Bjarki


Bjarki - 02.11.1898, Blaðsíða 1

Bjarki - 02.11.1898, Blaðsíða 1
Eitt blað á viku minst. Árg. 3 kr. borgist fyrir 1. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Auglýsíngar 8 aura línan; mikill af- slátttur ef oft er auglýst. Uppsögn skrifleg fyrir 1. Október. B J A III. ár. 43 Seyðifirði, Miövikudagínn 2. Nóvember t Otto Wathne, Gamla Hel læfrur skamt stórra h'iggva í milli hjer á Seyðisfirði nú um þessar mundir, og má segja að heldur tíiiist nú á burt hið betraUiðið. Snorra mistuiri við í Júlí, og nú höfum við fylgt Otto Wathne til grafar. Manni verður það nærri því að spyrja: hvcr kcmur næst? En hverju sem til þess verður svarað, þá er það víst að nú verður ekki höggvið stærra. Hjer eru ýmsir dugandi drcfingir, svo að óvíst er að víða sje betur, og mun einginn þeirra finna að hann sje mínkaður við það, þó sagt sje, að sá sje nú fallinn sem iræknastur . var, því svo myndi hvert hjerað á íslandi geta sagt, sem mist hefði Otto Wathne, og eins mundi viðar. í^að er því ekki undarlegt að mönnum hnykti nokkuð við og bær- inn hljóðnaði, þegar Egiil færði lík Wathnes híngað fyrra Sunnudags- kvöld. í’á stundina hafði liver okkar nóg að hugsa með sjálfu.n sjer. Svo mun og víðar um land, að mönnum mun þykja lát hansmikil tíð- i.idi og ógóð, að minsta kosti ölluin þeím, sem þekkja og kunna að meta hinn merkilega dugnað hans, og þá þýðíngu sem störf hans hafa haft fyrir okkur allu og framtíð landsins. Otto Wathne varð aðeins SJára gamall. Hann er fæddur í Mandal í Noregi 13. Ágúst 1S43. Það fanst þegar á úngum aldri, að manntak var 1 honum og laungun tii að komast áfram og hann var ekki eldri. en vart tvítugtur þegar hann tók skipstjórapróf í Mandal. Um það bil, eða litlu síðar kom hann (yrst híngað til lands. Hann kom þá fyrst sem timbursali á lít- HJi skonortu, en var of úngur til að vera skipstjóri sjálfur. Á þessu skipi kom hann hjer við ýmsa staði, ekki svo fáar ferðir. 1868 (eða 69) i<orrl . hann híngað til Seyðisfjarðar með tveim skipum til að stunda síldarveiði og bygði þá lítið hús við voginn utan t;l við Búðareyri, þar sem síðan er köil- uð »Vatnabugt*. Síldarveiðin lán- aðist ekki í það sinn og fór Wathne hjeðan aftur 1870. Hann þykist : þá ekki koma sjer svo fyrir í Noregi sem hann vill og sýnir það vel atorkuna' og á- ræðið og er einkennilegt mannin- um, að hann heldur þá til Eing- lands og tekur þar stýrimanspróf; þar var leiksviðið stærra, skipin fleiri og meiri. Hann varð þar þá stýrimaður á Austurindía förum og síðan skipstjóri og fór víða um lönd. En vorið 1880 cr Wathne kominn hinga^ á fornar stöðvar og mun fregnin uin síldarveið' annara Norð- manna hjer næstu árin á undan hafa verið orsök í því. En frá þeim tíma hafái Wathne aðalstöð sína og heii’úili hjer á Seyðisfirði til dauðadags Til þess að sýna að Otto Wathne var einginn meðalmaður, þyrfti n.ú ekki annað en benda á það, að hann kemur hfngað vorið 1880, að rjettorðra manna sögn, með tvær hendur tómar, en aflaði sjer síðan meiri eigna með dugnaði sínurn einum saman og áræði en nokkur annar samtímismaður hans á landi hjer og lagði út í umfángsmeiri fyrirtæki, en dæmi sje til aí öðrum. Og það mun einginn maður segja nje hafa sagt um Wathne Iífs nje liðinn að hann aflaði fjár síns með nurli cða sýtíngí við verkfólk sitt eða viðskiftamenn eða neinn mann annan. Hann gat kannske verið mishittur einkum ef um stórt var aðýrgera, og mun það þó margur meir, en fjesparann eða sýtinn hefur einginn maður sagt Otto Wathne. Það hefur nú að vísu verið mælt bæði að hann hafi feingið margt í eigu sinni fyrir lítið og eins hitt að iánið hafi leikið við hann oft, og lagt margt happið upp í hend- ur honum. Hvorttveggja má víst til sans vegar færa, en bæði er það, að vant er að greina hvar forsjá og snarræði enda og ham- 'ngja byrjar og eins er hitt víst, sem Hluta-Bergnr, gamall formað- ur í Vestmanneyum, sagði við mann, sem honum þótti linur í sjósókn- inni: »Það kemur ekkert á