Bjarki


Bjarki - 02.11.1898, Blaðsíða 2

Bjarki - 02.11.1898, Blaðsíða 2
170 Síðast í sumar þjáðist hann oft- ar en einu sinni af því meini en af því það hafði nú líðið hjá eins og vant var, og hann kvaddi oss hjer alla hress og glaðlegur áður hann færi burt, þá hafði einginn búist við að lát hans bæri svo skjótt að. Morguninn eftir að Egill flutti lík hans híngað sendi Bjarki út svo- hljóðandi skyndifregn um lát hans: »Otto Wathne er dáinn. Hann andaðist í hafi Laugardag- inn 15. þessa mánaðar klukkan 11 um kvöldið, 18 tfmum áður en Vaagen náði Faereyum. Hann kendi litlu áður andardráttar þrautar, sem hann átti vanda til, reis upp og bað skipstjóra að núa sig dá- • lítið betur en hnje þá útaf í þeim svifum og var þegar liðinn. Vaagen hjelt svo inn til Færeya og kom þángað kl. 5 e. h. á Sunnu- daginn; ljet frú Wathne þar færa lík manns sfns yfir á »Egil« á Fimtudaginn næstan eftir og flytja síðan híngað til Seyðisfjarðar. Egill kom hfngað í gærkvöld í ljósaskiftunum og flaug fregnin þeg- ar um bæinn um leið og skipið lagði að bryggjunni seint og hljóð- lega, og með fána á miðri staung. Það má segja að allur bærinn yrði sem höggdofa; alt samtal varð kyrt og dapurlegt. Allir finna miss- inn fyrir Seyðisfjörð — og alt landið. I dag eru allir fánar á miðri staung. Wathne verður lagður í múr- hvelfíngu í garðinum hjá húsi sínu, upp á væntanlegt samþykki kirkju- stjórnarinnar. Jarðarförin á að fara fram á Fimtudaginn 27. þ m. Otto Watane er fæddur í Man- dal 13. Ágúst 1843 og varð því aðeins rúmra 55 ára gamali.« Sem breytfnga og viðbótar við það sem hjer er sagt, má geta þessa: Eftir þessa litlu töf, sem Vaagen hafði orðið fyrir á Suðurfjörðunum hjelt skipið á leið til Færeya. Wathne var þá vel hress og kendi sjer einskis. Og á Laugardags- kvöldið borðaði hann kvöldverð og var síðan nokkra stund á þilfari og við stýrið áður hann gekk að sofa. En litlu eftir að hann var lagstur niður, kendi hann sfns gamla meins og bað skipstjóra að núa sig dálítið, sem bann ljet þá oft gera, og var sem heldur ljetti við það. En litlu síðar stóð hann upp af sófanum og bað skipstjóra að núa sig dálítið bctur, en hnje þá niður í þeim svifum, að líkindurn af hjarta- slagi. Má nærri geta hversu þessi svíp- legí sorgaratburður fjekk á konu hans og skipshöfnina. Vaagen beið Egils í Færeyjum til Fimtudags og fór alt fram sem á undan cr sagt nema hvað þeirri ákvörðun var breytt að grafa llk Wathnes í garðinum hjá húsi hans. Það fjekst einmitt samþykki prests og prófasts upp á væntanlegt sam- þykki biskups að Wathne mætti jarða í hinum nýa kirkjugarði sem bæjarmenn hafa feingið rrældan sjer út hjer norðan ár, skamt fyrir innan bæinn, og seinkaði sú breyt- íng jarðarförinni um cinn dag. Jarðarförin fór því fram Föstudaginn þ. 28. Okt. Veðrið var hið ágætasta, svo að vandi hcfði verið að kjósa á fegurri dag um þennan tíma árs, sólskinog blæalogn og aðeins stirðn- andi af frosti. Kl. 12 mátti segja að öll hin stóru íbúðarherbergi heima í hús- inu væru fullskipuð af fólki en fjöldi stóð fyrir utan. Kistan var alsett blómsveigum, og mátti kynja hvaðan það lýng og þau blóm urðu tekin á svo nauðabefu landi. Ofan á kistunni var silfurkross frá ættíngjum og rjett áður en hús- kveðjan byrjaði lagði ba-arfógeti (sem formaður bæarstjórnarjnnar) silfurkrans á kistuna, sem virðíng- ar og þakklætisteikn bæarbúa. Sjera Björn flutti svo húskveðju á Dönsku, en saungflokkur saung sálm norskan og danskan sjerprent- aða úr sál.nabókunum. Lýngi var stráð á veginn á Búð- areyrinni og lángan veg út frá brúnni yfir Fjarðará báðumegin en yfirbyggfng brúarinnar klædd svörtu klæði við báða enda, en á miðri brúnni var stórt skrauthlið prýði- lega fyrirkomið, tjaldað svi'.rtu alt umhverfis, en fánar bluktu yfir. Bæði hinn svarti búfiíngur og brúin öll var vafin grænum blómst- urlindum. l’ar við brúarsporðinn stansaði lí.