn þá örðugt með að lesa suma kafla hátt. A sumum kviðum Sæmundar eddu þykir mjer einna tignarleg- astur skáldskapur á Islensku. Sigurður Kristjánsson er nú búinn að gefa út flestar ísl. sögur nsma Grettlu. Útgáfa hans er mjög ódýr og þó svo vönduð að vel nægir, og á þær viidi jeg benda sem fullan jafnoka bestu sagna útlendra. Spyrji menn hvern mentaðan Islendíng og útiendíng sem lesið hefur hvorttveggja, hann mun segja eins og jeg. _ Tiskur nokkur nú síðustu dagana og síld í net. Mannkvæm t hefur verið hjer þessa daga og fjöldi manna komið af Hjeraði til fjársölu og vörukaupa. Með- al annara þeir sjera í>órarinn á Val- þjófsstað, Guttormur alþíngismaður, Björgvin á Hallormsstað, sjera Magnús í Vallanesi, Guðmundur í Húsey, Hal- dór á Klaustri og Sölvi á Arnheiðar- stöðum. Fjárskipíð »Norman«, skipstjóri Axel Hvistendal, kom híngað þ. 5. og fór aftur þ. 6. um kvöldið. f>að hafði utan með sjer tæpar 6000 fjár. i>ar af frá pöntunarfjelagi Fljótsdæla rúm 3500; frá Sig. kaupm. Jóhansen rúm 1600 og hitt er frá þeim Lorsteini Jónssyni og Bjarna Lorsteinssyni kaupmönnum í Borgarfirði. Pöntunarfjelagsfje hefur orðið með minsta móti í þetta sinn, eins og menn bjuggust við eftir það ólag sem á komst. Stjórn fjelagsins kvað nú hafa boðað fund á Eiðum í dag og verður þar við- staddur Jón í Múla. Er vonandi að þar verði tekið rjettlátt tillit bæði til þess óleiks, sem þeir Jón Vídalín og ZöIIner gerðu sjer Og fjelaginu með vörukyrsetníngunni og eins til þess erviða ástands sem fjelagið er í nú um stund. Otto Wathne fór með konu sinni tii útlanda í gær með Vaagen. f>au hjón ætluðu fyrst til Khafnar og dvelja þar um stund, en fara síðan til Suð ur-Evrópu. I. M. Hansen konsúll tók sjer far til Einglands með fjárskipinu, Norman Smátt og stórt. — »:o: < —• Hof í Vopnafiróí laust. Umsóknar- frestur til 20. Nóvember; brauðið metið 2960,57. Prestsekkja í brauðinu og á því tvenn lán til húsabóta; afborgun af öðru 100 og hinu 12 kr. 80 au. á ári, auk vaxta. Augl. 5. Seft. Seyoisfirði. Veður hefur verið gott þessa viku. þerrilítið framan af cn giaðasólskin og sumarhiti Miðvikudag og fimtudng og sjerstakiega heitt síðara daginn. Kyrr- viðri og þoka í gær og dag, en hlýtt. Msrkí íslands. Á ísafold er að sjá sem íslenski fálkinn hafi einn verið látinn blakta þegar f>íngvallahúsið var vígt 20. Ág. f>etta, að danska merkið vantaði, sýn- ist svo að hafa verið orsök til þess, að Daniel Bruun, herforíngi, sem hjer hefur verið að ferðast um land til forn- menjarannsókna, hafði farið burt af fíngvelli á undan vígslunni, af því hann sá þar ekki danska merkið við hlið fálkans. I> yrir þetta hafa sum Rvíkur blöðin hnjátað eitthvað í Bruun, og svo koma aftur Brynjólfur gamli á Minnanúpi og ritstj. ísafoldar til liðs við foríngjann. Út úr þessu hefur auð- sjáanlega orðið dálítill smábardagf, cn af því híngað barst ekki að sunnan nema ísafold, þá sjest ekki nema önn- ur fylkíngin, og gamanið er því ekki nema