aung- ulinn meðan hann liángir heima í hjalli«. það mun reynast satt, að Wathne sá mörgum manni betur hvers við þurfti tii að taka á móti höppum ef þau hlotnuðust, og bjó sig und- ir það eftir efnum, en var skjótur tll að taka gæs ef hún gafst. Það voru yfirburðir-hans. Það var hamíngja hans. Þess átta fieiri kost en hann að leggja fjelausir 1880 út í þá tví- sýnu, sem síldarveiðin er, aðeins með Ktilfjörlegu lánstraus ti og þeim krónum sem í varð náð. Hann vogaði — og vann. Þetta var fyrirtæki sem einmitt átti við skap hans. Hann gat vel beðið, svo árum skifti, beðið alla at" sjer, tapað tugum þúsunda, en þar mátti líka vinna hundrað þús- undir á fám vikum og það gerði hann líka.‘ Jeg hef skilið það svo, sem skipaeign hans öll væri í rauninni miðuð við síldárveiðarnar. Þær þúsundir, sem hann vann á feið- unum til hinna fjórðúnganna suður og norður hirðir hann, þegar eing- inn hefur mannrænu á þvi annar, og reglulegu ferðirnar til útlanda síðasta árið, sem hann mun hafa haft hag á, grunar mig að mest hafi veríð gerðar tii þess að skip- in hefðu nokkuð að starfa mcðan hann var að bíða eftir síldinni. Því ljet hann og Vaagen leika lausu við þó ferðir Egils væru fastar. Hann sá það, og sá það rjett, að fyrst er að auka arðinn til lands eða sjávar. Þá koma skipin eðlilega á eftir til að koma honum á markaðinn, samgaungurnar auk- ast milli fjórðúnganna, því þá kem- ur flutníngsþörfin fyrir fólk og fje, og loks þokar eðlileg viðskiftaþörf öllu landinu næi heiminum. Þessa leið fór Wathne, sjálfum sjer til hags og öllu landinu. Og þó aldur hans og kraftar entust ekki til að komast þángað sem hugur hans stefndi, þá lifði hann nóg til þess, að sýna öllum heimi að ísland gæti verið tífalt að íbú- um og þúsundfalt að auði. Við eigum gnægð af mönnum sem .kunna litlu töfluna og kunna hana vel, en fáa sem bókstaflega sagt g e t a ekki reiknað með minna en þúsundum, og það gat Wathne ckki. Það má og satt vera að hann hafi ekki einn átt frumhugsanirnar 1898. að öilum sínum fyrirtækjum, svo sem að stórversluninni. En það eru líka hyggindi að meta góð ráð og er einginn minni maður fyrir það, svo framarlega sem það er satt, að hægra sje að kenna heil- ræðin en halda þau. Þeir menn eru fáir, sem landið í heild sinni og einkanlega Aust- firðir hafa átt meira að þakka en Wathne og sjerstaklega má segja þetta um Seyðisfjörð; það er jafn þakkarvert hvernig hann aflaði fjár síns og hvernig hann varði því. Island væri í mörgum stöðum fríðara aðkomu nú, cn það er, cf að allir þeir útlendíngar sem bjer hafa aflað fjár, hefðn hver á sínum stað látið eftir sig clíkar menjar sem Wathne lætur á Seyðisfirði. Það var eingin selstöð til að afla sjer forða til að fljúga burt með og eyða annarsstaðar. Það var heimili, þar sem hann vafalaust undi best, og hafði aihug á að gera sem hagkvæmast og prýðilegast, enda mun Búðareyri með bryggj- um sínum, sem-allar eru hans verk, leingi minna. á starf hans. Það er og ekki að undra þó fólk það, sem hann veitti hjer at- vinnu, spyrji hver nú taki við þar sem Wathne slcfti. Því miður mun mörgum verða ógicitt urn svarið. Að vísu var maður hjer að nokkru leiti undir það búinn nú að hann myndi hvað af hverju láta eignir sínar hjer af hendi og hafði jafnvel komist til tals að hann seldi þær nú á þessu ári, hvernig sem það fer nú. Umskiftin koma hjer því ekki óvænt. Iiitt vissu allir að Otto Wathnc gat ekki veríð aðgerðarlaus meðan hann stóð uppi. Það var ómögu- Iegt. Svo þó hann seldí eignir sínar hjer á laodi nú, þá var víst einginn sá sem’ ekki bjóst við að heyra eitthvað *af honum, hvar svo sem það yrði. En við því bjuggust menn að það myndi nú verða minna hjer eftir en híngað til, því hann var nú ekki samur maður og áður hvorki að hciisu nje kröftum. Hvorutveggja hafði hnignað hin síðustu árin, og hann hafði oft al- var'ega fundið til hjartáþrautar, sena nú síðast mun hafa leitt hann til bana.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.