Bjarki


Bjarki - 08.10.1898, Blaðsíða 3

Bjarki - 08.10.1898, Blaðsíða 3
159 á land við Horn 22. Ag. Allir mcnn björguðust. (ísaf.) Dagskrá, blað Einars Benedikts- sor.ar, segir ísafold að nú sje komið í hendur nýrra eigenda og ritstjóra, þeirra Sig. Júl. Jóhannessonar, og Sig. Þórólfssonar búfræðíngs. Botnverpingar vaða núuppisyðra eins og illhveli eftir að Heimdallur er farinn, »hálfu verri heldur en áður« segir ísaf. Tiðarfar á Suður og Vesturlandi hefur verið ervitt allan' Ágústmánuð, rigníngasamt syðra og kalt og þurka- lítið vestra og nyrðra; hefur það þurka- leysi gert stórskaða, því brjef nálega hvaðanæva að, sögðu gott gras og víða ágætt. Á Austurlandi má þetta heita júbilár til landsins, gras víðast afbrigð- isgott og á flestum stöðum hirt eftir hendinni. JÓn i MÚla kom híngað um helgina síðustu og hefur verið hjer þessa viku í pöntunarfjelags erind- um. IJað er álit Jóns, að þetta ó- lag með vörukyrsetnínguna hafi að- eins verið offljótráðnar aðfarir þeirra Zöllners, en stafi als ekki af hinu, eins og menn höfðu getið s^er til, að þeir Vídalín ætluðu sjer að snúa fótunum upp á fjelaginu. Bæði þeir Jón í Múla og Jón Jak- obsson hafa lalað hjer hreint og beint eins og þeirra var von, og komið í veg fyrir ýmsan misskiln- íng og orðasveim sem tvíræð orð og launpukur fjelagsmanna hjer hatði komið af stað. Að vísu áttu þeir óhæga aðstöðu cn undir slík- um kríngumstæðum var pukurhjal það mesta rottueitur sem mögulegt var að gefa fjelaginu inn. Um pólitík kom þeim Jóni og ritstj. Bjarka prýðilega saman eins og vant er. Um hana varð talið mest »svona milli kunníngja* sem maður segir, en svo mikið er víst, að Jón væntir sjcr fremur litils af næsta þfngi, eins og fieiri. <Hann hjelt enn þá sörau trygð við frumv. frá 89 eins og áður, og kvað þann eina agnúa á því frumvarpi, eins og tekið hefur verið fram í Bjarka, ef það kynni að komast á og verða leitt í framkvæmd af hsegri manna stjórn, en lánið væri að við því væri ekki hætt. Yflr höfuð talaði Jón með stillíngu og sanngirni um pólitík og pólitiska andstæðínga og kvað þessa rimmu hafa komið helst til miklu illu af stað milli manna sem gætu unnið landi og þjóð mik- ið til gagns ef þeir væru í sam- vinnu. Efasamt þykir Jóni hvort ráðlegt sje að herða kröfurnar í garð Dana þó vinstri menn komi til valda. Jón kom hfngað landveg alla leið og fer aftur landveg norður. Dansk- islandsk Fiskeri- seiskab41 sem þeir eru fyrir hjer kaupmennirnir Carl Tulinius og Þorsteinn Jónsson, hefur nú feing- ið hingað fyrsta fiskigufuskip sitt »Leif«. Það er stórt skip, 103 srnálestir og fer 9—ro mílur á vöku. Skipið er þegar tekið til veiða og á að vera að fiski fram eftir haustinu svo leingi sem veður vill og fiskur fæst. Af Vestfjörðum segirÞjóðv. úngi, að þilskip hafi verið flest hætt veiðum 31. Ágúst og hafi aflað með Iakara móti. Bátaveiði, segir blaðið, sje lítil um Isafjarð- ardjúp að sumrinu meðan mcnn sje að heyum, en þeir ssm reynt hafi segi vel um fisk; aðalmeinið hafi verið síldarleysi til beitu. Sakir hins rýrv afla í vetur og vor og hærra kornverðs í sumar, segir blaðið að »mörg heimili muni byrja næsta vetur bjargarlaus eða bjarg- arlítil og eingaungu verða að byggja UPP á björgina sem fást kann úr sjónum. Bergsveinn Long sem híngað kom í fyrra frá Canada og