<fylgdin og saung þetta kvreði, sem í’orstcinn Erlíngsson hafði ort. Þökk fyrir, Wathne, að þú komst til lands, þökk fyrir austræna blæinn; þjer fylgdi hamíngja’ ins þrekvarða manns, þú áttir fegurstan daginn. Leingi muri bjarminn af brúninni hans útvið sæinn. Fallið er merki þitt fullhuginnmær— fræknastur okkar í stríði. Einn vanstu sigur, sem einginn vor fær — ættjarðar framtíð og prýði — Þess vegna ljóma’ yfir leiði þitt slær upp frá víði. Sárt er nú hjartað — og sólin hans er sígin í hafdjúpið alda. Þar var að leita ef þjer eða vjer þurftum á dreinglund að halda; því hneigir lotníng vor Ifkinu’ hans hjer, hinu kalda. Sjaldan svo frækinn,svo fágætan mann færðan til grafar vjei sáum. Fár var hjer sárara syrgður en hann, syrgður, af háum og lágum. Hvíldu þá, ættjörð, höfðfngja þann — einn aff fáum. Gröf hans er á þeim stað í hin- um nýa kirkjugarði, scm fríðastur er og hæðst bcr og hjelt sjcra Björn þar líkræðu á Islensku, ein- arðari og rjettari fiestum sem jeg hef heyrt, og sjerstaklega þeim sem jeg hef lesið á prenti. í lok ræðunnar hjelt hann vígslu- tölu kirkjugarðsins, lýsti helgi og friði yfir honum og öllum þeim sem þángað yrðu færðir, en á undan var súnginn einhver »kirkjugarðs- vígslu sálmur«, sem stakk mjög í stúf við »Alt eins og blómstrið eina«. sem súngin var á eftir. Þessi jarðarför hefur hjer verið fjölmennust, hátt á 5. hundrað. Mörgum mun finnast sem Seyð- isfjörður hafi sett ofan við lát Otto Wathne og því er ekki að leyna að sv<> er. Að vísu munu erfíngjar hans gera alt sem þeir mcga til þess að eignir hans tvístr- ist ekki og starfi hans verði haldið hjer áfram óklundruðu, og að því leiti má segja að öllu sje hjer borgið. En hitt láir einginn að hinir rnörgu hjer, sem áttu hann að, geti ekki vænst þess að fá sinn skaða bættan, og sjerstaklega ef trú Guðtún fer hjeðan alfarin, sem búist er við, því meðal þeirra, sem liðsinnis þurítu og bágstaddir voru mun hún ekki ciga færri vini en hann. Það er maklegt að minnast þessa, því jeg þekki nokkra, sem vildu, en fáa, sem bæði höfðu vilja og mátt t.l að vera eins og þau bæði hafa verið. Sá mun og margur, sem finnur með sjálfum sjer að sá er nú far- inn sem líklegaslur hefði verið til dreingskapar í raun — jafnvel við fleiri en vini og kunníngja. Seyóisfirði. Vsður var óstiit og vætusamt framan at fyrri vikunni, en síðari dagana brá til þurks og Fimtu- dag og Föstudag einmuna bliða, logn og sólskin og rjett að fraus. Laugard. þykt veður þurt. Fiskur góður altaf, en láng- sóttur. Klemens Jó n sson sýslumaður kom hjer með konu sinni á Vestu frá Höfn heim á leið til Akureyr- ar. Frúin hafði farið utan til að leita sjer læknínga, og hafði feing- ið bata fremur öllum vonum á svo skömmum tíma. Hún sýndist nú hress og hafði góða von um bata sinn. Einar Benediktsson, skáldið, kom hjer og við með Vestu. Hann hafði brugðið sjer snöggva ferð til Englands í erindagjörðum. Hann er málafærslumaður við yfir- rjettinn og fór nú heim aftur til starfa sínS. Hann hefur og prent- smiðjuna eftir, þó hann ljeti af ritstjórn Dagskrár. Einar kvaðst hafa feingið nægju sína á að skrifa og gefa út dag- blöð á Islandi, og hefur Einar sagt sumt torskildara en það. Þórarinn gamli Hálfdánar- s o n, óðalsbóndi frá Bakka á Strönd- um, fyrv. hreppstjóri, dvaldi hjer nokkra daga á Seyðisfirði og fór norður með Agli til Vopnafjarðar. Það er greindur maður og vel fróður um margt hjer eystra fornt og nýtt og fjörugur enn þá, þó um sjötugt sje. 1 niðurjöfnunarnefnd voru hjer valdir í fyrradag þeir bókhaldari N. Nielsen og Stefán úrsmiður Sveinsson. SKIP. Moss, skip Fór. Tuliniusar kom híngað 23. f. m. og fór hjeðan afturþ. 2S- til Borgarfjarðar. Vesta kom þann 26., hafði legið í Leith'4 daga sakir ofviðris og seink- að af því. Egill fór þegar fyrra Þriðjudag suður á firði til að rekja vjðkomustaði sína, því hann hafði komið híngað beint frá Færeyum. Með honum komu að sunnan Randúlf kaupmaður, og kona Friðriks Wathne með dóttur þeirra, til að vera hjer við jarðarförina. Egill beið hjer meðan jarðarförin fór fram og hjelt svo norður um kvöldið. Með honum fóru norður Pjetur verslunar- maður Jónsson til Akureyrar og Carl Liljendal með unnustu. Inga kom að norðan 26. og fór hjeðan á leið til Hafnar þ. 28. mcð vörur frá Gránufjelaginu. Með íngu tók sjer far til Hafnar Kristján Iæknir Kristjánsson. Smátt og stórt. — »:o:« — Bjarna lækni Jenssyni hetu 26. Seftember verið veitt 15. læknis- hjerað, Eskifjörður,

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.