hálft. Pað er auðsjeð að póíitfkin og tele- grafinn sofa, fyrst að kempurnar syðra geta gert vopnaglamm yfir þessu smá- ræði. Og nærri því ieiðinlegt cr það að gera þetta að miskiíðarefni í alvöru, sem allir partar hefðu getað feingið sjer haan og hressandi hlátur yfir, ef fólkið væri svolítið brosmildara. Bruun hefði verið töluvert meiri ridd- ari hefði hann slegið ógniítið á her- manshefð sína, setið kyrr og brosað, ekki að fálkanum — guð hjálpi okkur en að börnunum, sem voru að leika sjer; og Bruun hefði átt að geta gcrt sjer góðan mat úr því. °g Þegar hermansheiður foríngjans þohr ekki .þennan ósóma< iá þá ekki nokkuð nærri að brosa að riddaranum sem reið á burt særður inst í hjarta yfir ástieysi ísiendínga við Dannebrog. °g svo ísafold — að hún gaf okkur ekki heldur heilsusamiegan hlátur yfir öllu saman, en að traktera á þessum hátíðagraut. Bara að háðfuglarnir dönsku nái ekki þennan Bruunsbardaga! Trjárækt. Einar Helgason, garðyrkjumaður bendir mönnum mcð g(reinarstúf í ísafold á það, að ef þeir vilja panta trjáplöntur hjú Garðyrkju- fjelaginu til að prýða garð sinn, kríng um hús sitt eða bæ, þá ættu menn að senda honum þessar pantanir sem fyrst svo birgðir gcti orðið nægar til í vor. Allar upp- lysíngar skriflegar og munnlegar kveðst hann fús til að veita, og veita ókeypis hverjum sem beiðist. Plönturnar segir hann svo ódýrar að aungum manni sje um megn að kaupa þær. Hann gefur og upp- lýsíngar um hver trje sje líklegust til gróðurs hjer á Iandi. Eftir því sem Einari farast oró sýnist áhugi maima á skógargróðri fara vaxandi, því hann segir að afdrei hafi verið plantað meira af trjám en síðasta ár. f>að er fagur og þýðíngarmikill starfi sem »Hið íslenska garðyrkju- fjelag< vinnur í kyrð — nærri því í ofmikilli kyrð, því offáir rnenn vita af fjclaginu og þeirri liðsemd sem það veitir mönnum bæði með íræ- kaup, trjárækt og leiðbeiníngar við alla garðrækt. Sömuleiðis gefur fjelagið út lftið ársrit, einkarfróðlegt um marga hluti, og kostar eina 20 aura á ári. Það kver ættu allir að kaupa sem einhvern hug hafa á jurtarækt til gagns eða gamans, og þó þeir hafi það jafnvel ekki, þá er skemtun að lesa kverið. Sjerstaklega ætti hver maður sem garðholu hefur eða skjól við hús sitt eða bæ að fá sjcr nokkrar hríshir til niðursetu. Eallegur runn- ur heima við hús og bæ er hin feg- ursta prýði sem á verður kosið. Það er ekkert efamál að hjer má koma upp stórskógum ef menu hala dáð í sjer til að byrja. Flóð af rigníngurn halði orðið f Vatnsdal í Húnavatnssýslu þ. 23. Ágúst, flætt víða yfir láglendi og gert stór- spjöll á heyi bxói þar og í Þingi, cink- um á Þíngeyrum. Sagt að skaðinn all- ur hafi numið æði miklu. SRÍprek. »lhomas Amlie< gufu- skip hvalveiðafjelagsins norska strand- ari loks að fuilu 14. Ág. á Sauðanesi við Önundarfjörð. Var með kolafarm, og litiu bjárgað. Alt selt fyrir 200 kr. Prjú þilskip Ásgcirs Ágeirssonar rak

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.