fór vestur aftur, gifti sig i Winnipeg á Jóladaginn síðastliðinn ýngismey Þuríði Ind- riðadóttur. Rjúpur Óskast. Ritstj. vísar á. Undirskrifaður bindur bækur í vetur hjer á staðnum, eins og áð- ur. Allir gamlir skiftavinir vel- komnir, og nýir sömuleiðis, og vona jeg að leysa verkið af hendi ekki lakar en áður. Bókum til mfn vcitir ,hr. Lárus S. Tómas- son móttöku, fyrir mína hönd, og eins er gert á skrifstofu Bjarka. Seyðisfirði 7. Okt. 1898. Virðíngarfylst Pjetur Jóhansson. Þrjú hlutabrjef í Prentfjelagi Austfirðínga fást til kaups hjá Carli Tulinius á Fáskrúðsfirði. N ý k o m i ð er til Antons Sigurðssonar nokkuð af als konar skótaui: Barnaskótau, kvenn- skótau og karlmansskór. Alt með besta verði. Sömuleiðis fást yfirleður af ýms- um gerðum og margt fleira handa skósmiðum. Seyðisfirði 29 Seft. 1898. ANTON SIGURDSSON. Lestrar- og kenslubxkur, forskrift- arbækur handa börnum, skriibækur og skrifbókapappír, strikaður skrif- pappír, umslög, pcnnar, blek, blý- antar, lakk, skrifspjöld, grifflar og m. fl. fæst f bókaverslan L. S- Tómassonar. LJm allar pantanir, uppsagnir og alt sem að útsendíngu Bjarka lýtur eru menn fjær og nær vinsamlega beðnir að snúa sjer til sýsluskrif- ara Árna Jóhanssonar en ekki til ritstjórans, sömuleiðis um alla borg- un fyrir blaðið. 49 »Af ávöxtunum skuluð þjer þekkja þá«. Og hvað fast grundvallað er þetta boðorð þeirra Japans- manna hjer hjá þjóð vorri: »A 1 1 i r fyrir cinn, og einn fyrir alla.< »Margir munu koma frá austri og vcstri Og sitja til borðs með Abraham Isak og Jakob«. »Ekki munu allir þeir sem segja herra, herra, koma í himnaríki.« W 43 njc annari. Fjelags-mannúð cyarskegga dofnar við áhrif hinna kristnu, siðuðu manna frá Evrópu, en eigingirni og fjárdrættir vaxa. Þessi sannindi bera ekki vott um yfirburði og sigurhrós kirkjunnar. Vjer þurfurn eflaust að forðast að fyrirlíta trú þá scm ber slika ávexti. Oss væri sannarlega bæði holt og fróðlegt, að kynnast betur trú þjóðanna út um heiminn en verið hcfur að undan- fórnu. Vjer höfum þörf til að kynna oss 'glöggar menníng og háttu þeirra; og vjcr höfum um Ieið skýiaus rjettindi til þess. þó nu íslenskar bókmentir hafi afar litla köiiun fundið til að bæta úr þeirri fáfræði, er það eingin sönnun þess, að svo skuli verða framvegis. Erlend rit hafa vakið huga manna til að kynnast heiminum; líta leingra en yfir hólmann sem vjer búum á. Þau hafa sýnt mörg dæmi frá »heiðnum« þjóðum sem cru tögur og göfugleg. Augu margrar manna hafa opnast og feingið sjón, til að sjá, hve skaðvæúlegt er að fyrirlíta átrúnað þjóða eða þjóðfiokka, án þéss að þekkja trú þeirra, siðgæði nje menníng. Að óiastaðri hinni »einu sáluhjálpsgu trú Luthers* eiga »heiðíngjarnir« iíka göfugar hugmyndir urn Guð, og boðorð, sem eingu síður virðast sprottin af guðlegri speki og gasku, cn boðorð þau er Jcsús frá Nazaret kendi læ. i- svtinnm sínum. Voðalegt dramb og blind fáfræði er það, að dæma Zóró- asltr, Buddha, Ivon-fu-tse, Múhamed o. fl. án þess að þckkja kenníng þeirra; nje átrúnað þann er þeir boðuðu, hið minsta; og dæma þi falsara, svikara og siðspillendur, án þess að hafa hugmynd um, hver áhrif trú þeirra hefur haft á þjóðir þær er þcir kendu, eða hvað mikil sannindi og gæði í henni sjeu fólgin.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.